Morgunblaðið - 21.01.1937, Blaðsíða 5
Fimtudagur 21. janúar 1937
MORGUNBL A Ð IÐ
y*
Skift um hlutverk:
Mussolini, Scipio, Hanni-
bal og Haile Selassie.
Stórkostleg kvikmynd til dýrðar
Abyssiníuæfintýrinu.
Italskar kvikmyndir hafa
víst aldrei verið sýndar
hjer á landi. Þann 21'. apríl
n.k. — á afmælisdegi Róma-
borgar — verður sýnd ítölsk
kvikmynd í öllum borgum
oe: borpum í Ítalíu (bar sem
á annað borð eru kvikmynda
hús), stærsta kvikmyndin
sem gerð hefir verið í Ev-
rópu, Scipio L’Africano.
Þessa kvikmynd hygfg: jeg að
marga muni fýsa að sjá
hjer á landi.
*
Það er ekkert handahóf að ítal-
ir skuli einmitt nú hafa gert mynd
um Scipio L’Africano, rómverska
-hershöfðingjann, sem sigraði
Hannibal og lagði Karþago í rúst-
ír. Hanxdbal er í þessari mynd
færður í búning Haile Selassie
Abyssiníukeisara og Scipio í bún-
.áng Mussolinís.
Myndin fjallar um viðburðina á
-Arunum 207—202 f. Kr., en á þeim
-árum hrakti Scipio Hannibal af
höndum Rómverja, svo að Hanni-
bal varð að flýja frá ftalíu og
heið að lokum algeran ósigur fyr-
ir Rómverjum í orustunni við
-Zama árið 202 f. Kr.
*
Til marks um það, hve kvik-
’myndin nm Scipio L’Africano er
stórkostleg, má geta þess, að tólf
þúsund manns (þar af 4 þúsund
riddarar) taka þátt í næst síðasta
kafla myndarinnar, sem sýna or-
ustuna við Zamua.
í flestum köflum myndarinnar
leika 6 þúsund manns. ítalír hafa
■auk þess orðið að draga að sjer
(meðal annars) áttatíu fíla, sem
þeir hafa fengið hvaðanæfa úr
Evrópu. Fílarnir taka þátt í or-
ustunum og gefur myndin m. a.
góða hugmynd um þýðingu fíl-
■ anna í orustum Hannibals við
Rómverja.
*
Fremstu sjerfræðingar ítala
á öllum sviðum, í sagnfræði,
fornfræði, hernaðarsjerfræði,
trúmálafræði o. s. frv. hafa
lagt fram sinn skerf til þess
að gera þessa mynd, sem lík-
-asta hinum sögulegu atburðum.
En anda kvikmyndarinnar hef-
ir Mussolini lagt fram sjálfur.
Híkið kostar töku kvikmynd-
arinnar.
*
Samhengið milli hinna fornu
viðburða og þess, sem nú er
að gerast í Ítalíu, liggur í aug-
um uppi. Lítill flokkur manna,
flokkur Scipios, hugdjarfur og
þrunginn æskuþrótti, vinnur
bug á deyfð, kjarkleysi og hug-
leysi fjöldans, og æsir fólkið
upp til þess að færa óhemju
fórnir til þess að fá þvf fram-
gengt, sem í fyrstu virtist há-
mark fífldirfsku.
Myndin fjallar um barátt-
ana milli tveggja menningar-
þátta: Öðru megin er Karþago,
sundurþykk og siðspilt, og hin-
um megin Róm, ung og full
af lífsfjöri. Hún segir frá hin-
um „æðsta dómi“, sem dæmir,
að Karþago skuli afmáð og
Róm byrjar nýtt tímabil eftir
að Rómverjar hafa lagt undir
sig öll löndin við vesturhluta
Miðjarðarhafsins, tímabil
heimsveldisins, sem stóð í sex
aldaraðir.
*
Samhengið: Scipio í farar-
broddi fyrir fámennum hóp
hugdjarfra manna, ber hærra
hlut yfir vandræðalegu hug-
leysi senatsins — og svo aft-
ur Mussolini, sem sigrast á var-
færni herforingjaráðsins, sem
taldi óráðlegt að leggja út í
Abyssiníuævintýrið, vegna
þeirra erfiðleika fyrir Itali,
sem strið kynni að hafa í för
með sjer í Evrópu. Enginn hef-
ir lýst betur andófi herforingja
ráðsins við Mussolini en de
Bono, hershöfðingi í bók sinni
um aðdraganda Abyssiníustríðs
ins. Bók þessi kom út fyrir
nokkrum mánuðum.
Samhengið kemur aftur í
ljós þegar fórnir fólksins eru
sýndar; — við minnumst þess
frá því í fyrravetur, er ítalska
þjóðin kastaði gulldjásnum
sínum í hermannahjálmana, til
þess að ítalir gætu staðið af
sjer refsiaðgerðirnar. Þegar
hermennirnir eru sendir af stað
til Afríku til þess að sigrast á
Hannibal, þá dettur manni í
hug herflutningarnir frá Nea-
pel til Massawa og Mogadiscio
í fyrrasumar. Þegar kallað er:
„Hannibal er sigraður“, þá
hljómar það eins og „Haile
Selassie er flúinn“. Þannig má
lengi telja.
*
Og svo loks síðasti kafli
myndarinnar: Stríðinu er lok-
ið. Scipio hefir lagt niður vopn-
in. Hann býr með konu og
;börnum við lygnt stöðuvatn ná-
lægt Literno. Það er um morg-
un, sólin skín í heiði. Við húsið
standa raðir af sekkjum með
sáðkorni. Scipio stingur hend-
inni á kaf í einn sekkinn og
segir: „Þetta er gott hveiti, og
á morgun munum við með guðs
hjálp byrja að sá“.-------Hjer
þarf ekki að benda á sam-
hengið: Þarna er Mussolini
jcominn, hann er staddur í Litt-
oria eða Sabaudia og virðir
fyrir sjer með sömu ánægju
ávöxtinn af striti sumarsins.
Farþegar með Brúarfossi til
Vestfjarða í gærkvöldi: Seinumí
Þorsteinsdóttir Patreksfirði. Krist
inn Sigurðsson og frú Stykkish.
Ingólfur Gnðmundsson Patreks-
firði. Jóhann Eyjólfsson Stykkis-
hólmi o. fl. o. fl.
Úr kvikmyndinni Scipio L’Africano. Hjer sjást nokkrir af þeim 80 fílum, sem leika í
myndinni.
FBAMHALD AF 4. SIÐU'
Benediktsson: Um
Þannig er það, þegar ákveðin
eru hlunnindi samlagsmanna, upp
hæð iðgjalda, samningar við
lækna, sjúkrahús o. fl.
Um öll þessi atriði, sem öll af-
koma trygginganna er undir kom
in, ræður Tryggingarstofnun rík-
isins og ráðherra endanlega hvað
gert er, en hvorki Sjúkrasamlags-
stjórn nje bæjarstjórn.
Atvinnubótavinna.
Þá fór ræðumaður nokkrum orð
um um atvinnubótavinnuna og
mintist í því sambandi á Vinnu-
miðlunarskrifstofuna, sem þröngv
að var upp á bæinn, og var sett
til höfuðs Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurbæjar, sein hafði
reynst ágætlega.
Hin nýja Vinniimiðlunarskrif-
stofa hefði sætt allmikillar gagn-
rýni frá verkamönnum, sem við
hana þurftu að skifta. Stjórn
þessarar stofu væri raunverulega
í höndum ráðlierra, en bæjarsjóð
ur yrði að greiða 20 þús. krónur
árlega fvrir það, að úthlutun at-
vinnubótavinnunnar er tekin af
honum sjálfum og fengin í hend-
ur þessari illa þokkuðu stofnun.
Ingimarsskólinn og
verkamannabústaðir.
Til Gagnfræðaskólans í Reykja
vík, hins svonefnda Ingimars-
skóla, er bærinn skyldugur að
greiða nú í ár 37,000 kr., og eru
þó öll yfirráð þess skóla hjá rík-
isstjórn, en ekki bæjarfjelaginu.
í byggingarsjóð verkamannabú-
staðanna verður bærinn nú að
greiða 68,000 kr., en hefir alls
engin umráð yfir því, hvernig
fjenu er varið.
Framfærslumálin.
Um framfærslumálin væri að
ýmsu leyti svipað að segja, þó að
afskifti bæjarins væru þar meiri
en um hin málin. Sjerstakur
lagabálkur væri um þessi mál, þar
sem ýtarlega væri tiltekið um
rjettindi einstaklinga, sveitar og
ríkis í þessum málum. Bæjar-
stjórn getur ekki vikið frá þeim
rækilegu regluin, sem lögin setja.
Þannig væri t. d. með fram-
færslulögunum frá 1935 stefnt að
því vitandi vits, að stefna sem
mestum framfærsluþunga yfir á
Reykjavík.
Afnám sveitfestisins hefði á
sínum tíma verið kallað mannúð-
armál. En hætt væri á, að þetta
ætlaði að verða öðruvísi í raun-
inni.
Samkvæmt þessum lögum á
maður þar sveit, sem hann er bú-
settur, er hann þarf á styrk að
lialda.
Þetta leiðir til þess, að sveit-
arfjelögin reyna að verða af með
það fólk, sem líklegt þykir að
muni þurfa að leita á náðir þeirra
um framfærslu.
Gott dæmi um þetta væri at-
vik, sem nýlega hefði átt sjer
stað, sagði ræðumaður:
Piltur einn, sem áður hafði ver-
ið á sveitarframfæri vegna las-
leika, og þá dvalið uppi í sveit,
fluttist til bæjarins á síðastliðnu
ári. Síðastliðið vor rjeði hann sig
svo austur í sveit og líkaði bar
vel við hann, enda dvaldi hann
þar fram á haust, en þá var lion-
um ýtt til bæjarins, og var vitan-
legt, að það var gert af ótta við,
að hann kynni að verða veikur
og ætti þá framfærslusveit aust-
ur þar. Pilturinn sjálfur vill þó
dvelja í sveit og óskar eftir því
að komast á sama bæinn og hann
dvaldi á í sumar. Bóndinn þar
þarf á vinnukrafti hans að halda
og líkaði vel við piltinn og vill
því eindregið fá hann til sín.
Hjer við bætist svo það, að pilt-
urinn á samkv. læknisvottorði ein
mitt að dvelja í sveit. Skyldu
menn því ætla, að hjer mundi alf
falla í ljúfa löð. En svo er ekki
vegna þess, að það skilyrði er
sett, vegna óttans við lasleika
piltsius, að ef hann verði veikur,
þá skuli Reykjavíkurbær bera all-
an kostnað þar af. Hjer er þá af-
leiðing laganna sú, að þeiin aðil-
um, sem mest eiga í húfi og vilja
semja, er gert það ómögulegt
vegna ótta hreppsnefndarinnar
við aukin sveitarþyngsli. Afnám
sveitfestistímans verður þannig
beinlínis til þess að koma í veg
fyrir, að eðlilegar hjúaráðningar
eigi sjer stað.
Þetta er einungis eitt dæmi um
það, hvernig styrkþegum er ýtt
jrfir á Reykjavílturbæ, í fámenn-
inu er þessu fólki gert ómögulegt
að dveljast, með því að skapað
er almenningsálit á móti því, og
sjer það þá sitt ráð vænst að
flýja til Reykjavíkur, þar sem
fjölmennið kemur í veg fyrir svip
uð óþægindi og það verður fyrir
víða annarsstaðar.
Framfærslulögin nýju stefna
þannig að því að leggja nýjar og
ófyrirsjáanlegar byrðar á herðar
Reykjavíkurbæjar.
Bæði vegna þeasa, en þó ekki
síður vegna hins, að bærinn ræð-
ur því ekki, hver fjöldi manna
leitar sveitarframfæris á hverjum
tíma, heldur fer það að langmestu
leyti eftir atvinnuafkomu manna
og efnahagsástandiuu í landinu,
sem ýms atriði ráða, en nú orðið
ekki síst ríkisstjórn og Alþingi,
þá er það ekki nema að sára litlu
leyti á færi' bæjarstjórnar að ráða
við framfærsluupphæðina.
Bæjarstjórn eða framfærslu-
nefnd fyrir hennar hönd ber hins
vegar að sjá um, að eltki fái aðr-
ir styrk en þeir, sem þörf hafa
á, og þeir fái ekki meira en þörf
þeirra krefst, en þó svo mikið sem
þeim er nauðsynlegt, og að upp-
hæðunum sje iithlutað sem hag-
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.