Morgunblaðið - 21.01.1937, Síða 3

Morgunblaðið - 21.01.1937, Síða 3
Fimtudagur 21. januar 1937 MORGUNBLAÐIÐ Bæjar- og sveitarfjelögin verða að fá nýja tekjustofna. Páfi með kardinálum sínum. Ríkið á að láta af hendi fasteignaskattinn og helming tekjuskattsins. Síðustu árin hafa Alþingi borist háværar kröfur frá bæjar- og sveitarstjórnum allstaðar að af landinu, um nýja tekju- stofna þeim til handa. Þessar einróma og háværu kröfur urðu til þess að haustþingið 1935 samþykti áskorun til ríkisstjórnarinnar, að undirbúa frumvarp um tekjustofna bæjar- og sveitarfjelaga og leggja fyrir næsta þing. ______________________ Stjórnin skipaði þegar nefnd í' málið, og áttu sæti í henni alþingismennirnir Magnús Guð- mundsson, Bernharð Stefáns- son og Jónas Guðmundsson. Enda þótt nefndin hefði stuttan tíma til starfa, þar sem Alþingi kom aftur saman í fe- brúar 1935, hafði hún þó til- búið frumvarp svo snemma að þingið fekk það til meðferðar. En það sýndi sig skjótt, að frumvarp nefndarinnar myndi ekki fá greiðan gang gegn um þingið. Fyrsti þröskuldurinn í vegi málsins var sjálf ríkisstjórnin. Hún tók málinu mjög dauf- lega þegar í byrjun, og með fullri andstöðu þegar á leið. — Þar með var málið raunveru- lega dauðadæmt. Það fór og svo að frumvarp- ið dagaði uppi í þinginu, eftir að búið var að limlesta það svo, að lítið sem ekkert var eftir af því. Halldór Kiljan „stórfenglegur og fínn“. Gunnar Gunnars- son jöfur í riki skáldskaparins. Khöfn í gær. Ihátíðahöldunum í ríkisþinginu danska í tilefni af 100 ára af- mæli danska bóksalafjelagsins tóku meðal annara þátt Staun- ing forsætisráðherra Dana og Sveinn Björnsson sendiherra. Berlingske Tidende gaf út auka blað í tilefni af afmælinu. í blað- ið ritar Kjeld Elfert um- nýjar bækur í Danmörku og segir þar um „Graamand“ Gunnars Gunn- arssonar, að hókin sýni.að Gunnar sje jöfur í ríki skáldskaparins. Politiken birtir og mjög lofsam leg ummæli um Gunnar. Forseti sambands enskra bóka- útgefenda kom til Kaupmanna- * En ríkisstjórnin má ekki halda að hún sje þar með leyst frá öllum skyldum í þessu máli. Með taumlausri skatta- álögu sinni hefir ríkistjórnin komið bæjar- og sveitarfjelög- hafnar í tilefni af þesu afmæli um landsins á knje fjárhags- og segir í viðtali við Politiken, að norrænar bækur sje torvelt að selja í Englandi, nema bæk- ur eftir Halldór Kiljan Laxness. Hann segir, að hin dásamlega skáldsaga Laxness, Salka Valka, hafi orðið afar vinsæl á Englandi, enda sje Halldór Kiljan Laxness hvorttveggja í senn, einn stór- fenglegasti og fínasti rithöfund- ur, sem nú sje uppi. Hann segir ennfremur, að ver- ið sje að þýða Sjálfstætt fólk á énsku og komi sú bók bráðum út undir nafninu Independent Pe- ople. Hún er þýdd beint af ís- lensku af Anderson Thomson. Heilsufar páfa. London 20. jan. FÚ. . Páfinn naut lítillar hvíldar í nótt, sökum þrauta, en lyfjum var dælt í fót hans til þess að lina þrautirnar. lega. Hún hefir ráðist svo frek lega á hinn eina tekjustofn bæjar- og sveitarfjelaga, að þau standa nú uppi gersamlega ráðalaus. Nú er svo komið, að allir kaupstaðir landsins, nema Reykjavík, og um helmingur allra hreppsfjelaga hafa neyðst til að taka kreppulán, vegna fjárhagserfiðleika og skulda- basls. Auðvitað verður ekki langt að bíða þess að hin gef- ist einnig upp, með sama á- framhaldi. * Andstaðan gegn frumvarpi hinnar stjórnskipuðu nefndar bygðist einkum á því', að menn voru óánægðir með að gengið Var inn á tollabrautina til tekju öflunar til handa bæjar- og sveitarfjelögum. Það verður að játa að mjög er óheppilegt að þurfa að fara inn á þessa braut. En eitthvað Píus XI. (í miðju) ræðir við kardínála sína. Tveir menn stdrslasast FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. 3 toniia kælidunkar fellu á þá. TVEIR menn stórslösuðust í Mjóikurstöðinni við Hringbraut í gærmorgun kl. 6, er kælii dunkar, sem samtals vega um 3 tonn, fjellu niður úr lofti. Torfi Þorbjörnsson, Aðalstræti 18, fótbrotnaði ilia á öðrum fætinum og er brotið mjög slæmt; einnig hlaut hann meiri meiðsli. Sveinn Jónsson, Blómsturvöllum, rifbrotnaði og meiddist eitthvað innvortis. Báðir mennirnir liggja á Landsspítalanum og eru þungt haldnir. í stöðinni eru tveir kæliklefar og er 5 kælidunkum komið fyrir í hvorum klefa. í kælidunkum þessum eru geymdar fyltar mjólk urflöskur. Þeir Sveinn og Torfi voru báð- ir að vinnu sinni inni í öðrum kæliklefa Mjólkurstöðvarinnar. Veggir kæliklefanna eru 3 metra háir, og er hinum fimm kælidunkum komið fyrir upp und ir lofti. Gegnum dunkana liggja rör, sem tengja þá saman, og einn ig iiggja frá þeim sver rör gegn um veggi klefans. Rörin vörnuðu því að dunk- arnir fjellu alveg niður, en það hefði orðið bráður bani beggja mannanna, þar sem dunkarnir eru allir um 3 tonn á þyngd. Kælidunkunum var þannig fest, að eftir lofti 1 kæliklefunum liggja tveggja þunilunga trjebit- ar. Vjnkiljárnum er svo aftur fest í bitana að neðan og í gegnum það eru kæliduukarnir festir í trjebit- ana með 18 skrúfum, sem eru 5/8 úr tommu að þvermáli. En skrúf- urnar sjálfar eru ekki lengri en það, að þær ná aðeins um 1 tommu inn í trjebitana, sem eiga að halda öllum kælidunkunum uppi. Sífeldur saggi er þarna í klef- unum og hafa bitarnir fúnað mjög síðan þeir voru settir upp árið 1930. Tveir danskir menn settu upp þenna útbúnað, er stöðin var bygð 1930, og' var annar þeirr löggiltur vjelauppsetningarmaður frá firma því, sem seldi Mjólkurstöðinni kælitækin. Portúgalir vilja sjálfir gæta spánskra landamæra. London 20. jan. FÚ. Stjórnin í Portúgal hefir sent hlutleysisnefndinni ummæli sín um tillögur nefndarinnar um alþjóðlegt eftirlit við spánskar hafnir og spönsk landamæri. Stjórnin segist ekki mótfall- in eftirliti við landamæri Port- úgals og Spánar, svo framar- lega sem það sje falið Portúgöl- um sjálfum, en ekki annara þjóða mönnum. — Skemdarverk - á bátum halda áfram í Eyjum. Þriðja íkveikjutilraUnm í vjelbátnum „Gunnar Hámund- arson“ í Vestmannaeyjum var framin í fyrrinótt, þar sem vjelbáturinn lá við bryggju. Sáralítið brann í bátnum, eða aðeins tvö borð í vjelar- rúmi. Það virðist, sem hjer sje um hermdarverk að ræða, eða að geðveikur maður sje að reyna að vinna eiganda bátsins tjón. í fyrravetur var tvisvar gerð tilraun til að kveikja í bát þessum, og fyrir skömmu var sama bát sökt á Vest- mannaeyjahöfn, ásamt öðrum bát. Rannsókn í málinu hefir leitt í ljós, að xitilokáð ér að eigandi bátsins liafi kveikt í honum, m. a. vegna þess, að hann hefði beðið mikið fjár- hagslegt tjón, ef báturinn hefði brunnið nú. Lögreglunni í Eyjum hefir ekki tekist að hafa upp á þeim, sem valdur er að þessum skemdarverkum á bátum í Vestmannaey jum. Heitið er 1500 króna verð- launum af lögreglu Vestm.- eyj a fyrir uþplýsingar í málum þessum, sem kynnu að leiða til uppljóstunar. Enginn pústur til Austurlands- ins i 5 vikur! Norðfirði, miðvikudag. í gær komu hingað þrjú skip: Goðafoss, Lagarfoss og Súðin. Voru þá liðnar 5 vikur frá því' póstur kom hingað síðast, eða með Esju 13. des. 1936. Með skipum þessum kom ó- hemju mikill póstur. Blöðin þóttu þó sum nokkuð gömul. Svona eru samgöngurnar við Austurland á menningaröld- inni! Þormar. VARIST SNJÓSKRIÐ- URNAR AF HÚS- ÞÖKUM! Stórhættulegt getur verið, er snjóskriður falla af húsþökum,og ættu menn að varast að ganga fram hjá húsum, þar sem snjór slútir fram af þakskegginu. Einnig ætti fólk að gæta þess að skilja ekki eftir barnavagna við hús á meðan þessi hætta vofir yfir. Landsbankinn tók það ráð í gær að láta moka snjónum af þaki bankans og stóð lögregluvörður á götunni á meðan verið var að moka af þakinu. Fleiri ættu að taka þetta ráð Landsbankans, þar sem því verður við komið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.