Morgunblaðið - 21.01.1937, Síða 6

Morgunblaðið - 21.01.1937, Síða 6
6 MORGUNBIvAÐIÐ Fimtudagur 21. janúar 1937 Minningarorð um frú Viiborgu Andrjesdóttur. Frú Vilborg Matthildur Andrjes dóttir fyrv. ljósmóðir andaðist að heimil sínu Lingargötu 1 að morgni þess 12. þ. m. eftir lang- varandi vanheilsu. Vilborg var fœdd áð Þorgeirsfelli í Staðar- sveit 14. sept. 1861. Foreldrar hennar voru þau heiðurshjónin Andrjes bóndi Björnsson og Signý Eggertsdóttir, sem var annáluð gáfu- og myndarkona. Hinn 1. júlí 1881 giftist Vil- borg eftirlifandi manni sínum, Bjarna skipasmið Þorkelssyni prests Eyjólfssonar síðast að Stað- arstað. Mun sjera Þorkeli hafa vel líkað ráðahagurinn því þegar hann kyntist Vilborgu sálugu þá er hún gekk til hans til ferming- arundirbiínings hafði sjera Þor- kell sjerstaklega orð á því hversu stúlka sú væri miklum gáfum gædd, hugprúð og gerfileg í allri framkomu og kunni sjera Þorkell vel að greina slíka mannkosti. Ljósmóðurfræði nam Vilborg hjá þáverandi landlækni Schierbeck. Gegndi hún síðan ljósmóðurstörf- um eins lengi og heilsa og kraftar leýfðu. Fyrst í Staðarsveit en síð- ar í Ólafsvík, því þangað fluttu þau hjónin 1885. Hafði henni þá verið falin ljósmóðurstörf innan „Ennis“. En nú stóð svo á að eng- in lærð ljósmóðir var á útnesinu og enginn læknir nær en í Stykk- ishólmi. Varð því sú raunin á að mjög yfirgripsmikil störf hlóðust fljótlega á hana því nú gjörðist hún í mörgum tilfellum hvoru- tveggja í senn bæði læknir og ljósmóðir og þurfti hún nú mjög á meðfæddu líkams- og sálarþreki að halda, því ferðir hennar láu um þvert og endilangt Snæfellsnes um alla Breiðuvík og til ystu ann- nesja, yfir fjöll og djúpa dali. Ferðalög þessi voru því áhættu- meiri og erfiðari, sem alloft var hestum eigi við komið á vetrum. En aldrei mun það hafa komið fyrir að hún hikaði eitt augnablik, því henni var í blóð borið líknar- þel hins mikla Drottins sem alt vildi lækna og græða. Spurt var um líðan en ekki laun. Og má með sanni segja að alt hennar starf hafi verið borið uppi af trú og þrá eftir að feta í fótspor Frels- arans, sem henni var alla tíð frá barnæsku svo ljúft að lofa og prísa. Fórnarlund Vilborgar virt- ust næstum engin takmörk sett, enda kunnu Snæfellingar að meta þetta ásamt sameiginlegri hjálp- fýsi og gestrisni þeirra lijóna, sem þau voru mjög svo samhent um. Þetta sýndu þeir oft í orði og Frú Vilborg M. Andrjesdóttir. verki, en þó einna eftirminnileg- ast þegar að þeim einhverju sinni þótti þrengja full-mikið að húsa- kosti hinna ástsælu hjóna. Þá tóku vinir þeirra sig til og bygðu þeim hús það er enn stendur í Ólafsvík og sein jafnan síðan er kallað „Vilborgarhús“. HeimiJi þeirra var jafnan, og það með rjettu talið eitt hið gest- risnasta þar um slóðir. Þangað voru allir jafn velkomnir háir, sem lágir og var í engu munur á gerður. Eigi Varð þeim hjónum barna auðið, þrjú börn tóku þau til fullkomins fósturs og eru tvö þeirra á lífi, þau Vigfús Guð- brandsson ltlæðskeri, bróðursonur Bjarna, og Vilborg Magnúsdótt- ir, gift Vigfúsi Árnasvni, starfs- manni í Reykjavíkur Apóteki. Kjördóttur sína, Guðrúnu Ingi- björgu, mistu þau er hún var 14 ára gömul. Hún var hið yndisleg- asta barn og góðum gáfum gædd. Mætti nú sárt syrgjandi háöldr- uðum eiginmanni eftir 55 ára ást- ríka sambúð verða huggun í orð- um skáldsins er svo kveður: Aldrei mæst í síðasta sinni sannir -Jesú-vinir fá, hrelda sál það haf í minni harmakveðju stundum á. Guð blessi minningu Vilborgar sálugu. Snæf. vinur. $úUoi!a5« hefflr hlotflð bestu meðmæll Kaupmenn! Umbúðapapplr| 20 cm.“mjögTódýr. —Minnisblað XXX.— — Ýmislegt. -- Hjer koma enn nokkur sýnishorn af verðtolli stjórn- arflokkanna á ýmsum vörum, með samanburði á tollinum eins og hann var í tíð Sjálfstæðismanna. Vitið þið, að verðtollurinn á spilum hefir hækkað um 1170%? 1926 1936 Hækkun % % % Albúm , 10 40 300 Do. úr leðri 10 63 530 Frímerkjavætarar 10 21 110 Handtöskur 10 21 110 Do. úr leðri 10 63 530 Hnakkvirki 10 21 110 ístöð 10 21 110 Korksólar 10 21 110 Leðurveski 10 63 530 Manntöf I 10 21 110 Merkimiðar 10 21 110 Pappírsserviettur 10 21 110 Peningabuddur 10 63 530 Spil 10 127 1170 Spilapeningar 10 24 140 Taumlásar 0 5 Nýr tollur Nýja tekjustofna handa bæjar- og sveitafjelögum. FFAMH. AF ÞRIÐJU SfÐU. verður að gera, þar sem ríkis- valdið hefir rænt þeim eina tekjustofni, sem bæjar- og sveitarfjelögin höfðu. Einn nefndarmannanna (MG) var og þeirrar skoðunar, að eðli- legast væri að ríkið ljeti bæj- ar- og sveitarfjelögum í tje tekjustofna í staðinn fyrir það sem tekið hafði verið. En þetta strandaði á ríkisstjórn- inni; hún þóttist ekkert geta mist. Nefndin hafði því ekki önnur ráð en að fara inn á toll- ana og afla teknanna á þann hátt. Finnist mönnum þessi leið ó- heppileg, og það er hún, verð- ur óumflýjanlegt að afhenda bæjar- og sveitarfjelögunum aftur sinn gamla tekjustofn, beinu skattana. * Til þess að leysa úr þessu mikla vandamáli þannig, að til frambúðar megi verða, væri sennilega heppilegast að hafa fyrirkomulagið eitthvað í þessa átt: 1. Ríkið hefir eitt umráð allra óbeinna skatta. 2. Bæjar- og sveitarfjelögin fái ein um.ráð fasteignaskatts- ins. 3. Tekjuskattinum, hver sem hann er á hverjum tíma, sje skift jafnt milli ríkis og þess bæjar- og sveitarsjóðs, þar sem skatturinn er á lagður. — Með slíkri skiftingu væri það unnið, að hækkun tekjuskatts kæmi bæjar- og sveitarfjelög- unum jafnan til góða, í stað þess að nú er gengið á þeirra rjett í hvert sinn, sem skatt- urinn er hækkaður. Nú ræður í raun og veru algert handahóf um álagningu beinna skatta. Fyrst kemur ríkið og heimtar tekjuskatt af mönnum; svo koma bæjar- og sveitafjelögin og leggja á út- svörin. Og þar sem bæjar- og sveitarfjelögin hafa ekki aðra leið að fara til öflunar tekna til sinna þarfa, verður úr þessu fullkomið skattarán, með þeim háa tekjuskatti sem nú er kraf- inn. Heyrst hefir að ríkisstjórn- in hafi farið fram á það við nefndina, er samdi frumvarp- ið, sem dagaði upp á síðasta þingi, að hún gerði nýjar til- lögur í málinu fyrir næsta þing. Hvað úr þessu kann að verða veit Morgbl. ekki, en hitt er víst, að nefndin hefir ekkert unnið að málinu ennþá. En það er bersýnilegt að heppileg lausn fæst aldrei á þessu máli, nema tekin verði upp einhver svipuð leið og sú, sem hjer var stungið upp á. Ríkisstjórnin verður að láta sjer skiljast, að það er ekki lengur hægt að daufheyrast við kröfum bæjar- og sveitarfje- laganna. Stjórnin á aðal-sökina á því að þeirra fjárhagur er nú mjög bágborinn, og henn- ar skylda er að rjetta fjár- haginn við. Næsta þing má ekki líða svo, að bæjar- og sveitarfjelög- um verði ekki sjeð fyrir tekju- stofnum. Best færi á því, að þá yrði framtíðar skipan komið á um þessi mál. UM EINAR BENE- DIKTSSON í AME- RÍSKU TÍMARITI. f „Books Abroad“, alþjóðariti, (International Quarterly), sem gefið er út í Bandaríkjunum, er í sumarheftinu 1936, ágæt grein um lárviðarskáld Islend- inga, Einar Benediktsson. — Nefnir Beck grein sína ,,Ice- land’s Poet Laureate“. í grein þessari er rætt um ætt Einars Benediktssonar, mentaferil, embættisstörf o. s. frv. í stuttu máli lýst skáldskap hans og gerð nokkur grein fyrir annari bókmentastarfsemi hans þýð- ingum o. fl. (FB). Ný uppfynding, sem ekki kom að haldi. Khöfn 20. jan. FÚ. Norska blaðið Noregs Handi els og Sjöfartstidende skýrir frá því í dag að nú sje með öllu hætt við tilraunir þær til að flytja lifandi fisk um lang- ar vegalengdir í vatnsgeymum, sem undanfarið hafa verið reknar með styrk frá norska ríkinu. Er litið svo á, að tilraunirnar hafi algerlega farið út.um þúf- ur. BJARNI BENEDIKTS- SON: UM BÆJAR- MÁL. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. anlegast. Einstakir styrkþegar geta þó skotið máli sínu til ráð- herra, ef þeir þykjast órjetti beittir, og er úrslitavaldið einnig að því leyti tekið af bæjarstjórn. Hefir þetta þegar orðið til að valda nokkrum glundroða og er til ills eins, en hefir þó ekki en* komið verulega að sök. Ásamt ellistyrknum, sem skv. tryggingalögunum er ekki nema sjerstakt form sveitarstyrksins, ver bærinn til þessara mála yfir iy2 miljón króna, og er þetta langstærsti útgjaldaliður bæjar- sjóðs, og eru umráð bæjarstjórn- ar yfir þeim þó, svo sem sýnt er, mjög takmörkuð. (Frásögn af síðari hluta ræðu Bjarna Benediktssonar birtist í blaðinu á morgun.) ANDSTÆÐ VIÐHORF. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. skip, svo að atvinna hans sje aldrei í voða. Þetta vita sjómenn, að er satt. En þeir vita einnig að útgerðin á í vök að verjast eins og stendur vegna óvenjulegra verðsveiflna og markaðsörðug- leika á því sviði, sem orsakast hafa af óviðráðanlegri viðburða- rás tímanna. Þess vegna spyr jeg, eru það ekki óvinir fólksins og ykkar sjó- mannanna sem hafa það á stefnu- skrá sinni að drepa þessi fyrir- tæki og legja þau í rústir, með því yfirskyni, að ykkur líði betur á eftir? Er nokkur sá, af þeim spámönnum,sem þið hafið svo mik ið álit á í útvegsmálum, að þið þyrðuð að trúa honum fyrir fram- tíð ykkar þegar þið eruð orðnir atvinnulausir ? Er það kannske Finnur Jónsson? * Það er altaf dálítið raunalegt þegar góð málefni eru gerð að skálkaskjóli valdasjúkra vesal- inga, sem svífast ekki með læ- víslegustu blekkingum að leiða skynsemi hrekklausra manna inn á myrkustu villigötur. Þ. Þ. Ódýrt kjðt af fullorðnu f je. Versl. Búrfell, Laugaveg 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.