Morgunblaðið - 14.02.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUXBLAÐIÐ Suimudnrur 14. febr. lSDf 27 rússneskjr skriðdrekar í gagnárás sijórnarinnar við Valeneiaveginn. Vegurinn er ennþá í höndum sljórnar- innar (segir Kcufer) Giimmar orustur á öllum Madrid-vlgstöðvunum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. hí, . KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Við Arganda, 25 km. fyrir suð-austan Madrid — þ>ar sem vegurinn frá Val- encia til Madrid liggur yfir Jarama- fljót — gerðu hersveitir stjórnarinnar gagnárás á uppreisnarmenn í dag. Frá aðalbækistöð upp- reisnarmanna í Salamanca er tilkynt að árás þessari hafi verið hrundið. I tilkynningu frá Valenciastjórninni segir aft- ur á móti, að grimmileg orusta hafi staðið yfir á þessum slóðum og að stjórnarliðið hafi náð aftur Valenciaveginum á sitt vald, með því að hrekja uppreisnarmenn burtu úr hæðunum við veginn. Frjettaritari Reuters, sem verið hefir á vígstöðvunum við Arganda, símaði frá Madrid í gær að það væri rangt að uppreisnarmenn hefðu hluta af Valenciaveg- inum á sínu valdi. Hann segist heldur ekki hafa sjeð að uppreisnarmenn hefðu enn komist nokkursstaðar yf- ir Jaramafljótið. í tilkynningu frá uppreisnarmönnum segir aftur á móti, að herdeildir undir stjóm Varela hershöfðingja hafi komist yfir Jarama fljótið og hafi marga kílómetra af Valenciaveginum á sínu valdi. Segjast uppreisnarmenn halda áfram sókn austur á bóginn. TO<yrcrttttHa&t$ H.f. JLrraknr, RerkJaTfk. Rltatjðr&r: Jðn EMrtUMOB «r Valtfr Stnfftjtnoa — ðbrrrðarmfttar. Rltatjðra *g afmlMft: ▲•■taratraU t. — Blmt lttt. Hftlaftilmar: Jða Cjftrtaaftioft, ar. tTil Vftltfr Stftfftmssoa, mr. 4M0. Áral ólft, ar. t04f. ijkrlftagjald: kr. t.M & mftftnll. t lftuaaaöla: lí &ara alfttaklt. IS aor& a«l laaMk Moskva. í 19 ár hafa kommúnistar *llra landa litið til Moskva með eftirvænting og hrifningu. Þaðan hafa þeir átt von á frelsun mannkynsins. Þar hafa þeir sagt að væru hinir útvöldu foringjar, er leiða myndu þjóðirnar hvorar.af annari úr á- nauð fátæktar og ófrelsis. Lof- söngurinn um forystumelmina í Moskva, hefir engan enda tekið. Allmargir af þessum ítur- mennum og tilvonandi frels- urum eru nú dauðir. Þeir hafa ekki orðið sóttdauðir, sem kunnugt er. Þeir hafa verið kærðir í sínu föðurlandi fyrjr allar stærstu tegundir glæpá. Einn þeirra var t. d. ákætð- ur fyrir að hafa komið til'Iéið- ar 2000 járnbrautarslysum á einu ári. Þessu var rússneskuih blaðalesendum og kommúnist- um allra landa ætlað að trúa. Þessu átti einn einasti maður að hafa komið til leiðar án þess allur herskari njósnara Og leynilögreglumanna Stalins hefði komist að þessu fyrri en seint og síðarmeir. Það ef ekkert ljettmeti Sem Stalin- klíkan í Moskva lætur fylgis- menn sína renna niður hugsuu- ar- og gagnrýnislaust. Islenskir menn, sem gleypt hafa í sig pestarloft kommún- ismans munu skilyrðislaust í þessu sem öðru, hlýða fyrirskip- unum hins rússneska einræðis- herra og trúa þessu sem öðru er þaðan kemur. Þegar Stalin segir, að hán- ustu samverkamenn hans, sem hafa verið dáðir og virtir í ís- lenskum kommúnistaritum, sjeu mannhundar og jiíðingar, þá jeta hinir þægu aðdáendur hans hjer á íslandi þetta upp eftir honum, samkvæmt skip- un og Stalin og þeir aðrir, sem hafa yfirhöndina, eru í augum flokksmannanna tárhreinir englar. Því það er eitt höfuðeinkenni kommúnista hjerlendra sem er- lendra, að þeir hafa lagt vits- muni og dómgreind á hilluna, gerst einskonar „sellur“ í hinni asiatisku ófreskju, sem teygir arma sína um öll lönd og nefnd er einu nafni kommúnismi. Ungir menn, sem tína sjálf- um sjer á þenna hátt, dóm- greind og vilja eru sannarlega brjóstumkennanlegir. En brjós- umkennanlegri verður sú þjóð, sem reynist eigi fær um að leiða kommúnista sína frá villi- götum þeirra, og gera þá þátt- takendur í frjálsu hugsanalífi. Orustumar um Valencia- veginn hafa nú staðið yfir í nokkra daga og hafa | verið einar hinar grimm- ustu í borgarastyrjöldinni. Uppreisnarmenn segjast hafa grafið 1800 manns úr liði óvin- anna á Jaramavígstöðvunum undanfarna daga. ' Madrid: London í gær F.Ú. f gagnárás þeirri, sem stjórn arliðið gerði í dag segja upp- reisnarmenn að verið hafi 27 rússneskir skriðdrekar og 5 þeirra hafi verið teknir her- fangi. Vestan við Madrid og í háskólahverfinu er einnig barist af mikilli grimd. Uppreisnarmenn segja að hjer hafi stjórnarherinn einn- ig gert gagnárás en henni hafi verið hrundið og hafi stjó^nar- liðið heðið mikið manntjón. í tilkynningu frá varnarráði Madridborgar segir, að orust- ur hafi átt sjer stað við Guad- alajara, austan við Madrid, og hafi uppreisnarmenn beðið þar algerðan ósigur. Uppreisnar- menn segja aftur á móti um bardaga við Renale, og hafi þeim tekist að ná því þorpi. Frá stjórninni. Varnarráð Madridborgar tílkynnir að síðan umsátrið um Madrid hófst fyrir þremur mánuðum, hafi 2458 manns látið lífið, í orustunum og í loftárásum þeim, sem borgin hefir orðið fyrir. Þar af eru laldar 161 kona og 218 börn. Þessa dagana berst stjórninni á Spáni mikið af sjálfboðalið- um úr öðrum löndum. Til dæm- is er nýkominn til Spánar frá Hollandi hópur atvinnulausra verkamanna, sem gefa sig fram til herþjónustu í liði stjórnar- jnnar. (Skv. Ósló-fregn FÚ). Stalin „hreinsar til“. f Rússlandi heldur hand- tökum merkustu manna sovjet-ríkjanrsa áfram. — „Daily Telegraph“ segir frá því, að GPU-leyniIög- reglan hafi nú tekið fastan fyrverandi forstjóra sinn, Jagoda. (Samkvæmt einkask.) Franco nálgast Almeria. LONDON í GÆR. FÚ. í frjett frá Bilbao er sagt, að stjómin geri nú skyndi- ráðstafanir til þess að verja Almeria, en þangað sækja nú hersveitir uppreisnarmanna frá Malaga, og gera sjer von- ir um að komast svo langt áleiðis í dag, að þeir sjái til borgarinnar. Bilbao-frjettin hermir, að óvopnfæru fólki sje hraðað á brott úr borginni, en allir vinnufærir karlmenn hafi ver- ið settir í það að grafa skot- grafir, og nndirbúa á annan bátt vöm borgarinnar. í gærkvöldi gerðn flugvjel- ar nppreisnarmanna loftárás á verkamannabverfi borgar- innar (símar frjettaritari vor) og ljetu 8 manns lífið. Blöðin í Madrid krefjast þess í dag, að stjómin á Spáni láti fara fram liðsöfnun í þeim hluta Spánar, sem npp- reisnarmenn hafa á sínn valdi. Síðan Malaga f jell, hafa þess- ar kröfur komið fram allviða. (Samkvæmt FÚ.). DANIR ÆTLA AÐ SELJA STÖLUM FÆREYSKAN BLAUTFISK. að eru tíu þús. smálestir af blautum Færeyja-salt- fiski, sem Danir eru að reyna að selja ítölum fyrir 3 milj. króna. I sambandi við þessa sölutil- raun Dana, hefir færeyski fiskkaupmaðurinn Magnus Dahl látið svo um mælt „að óhjá-f kvæmilegt sje að atvinnuleysi aukis^ stórum í Færeyjum og tekjur verkafólks minki um sjö hundruð þús. krónur, ef meginhluti af veiði Færey- inga verði seldur sem blaut- fiskur“. Magnus Dahl bendir einnig á það að Færeyingar hafi und- anfarið látið gera dýra fisk- reiti til að þurka fisk sinn. Innan skamms mun ungur, færeyskur kaupmaður, Daniel Niclasen leggja af stað til Cuba, Brasilíu og Bandaríkj- anna til þess að leita þar markaðs fyrir færeyskan fisk. (Samkvæmt einkask.) Átökin um nýlendnmar. „Herveldi lýð- ræðisrfkjanna“ gegn herveldi Hitlers. Hótanir fransks stjúrnmálamanns. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆK. amtímis því, sem veg- ur von Ribbentropi sendiherra Hitlers í London (með því sjer- staka hlutverki að heimta gömlu þýsku nýlendumar úr höndum Breta), fer stöðugt mink andi, auka Þjóðverjar heimafyrir áróður sinn fyrir endurheimt ný- lendnanna. „Við munum halda áfraia að krefjast þess, að okkur verði skilað aftur nýlendun- um“, segir þýska nýlendusam- bandsfjelagið í ávarpi, — „og við munum fá þær að lokum". Fjelagið segir að það muni tryggja friðihn í heiminum, ef nýlendunum verður skilað aft- ur. „Sumir halda því fram“, sagði dr. Göbbels í raeðu í gærkvöldi, „að nýlend- umar, sem við áttum áð- ur sjeu einskisvirði. Hvers- vegna. segja Bretar þá ekki: Gerið svo vel, hjer fáið þið skran-nýlendur ykkar aftur“. í grein eftir formann frönsku utanríkismálanefndarinnar, Henry Beranguer, segir í dag „að hvorki Frakkar nje Bretar muni láta af hendi nýlendur við Þjóðverja, hvorki í Afríku nje annars staðar“. „Þjóðverjar ætla að reyna að fá því framgengt 1938, sem þeim mistókst ápð 1914“. „En Þjóðverjar mega vita það, að lýðræðisríkin samein- uð, eru allmikið herveldi". Háskólafyrirlestrar á frönsku. Franski sendikennarinn, lic. P. Naert, flytur annað kvöld fyrir- lestur í háskólanum um æfi Le- comte de Lisle. Fyrirlesturinn hefst kl. 814.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.