Morgunblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. janúar 1937. 7 Samkomulag Breta og Itala. FRAMH. AF ÞRIÐJU S£ÐU. Yfirlýsingin um samkomulag milli Bretlands og Italíu um rjettindi hvors um sig í Miðr jarðarhafinu 'var undirrituð í morgun af Sir Eric Drummond, sendiherra Breta í Róm og Ciano greifa .utanríkisráð- herra Itala. Texti yfirlýsingar- innar verður ekki birtur fyr en á mánudaginn til þess að hægt verði að koma honum til frönsku stjórnarinnar áður en hann er gerður opinber. Það er talið, að því sje lýst yfir að siglingar um Miðjarðar- hafið skuli algerlega frjálsar og að stjórnmálalegu jafnvægi í Miðjarðarhafi skuli í engu raskað. (Skm. einkask. og FÚ.) SVIFFLUGIÐ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. hafið æfingar í svifflugi. I sumar fá bæjarbúar áreiðan- lega tækifæri til að sjá • svif- flugu í lofti. En svo gæti þó farið, að ekki þurfi að bíða sumars- ins. Heyrst hefir að svif- f Iugan, . sem . bræðurnir. Geir og Indriði Baldvins- synir hafa gert, muni verða reynd um miðjan þenna mánuð. Ef svo verður, þá mun Agnar Koefod-Hansen verða við stýrið. I vetur hefir verið unnið að því af kappi að gera Vatns- mýrina fyrir^ sunnan bæinn að hentugum flugvelli. S.vifflugan mun sennilega verða reynd þar. Kvenfjelagið Hringurinn af- lienti sóknarprestunum í Reykja- vík 1000 kr. laust fyrir jólin, til xithlutunar meðal sjúkra og fá- tækra í Reykjavík. (FB.). Vetrarhjálpin í Reykjavík þalclc- ar' alla hina drengilegu og miklu hjálp, seiii henni var veitt á liðnu ári og óskar öllum bæjarbúum heilla og blessúnar á nýbyrjuðu ári. Trúlofun sína birtu 1. desember Jón Pjeturssön póstþjónn á Akur- eyri og Kristjana Vigfúsdóttir, Húsavík. 1). M. F. Velvakandi. Jólaskemtun fjelagsins er í Kaup- þingssalnum í kvöld (súnnudag) klukkan 0. f * Geymsla. Reiðhjól tekin til geymslu á Laugavegi 8, Laugavegi 20, Vesturgötu 5. Símar 4661 og 4161. örniim. Lífbelti, lúábreiður og fleira, til sölu í skúr á horninu við Tryggvagötu og Gróf. Sími 1430. kUÍGONÖLAFi' Dagbók, I.O.O.F. 3 = 118148 = □ Edda 5937166 — H.‘. & V.‘. □ Fyrl. R.‘. M.‘. Atkv. Listi í □ og lijá S.‘. M.‘. til kl. 6 þann 5 janúar. Veðrið (1 augardagskvö 1 kl. 5): Hægviðri um alt land, víðast NV— N-átt og lítilsháttar snjójel hjer og þar. Frost 1—7 st. Lægðar- svæði nær frá S.-Grænlandi aust- ur yfir ísland til Noregs. Mun vindstaða verða breytileg hjer á landi næstu dægur og nokkurf frost haldast um alt land. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi og dálítil snjókoma, þegar líðm’ á daginn. Messur í dómkirkjunni í dag, kl. 11 síra Frjðrik Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Trúlofun sína opinberuðu á að- fangadag jóla ungfrú Sigríður J. Jónsdóttir, Fögrubrekku við Rvík og Einar Jónsson, Bekánsstöðum við Akranes. Trúlofun. Á nýársdag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðný Guðjónsdóttir, Grettisgötu 31 og Hákon Þorkelsson frá Valdastöð- um í Kjós. Náttúrufræðifjelagið hefir sam- komu mánudaginn 4. jan. 1937 kl. 8 y2 síðd. í náttúrufræðibekk Mentaskólans. Gísli Pálsson læknir hefir flutt iækningastofu sína úr Pósthús- stræti 7 í Kirkjustræti 8 B. Svifflugfjelag íslands heldur fyrsta fund sinn á árinu annað kvöld (mánudag) kl. 9 e. h. að Hótel Borg (herbergi 103). Togararnir, Karlsefni og Skalla- grímur fóru á veiðar á gamlárs- dag. Kári og Baldur hafa verið sóttir út í Skerjafjörð og eru nú að búast.á vei'ðar." Brimir, flutningaskipið, kom hingað að vestan x gærdag og los- aði hje.r 40 smálestir af fiski, sem eiga að fara til Eiiglands. Skipið fór aftur vestur í gær. Hjónaefni. Á gamlárskvöld op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Vera Ingihergsdóttir;‘ Ilverfis- götu 99 og Þorsteinn Hranndál hárslíeri, Bjarnarstíg 12. Lesbók fylgir ekki blaðinu í dag vegiia þess að hún fyígdi hlaðinu á fimtudaginn (gamlárs- dag). Fyrsta eiiitak þessa ár- gangs kemur út um næstu helgi. Trúlofun. Á ganxlársdag opin-. bei’uðu trúlofun síixa xmgfrú Elisabet Sigurðardóttir verslun- armær, Bergi við Laugaveg, og Páll Þorgeirsson skrifstofumaður, Liudargötxx 19. Gamlárskvöld 1936 var með ró- legasta móti, eftir því, sem lög- reglaix sagði Morgunblaðinu í gær. Veður var stilt en snjóaði tölu- vert við og við. Var nxargt fólk á feríi fyrir nxiðixætti en lítið um skot og óspektir, eins og oft hefir horið á á gamlárskvöld. í nær öllum samkomuhúsum bæjarins voru skemtanir og dansleikir, og var þar rnikið líf og fjör, sem náði hámarki sínu urn sjálf áramótiu. En atliygli vakti það, að eimpípur skipamxa á höfninni voru.ekki látn ar blása á miðnætti, eins og venja hefir verið til áður. Farþegar með Gullfpssi til út- landa í gærkvöldi: Eggert Claes- sen og frú, frú Þóra Árnadóttir, frk. Grethe Nielseix, Jóhanna Jó- haimsdóttir, Bára Ólafsdóttir, Þor- steiim Eiríksson, Þór Sandholt, Henckell og frú, Gxsli Jónsson vjelfræðingur, Kristján Einarsson, Daníel Þorkelsson, Adolf Frederik- sen, Mancher endurskoðandi, Al- freð Kristinsson. U. M. F. Velvakandi heldur jólaskemtxux síixa í kvöld kl. 9 í Kaupþingssalnum. Skemtunin er aðeins fyrir fjelaga og gesti þeirra. Eimskip. Gullfoss fór til Leith og Kaupmannahafnar í gæi’kvöldi ki. 10. Goðafoss kom til Hamborg- ar í gærmorgun kl. 6. Brxxarfoss er í Kaupmániiahöfn. Dettifoss fór frá Hamborg í gær áleiðis til Kaupmaimahafuar. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið hingað frá útlöndum. „Mamma litla“ heitir myndin, sem sýnd er á barnasýningu í Gamla Bíó í kvöld. Er hún sanxiix eftir hinni vinsælu sögu Alice Hegan Rice: „Mrs. Wiggs of tlie Cabbage Patch“. Mrs. Wiggs, móð- ui’ina, sem bíður eiginmannsins, þolinmóð með barnahópinn sinn, leikur Pauline Lord þannig, að maður getur ekki annað en látið hrífast. Af öðrum leiknrum mætti nefna hinn broslega W. C. Fields, og drenginn Geoi’g Breakstone. Myndin er eitthvað fyrir alla, bæði börn og fullorðna, og er þess verð, að henni sje gaumur gefinn. íþróttaskóli Jóns Þorsteinsson- ar tekur til starfa aftur á morg- un. — Kirkjubrúðkaup fór fram í dómkirkjunni í gær. Gefin voru sarnan af síra Friðrik Hallgríms- syni ungfrxx Guðrxxn Valgei’ður Sigurhjöi’nsdóttir, Á. Gíslasonar cand. theol, og Einar Kristjánsson auglýsingastjóri Vísis. Hraðskákarkappmót verður hald ið í Ixessai’i viku. Þátttaka er heim- il öllum er vilja, og verður kept um mjög fallegan hikar. Skák- meistari L. Engels mun taka þátt í mótinu, svo og Þráinn Sigurðs- son, Eggert Gilfei’ og aðrir, sem bestir eru Iger í hraðskák. Slík mót eru rnjög algértg erlendis, og sjerstök vérðlaun veitt fyrir hest- an árailgur. Skáksatíihand fslands, sem mxtUfstauda fýrir þessu móti, mun auglýsa síðar hvenær það verður haldið og livar menn geti innritftð sig til þáttöku. íþróttaæfingar hjá glímufjelag- inu Ármann hefjast aftur í öllum flokkum mánudaginn 4. janúar. Útvarpið: Sunnudagur 3. janúar. 10.00 Morguntóiileikar: Scliuhert: Kvartett í d-moll (Daúðinn og stúlkan), 11.00 Messa í Dómkirkjunni(sjera Friðrik Hallgrímsson). 13,25 Dönskukensla,- 3 fl. 15.00 Miðdegistónleikar. ] 6.00 Endurvarp: Nýárskveðjur til allra danda. ( 16:30 Esperantókeiisla. 17.00 Frá Skáksambandi íslands. 17.40 Útvarp tiil xitlanda<24.52 m.) 18.30 Barnatími. 20.30 Erindi: Þjóðir, sem jeg kyntist, IV: Þjóðverjar (Guð- braiidur Jónssoii próf.). 20.55 Hljómplötur: Lög fyrir fiðlu og cello. 21.20 Úpplestur: tJr í-itum Jóns Trausta, V (Sigurður Skxila- son magister). 21.45 Danslög (til kl. 24). Mánudagur 4. janúar. 19.20 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 20.30 Erindi :Fornyrði og nýýrði (Vilhjálmur Þ.. Gíslason). 20.55 Einsöngur (Guxxnar Páls- son). 21.20 Um daginn og veginn. 21.35 Útvárpshljómsveitin leikur alþýðulög. 22.05 Hljómplötur: Kvartett, Op. 18, nr. 2, eftir Beethoven (til kl. 22.30). Einasti norski bsnkinn með skrifstofur í Bergen, Oslo og Haugesund. Síofnfje og varasjóðir 27.000.000 norskar kronur. BERGEHS PRIVATBANK * • Ný bék: * Sjeð og lifað. Endurminningar Indriða Einarssonar. Verð 15.00 heft, 2Ö.Ö0 í skinnbandi. Bókaver§luu Sí^fúsar Eymundssonar. og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE, Vv ? ‘ 'x ! ' *' »« Laugaveg 34. ’ • ■ • '• ' - : * x /ÍO IrfrJ Að gefnu tilefni tilkynnum vjer hjermeð, að daggjald fyrir sjúklinga 4 St. Jósefs spítala, Landakotl* Sjúkrahúsi Hvítabandsins og Sjúkrahúsinu Sóttheðmar, verður framvegis kr. sambýlisstofu, auk sjer- greiðslu fyrir lyf, umbubiiý röntgenmyndir, ljósameðferð og læknishjálp. Fyrirframgreiðslu og ábyrgðar á sjúkrahúskostnaði verður krafist eins og áður. Framfarasjóður B. H, Bjarnasonar kaupmanns. Sjóðnum héfir síðastliðið ár borist 10.000 kr. miuuingargjöf fx’á frú Steinunni H. Bjarnason, og verður þvi á þessu ári, þann 14. febrúar, unt að veita kr. 1600.00 í-styrki úr hélxtníi Til greiua ‘kötóa þeir, sem lokið hafa prófi í gagnlegri námsgrein og taldir erui öðrum fremur efnilegir til framhaldsnáms, sjerstaklega erlendis. ITiixsóknir sendist undirritaðri stjórnarnefxid fvrir lok janú^mánaðar ^1937. Reykjavík, 31. des. 1936. Ágúst H. Bjarnason. Helgi H. Eiríksson. Vilhj. Þ. Gíslason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.