Morgunblaðið - 14.02.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1937, Blaðsíða 4
4 mORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. febr. 1937, — Heykjavíkurbrjef — 13. febrúar. Iðnaðurinn. síðustu árum hefir iðnfram- leiðsla landsmanna aukist á ýmsum sviðum. Þetta hefir komið í góðar þarfir, þareð það hefir dregið úr atvinnuleysinu, sem ann ars hefði hjer í Reykjavík orðið ennþá gífurlegra en það nú er. Ymsar af hinum nýrri iðngreinum hafa vaxið upp í skjóli innflutn- ingshaftanna. Því verður ekki neitað. Fátt er svo ilt, að einugi dugi. Þó hafa rauðliðar yfirdrifið mjög, er þeir þakka höftunum mestallan þann iðnað, sem nú er hjer, er þeir t. d. segja, að höft- in hafi á þann hátt gefið þúsund- um manna atvinnu, sem annars hefðu enga haft. Áður en hjer voru nokkur höft, lifði um 30% bæjarmanna á iðnaði. Hafi þús- undir hæst við þann hóp, jafn- framt því sem tala atvinnuleys- ingja hefir hækkað, þá hafa sann arlega margir mist atvinnumögu- leika í öðrum greinum athafna- lífsins. Svartsýni. inn af bæjarfulltrúum Alþýðu flokksins hjer í bænum sagði nýlega á fundi, að ef höftin yrðu afnumin, þá myndi allur íslensk- ur iðnaður hrynja í rúst. Þeirri staðhæfingu er rjettast svarað með því, að á 9. þúsund manns hafði hjer framfæri af iðnaði áður en verslunarhöft voru hjer sett. Bnda er það vafasamur heiður fyrir íslenskan iðnað, ef rjett væri, að hann gæti alls ekki stað- ist, nema með því móti, að að- flutningsbann hjeldist á tilsvar- andi erlendum vörum. Sje það rjett, þá verða neytendurnir, þeir sem eiga að kaupa innlendu iðn- aðarvöruna, að sætta sig við það, að verða að greiða mikið hærra verð fyrir þessar vörur, en þeir þyrftu, ef varan fengist erlendis frá. Með öðrum orðum, hinn inn- lendi iðnaður ætti beinlínis um aldur og æfi að miða að aukinni dýrtíð í landinu. Ástin á höftunum. tjórnarflokkarnir hafa reynt að telja fólki trú um, að Sjálfstæðismenn væru andvígir iðnaðinum og framþróun hans, vegna þess, að þeir telja höftin neyðarúrræði, sem sjálfsagt er að reyna að losna við. Iðnaðinn þarf að vernda. Og Kennarinn: Mvað er E.-Moll? Memandinn: EMOL er nafnið d handsdpu sem mjer líkar best slakað verður á höftunum, þá er hægt að sjá fyrir því, að hinn íslenski iðnaður fái alla þá vernd, sem hann þarf. Þetta vita allir að best er gert með verndartoll- um. En rauðliðar vilja höftin, þeir vilja halda í þau í lengstu lög. Og þeir ætla sjer að halda í þau undir því yfirskyni, að með þeim ætli þeir að sjá iðnaðinum borg- ið. Ást þeirra á höftunum er þó af öðrum toga spunnin. Hún staf- ar af því, að meo því geta stjórn- arvöldin beitt hinni verstu rang- sleitni. Hægt er að veita þeim fyrirtækjum innflutningsleyfi, sem styðja hina ranglátu stjórn, samtímis sem stjórnarandstæðing- um er neitað um innflutningsleyfi á sömu efnivörum. Höftin eru því ekki fyrir iðn- aðinn, ekki fyrir alþýðu manna, heldur verða þau óhlutvöndum og rangsleitnum valdhöfum tekju lind. Hollráðin. Iræðu, sem Magnús Jónsson al- þingismaður flutti í fyrra- kvöld í Verði, gerði hann grein fyrir, hvaða ráðstafanir Sjálf- stæðismenn vilja gera, til þess að vernda og auka iðnaðinn í lanjdinu. Verndina gagnvart erlendri sam kepni á að fá með tollum. Bn til þess að tryggja þessari fjölþættu atvinnugrein skilyrði fyrir ör- uggri þróun, þarf hentugt láns- fje, ódýra orku, rannsóknarstofu og leiðbeiningar, svo og góða skipun á sölu innlendra iðnaðar- vara. Flokksþinff. essa dagana stendur yfir flokksþing Framsóknar- manna. Það er eitt hið fjórða í röðinni frá því flokkur sá hjelt fyrsta þing sitt á Þingvöllum sumarið 1919. Síðan hafa orðið miklar svip- breytingar í íslensku stjórnmála- lífi. Fyrir rúmlega þrem mánuðum var hjer haldið flokksþing Al- þýðuflokksins. Á því þingi voru Dcpmið sjálf um ágcpti þessarar hanðsápu samþykt fyrirmæli um það, hvern ig stjórnarflokkarnir ættu að haga starfi sínu á næstunni — að Framsóknarflokknum meðtöld- um. Það mun vera dálítið óvenju- legt fyrirbrigði í stjórnmálum, er einn flokkur samþykkir starfs- reglur fyrir annan. En þetta gerðu sósíalistar í haust. Þeir samþyktu að ganga áfram á þjóð nýtingarbrautinni, í áttina til Rússa. Og þau skilaboð fylgdu með, að ef Framsóknarflokkur- inn gengi ekki skilyrðislaust að þessu, þá segði Alþýðuflokkurinn honum stríð á hendur. Skipulagsstarf. itari Alþýðusambands íslands Stefán Jóh. Stefánsson ljet þá orðsendingu fylgja til Fram- sóknarmanna, að mjög væri það vafasamt frá hans sjónarmiði, hvort Alþýðuflokkurinn þyrfti lengur á þjónustu Framsóknar- manna að halda. Nú myndi sú stund upp runnin, að sósíalistar gætu sjálfir „skipulagt sveitaal- þýðuna“ — þ. e. skipað bændum og búaliði að dansa eftir sósíalist- anna pípu. Fresturinn. n Alþýðuflokksþingið gaf Framsóknarmönnum 3 mán- aða umhugsunarfrest — eða upp- sagnarfrest, eins og viðgengst yf- irleitt, þegar fólki er sagt upp starfi eða vist. Nú er fresturinn liðinn, og Framsóknarþing hald- ið, til þess að athuga málið, hvort framlengja eigi þjónkunina við sósíalista, með þeirri skilyrðis- lausu hlýðni, sem Alþýðuflokks- þingið mælti fyrir. Sumarið 1919. egar Framsóknarflokkurinn er á þessum krossgötum er fróðlegt að virða fyrir sjer, hvern ig umhorfs var á fyrsta flokks- þingi hans. Megin hugsjónirnar, sem lágu til grundvallar fyrir myndun flokksins, voru þær, að efla and- legt og efnalegt sjálfstæði ís- lenskra bænda. Sú stjett þjóðfje- lagsins átti framvegis eins og fyr að vera stoð og stytta hinnar sjálfstæðu íslensku þjóðar. Hver bóndi í íslenskum sveitum átti að geta lifað sem óháður konungur í ríki sínu. Hann átti að fá skil- yrði til þess að rækta eignarjörð sína, og skila henni umbættri og kvaðalausri til eftirkomendanna. Sveitirnar áttu að taka við fólks- fjölguninni í landinu. „Með öðrum svip“. egar litið er yfir hóp forystu- manna hins núverandi Fram- sóknarflokks, eru þeir furðu fáir þar, sem voru á Þingvallafundi flokksins fyrir tæplega 18 árum. Nokkrir eru dánir. Fleiri hafa yfirgefið flokkinn í lifanda lífi. Margir eru í Sjálfstæðisflokknum, aðrir í Bændaflokknum og nokkr- ir hafa tekið þann kost, að hverfa frá afskiftum af stjórnmálum. Það var enginn „hjáleigu“- eða undirtyllubragur á Framsóknar- flokknum fyrir 17—18 árum. Fyrirmæli. egar litið er á starfsemi Framsóknarflokksins, anda hans og aðferðir, ber ekki mikið á frelsishugsjónunum frá 1919. Verkin sýna merkin. Bændastjett in íslenska hefir ekki orðið sjálf- stæðari en hún var. Hin alhliða viðreisn, sem sveitunum var ætl- uð, varð allsherjarflótti á mölina. Ræktunarstarfinu miðaði þó vel áfram um skeið, einkum með til- styrk Jarðræktarlaganna. Bn nú er þar komið nýtt upp á tening- inn. Áður þótti hver maður þjóð- hollasta, sem mest ræktaði. En nú er komin sú fyrirskipun frá „æðri stöðum“ stjórnarflokkanna, að ræktun jarðanna megi helst ekki eiga sjer stað nema í litlum stíl. Og hver sá bóndi, sem þiggur styrk frá þjóðf jelaginu fyrir ræktunarstarf sitt, verður að af- henda ítök vir jörð sinni til sveit- ar eða ríkis. Og þegar Framsóknarbændur eru kallaðir saman á fundi, hver í sinni sveit, eins og á fundum búnaðarfjelaganna á þessum vetri, þá þeytast forkólfar Framsóknar- flokksins, erindrekar sósíalista, fund af fundi, til þess að líta eft- ir því, hvort bændur greiði at- kvæði eftir því, sem erindrekun- um eða yfirboðurum þeirra er þóknanlegt. Það er ekki undarlegt, þó æði margir, sem eitt sinn fylgdu Framsóknarflokknum, sjeu nú horfnir þaðan. Fjárlöffin. jer í blaðinu hefir verið skýrt frá niðurstöðutölum hins væntanlega fjárlagafrum- varps fyrir næsta ár. Fjármála- ráðherrann ætlaði að halda því plaggi leyndu í lengstu lög. Bn honum hættir við að týna því út úr höndum sjer, sem hann hygst að geyma sem best. Nú hefðu menn haldið, að fjár- lagafrumvarp væri ekkert sjer- stakt leyniplagg, því þetta þarf hvort eð er að koma brátt fyrir almenningss j ónir. En fjármálaráðherrann hefir út búið frumvarp þetta með enn hækkandi útgjöldum. Allir auka- skattar, sem upphugsaðir hafa verið hingað til, eiga að haldast. Og nú eru útgjöldin alls að nálg- ast kr. 20.000.000 — tuttugu milj- ónir króna. HvaS sýnist bændum? að kann að vera, að Eysteini Jónssyni hafi fundist það eins gott að láta flokksþingið líða, án þess að flokksmenn hans fengju ánægjuna af því að sjá hann leggja þessar tölur á borðið. Það er ekki víst, að allir þeir bændur, sem þar eru saman komn ir, telji það beinlínis efnilegt, að útgjöldin til ríkissjóðs frá hverju. 5 manna heimili á landinu sjeu 8—900 krónur á ári. Þeir hugsa kannske eitthvað hver til sinnar greiðslugetu og tekna. Því nú er hætt við, að ekki sje hægt að hugga þá með því, að framvegis verði það aðrir landsmenn, sem bera meginþunga ríkisútgjald- anna. Þetta hefir verið svo á und- anförnum árum. En nú ganga sósíalistar að því með oddi og egg að rífa niður einkaframtakið við sjóinn, sem mestar ríkistekj- ur hefir gefið. Reynslan. kki geta bændurnir huggað sig við, að sósíalistar byggi upp útgerð og auki tekjulindir þjóðarinnar í staðinn fyrir það sem þeir rífa niður. Þeir hafa að vísu gert tilraunir. Það vantar ekki, gengið í skóla reynslunnar. Og þjóðin hefir lært af því, hvers af þeim er að vænta. Þeir hafa sent fiskfarma út í lönd, og fengið lítið fyrir annað en málastapp. Og þegar litið er á þeirra eigin fyrirtæki þá er sömu söguna að segja. Samvinnufjelag fsfirðinga gat greitt 5% af óveðtrygðum skuldum. Bæjarútgerðin í Hafnar- firði er talin eiga 40% uppí skuld- ir. Og Norðfjarðarútgerðin á heljarþröm. Undir svona atvinnuhorfum get ur bændum fundist 20 miljóna frumvarpið ískyggilegt. Eða er ekki líklega til getið? Framsókn- arflokknum, sem unni sjálfstæðri bændastjett í sjálfstæðu landi, myndi hafa fundist svo. En það er kannske furðu lítið eftir af þeim flokki. VerOlaunaljóO. Við höfum ákveðið að efna til verðlaunasamkepni um best gert Ijóð um okkar vinsæla „Stjörnu-kaffibætir". Veitt verða þrenn verðlaun, samtals kr. 85.00, fyrstu verðlaun 50 kr., önnur verðlaun 25 kr. og þriðju verðlaun 10 kr. Við ljóðagerðina skal taka til greina eftirfarandi: Að ljóðið verður að vera rjett kveðið. Að það hafi auglýsingagildi fyr- ir okkar ,, St j örnu-kaf f ibætir Að ljóðið sje að öðru jöfnu stutt. Að hægt sje að syngja það und- ir þektu vinsælu lagi. Þriggja manna dómnefnd legg- ur dóm á ljóðagerðina. Ljóðin sendist á skrifstofu Mjólkurfjelags Reykjavíkur, Hafnarstræti 5, Reykjavík, í lok- uðu umslagi, og sje nafn höfund- arins í sjerstöku lokuðu umslagi innan í, svo að dómendur viti ekki um nöfn höfunda fyr en þeir hafa kveðið upp úrskurð sinn. Frestur til að taka þátt í ljóða- gerðinni er útrunninn miðviku- daginn 24. þ. m. kl. 18. Við viljum að endingu nota tækifærið til að láta í ljós ánægju okkar yfir hinni hraðvaxandi sölu á okkar nýja „Stjörnu-kaffibætir“. Okkur til mikillar gleði hefir salan yfirstigið okkar björtustu vonir. Virðingarfylst, Mjólkurfjelag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.