Morgunblaðið - 14.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1937, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. mars 1937. VERTÍÐIN. Afli hefir þessa viku verið mjög tregur í öllum ver- stöðvum hjer sunnan og suðvestan lands. Aðeins fáir bátar hafa fengið góða hrotu. Það eru bálar, sem náð hafa í loðnu til beitu. En það hefir gengið erfiðlega að ná í loðnuna. Af 35 togurum í Reykjavík og Hafnarfirði eru 19 í höfn, 8 í ís- fisksferðum eða viðgerðum erlend- is, 6 á upsaveiðum og 2 á saltfisks- veiðum. Upsaveiðin virðist heldur farin að tregðast, og mjög tregur afli til þessa verið hjá þeim skipnm, sem á saltfiskveiðum eru. ÍSFISKSALAN. Markaður hefir verið mjög slæmur í Englandi þessa riku. Skipin hafa komið með full- fermi og ágæta markaðsvöru, þar sem venjulega hafa verið þetta 400—800 körfur af ýsu, en salan hefir aðeins verið 7—800 sterlings- pund. Er því mikið tap á hverri ferð. Þessi slæmi markaður í Eng- landi stafar af því, að óhemju- mikið berst að af fiski frá Noregi og Bjarnareyju. Togarar munu nú hætta ísfisksveiðum. AFLINN í NOREGI. Pann 6. mars nam allur fisk- aflinn í Noregi 42.923 tonn- um, miðað við hausaðan og slægð- an fisk. Um sama leyti í fyrra yar aflinn 33.357 tonn. Aflinn hefir verið verkaður þannig (í svigum samsvarandi tölur í fyrra) í herslu 8.733 tonn (6.332). í sölt- un 27.325 tonn (20.128). Meðala- lýsi Norðmanna nam 6. þ. mán. 23.243 hl. (16.422) og hrogn 14.340 tunnur (7.825). INFLÚENSAN. Pað er inflúensan, sem hefir sett svipinn á Reykjavíkur- bæ vikuna, sem nú er að líða. Það er orðið all-langt síðan að læknar töldu inflúensuna komna hingað til bæjarins, og var þá slakað til á eftirlitinu með að- komuskipum. Nú munu margir læknar komnir á þá skoðun, að það hafi alls ekki verið inflúensa kvefslæmska sú, sem gekk hjer í hænum fyrir 1 nokkru, og aðallega lagðist á börn. Svo mikið er víst, að eftir að hin virkilega inflúensa kom, tók hún — Keijkjavík írbrjef -- 13. ma s. einnig þá, sem fengið höfðu kvef- slæmskuna áður. SNÖGG UMSKXFTI. En það var upp úr síðustu helgi sem umskiftin urðu snögg hjer í bænum, og þá leyndi það sjer ekki að inflúensan var komin í algleyming. Lyfjabúðirnar urðu lítillega varar við það fyrir helgina, á föstudag og laugardag, að inflú- ensan var að færast í aukana, en alt var þetta smátt. En strax á mánUdagsniorgun varð blindös í lyfjabúðunum og hjeist hún lát- laust allan daginn. Og þenna dag sáu læknar hæjarins ekki út yfir það, sem þeir höfðu að gera. Hjeraðslæknir reyndi að koma tölu á þá sjúklinga, sem læknar vitjuðu á mánudag, og eftir því sem næst varð komist, voru þeir 16—1700 talsins í 500 húsum. SKÓLA- OG SAMKOMU- BANN. Þessi skjmdilega og öra út- breiðsla veikinnar kom læknum mjög á óvart, og var þeg- ar í stað gripið til ýipsra ráðstaf- ana til þess að draga úr útbreiðsl- unni. Þannig var öllum skólum lokað strax á mánudag, og allar samkomur bannaðar. \ Skóla- og samkomubannið vai-ð til þess, að útbreiðsla veikinnar varð nú jafnari. Telur hjeraðs- læknir að útbreiðslan hafi verið nokkuð jöfn fimm daga vikunnar, mánudag til föstudags, og að þriðjungur bæjarbúa hafi tekið veikina þessa daga. HJÁLPAR- STÖÐVAR. Strax á þriðjudag var komið upp hjálparstöðvum hjer í bænum til aðstoðar þeim heimil- um, sem verst voru stödd. Skátar höfðu sjerstaka hjálparstöð, og hafa þeir unnið mikið og gott starf. Öll þeirra vinna er sjálf- boðavínna. Borgarstjóri lagði einnig fyrir Ráðningarstofu bæjarins, að ann- ast hjálparstarfsemi fyrir bág- stödd heimili. Var það gert sum- Engin veröhækkun hefir ennþá orðið hjá okkur. Við seljum allar okkar vörur með sama lága verðinu og áður, svo sem: Postulíns-, leir- og glervörur. Borðbúnað úr stáli og pletti, Keramik, Krist- allsvörur, Bamaleikföng og ýmsar smávörur. K. Eioarsson & Bjornsson. Bankastræti 11. Kartöflumjöl í 50 og 100 kg. pokum. 5ig. t?. Skjalðberg, (HEILDSALAN). part með sjálfboðaliðum og sum- part með*öðru starfsfólki. Einnig lagði borgarstjóri svo fyrir, að bágstödd heimili gætu fengið brýnustu nauðsynjar, svo sem kol4 og mjólk, og ljet Vetrarhjálpin þetta í tje. Þessi hjálparstarfsemi hefir orð- ið að miklu liði. ÞINGIÐ, AAlþingi hefir verið aðgerða- lítið þessa viku, og á in- flúensan sinn þátt í því. Á mið- vikudag var svo komið, að ekki varð fundarfært í efri deild, sakir þess að helmingur deildarmanna voru sjúkir. í neðri deild var að- eins fundarfært, en nefndir voru óstarfhæfar. Forsetar sáu því ekki annað ráð, en að fresta fundum um óákveðinn tíina, og hafa þing- fundir ekki verið haldnir síðan. Af sömu ástæðu hefir einnig verið aðgerðalítið í stjórnmálun- um upp á síðkastið, nema hvað Alþýðublaðið er altaf að krefj- ast þess að .Kveidúlfur verði lagð- ur í rústir. MÁLIÐ SKÝRIST. Það er nú öllum orðið Ijóst fyrir löngu, að ofsóknin gegn Kveldúlfi er pólitísk. Með ofsókninni á að reyna að hnekkja Sjálfstæðisflokknum og Reykja- víkurbæ. Þetta kemur greinilega í ljós í einni nýrri samfylkingarritgerð Einars Olgeirssonar, foringja kom múnista. Hann ræðir þar um „tromp, sem íslenska auðmanna- kiíkan treystir á“. Þessi ,tromp' eru m. a. að sögu E. O.: 1) yfir- ráð íhaldsins í Reykjavík, 2) yfir- drotnunin yfir togaraflotanum. „Þessi tromp verður að slá úr hendi hennar“ (þ. e. auðmanna- klíkunnar), segir E. O. Og hann bætir við: „Að íhaldið skuli hafa meirihluta í Reykjavík, er smán fyrir verklýðshreyfingu íslands. Reykjavík er eina höfuðborg Vestur- og Norður-Evrópu, sem ekki er rauð.------------íhaldið má ekki vinna Reykjavík 1938 — — og til þess að hindra það, verð ur eining (þ. e. samfylking) vinstri flokkanna — — að kom- ast á strax í ár, og hamröm út- breiðslustarfsemi að íylgja á eft- ir“. Þessi „útbreiðslustarfsemi" er nú þegar hafin, með kröfunni um að stærsta atvinnufyrirtæki bæj- arins verði lagt í rústir. Ekki munu þeir verða margir verkamennirnir hjer í bænum, sem fylgja þeim rauðu í þessari „útbreiðslustarfsemi1 ‘. Atvinna og kröfur. Kommúnistar og samherjar þeirra í liði sósíalista hafa einnig á öðru sviði reynt að hefja einskonar „útbreiðslustarfsemi“ meðal verkamanna hjer í bænum. Á aðalfundi verkamannafjelags- ins „Dagsbrún", sem haldinn var fyrri hluta vetrar, var fyrir áróð- ur kommúnista samþykt að gera nýjar kaupkröfur. Kröfurnar voru þessar: 1. Dagkaup í stað tímakaups í allri vinnu við höfnina. 2. Stytting vinnudagsins (í 8 tíma) og kauphækkuu. Um þessar kröfur var látin fara fram atkvæðagreiðsla í Dagsbrún. En hvað skeður? Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var svo dræm lengi vel, að „Dags- brún“ varð æ ofan í æ að fram- lengja tímann, sem atkvæða- greiðslan skyldi standa yfir. Og þegar atkvæðagreiðslan hafði stað ið í rúman hálfan mánuð, og eft- ir að blöð kommúnista og sósíal- ista höfðu daglega skorað á verka menn að greiða atkvæði, verður útkoman þessi: Með kröfunum 747. Móti kröfunum 194. En alls voru skráðir fjelagar í „Dagsbrún" 1661 talsins. Svo út- koman verður sú, að ekki fæst helmingur fjelagsmanna til þess að greiða atkvæði með þessum glæsilegu boðum um kjarabætur. Hvað veldur? Menn spyrja hvað því valdi að verkamennirnir Jjetu sig svona litlu skifta þessi atkvæða- greiðsla. Allir vita að kjör verka- manna hjer í bænum eru nú mjög slæm, þar sem vinnan er lítil og stopul. En þar við bætist svo sí- vaxandi dýrtíð, sem stjórnarvöld landsins hafa skapað með síhækk- andi sköttum og tollum, og með heimskulegri framkvæmd inn- flutningshaftanna. Verkamennirnir væru því síst ofsælir, þótt kjör þeirra yrðu bætt. En verkamennirnir vita það, að atvinnan í bænum eykst ekki við það, þótt gerðar sjeu nýjar kaup- kröfur. Þeir vita vel hvernig á- stand sjávarútvegsins er nú, að hann er rekinn með tapi ár frá ári. Þeir vita, að vegna þessa bága ástands sjávarútvegsins fer at- vinnan í bænum stöðugt mink- andi. Þeir vita, að nýjar kaup- kröfur bæta ekki agnar ögn úr þessu ástandi, þvert á móti. Nokkrar tölur. Til þess að sýna enn betur hvernig viðhorf þess at- vinnuvegar er, sem mesta og besta vinnu hefir í tje látið á undanförnum árum, en það er tog araútgerðin, skulu hjer nefndar fáeinar tölur. Þann 15. mars 1933 nam aflinn sem á land var kominn í Reykja- vík 15.801 tonni, miðað við full- verkaðan fisk. Á sama tíma 1934 nam aflinn 10.272 tonnum, 1935 8.267 tonnum, 1936 4.429 tonnum, en 1. mars í ár aðeins 1.943 tonn- um, og hefir sáralítið bæst við síðan. Sjá allir í hvert óefni hjer er komið. Og þetta sjá verkamenn- irnir fyrst og fremst. Þeir vita mjög vel, að nýjar kaupkröfur bæta ekki ástandið. Þessvegna sitja þeir heima við atkvæða- greiðsluna, þrátt fyrir hin bágu kjör sem þeir eiga nú við að búa. Út úr ógöngunum. Verkamenn skilja það, engw síður en útgerðarmenn sjálf ir, að leiðin út úr ógöngunum er ekki sú, að gera nýjar kröfur til hins hrynjandi togaraútvegs. Það eykur ekki atvinnuna; þvert á móti eykur það atvinnuleysið. Leiðin er hin, að stöðva hin» sífelda taprekstur útgerðarinnar, og koma þessum atvinnuvegi á heilbrigðan grundvöll. Þetta hafa ráðandi menn stjóra arflokkanna aldrei skilið. Þess: vegna hafa þeir aldrei fengist til að rjetta þessum atvinnuvegi minstu hjálparhönd. Þeir hafa, þvert á móti, gert alt til að auka erfiðleikana. Þeir hafa stórhækk- að tollana og skattana, og ekk- ert sem þessum atvinnuvegi til- heyrir er undan skilið. Sýnilegt er af öllu, að það er kommúnistastefnan, sem hjer ræð- ur hjá stjórnarflokkunum, sú stefna, að koma öllu í rústir, og skapa almenna eymd hjá almeim ingi. Þegar því marki er náð, hefst ný „útbreiðslustarfsemi" og nýjar kröfur verða gerðar. Á köldum og dimmum vetrar- morgni förum við oft á móti okk- ar góða vilja fram úr rúminu. Við eigum erfitt með að trúa að kom- inn sje fótaferðartími. Við erum úrillir, í vondu skapi og leiðir á lífinu. Allan mOrguninn erum við- ef til vill utan við okkur og ekki upplagðir til vinnu. Við getum ekki áttað okkur á, hvernig á þessu stendur, við þekkjum ekki sjálfa okkur, en skellum skuld- inni á veðrið, fólkið — yfirleitt á alt nema hið rjetta. Hvað get jeg gert við ölln þessu? munt þú spyrja. Er ekki hjer að ræða um venjulegau „skammdegisdrunga“ ? Frægir vísindamenn hafa lagt fram krafta sína, til þess að finna ráð við orkuskorti og sljó- leika manna í skammdeginu. Þeir hafa komist að raun um, að mik- ið megi hjálpa með breyttu mat- aræði, og þá sjerstaklega benda þeir á, að nauðsynlegt sje að borða liolla fæðu að morgninum áður en menn fara til vinnu. Sú fæðutegund, sem yfirleitt er fyrst nefnd í því sambandi, er hafragrautur. Við viljum gefa þjer eitt ráð: Gerðu tilraun í eina viku með að borða vænan disk af hafragraut úr góðu haframjöli, til dæmis Gull-ax haframjöli. Það fæst í pökkum í flestum verslunum. Það er hressandi að fá góðan kaffibolla á eftir, en mundu að borða hafragrautinn fyrst. („Gott kaffi“ er gott, en það er ekki holt á fastandi maga. Eftir vikuna skalt þú svo gera upp við sjálfan þig út- komuna. — Það er sannfærinp okkar, vegna niðurstöðu rann- sókna þektra vísindamanna og af reynslu oklcur kunnugra manna, að þú finnur á þjer stóran mun. Skammdegisdrunginn verður horf inn, og vinnugleðin endurv^kin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.