Alþýðublaðið - 04.03.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1929, Blaðsíða 2
2 ALBÝÐUBLAÐÍÐ Samtokin eflast Mótmæli og hröfnr verkalíðs- ins. Á fundi v'erkamannafélagsins „Dagsbrúnar“ s. 1. laugardags- kvöld gengu 35 verkamenn í fé- lagið. Eru félagar þess nú orðnir yfir 800 að tölu, og er peim verkamönnum óðum að fækka, sem fyrir utan samtökin eru. Sjómannadeilan hefir sýnt mönnum pörfina fyrir sterkum samtökum og sigur sjómannanna hefir aukið hugrekki alþýðumiar í stéttabaráttunni. Eflast samtök- in þv-í jafnt og þétt, bæði hér í bænum og annars staðar, og mun því skamt að bíða þess, að verk- dýðsfélögin verði það vald, sem bæði vinnukaupendur og stjórn- arvöld verði að taka fult tillirt til. 'Á sterkum alþýðusamtökum bygg- ist velmegun hinnar vinnandi stéttar og sigur alþýðustefnunnar — jafnaðarstefnunnar. Á fundi „Dagsbrúnar" voru samþykt mótmæli gegn þræla- lögunum og færslu . kjördagsins. Eru mál þessi bæði undan rifjuni iháidsins runnin. Gengur annað þeirra út á það að svifta verka- lýðinn rétti til að veröleggja vinnn sína, en hitt þeirra stefnir /að því að gera alþýðunni erfiðara fyrir að ' neyta þess réttar að kjósa fulltrúa á löggjafarsamkom- una. Mótmælin, sem samþykt voru, eru svo hljóðandi: Þrælalögin. „Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir harðlega frumvarpi því um gerðardó’m, sem fram befir komið á alþingi, og skorar á þingið að fella frumvarp þetta tafarlaust." Færsla kjördagssins. „Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir flutningi kjördagsins frá því sem nú er, :þar sem verkalýðnum væri með því móti framar öðrurn stéttum meinað að neyta kosningarréttar síns.“ Enn freinur var svo hljóðandi áskorun samþykt til alþingis um að samþykkja frumvarp það, sem formaður Dagsbrúnar hefir flutt um Verkamannabústaði. „Verkamannafélagið Dagsbrún skorar á alþingi að samþykkja frumvarp það um verkamanna- bústaði, sem nú liggur fyrir ^ing- inu.“ Fyrirlestur Hendriks J. S. Ottóssonar um ísbrjótinn Krassin var mjög fjöl- sóttur og gerðu menn góðan róm að máli fyrirlesarans. Mun Hend- rik ætla að flytja fyrirlesturinn í Hafnarfirði innan skamms. Ottl ISiffiMsIns viö alpýðiisamtokin. tGiitkabréf ,Tnínaðarm<íl‘ — „Leynifnndip** — Landsmálafélagið Vðrður kýs nefnd “tii að stemma stigu Syrir vöxt Dagsbrúnar. Öttinn vib samtök alþýðunnar hefir nú altekið svo brodda í- haldsins hér í bænum, að sumir þeirra virðast tæpast með réttu ráði. Samtök sjómanna hafa staðist 8 vikna sveltitilraun, unnið sig- ur og eflst og magnast við eld- raunina. „Dagsbrún" bætir við sig mörgum tugum félagsmanna i hverri viku, hefir nú á 9. hundrað meðlimi, og stefnir ótrauð að því marki, að fylkja öllum þeim, sem erfiðisvinnu stunda og ekki' leru í neiuu iðnféiagi, undir merki sitt. Verkalýðurinn skilur, að það er eina ráðið tii að samræma kaupgjald hans og tryggja hion- um Iífvæhleg kjör. Atvinnurekendur sjá hvert stefnir, sjá, að alþýðan þekkir og kann að meta mátt samtakannía. titthvað þarf að gera til að. tryggja aðstöðu þeirra, hugsa þeir. — En hvað ? Það er spurningin, sem þeir nú, eru að rembast við að leysa úr. Gumundur Jóhannsson og „Heili heilanna" hafa því lagst á melt- una. Og árangurinn af heilabrot- um þeirra er eftirfarandi „Trúnacarmál: Hér með eruð þér beöinn aö koma á fund í Varðarhúsinu sunnudaginn 3. marz kl. 2 tii þess að .ræða og ef til vill taka á- kvarðanir út af tilraunum til þess. að bola þeim verkamönnum frá vinnu, sem ekki eru í Dagsbrún. Jón Porláksson: form. Miðstjórnar. Gudm, Jóhannsson, form. Varðar.“ „Trúnaðarmál“ þetta sendu þeir með hinni mestu leynd sem „eitika- b.réf“ og að eins sauðtryggum íhaldssálum, héidu þeir, einkum atvinnurekendum og svo nokkrum verkstjórum, sem, þeir þykjast eiga öll bein í. Fundurinn var svo haldinn í. Sæluhúsi íhaldsins með tiiheyr- andi utandyraþægindum, á tilsett- um tíma. Voru ræðumenn margir og málsnjallir: Lúther Hróbjarts- son og Ólafur Thors, Guðrii. Jó- hannsson og Jqn Þorláksaon, Sigurður B. Runólfsson úr Borg- arnesi og gétur Halldórsson, Ste- fán Sveinsson og Jón Ólafsson. Jón Kjartansson talaði líka. -7 Voru þeir allir sammála. Umræðuefnið var Dagsbrún og þetta endemis-uppátæki verka- manna, að ganga í hana og vilja fá sem flesta stéttarbræður sína til að gera slíkt hið sama. Urðú ræðumenn heitir mjög, æstir og stórorðir, er þeir útmáluðu hve sterk Dagsbrún væri orðin. Hafn- arverkamenn væru svo að segja allir gengnir í félagið og ekkert hægt við því að gera; áhrifin væru þar orðin of rík; verkamenn við byggingar og aðra daglauna- vinnu þyrptust nú iika í Dags^ brún hópum saman, en það þyrfti endilega að stöðva, endilega bretnt. — En hvernig ? Því gat enginn svarað. Endafokin urðu svo þau, að fun'durinn káus nefnd til þess að athuga .og gera tillögur um, hvað gera skyldi. Var mjög vandað til nefndar- koisningarinnar, hvorki Ólafi Thors, Jóni Þorl. né Guðmundi hleypt í hana, heldur: S'igurði Runólfssyni, Stefáni Sveinssyni og Kristi.nn Sigurðssyni. Var svo' nefndin ámint urn að gera eitthvað, giera nú endilega eitthvað, og lauk svo fundinum. ihaldið ér ráðþrota. Það vfeit ekkert hvað það á að gera, Hægt og bljóðalaust þéttist og stækk- ar samfylking verkalýðsins. íhaidið legst lágt. Þáð sendir út fundarboð sín sem „einkabréf“, brýnir fyrir sauðtryggum sálum að þetta sé „trúnaðarmál", sem enginn lifandi maður megi fá vit- neskju um. Það tekur upp há.tt- semi aumustu lyddumenna, sem ekki þora að mæta andstæðingunx sfnum á hösluðum velli, heldur xeyna að svíkjast aftan að honum, senda flugumenn til höfuðs' hon- um. i. Þetta er sama aðferðin og mið- stjórn , íhaldsflokksins notaði í sumar, er him sendi út ,,trúnaðar- mái“ sín í einkabréfum, fuilum af ósannindum, óhróðri og við- bjóðslegustu dylgjum og aðdrótt- unum, sem íhaldið ekki þorði að be.ra fram opinberlega á velli rita eöa ræðuhaldaj þar sem andstæð- ingarnir gátu svarað. Þegar uppvíst varð urn þau „trún.aðarmál" ihaldsfiokksins, blöskraði öllum sæmiilegum mönnum. Miðstjórnin sjálf diíammaðist sín. En sagan endurtekur sig. — Saga íhaidsins endurteluir sig nú. Verkamenn mega vel við una. Ekki er unt að fá betri viðuxkenn- ingu fyrir gildi-og mætti alþýðui- samtakanna en þessa. — Nemia ef vera skyldi þrælalagafrumvarp Jóns, Jörundar & Co. Franska stjórnin völt i sessi. Frá París er símað tii „Ber- lingske Tidende“, að Poincaré- stjórnin virðist of veik til þess að standast sameiginlega árás jafnaðarmanna og radikölu flokk- anna. Ætla margir stjórnmálarit- arar blaðanna, að stjórnarskifti séu óhjákvæmileg, því Poincaré vilji ekki halda áfram stjónnar- störfiujnum án stuðnings radiköla; flokkajnna. Meðri deiid. Á iaugardaginn kom færsla ai- þingiskjördags til 1. júlí tii 1. uniræðu og fór til 2. með 19 atkv. gegn atkv. jafnaðarmanna. Var frv. vísað til al|Sherjarnefndar. Halldór Stefárissoin flytur frv. um fyrnmgn skulcla. Samkvæmt því eiga verzlunarskuldir og aðr- ar slíkar skuldir og kröfuréttindi. að fyrnast á einu ári, í stað íjór- um árum samkvæmt gildandi lögum. Frv. gerir einniig r'áð fyrir því, að þó að skuldunautur við- urkenni skuld, þá fyrnist hún engu að síður. Halldór bar frv. þetta einnig fram á síðasta þingi. Þá lagði allsherjarnefnd á móti því og við það dagaði það uppi. Nú var því aftur vísað til þeirral; nefndar. Frv. var vísað til 2. umr. Fulltrúar Alþýðuflokksins í deild- inni greiddu atkvæði gegn því. Þorleifur flytur frv. um þá breytingu á uegalögunum, að Hafnarvegur við Hornafjörð, 5 km. spotti, verði tekinn upp í þjóðvega tölu. Var því frv. vísað til samgöngumálanefndar og- 2. umræðu. Jafnframt boðuðu ýmsir þingmenn aðrir, að þeir myndu flytja Sams konar tillögur um. aðra vegi. Efri deiM. Þar var frv. Guðmundar í Ásí um breytingar á laxveiðalögunum afgreitt til 3. umræðu. Jón í Stóradal, Einar á Eyrar- landi og Guðmundur í Ási flytja frv. um eiftkásíma í sveitum. Samkvæmt ])ví megi gera sam- þykt um einkasímalagningaríum á- kveðin svæði, er svæðisbúar, er bennar hafa not, kosti í félagi, ef 2/3 þeirra samþykkja það og stjórnarvöld ieggja samþykki þar á, og greiði landssíminn mokkuð í kostnaðinum. Frumvarpið var afgreitt til 2. umr. og því vísað til samgöngumálanefndar. Þá flytur Jó'n Þorláksson og tveir aðrir íhaldsmerin frv. uffl raforkuueitw utan kaupstaða. Fjallar það um, á hvern hátt fé verði veitt tii þeirra. Ætlast flutningsmenn til, að rjkið kosti rahnsóknir verk- fræðinga á raforkubeyzlun viðs vegar um la'nd, hvort sem það á- kvæði er nú fremur sett vegna almennings eða verkfræðinganna. Þetta frv. fór einnig til 2. umrl og var því vísað til fjárhagá- nefndar. U*8i itug£sB.KK <©€| veglssn* I. O. G. T. Miðvikudaginn kl.8’,4 EININGIN: Kaffisamsæti til á- góða fyrir barnastúkuna „Æsk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.