Morgunblaðið - 17.11.1936, Side 3

Morgunblaðið - 17.11.1936, Side 3
Þriðjudagur 17. nóv. 1936. MOHGUNBLAÐÍÐ L Samfylkingiii er fjandiam- leg frelsi og lýðræði. Jarðrœktarlögin giýfu: Mútmæli streyma frá bændum af öllu landinu. EFTIR því sem bændur kynnast betur hinum nýju jarðræktarlö£um vex andstaðan gegn lögunum. Búnaðarfjelögin nt um land eru nú sem óðast að halda fundi til þess að ræða þessi mal. Blaðið hefir haft, fregnir af þessum fuudum: ( Árnessýsla. Búnaðarfjelag Gnúpverjahrepps helt fund 13. þ. m. Þar voru sam- þykt með 21:4 atkv. mótmæli g'egn nýju jarðræktarlögunum. Einnig var ‘með sama atkvæða- magni samþ. traustsyfirlýsing til meirihluta Búnaðarþings og full- trúa hjeraðsins, Páls Stefánssonar á Ásólfsstöðum. Bj.arni Bjarnason alþm. var á þessum fundi og revndi mjög að hafa áhrif á fundarmenn, en það hreif ekki. Búnaðarfjelag’ Hrunamanna- hrepps hélt fund 14. þ. m., og samþykti með 29:26 atkv. mót- mæli gegu nýju jarðræktarlögun- um. Báðir þingmenn kjórdæmisins, Bjarni og' Jörundur voru mættir á fundinum. Bjarni kom á fund- inn með mörg skrifleg atkvæði frá bændum, og var leyft að þau yrði með talin; erá þau innifalin í þeim 26 atkv., sem voru með jarðrækt- arlögunum. En tregir og viljalitl- ir hafa þessir bændur verið, þar sem þeir vildu ekki mæta sjálfir, enda þótt þeir hafi látið undan þrábeiðni Bjarna og leyft, lionum að fara með skriflegt atkvæði. Múlasýslur. Þar hafa fundir verið haldnir í mörgum búnaðarfjelögum, og hef- ir blaðið haft fregnir af þessum: Búnaðarfjel. Fellnahrepps sam- þykti með 17:5 atkvæði mótmæli gegn jarðræktarlögunum. Búnaðarfjel. Tunguhrepps sam- þykti sömuleiðis mótmæli með 17:5 atkv. Þar varð búnaðarþings- fulltrúinn, Björn Halldórsson, í stórum minnihluta. Búnaðarfjelag Skriðdals samþ. sömuleiðís mótmæli með 13:5. f Breiðdal voru að sögn 20—30 mætti og samþykt mótmæli með % atkvæða. í Jökuldal voru einnig samþykt mótmæli með ýfirgnæfandi meiri- hluta. I Vallnahreppi urðu fylgjendur jarðránsstefnunnar, stjórnarliðar, ofaná. Á öðrum fundinum þar voru samþykt meðmæli með nýju jarðræktarlögunum með 7:6 atkv. og á hinum með 7:5 atkv. Dalasýsla. í Saurbænum, þar sem hefir verið aðalhreiður Tímaiiðsins, voru samþykt með 10:8 atky. mótmæli gegn jarðræktarlögunum. I Hvammshreppi voru einnig samþykt mótmæli með því nær öll- um atkv. í Miðdölum fór á sömu leið; jarðránsmenn áttti þar ekkert fylgi. í Hörðudalshreppi voru einnig samþ. inótmæli með nál. öllum at- kvæðum. Snæf ellsnessýsla. Þaðan hafa komið fregnir úr tveimur hreppum. Á Skógarströnd, eiui hreppur- inn í sýslunni sem Tímamenn háfa átt ofurlítið fylgi, voru samþykt með 14:2 átkv. mótmæli gegn j arðræktarl ögunum. í Helgafellssveit voru mótmælin samþykt einróma. Rangárvallasýsla. í Austur-Eyjafjallahreppi voru samþykt mótmæli gegn jarðráns- stefnunni. í Vestur-Landeyjahreppi sömu- leiðis samþykt mótmæli. í Rangárvallahreppi sömuleiðis samþykt mótmæli, nál. einróma. Akureyri. Á fjölmennum fundi í Jarðrækt- arfjelagi Akureyrar'á sunnudags- kvöld var nær einróma samþvkt fylgi við breytingartillögur meiri- hluta Búnaðarþings. Var fundur- inn fylgjandi meirihluia Búnaðar- þings í öllum atriðum. Það á að grafa und> an inálðarMuðuin þjóðfjelagsins. Fyrsta sporið: Togaraútgerðin í rústir. Það er fengin ótvíræð og skjalleg sönnun þess, að sósíalistar, sem hingað tii hafa talið sig í hreinni andstöðu við ofbeldis- og byltingaflokk kommúnista, hafa nú tekið upp á sína stefnuskrá öll þau höfuðmál sem kommúnistar hafa hingað til barist fyrir. Þessi staðreynd hlýtur óhjákvæmilega að hafa þær afleiðingar, að yfir lýðræðinu vofir nú meiri og alvarlegri hætta, en nokkru sinni áður. Þess vegna verður alvarlega að skora á alla sanna íslendinga, sem unna frelsi og lýðræði, að taka nú höndum sarnan til verndar lýðræðinu og sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni. Drengur hrapar i fjalli við Siglufjörð. Fimtán ára gamall dreng- ur, Sigurður Sófusson, hrapaði um 400 metra lang- an veg í fjallinu fyrir ofan Siglufjarðarbæ s.I. sunnu- dag. Menn úr bænum sáu er Sigurð- ur hrapaði og hröðuðu sjer þegar honum til aðstoðar. Lý háún þá meðvitundarlaus og blóðugur. Var Sigurður strax borinn til læknis. Hafði liaun hlotið mikil meiðsli, sjerstaklega á liöfði, en var þó hvergi brotinn. Sigurði líð- ur nú vel eftir atvikum. Sigurður var á leið upp í i Hvanneyrarskál er hann hrapaði j og vildi slysið til utan við Gimbra kletta. Harðfenni var í hlíðiuni, en auð ir blettir á milli. Yið ísiendingar höfum bygt upp okkar þjóðskipulag á grundvelli lýðræðis og þingræð- is. Þetta þjóðskipulag vilja kommúnistar leggja í' rústir, og fá í staðinn nýtt, einræðis- og harðstjórnarskipulag, að rúss- neskri fyrirmynd. Kommúnistar fara ekki 'dult með þessa fyrirætlan sína. Svö hreinskilnir eru þeir, að játa það skýrt og afdráttarlaust, að markinu ætli þeir að ná me'ð of- beldi og byltingu. * Sósíalistar hjer á landi hafa fram til þessa talið sig í fullri andstöðu við stefnu kommún- ista. Þeir hafa talið sig lýð- ræðissinna og fordæmt vinnu- aðferð kommúnista. En nú hafa þau undur, ^erst, að flokkur sósíalista, sem ’fer með stjórn iandsins, hefir tek- ið á sína stefnuskrá öll höf- uðmál kommúnista, sömu mál- in, sem sósíalistar hafa hing- að til fordæmt og ekki viljað Iíta við. Hjer eftir verður flokkur sósíalista því ekki talinn lýð- ræðisflokkur, heldur ofbeldis- og byltingaflokkur, fjandsam- legur núverandi þjðskipulagi. Það er ekki til neins fyrir Alþýðublaðið, eftir það sem gerst hefir, að ætla nú að af- neita kommúnistum. Það er heldur ekki til neins fyrir for- mann Tímaliðsins að vera að hampa því fram nú, að sósí- alistar hafi „afneitað fjelags- skap við kommúnista“. Þar sem sósíalistar hafa tekið á sína stefnuskrá öll höfuðmál komm- únista, skiftir hitt engu máli, hvort hann heitir Einar 01- geirsson eða Hjeðinn Valdi- marsson, sem forystuna hefir með höndum. Enda virðist nú aðeins eitt sem skilur þessa fyrri fjandsamlegu flokka, og það er; hver eigi framvegis að hafa forystuna. Málefnalega sjeð hafa kommunistar sigrað, hvað sem ofaná verður um forystuna í framtíðinni. * Qll höfuðmál kommúnista hafa verið sett á oddinn í hinni nýju starfsskrá. Mest ber þar á ofsókn á hendur einum at- vinnuvegi, togaraútvegnum, og reyndar sjávarútveginum yfir höfuð. • f •' i Kommúnista-samfvlkingin nýja krefst þess, að togaraút- gerðin verði tafarlaust sett und ir opinbera rannsókn. Slík krafa stjórnmálaflokks á hend- ur .atvinnuvegi, sem verið hef- ir mesta lyftistöng þjóðarinn- ar undanfarin 15—20 ár, er vafalaust algert einsd’æmi. Það er ekkert leyndarmál, ■ endá öllum kunnugt, að togara- útgdrðin hefir nokkur síðustu árin verið rekin með tapi. Þar af leiðir að flest togarafélögin standa nú höllum fæti fjár- hagslega. Þetta tæksfæri vilja rauðliðar nota til þess að knje- setja þenna atvinnuveg. Og það á að gera meira en að knjesetja togaraútgerðina, sem brauðfæðir hlutfallslega flesta verkamenn á sjó og landi, og veitir besta atvinnu og mest öryggi. Það á að fang- elsa þá menn, sem lagt hafa fram. fje í togaraútgerð á ís- landi! * Forseti Alþýðusambands ís- lands, Jón Baldvinsson, er nú bankastjóri í þeim bankanum, sem þjóðin á það mest og best að þakka, að togaraútgerð er rekin í allstórum stíl hjer á iandi. Því verður vitanlega ekki neitað, að bankarnir hafa tapað miklu fje á togaraútgerð- inni. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU, EldsvoOt út frá otfueldavjel. \ Eldur hatði læst sig í þakið en slökkvi- liðið kætði hann, T7 ldur kom upp í Laug- arnesbúinu í gær- dag — húsi Þorgríms Jónssonar á Laugarnesi. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn skömmu eftir að það kom á vett- vang, en þá hafði elduT- inn komist upp í þakið og lítinn kvist á norður- hlið hússins. Eldsupptök voru þau, að olíueldavjel, sem stóð uppi á borði í eldhúsinu á lofthæð hússins, fell niður á gólf. Um leið og olíuvjelin fell, flóði olí- an úr henni út um gólíið og læsti eldurinn sig brátt um alt eldhúsið. Ein stúlka var í eldhúsinu þegar eldurinn kom upp. Hugsaði hún um það eitt, að bjarga út íarlama konu, sem var í húsinu, og sem var nýkomin af sjújcrahúsi. Slökkviliðið fekk tilkynningu um eldsvoðann kl. 3,15. Þegar slökkviliðsmenn komu inn að Laugarnesi var eldhúsið alelda og eldurinn búinn að læsa slg í þakið. Nokkuð langt er þarna í næsta vatnshana, eða niður að Laugarnesspítala. Á meðan nokkrir slökkviliðsmenn voru að koma fyrir vatnssl'öhgum, unnu aðrir að því að kæfa eld- inn með handslökkvitækjum. Hafði þeim tékist að slökkva mesta eldinn þegar vatnið kom. En því, hve slökkviliðið var fljótt að vinna bug á eldinum, þakkar slökkviliðsstj >ri samt að vatnið kom. Slökkviliðsmenn urðu að rífa nokkuð upp af þakinu til að komast fyrir eldinn. Á Laugarnesi býr Þorgrímur Jónsson og fjölskylda hans á aðalhæð. En á lofthæð býr Hjörleifur Sigurðsson og fjöl- skylda hans. Það var í eidhús- inu í íbúð Hjörleifs, sem eld- urinn kom upp. Eldhúsið brann alt að inn- an en ekki breiddist eldurinn frekar út á hæðinni, svo búslóð Hjörleifs skemd i lítið, en hún var óvátrygð. Strax og eldsins varð vart, var byrjað að bera út húsgögn og aðra innanstokksmuni af neðri hæðinni, hjá Þorgrími. Mun eitthvað hafa skemst í meðförum. Innbú hans var vá- trygt. Nokkrar skemdir urðu inni í húsinu af vatni, á vegg- fóðri o. þ. h. Töluvert tjón er því að bruna þessum, þótt eld- urinn yrði skjótt kæfður. B.v. Þórólfur fór á veiðar í gær. Lyra kom frá Bergen kl. 1 í nótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.