Morgunblaðið - 17.11.1936, Síða 4

Morgunblaðið - 17.11.1936, Síða 4
4 MORtíUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1936. KVENDIÓÐIN 00 HEIAAILIN Húsmóðir hefir orðið: Skemtanalif skólafólksins. Hásmóðir ein hjer í bæ hefir beðið Morgnnblaðið fyrir eftirfar- andi: Allir vita, að mikið er orðið um skemtanir hjer í höfuðstaðnum, svo að okkur fullorðna fólkinu þykir nóg um og eigum fult í fangi með að halda í hemilinn ;i börnum okkar — dætrum og son- um. — Alstaðar eru ögn úti — kvikmyndahús, veitingastaðir og dansleikir. Sjerstaklega keyrir fram úr hófi um helgar. En hvað gera skólarnir og for- ráðamenn þeirra, ,-til þess að beina huga unga fólksins, skólafólksins, í aðra átt? í hverjum skóla eru svokallað- ar dansæfingar a. m. k. einu sinni í' hverjum mánuði, og- auk þess ^fiinn eða fleiri dansleikir á vetri, auk „kaffikvölda“, funda o. fl, Við þessu er ekkert að segja. Fjörugt skólalíf, sem eykur við- kynningu nemenda og fjelagshug, er til góðs eins. En þegar hver skóli leyfir nem- endufh * *#llra annara skóla bæjar- ins, , df»- jafnvel flpirum, aðgang að flestum sínum skemtunum, fer að vera fullmikið af því góða. Þá fer að vera full nnkið á boðstólum af skemtunum fyrir unga skólanem- endur sem mikið eru fyrir að skemta sjer, ef ekki þeim vitrari menn, sem í þessu tilfelli ættu að vera vfirmenn skólánna, hafa vit- | ið fyrir þeim. Jeg,yv«it, að það er ósk margra annara en mín, að skólarnir legg- ist á eitt me?f mæðrum og foreldr- um um að unglingarnir verði fyrir sem bestum áhrifum í uppvextin- um. Skólarnir eiga að menta. Að mínu áliti eiga þeir líka að ala upp. En það verður ekki, meðan ... það fyrirkomulag helst í skemt- analífi skólanna, sem nú er. Húsmóðir. M U N I Ð -----að nauðsynlegt er að eiga augnglas ' til þess að skola með augun. Sjeu augnalokin rauð og þrútin, er gott að baða þau úr daufri bórsýrublöndu. t stað augn- giass má eins nota lítið vínglas, er það barmafylt, síðan er því hvolft yfir augað, og augana depl- að og rent til í vökvanum. * — — að við aumum og sárum fótum er það gott ráð, að baða fæturna úr saltvatni, með kolsúru natron saman við. * -----að rúskinnsskór, sem hafa blotnað, verða að þorna, áður en þeir eru hreinsaðir. Ryk og ó- hreinindi eru þá burstuð af þeim með rúskinnsbursta, og skórnir síðan dampaðir. * — — að frosin matvæli eru þýdd í köldu vatni, en aldrei heitu. Smurl brauð. Hagsýni i fatakaupum. Fallega | framreitt. I Lystugt á að líta. Smurt brauð er mjög í tísku um þessar mundir, ef svo mætti að orði komast um mat. Gestir eru yfirleitt hrifnari af því að fá fallega framreiddar smábrauðsneiðar, girnilegar á að líta, en ótal tegundir af sætum kökum, eins og tíðkast hefir til skamms tíma að: bera á borð við hátíðlegri tækifæri. Nú er ekki svo að skilja, að | skorná éggjasneið með grænu sal- smyrja eigi stærðar brauðsneiðar, atblaði, kjöt með pickles eða soði, með matarmildu áleggi, til þess j og fisk með þunnum sítrónusneið- að bera fram í minniháttar te- um, sem skornar eru út eins og fiðrildi, og margt fleira fyrirhafn- eða kaffiboði. Nei, brauðsneið- arnar eiga að vera smáar, kringl- óttar, ferhyrndar eða aflangar, eftir vild, og geta þær orðið mjög svo skemtilegar á að líta, ef rjett er að farið, þó að als ekki sje bor- in nein ósköp í áleggið. En skraut- legt verður það að vera. Þannig fer arlítið mætti nefna. Það er skemtilegt verk að smyrja þannig og skreyta smá brauðsnéiðar, og spreyta sig á því, að láta það líta sem snoturlegast út. — Húsmæður ættu að reyna það t. d. vel á því að j einhverntíma, þegar þær hafa skreyta tómatsneið með mayonn-1 „spilakvöld“ eða smákáffisam- aise eða remouladesósu, niður- kvæmi. Hjá Ing[iriði krónprinsessu. Myndin sýnir hornið í einu herbergi þeirra Friðriks ríkis- erfingja o glngiríðar krónprinser.su í tumarbústað þeirra, Grá- steinshöll. -----að seljurót verður fallega hvít á lit, ef hún er látin liggja í ediksvatni nokkra tíma, áður en hún er soðin. * — — að geyma ekki matvæli eins og kjöt, ost og smjör í tóbaks- reyk. Bæði kemur óbragð af matn- um við það, og ýms eiturefni geta myndast í matnum í sambandi við tóbaksreykinn. Síld í mayonnaise. Morgunblaðinu var fyrir nokkru sent sýnishorn af beinlaúsri síld í mayonnaise-sósu, sem framleidd er í Verbúðareykhúsinu hjer í bæn- um. Þessi nýja tegund af niður- soðinni síld er ágætisfæða, Ijúf- feng á bragðið og hentug, til þes's að hafa á kalt borð. Efni og snið. Það borgar sig jafnau að kaupa gott eíhi í fötin í upphafi og láta góða saumakonu eða skraddara sauma þau. Ein góð flík endist miklu betur en tvær eða þrjár miðlungs flíkur að efni og sniði, og- fot, sem fara vel í fyrstu slitna betur en hin. Litaval. Þegar keypt eru föt, kjólar eða kápur, verður að velja lit á þeim með tilliti til annara fata, sem maður á fyrir. Best og hagsýnast er að hafa einn aðallit á fötunum, þannig, að ekki ]>urfi að kaupa fleiri hatta, skó, hanska, hálsklúta eða aðra dýra smáhluti, svo að samræmi fáist í klæðaburðinum. Það þarf ekki að vera dýrt að lilæða sig smekklega, ef örlítil hagsýni og fyrirhyggjusemi er viðliöfð. Góð meðferð sparar margan skilding. Að fara vel með föt sín sparar margan skilding. Það ætti að vera föst og ófrávíkjanleg regla að hengja föt sín á herðatrje, um leið og farið er úr þeim, og þau endast miklu lengur en ella, ef þess er gætt að ditta að þeim, jafnóðum og eitthvað fer aflaga á þeim og strjúka þau, pressa og dampa við og við. Eins verður að hlífa góðum untanyfirhöfnum í rigningu og illviðrum. í okkar ó- stöðuga veðurfari, má jafnan bú- ast við skúr úr lofti, þó þurt sje veður að morgni. Regnhlífum hafa margir óbeit á,- enda illmögulegt að nota þær í hvassviðri. í þeirra stað koma hinar ljettu og tiltölu- lega 1 ódýru regnkápur, sem hæg- lega má bera á handleggnum, ef svo ber undir, sökum þess, hve litlar fyrirferðar þær eru. Og sjálfsagt er að kaupa þær svo stórar, að þær komist utan yfir aðra kápu. Fyrir húsmæSur. Ný Hirschsprung- Enn eina handbók hefir bóka- forlag H. Hirshsprung í Kaup- mannahöfn gefið út nú nýlega, sem ætluð er húsmæðrunum. Er hún sem hinar fyrri, ems og t. d. „1000 húsráð“, „Smaa Fester — Glade Gæster“, Engelsk Bagværk" o. fl. hentug bók fyrir húsmæður og aðgengileg sem handbók. Bók þessi heijir „Saadan skal du bo“, og leitast höfundur bók- arinnar, Gudrun Egebjerg, við að svara ýmsum «þeim spurningum, sem jafnan koma fram, þegar stofna á heimili, flytja, innrjetta stofur, eða þó ekki sje nema kaupa ný gluggatjöld, og leggur úhi leið ýms heilræði. í bókinni eru márgar. mýhd- ir til skýringar, og er hún skemti- lega og fjörlega skrifuð. Y l| í ll í Bf Götuskórnir. Góðir og þægilegir götuskór auka ánægju hressandi gönguferð- ar, og götuskó verður ekki hjá komist að eiga. Samkvæmisskóna notar maður aftur á móti sjaldn- ar. Það borgar sig því betur að kaupa sjer frekar dýra göngu- skó og ódýra samkvæmisskó, en öfugt. Súrt eða basiskt fannkrcm ? Að bursta tennur er nú orðið jafn algéngt og að þvo sjer, og þeir munu fáir, ungir eða gamlir, sem ekki nota tannbursta og tann- krem jöfnum liöndum og sápu og þvottapoka. Enda er ræsting á tönmun, tannholdi og múnnkoki jáfií úaúðsynlég frá hreinlætis- og heilbrigðislegu sjónarmiði. En þegar velja á tannkremið, er spúrningin sú, á það að vera súrt eða basiskt — á það aðallega að innihalda sýrur eða sápu? Um þetta eru læknar ósammála, enn sem komið er, og verður hver og einn að fara þar eftir sinni reynslu. Þó mun heppilegast að nota hvorttveggja jöfnum hönd- um, meðan ekki er fengin full- komin reynsla fyrir því, hvort er í raun og veru betra. Af súrum tannkremum mætti nefna Pepsodent, af basiskum Kolynos, og loks úlætti nefna þriðju tegundina, sem er íslensk og er að koma á markaðinn þessa dagana. Hún heitir ASTRA og hefir þann kostinn, að hún er bú- in til í þremur gerðum, ýmist basisk, súr, eða lítið eitt súr. Astra tannkrem er framleitt hjá Þorst. Seh. Thorsteinsson, lyfsala. Eru umbúðir hinar snyrtilegustu og hverri tannkrems-túbu fylgir leiðarvísir um tannkrem og ræst- ingu á tönnum. Ný kindalifur, Saltkjöt og ungkálfakjöt, einnig; súr hvalur og allskoíi- ar áskurður. Búrfell Laugaveg 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.