Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 5
I»riðjudagur 23. mars 1937. MORGTJNBLAl.lt Minningarorð tim Hálfdán Guðjénsson vígsiubiskup. I dag verður jarðsunginn frá sóknarlíirk j u sinni á Sauðár- jkróki vígslubiskupinn í hinu tforna Hólastifti Hálfdán Guð- jónsson, er eins og áður er get- ið í blaðinu andaðist þar á sjukrahusi, eftir uppslcurð við hotnlanga-bólgu, sunnudaginn 7. |). m. Má óhætt gera ráð fyrir, að þar verði mikið fjölmenni aaman komið til að heiðra minn- ingu hans. íHálfdán vígslubiskup Guð- jönsson var fæddur 23. maí 1863 að Flatey á Breiðafirði. Þar bjuggu þá foreldrar hans fijera Guðjón Hálfdánarson (prófasts síðast á Eyri í Skutuls- firði Einarssonar) þá sóknar- prestur jþeirr-a Flateyinga, og kona hans frú Sigríður Stefáns- <dóttir (síðast sóknarprests á Keynvöilum Stefánssonar amt- ananns á Hvítárvöllum). Var sjera Guðjón albróðir Helga lectors. En móðir þeirra var Alfheiður Jónsdóttir (lærða prests í Möðrufelli). Þau urðu forlög vígslubiskupsins að eign- ;ast heimilisfang í öllum fjórð- íungum landsins: í Flatey á iBreiðafirði, á Glæsibæ í Eyja- firði, á Dvergasteini í Seyðis- firði og á Bergþórshvoli í Rang- .árvallasýslu. En síðast fluttist hann að Saurbæ í Eyjafirði og átti upp frá því heima í Norð- urlandi um 55 ára skeið, eða til dauðadags. Vorið 1879 gekk hann inn í Latínuskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1884 sem utanskóla nemandi, því að haustið áður hafði hiann sagt sig úr skóla, til 'þess að „taka“ 5. og 6. bekk á einum vetri. Tveim árum síð- ar iauk hann prófi á prestaskól- .anum .með góðri 1. einkunn, fékk skömmu síðar veitingu fyr- ir Goðdalaprestakallij og tók prestsvígslu af hendi Pjetri hiskups 12. september. Voru þeir 10 samtals, er vígslu tóku þann dag qg mun það vera ein- asta skifti hjer á landi, er jafn- margir kandídatar hafa vígslu tekið á einum og sama degi. — Goðdalaprestakalli þjónaði sjera Hálfdán í 8 ár. Rómaði hann til æfiloka alla þá ástúð, sem sóknarbörnin þar hefðu sjer í tje látið árin, sem hann dvaldist þar. Sumarið 1893 var honum, samkvæmt kosningu safnaðarins, veitt Breiðabólstað ar-prestakall í Vesturhópi og fluttist hann þangað í fardögum 1894. Því kalli þjónaði hann í 20 ár og var síðustu sjö árin jafnframt prófastur í Húna- vatnsprófaStsdæmi. Vann hann skjótt hylli og álit sóknarbarna sinna og samsýslunga yfirleitt. Sýndu Húnvetningar i verki, hvílíkt traust þeir báru til vits- rnuna hans, er þeir árið 1909 kusu hann tíl alþingissetu sem fulltrúa sinn. Átti hann sæti á Alþingi 1909—11. Haustið 1913 flosnaði Reyriistaðaklausturs- Hálfdán Guðjónsson. prestakall í Skagafirði. Sótti sjera Hálfdán um það, hiaut kosningu safnaðarins og síðan veitingu 14. febr. veturinn eft- ir. Fluttist hann um vorið til Sauðárkróks og starfaði þar það sem eftir var prestsskapar hans, eða til 30. júní 1934, er honum vegna áfallinnar heilsu- bilunar var veitt lausn frá em- bætti; 15 síðustu árin var hann jafnframt prófastur í Skaga- fjarðarprófastsdæmi. Haustið 1927 var sjera Hálfdán við kosningu presta norðanlands kjörinn vígslubiskup fyrir Hóla- biskupsdæmi hið forna, eftir Geir vígslubiskups Sæmundsson, sem andast hafði þá um sumar- ið. Hlaut hann síðan 2. mars 1928 konungsskipun til þeirrar þjónustu og var vígður biskups- vígslu í hinni fornu Hóladóm- kh’kju 8. júlí sumarið eftir. — Þessari þjónustu sinni hjelt vígslubiskup til dauðadags, og hafði hann sem vígslubiskup vígt einn prest í forföllum hins reglulega biskups landsins. Hinn 25. október 1897 hafði Hálfdán vígslubiskup gengið að eiga Herdísi Pjetursdóttur (bónda Pálmasonar á Álfgeirs- völlum). Misti hann hana eftir rúmra 30 ára sambúð 23. jan. 1928) og var hún honum mjög harmdauði, enda í alla staði hin ágætasta kona og samhent manni sínum í öllum hlutum. Af 5 börnum þeirra lifir nú að- eins einn sonur, Helgi, lyffræða- nemi í Reykjavík. Um það blandast engum hug- ur, sem eitthvað kyntist hinum látna vígslubiskupi, að þar eigi þjóð vor og kirkja lands vors á bak að sjá einum sinna mæt- ustu sona um langt skeið. Em- bætti sitt stundaði hann með stökustu alúð og samviskusemi alla prestskapartíð sína og sem prófastur átti hann því láni að fagna að njóta velvildar og al- úðar embættisbræðranna, sem undir hann voru gefnir. Af sókn arbörnum sínum í öllum þrem- ur köllunum, sem hann þjón- aði, var hann elskaður og virt- ur, enda gæti jeg best trúað því, að hann hafi aldrei óvin átt um æfidaga sína. — Hann þótti ágætur kennimaður, bæði til prjedikunarstarfs og kenslu- starfs ungmenna til fermingar, og sálusorgari með afbrigðum góður, enda hvorttveggja í senn raungóður maður og ráðhollur hverjum, sem leitaði fundar hans með vandamál sín. Hann var laus við allan veifiskata- hátt og fór ekki dult með skoð- anir sínar á almennum málum. Hann var prýðilega máli farinn, en þótt hann ætti talsvert geð- ríki í fari sínu, þá ljet hann það aldrei ná valdi yfir sjer, en fylgdi sínu fram með stillingu prúðmenskunnar, sem honum var svo eiginleg. Öll áreitni við skoðanaandstæðinga sína var honum fjarri skapi og hann gat því jafnan haldið fullri vináttu einnig við þá, sem voru annarar skoðunar en hann á opinberum málum. — Þeir munu alls yfir fljótt taldir, sem notið hafa meiri vinsælda en Hálfdán vígslubiskup, enda átti hann flesta þá mannkosti í fari sínu, sem laða mann að manni: Al- vörugefni og ljúfmensku, greið- vikni og hjálpfýsi, eftir því sem efni leyfðu, grandvarleik og hispursleysi í allri framkomu. Gestrisni hans var viðbrugðið og hefir margur lifað ánægjustund á heimili hans. Því að hann var viðræðisgóður og allra manna skemtnastur í viðtali, en gam- anið jafnan græskulaust. Hann kunni hvorttveggja: að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. — Hvílíkur bróðir hann reyndist systrum sínum og skylduliði þeirra, hvílíkur heimilisfaðir hann var, er kunn- ugt öllum, sem þar komu. Vina- trygð hans var órjúfanleg og trúfesti hans við vini sína stóð jafnan eins og klettur í hafi. En það sem öllu öðru fremur einkendi hinn látna vígslubisk- up, var hin djúpsetta og ein- læga, kristilega trúrækni, sem hiann átti í fari sínu alt frá æskuárum, en þroskaðist vitan- lega ár frá ári og varð honum haldbesta stoðin í öllum raun- um lífsins, sem hann fór ekki varhluta af fremur en aðrir, sem fá yfir langa æfi að líta. Við fráfall Hálfdánar vígslu- biskups er því áreiðanlega harmur kveðinn, ekki aðeins að ástvinum hans (systrum, syni, tengdadóttur) og írændliði nær og fjær, heldur og öllum þeim, sem kyntust honum nánar á lífs- leiðinni, þótt það hinsvegar mýki harminn og söknuðinn, að allir þeir, sem þektu þenn- an einn hinn prestslegasta prest á meðal vor á síðari árum, geti kvatt hann í þeirri öruggu vissu, að þar sé oss sýnum horfinn maður, sem „átti góða heim- von“. Blessuð sje minning hans á meðal vor. J. H. Sundhöll Reykjavíkur vlgð i dag. að fyrsta sem mjer datt í hug er jeg kom inn í sundlaugarsalinn í Sundhöll- Reykjavíkur á sunnudaginn, var, að það væri í rauninni ekki láandi raupsömu gamal- menni, þótt það vildi eigna sjer eitthvað af þessari skemtilegu sundhöll, því Sundhöllin, og )á sjerstaklega sundlaugarsal- urinn er óneitanlega stór- skemtilegur eins og hann er orðinn nú. En miklar eru þær breyt- ingar, sem búið er að gera frá >ví fyrsta teikningin kom fram frá húsameistaranum og mikið fje hafa þær breytingar kost- að. Einn af þeim mönnum úr hópi íþróttamanna, sem mest og best barðist fyrir Sundhall- armálinu var Kjartan Þorvarð- arson. Fyrir hans forgöngu var ýmsu breytt sem miður fór í upphafi. Einu sinni bentr Kjartan á 20 höfuðókosti á Sundhöllinni, eins og hún var hugsuð. Margar af bending- um hans voru teknar til greina, sem betur fór. Aðalgallanum var þó ekkert gert við, en það er sá galli, að ekki er gert ráð fyr- ir neinu áhorfendasvæði í Sundhöllinni. Má þetta teljast fullkomið hneyksli, sem seint eða aldrei verður bætt úr. Öll- um er eflaust ljóst, að fyrir fjarhag Sundhallarinnar hefði aðgangseyrir áhorfenda á sundmót og sýningar orðið mikil búbót. * Þrátt fyrir gallana sem á Sundhöllinni eru frá hendi húsameistarans, er hún, eins og áður er sagt, ljómandi skemtileg og verður án efa einn vinsælasti staður bæjar- ins. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir verið umhugað um að gera alt sem best úr garði, eft- ir því, sem föng stóðu til. — Ljóskastarar hafa verið settir í sundhalarsalinn og hátalara, sem útvarpar músik hefir verið komið fyrir. * Aðalinngangur í Sundhöll- ina er frá Barónsstíg. Þegar gestur kemur í Sundhöllina, kaupir hann aðgöngumiða í anddyrinu. 1 anddyrinu er ' einnig afgreiðsla Sundhallar- innar, þar sem menn fá sápu, sundföt, handklæði og núm- er á klefa. Einnig tekur af- greiðslan við geymslu fjár- muna af Sundhallargestum, ef þeir óska þess. í afgreiðslunni er borð, þar sem öll númer eru skráð og við hvert númer er úrskífa og eru vísarnir settir þannig, að þeir segi til hvenær gesturinn kom, en hver gestur hefir rjett til að vera einn klukkutíma í Sundhöllinni og er þar með talinn tími til að afklæðast og klæðast. Búningsklefar karla eru á sömu hæð og sundlaugin, en klefar kvenna í kjallara. Alls geta klæðst og afklæðst í einu 83 karlar og 73 konur, bæði í einmenningsklefum og sam- klefum. Er sundhallargestur hefir afklæðst, fer hann í bað áður en farið er í laugina. Suhdhöllin verður vígð í dag ög hefst athöfnin kl. 2. Borg- arstjóri framkvæmir vígsluna og síðan fara fram sundsýning- ar. — Frá klukkan 4—7 í dag, verður Sundhöllin opin fyrir almenning til sýnis og á morg- un verður hún opnuð til af- nota fyrir bæjarbúa. Vivax. Kjpt af fullorðnu fje. Saítkjöt. Miðdegispylsur og kinda- bjúgu. Versl. Búrfell, Laugaveg 48. Sími 1505. Mönd'ur, Sýróp dökt og ljóst. Kókósmjöl. Súccat o. m. fl. í bakstur Vers' Visir. Sími 3555. Nýtt nautakiöt, I súpu 1,50 pr. kg. í steik 1,90 pr. kg. 1 hakkað buff 2,40 t»r. kg. í nautabuff 2,90 pr. kg. Milnorw Rjöfbúð. Leifsgötu 32. Sími 3416.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.