Morgunblaðið - 03.01.1937, Síða 8

Morgunblaðið - 03.01.1937, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaj?ur 3. janúar 1937.. | Dagbókarblöð Reykvíkings Stoppaður stóll og Ottoman til sölu, með tækifærisverði. — Upplýsingar Hringbraut 161, nið|'i. Steingr. Þórðarson. Af sjerstökum ástæðum er lít- ið notuð gassuðuvjel til sölu, ódýrt, upplýsingar í síma 3787. Píanó til sölu. Skifti á góðu org'eli og píanói geta komið til grelna. Sanngjarnt verð. Upp- lýsingar í síma 2626. ______________________________| Gott orgel óskast til kaups. Upplýsingar í síma 2626. i Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld miriningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Conditori — Bakarí. Lauga- veg 5. Rjómatertur. Is. Fro- mage. Trifles. Afmæliskringlur. Kransakökur. Kransakökuhorn. ó. Thorberg Jónsson. Sími 3873 Kaupi gamlan kopar. Vald Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Vjelareimar fást beatar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Trúlofunarhringana kaupa meíin helst hjá Áma B. Björns- syni, Lækjartorg.. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. IAmeríku, landi samkepninnar, er árlega valinn einn ungur maður, úr hópi fjölda lceppenda, og ein ung stúlka, og hljóta þau hvort um sig titilinn „hinn full- komni maður“, og „hin fullkomna stúlka“. í fyrra hlaut tungumála- kennari einn og skrifstofustúlka. Þau voru ftir amerískum mæli- kvarða talin fullkomin og að öllu leyti óaðfinnanleg. Nú vill svo einkennilega til, að þessar tvær fullkomnu manneskj- ur hafa trúlofast. Hefir trúlofun þeirra vakið mikið umtal í Ame- ríku, og er hún köllilð „hin full- komna trúlofun“. Búast menn við því, að innan skamms lieyrist get- ið um „hið fullkomna hjónaband“, og þykir það all-sjaldgæft fyrir- brigði í Ameríku. * Amörgum tannlækningastofum í Ameríku geta sjúklingar horft á kvikmyndir meðan þeir sitja í tannlækningastólnum. Hef- ir sú raunin orðið á, að þeir lækn- ar, sem bestar hafa myndirnar fá flesta sjúklingana. * í svefnklefum í hinum amerísku járnhrautarlestum eru sessur með hátalara. Er tilætlunin sú, að far- þegar geti legið út af og fallið í væran blund við hægan hljóð- færaslátt. * Mrs. Simpson iCoetail er nýr drykkur, sem veitingamaður einn í Odense hefir á boðstólum. Hann hvað ekki vera sjerlega bragðgóð- ur, en þeim mun sterkari og á- hrifameiri. Eftir síðasta manntali, sem ný-r lega fór fram í-London er íbúa- tala borgarinnar 81/4 miljón. í New York eru 6% milj. íbúa, og er sagt, að Ameríkumönnum þyki leitt að standast ekki samkepnina við Englendinga á þessu sviði. * Poula Stone er ung amerísk stúlka, sem á ætt sína að rekja til margra ágætra stepp- dansara. Stjálf hefir hún dansað síðan hún var fimm ára gömul, og farið 21.000 mílur vegar í dansspori. 98 pör af skóm hafa slitnað í dansinum. Næstu kynslóðum mun koma það einkennilega fyrir sjón ir, að fólk skuli hafa látið gera við tennur sínar með gulli. í stað þess mun vera gert við tennur með „krómnikkelstáli“, sem er efni, mjög endingargott, og 60% ódýrara en gull. * Eitt ráðið enn hefir verið fund- ið upp í U. S. A. til þess að kenna ökuníðingum að hegða sjer eins og góðum ökumönnum sæmir. Þeir eru látnir mála hjólin á bif- reiðum sínum hárauð eða sterk- gul. Kvað þetta ráð hafa reynst mætavel. * Bing Crosby, sem er tekju- hæsti söngvari heimsins, hef ir mestu andstygð á kossum — í kvikmyndum vel að merkja. í öll- um þeim kvikmyndum, sem hann hefir leikið í og sungið, hefir hann aðeins kyst einu sinni. Og sú, sem fjekk kossinn, var Carole Lom- bard. Mjólkurbú eitt í Boston í Bandaríkjunum bjó til þann stærsta ost, sem sögur fara af, um daginn. Hann vóg 1000 kg., og 10.000 kg. af mjólk var notað til þess að búa hann til. * Magnussen nokkur, húsgagna-' smiður í Hellerup er elsti maður í Danmorku, sem stýrir bifreið. Hann er 85 ára gamall, og hefir látið svo ummælt, að hann hafi ekki hugsað sjer að láta af hendi ökuskírteinið næstu 15 ár- in. * Englendingum hefir reynst það mjög erfitt að innleiða knattspyrnu í skólunum í Ind- landi. Það hefir nú komið upp úr kafinu, að ástæðan til þessa er sú, að fótknettir eru búnir til úr svínaleðri, en Indverjar hafa and stygð á svínum og telja svíuið ó- hreint dýr. * — Jeg segi altaf þaö, sem jeg hugsa. — Nú, þess vegna segið þjer hjer um bil aldrei neitt. * — Það er hart að þú skulir v era svona minnislaus, þú sem hefir fengið minnispening úr gulli. SajxaS-fuiuiiÉ Kventaska tapaðist í gær. Óskast skilað á Hringbraut 120. Silfurrefur fanst nýlega í Leynimýri. Eigandi gefi sig: fram við Björn Andrjesson. F iðurhreinsun. Við gufu- hreinsum fiðrið úr sængurföt- um yðar samdægurs. — Fiður- hreinsun Islands. Sími 4520. CravíSgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Áma B. Bjömasyni, LækJ- artorgi. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. Otto B. Amar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Gerr við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H- Sandholt, Klapparstíg 11. Fyrst og síðast: Fatabúðin Friggbónið ffna, er bæjarins besta bón. JC&tMjCctr Pianokensla. Geng til neih- enda, ef óskað er. — Ragnh. Björnsson. Suðurgötu 14. Málara- og teikniskóli minn byrjar nú eftir helgina. Krisb- inn Pjetursson, Vatnsstíg 3. — Upplýsingar í síma 3811. ROBERT MILLER: --*--------- SYNDIR FEÐRANNA. Það var óþolandi, þegar svona gamaldags feður fóry. að skifta sjer af öllum sköpuðum hlutum. Ao máltíðinni lokinni settust þau Mr. Longmore og Migs Tylor með kaffibolla sína og vindla út á svalirn- ar, en unga fólkið fór út í garðinn. Elísabet ætlaði að sýna Georg „Fulla“. „Þetta er ljómandi falleg skepna“, sagði Georg og strauk með hendinni niður eftir framlöppunum. „JæjíTj það var gaman að heyra. Walter segir, að fæturnir á honum sjeu alt of grannir, en þú ættir að sjá, hvernig hann blátt áfram dansar af kæti, þegar við förum út. Við þekkjum hvort annað, Pulli ?“ bætti kún við og strauk honum blíðlega með litlum sól- brgudum höndunum. „En hann er ekki af hreinræktuðu kyni“, sagði Walter og virti hann fyrir sjer með gagnrýni. Síðan leíj hann á hinn dökkjarpa, enska hest, sem Georg hafði komið á, og stóð þar tjóðraður rjett hjá. „Fyrst þjer eruð svona vandlátur, metið þjer víst ekki hann „John“ minn mikils“, flýtti Georg sjer að se#ja. „En þetta er þolgóð og örugg skepna — og fáltegur er hann að mínu áliti“. Þau voru komin niður að ströndinni, meðan þau v.ogn að tala um hesta, sem þau höfðu mikar mætur á. Áít í einu spurði Georg: „Hvað segir þú mjer um okkar gömlu leiksystur, Johnson, Elísabet?“ „Henni líður ágætlega“, svaraði Elísabet. „Hún er í TÍsl hjá okkur. En þú færð ekki að sjá hana fyrst um sinp, því að hún er í sumarfríi“. „Er liún altaf jafn lagleg-----og jafnmikill ærsla- kejgur og hún var? Og Johnson? Er hann ekki enn SðfSyrkjumaður og býr í „æfintýrahúsinu“, eins og v^i Jkölluðum það ?“ lú, jú, og nú er húsið eins og einn rósarunnur alla lájj upp að reykháfnum", sagði Elísabet. Henni fjeíl það vel, að Georg skyldi kannast við Jane og muna eftir henni. „Hann var mesti heiðursmaður“, hjelt Georg áfram. „Manstu þegar hann bjargaði okkur frá druknun og gaf mjer síðan hirtingu með eigin hendi? En ekki sagði hann orð við pabba eða föður þinn, þó að við hefðum tekið bátinn hans í leyfisleysi“. „Já, mjer er mjög vel til hans. Nú er iiann tekinn að eldast og allar hans hugsanir snúast um Jane. Það er hans heitasta ósk, að hún játist Hans, syni malar- ans, það væri ágætur' ráðahagur fyrir Jane. En það er ómögulegt að vita, hvað hún vill í þeim efnum, það er ýmist af eða á hjá henni. Walter hafði gengið rjett á eftir þeim og hlustað þegjandi á, þegar þau voru að rifja upp bernsku- minningarnar, en nú sagði hann í gletnislegum róm: „Þú ert bara áfjáð í að Jane giftist, Elísabet. Ekki verður þjer um kent, þó hún ekki verði kona malar- ans“. „Nú — jeg myndi aldrei reyna að fá hana til þess að giftast Hans, ef jeg vissi, að hún kærði sig ekki um hann. En mjer finst það rangt af henni að draga hann á tálar“. „Veslings Jane“, sagði Georg. „Ef til vill hefir hún látið sig dreyma um æfintýraprins — sjálf býr hún í æfintýrahúsi — og hefir altaf verið áfjáð í æfintýri og ástarsögur. Hvernig ætti hún að vita, að slíkir draumar rætast aldrei? Og Hans er auðvitað jafn þunglamalegur og alvörugefinn og hann var í gamla daga?f‘ Hæðnisbrosi brá rjett sem snöggvast fyrir á andliti Walters. Svo spurði hann- alt í einu, eins og til þess að eyða umtalsefninu: „Finst yður gaman að fara á veiðar, Georg?“ „Já, mjög gaman. Og nú hlýtur að vera nóg um bráð í Fullerton-skóginum, þar eð pabbi hefir ekki far- ið á veiðar um lengri tíma, vegna sjóndepru". „Það er skemtilegt, þá getum við farið öll þrjú sam- an á veiðar. Pabbi befir sagt mjer, að þú sjert góð skytta, Walther. — Jeg hefi ekki snert byssu, síðau jeg- fór til Sviss. — En manstu, Georg, hve stolt jeg var, þegar jeg skaut einu sinni þrjár akurhænur á einum degi? Jeg var miklu hreyknari af því, en þegar jeg' fjekk verðlaun hjá Madame d’Espagne“. Um kvöldið var veður svo fagurt, að Elísabet ætl- aði aldrei að fá sig til þess að fara inn. Hún gekk um garðinn og raulaði fyrir munni sjer. Hefði hún verið* spurð þetta kvöld, hvernig henni litist á Georg, myndi hún varla hafa getað svarað því. Hann var æskuvin- ur hennar og henni þótti vænt um hann, eins og væri hann bróðir hennar. En henni þótti fyrir því, að fað- ir hennar og Sir James skyldu liafa tekið j)á ákvörð- un að láta þau giftast. Henni fanst ]>að skerðing á frjálsræði sínu. Aldrei skyldi hún láta þvinga sjer nauðugri í hjóna- bandið — aldrei! „ En að láta óbeinlínis neyða sig til þess að hrygg- brjóta Geörg — ef hún færi nú að kæra sig um hann, aðeins fyrir sjervisku aurasjúkra feðra, það væri jafn heimskulegt! Öll þvingun espaði í henni þráann. Hvað ætli Georg hugsaði um hana? Ætli hann vissi' um ráðagerðir þeirra feðranna?„Ef til vill fanst hon- um jafn mikið fyrir ófrelsinu og henni, og myndi því aldrei vilja sjá hana. Það var skömm að þessu. Þau hefðu getað orðið allra bestu vinir, og ef til vill orðið ofurlítið ástfang- in, það var alls ekki útilokað, ef þetta hefði ekki kom- ið til tals. Nú gátu þau ekki annað en verið kærulaus hvort um annað, hvort sem þeim var það eðlilegt eða ekki, og það myndi eyðileggja þá vináttu, sem annars- hefði orðið á milli þeirra. Það var ekki laust við að hún fengi sting í hjartað, þegar hún hugsaði til þess. Nei, hún ætlaði ekM að láta þá gömlu mennina fá vilja sínum framgengt á þenna hátt. Þá var betra að tala hreint út um málið við Georg. Það ætlaði hún að gera við fyrsta besta tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.