Morgunblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. janúar 1937, Sofið rótt. Blits þvœr flfótt Hvað hefir þú gert, hvernig fórstu að því að fá dúkinn svona „mjallhvítan" og blæfagran? ® Það skal jeg segja þjer, mín góða vinkona. Jeg hefi ekk- ert gert annað en þvo hann úr „Blits“. Það er ekki venjulegt þvottaefni, því við suðuna losna úx því miljónir af örsmáum loft- bólum, sem þrýstast í gegnum fatnaðinn. Þess vegna er alt nudd óþarft. Aðeins að sjóða og skola. Það er allur galdurinn. Ráð mitt til allra húsmæðra er þetta: Þvo- ið alt úr „Blits“. Burt með allar gamlar kerlingabækur, fylgist með tímanum og notið „Blits“. A Aðalumboð: Eggert Kristjánsson & Co. ÍMttafauMlefi lScmi*kfatabrcinsutt og (ihtn 54 £im>: 1300 .Regfcjaoíii. Bestum árangri náið þjer áðeins þar, sem reynslan er mest og skilyrðin best. Sendið okkur því föt yðar eða annað til hreinsunar, litunar eða pressunar. Sækjum. — Sími 1300. — Sendum. Hefi flutt lækningastofu mína i Krirkjustræti 8B Viðtalstími sami og áður klukkan 5—7. Sími 2262. Gfisli Páltsson, læknir. Trjesmiðafjelag Reykjavlkur heldur jólatrjesskemtun í Iðnó fimtudaginn 7. jan. n.k. Fyrir börn frá kl. 5—10 e. m. og frá kl. 11—3 fyrir fullorðna. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu Iðnsambands bygg- ingamanna, hjá Zimsen, Birni og Marinó og við inngang- inn. Verð fyrir börn 1 kr. og fyrir fullorðna 2 kr. SKEMTINEFNDIN. Reykjavíkurbrjef (framh.) FRAMH. AF FIMTU SíÐU.t og tóbaki er ótakmarkaður. —, A.l- veg eins og í gamla daga, þegar j menn heldu hjer verslun í einok- í unarklóm, veittu brennivíni yfir landið í stríðum straumum, en ljetu landsmenn vanta nauðsynja- vörur, Sem minna græddist á. Aárinu sem leið voru 150 ár liðin frá því Reykjavík fekk kaupstaðarrjettindi. Yoru þau tíðindi árið 1786 undanfari þess, að hinni illræmdu einokun var afljett árið eftir 1787. Þær kyn slóðir, sem síðan hafa lifað í land- inu, og notið ávaxtanna af við- skiftafrelsinu, myndu trauðla liafa trúað því, að íslenskir menn yrðu til þess eftir 150 ára frelsi, að leiða svipaðar viðskiftahörmungar yfir þjóðina, sem sagan kennir að nálega höfðu leitt hana út í hung- urdauða á fyrri öldum. Iðnrekstur ýmiskonar hefir auk- ist að mun á síðastliðnu ári. Mörg þeirra fyrirtækja hafa not- ið þess, að hamlað hefir verið inn- flutningi á erlendum iðnvörum. Þetta veitir allmörgu fólki at- vinnu, sem annars hefði rýra at- vinnu eða enga, og er það vel. En því er ekki að neita, að margt af þeirri iðnframleiðslu sem hjer þróast nú, vex upp í óeðlilegum jarðvegi þar sem efnivörur eru aðkeyptar og eiga ekki rót sína að rekja til framleiðslu landsins. Er þá hætt við að iðnvörurnar, sem þannig eru til komnar, verði helst til dýrar, þegar franrleiðsla hverrar tegundar er mjög tak- mörkuð, en orka öll keypt dýru verði. Þegar hin ódýra raforka frá Sogsstöðinni kemur til sögunnar, þá hreytist þetta að mun. Eru þar fyrir hendi ný verkefni, fyrir þjóð ina, hvernig sú orká verði best notfærð til stóriðju, sem staðið geti föstum fótum, í lífrænu sam- bandi við aðra atvinnuvegi lands- manna. Virkjun Ljósafoss í Sogi, hið mesta mannvirki í sögn landsins, hefir gengið slysalaust á þessu ári, og búist við að hún verði fullger á tilsettum tíma næsta haust. Líklegt þykir að virkjunin reyn í ist dýrari fyrir verktaka, én samn- ingurinn hljóðaði uppá. En það snertir ekki hagsmuni okkar, því sú áhætta livílir á verktaka. Það var, sem kunnugt er, Jón heitinn Þorláksson er verksamn- inginn gerði fvrir hönd Reykja- víkurbæjar. Um afstöðu landsstjórnarinnar til þjóðarinnar, atvinUuveg- anna og fjármálanna á árinu sem leið, verður þetta sagt í stuttu máli. Með hverjum mánuði kemur það skýrar í Ijós, að núverandi stjórnj aðhyllist í verki þann ófögnuð, sem víða grípur um sig í heimin- um — sem einu nafni uefnist rík- is-sósíalismi. Meginstefnan er sú, að láta rík- ið reka sem mesta atvinnu í land- inu, gera ríkið, sem atvinnurek- anda að keppinaut landsmanna. 1 þeirri samkepni notar ríkisvaldið sjer af því, að leggja blygðunar- lausa skatta og tolla á þjóðina, til þess að fá fje í hendur, til þess að styðja sín fyrirtæki í sam- kepninni við einstaka menn þjóð- fjelagsins. Sú landsstjórn, sem þessa stefnu aðhyllist í verki, einhlínir á rekst- ursafkomu ríkissjóðsins, en lætur sig litlu eða engu skifta, hvernig ríkistekjurnar eru fengnar, hvort þær meðal annars fást með toll- um á því nær öllum nauðsynja- vörum, til hins daglega lífs, elleg- ar með því að tvöfalda eða marg- falda hina beinu skatta, svo fjár- magn það, sem notað hefir verið til þess að auka og viðhalda at- vinnu landsmanna, verði sogið upp í eyðsluhít ríkissjóðsins. Hin mikla fyrirmynd ríkis- stjórnarinnar íslensku í þessum efnum eru einræðislöndin, hvort sem þar ráða kommúnistar eða fascistar. Ríkisrekstrar hugmyndir hinna einræðisgjörnu manna hjer á landi, hafa þó ekki enn komist svipað því í framkvæmd, eins og þeir óska, og stefna að. Veldur því fyrst og fremst fjárskortur. Þó þjóðin sje skattpínd marg- faldlega á við það sem áður var, og langt fram yfir nokkra skyn- semi frá sjónarmiði frjálslyndra manna, þá hverfa ríkistekjurnar að langmestu léyti í óhóflega dýr- an daglegan rekstur á þjóðarbú- inu — sem eyðslufje. Til þess að fleyta sjer áfram á ríkisrekstrarbrautinni hefir nú- verandi ríkisstjórn á þessn ári gert nokkrar tilrannir á bak við tjöldin til að ná í aukið erlent lánsfje. En þær tilraunir hafa mishepnast, sem eðlilegt er. Skuld- binding Eystejns Jónssonar haust- ið 1934 er þar Þrándur í Götu. j Hann lofaði, sem kunnugt er, j enskum hanka, sem lánað hefirj hingað mest fje, að sýna sig ekki j Jafnframt þ-YÍ að Skandia- mótorar hafa fengið miklar lækkaðir í verði. A ð alumboðsm aður endurbætur, eru þeir nú það talað í blöðum þeirra sem þjóðarnauðsyn. Kemur m. a. þar fram mjög greinilega liin róttæka samkepni ríkisvaldsins við einka- framtakið. Pað er mjög eftirtektarvert tímanna tákn, að þau fyrir- tæki, sem lagt er kapp á, að verði lögð að velli, eiga auðvelt með að fá erlent lánsfje til þess að reisa nýjar síldarverksmiðjur og auka með því tekjur þjóðarinnar, og atvinnu landsmanna. En á sama tíma hefir sjálf ríkisstjórnin orð- ið að skuldbinda sig til þess að reyna ekki að taka eyrislán. Hugleiðingar fjármálaráðherr- ans, er hann sællar minningar krotaði í vasahók sína í London, verða þjóðinni minnistæðar í þessu sambandi. Hann hefir sjálfur eða flokksmenn hans nefnr, þær hug- renningar „fræðilega möguleika“. En „möguleikana" nefndi hann „Concessionir“ — sjerrjettindi til handa útlendingum til afnota af íslenskum landsnytjum. Ríkisstjórn, sem hefir fyrirgert lánstrausti sínu, getur ekki gert það tvent í senn, að halda þvS fram, að hún setji atvinnu al- mennings öllu ofar, en ofsækja um leið þá menn þjóðfjelagsins, sem helst geta útvegað fje til aukinnar atvinnu og framleiðslu lands- manna. Þriggja mánaða þýskunámskeið mín byrja 12. janúar. Fyrir byrjendur og lengra komna. 25 tímar, 25 krónur. Nánari upplýsingar í síma 2017. Bruno Kress, Dr des, í lánaerindum erlendis, meðan fjármálaástand þjóðarinnar væri svipað og það var þá. Síðan hefir gjaldþol okkar íslendmga farið þverrandi. Stjórnarflokkarnir tveir, og fylgifiskar þeirra, kommúnistar, hafa sett sjer það stefnumark ný- lega, að gera stærstu iltgerðarfyr- irtæki landsins gjaldþrota. Er um Tilbotl óskast í hið strandaða botnvörpuskip „WIEN“, eins og það liggur á Bakkafjöru í Landeyjum, ásamt öllu, sem er um borð í skipinu og tilheyrir eigendum þess. Áskilið er að hafna öllum tilboðum, er fram kunna að koma. Tilboðin sendist TROLLE & ROTHE h.f., Eimskipa- fjelagshúsinu, Reykjavík, fyrir hádegi laugardaginn 9. janúar 1987. Cnrl Froppó Vínflöskur, Vínglös. Sjússglös. Ölglös. Vatnsglös. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.