Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. mars 1937» Blanko Blanko Blanko Blanko 3 pa Si 1 & © i * PQ cö rrH QQ o 3 Blanko Ain.: íiimðííé ('íUJÍTÍ GÓÐI FÆGILÖGUR, er vinur allra vand- látra húsmseðra. Notið: ðU > • BLANKO, Bestnr og þó ódýr- astur. W & o W »—• !á o w t—' p tá o s p* ö ?r o W p- B- o W »—• B- o 02|tt13tg Ojpi'Bta Ojpi'BXfl Sjerdeild P. V. Nýkomnar vörur (EÖINBORG, dER Fermingarkjólaefni. Kjólaefni. Kápu- og Dragtatau. Kápufóður. Borðdúkadreg'ill. Serviettur og Sængurveraefni. Leggið leið yðar um Hafnarstræti í EUINBORG. Llnuspil -- Netaspil til sölu. Tækifærisverð. Upp- lýsingar, Smiðjustíg 10. — Vinnustofan „Dvergasteinn“ Stór og smá Páskaegg seljast ódýrt. Konfektbúðin Uppsölum. Minning Guðmundar Sveinbjörnssonar, Guðmundur Sveinbjörnsson bóndi frá Hámundarestöðum í Vopnafirði, verður í dag til mold- ar borinn. Hann var gestur hjer í bænum og dvaldi á heimli bróður síns. Mánaðartíma hafði hann dvalið hjer er hann ljest af völdum in- flóensunnar 16. þ. m. Guðmundur var fæddur á Há- mundarstöðum í Vopnafirði 4. jan. 1903 og hafði alið þar allan sinn aldur. Hann var einn af átján systkinum, sonur hjónanna Svein- björns Sveinssonar og Guðbjargar Gísladóttur, er búa enn á Hámund arstöðum. Guðmundur heitinn stóð fyrir búi þeirra hin síðustu ár og gerði það með einstökum dugnaði og fyrirhyggju. Hann átti sæti í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps og var um alt talinn einn af glæsi- legustu ungum mönnum þar í sveit. Hann var fríðleiksmaður, þrek- mikill, þjettur á vell og þjettur í lund. Hann var ókvæntur. Var eini sonurinn, sem eftir var heima hjá foreldrum sínum. Hans mun sárt saknað af systkinum hans og sveitungum og vinum, en sárast þó af aldurhnignum foreldrum er þar hafa mist einmitt þann soninn er virtist kjörinn til þess að verða þeirra aðal ellistoð. DEILAN UM HJALT- EYRARVERK- SMIÐJUNA. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU bygging verksmiðjunnar. Ráð- herrann gaf svo sitt leyfi, ef Kveldúlfur sýndi að hann hefði fjármagn til þess að reisa verk- smiðjuna. Nú er alt í lagi með fjár- magnið; lánið fengið erlendis til byggingu verksmiðjunnar. Mikið af byggingarefni þegar komið á staðinn, og 100 verka- menn bíða eftir að vinna geti hafist. Þegar svo Hjeðinn fær „kast- ið“, og krafðist þess, að Kveld- úlfur verði gerður upp, heimtar hann að atvinnumálaráðherra ónýti leyfið til að byggja verk- smiðjuna. En meirihluti innflutnings- nefndar og bankarnir sjá það, að geti verksmiðjan komist upp það tímanlega, að hún geti starfað þegar á næsta sumri, myndi við það fást 2—3 milj. kr. gjaldeyri á þessu ári. Meiri- hluti nefndarinnar ákvað því á föstudag að endurnýja leyfið fyrir byggingarefninu, svo að vinna geti þegar hafist. Það er þetta, sem Alþýðu- blaðið kallar „uppreisn gegn ríkisvaldinu“, og skorar á fjár- málaráðherra að grípa í taum- ana! Ef fjármálaráðherra færi að ónýta samþykt innflutnings- nefndar í þessu máli, yrði af- leiðingin einungis sú, að verk- smiðjan kæmist ekki upp svo tímanlega að hún gæti hafið starfrækslu í sumar. En afleið- ing þess yrði aftur sú, að ríkið tapaði 2—3 milj. í gjaldeyri á þessu ári. Hver trúir því, að fjármála- ráðherrann vilji stuðla að nokkru slíku? Til fólksins á Vesturgötu 64 frá K. B. 5 kr., K. 60 kr., ónefndri 10 kr„ í. 10 kr. Þrá heitir nýtt lag sem Sigvaldi Kaldalóns tónskáld hefir sent frá sjer. :vksrm Hangikjöt nýreykt. Dilkakjöt, frosið. Saítkjöt. Nautakjöt af ungu. Hakkað kjöt. Rúllupylsur, og fleira. Nordalsíshúi, Sími: 3007. I-Ijartanlegt þakklæti til allra, sem heiðruðu minningu son- ar míns, Magnúsar Lárussonar, og sýndu okkur samúð og vináttu við andlát hans og jarðarför. .Fyrir hönd mína og annara vandamanna. Katrín Eiríksdóttir. Frú Oliv M. Guðmundsson, ekkja Guðlaugs heitins Guðmundssonar fyr bæjarfógeta, and- aðist í dag, að heimili sínu hjer í bæ. Fyrir hönd aðstandenda. Magnús Pjetursson hjeraðslæknir. Hjer með tilkynnist ættingjum og vinum nær og fjær, að kona mín og móðir okkar, Jóhanna A. Thorlacius, ljest að heimili sínu, Ásvallagötu 7, aðfaranótt pálmasunnu- dags 21. mars. Einar Thorlacius og börn. Litli drengurinn okkar, Hörður, sem andaðist 17. þ. m., verður jarðsunginn miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 11 f. h. frá heimili okkar, Lokastíg 11. Hulda Kristmanns. Árni Jóhannsson. Faðir minn, Sigurður Sigurðsson, fyrrum bóndi í Tungu í Grafningi, andaðist laugardaginn 20. mars á Elliheimilinu. Eiríkur Sigurðsson. Elsku maðurinn minn, Regnar Jensen, andaðist að Landakotsspítala 21. þ. m. Aðalheiður J. G. Jensen. Jarðarför mannsins míns, Þórðar Magnússonar, sem andaðist 18. þ. m., fer fram frá dómkirkjunni miðvikudag- inn 24. þ. m. og hefst að heimili hins látna, Njálsgötu 25, kl. 3. e. h. — Jarðarförinni verður útvarpað. Gunnhildur Friðriksdóttir. Jarðarför Guðmundar Sveinbjörnssonar frá Hámundarstöðum í Vopnafirði og Agatha Guðmundsdóttur fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík kl. 3y2 í dag. Vandamenn. Það tilkynnist að jarðarför móður og tengdamóður okkar, Sigríðar Jóhannsdóttur, fer fram frá þjóðkirkjunni miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 1 e. m. og hefst með bæn að heimili okkar, Bárugötu 11. Jóhanna Gísladóttir. Komelíus Sigmundsson. Það tilkynist hjer með, að jarðarför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar, Hallberu Pálsdóttur, fer fram miðvikudaginn 24. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, að Gimli í Grindavík, kl. iy2 e. h. Árni Jónsson. Ólafur Ámason. Gunnhildur Pálsdóttir. P. Garðar Ólafsson. Kveðjuathöfn Jóhanns Malmquist, frá Reyðarfirði, sem andaðist 16. þ. m. fer fram frá dómkirkj- unni miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 11 fyrir bádegi. Líkið verður flutt austur með Esju. Aðstandendur. Lík Jakobs Jónssonar fyrv. ullarmatsmanns frá Seyðisfirði verður sent austur með Esju 24. þ. m. — Kveðjuathöfn fer fram í dómkirkjunni mið- vikudaginn 24. þ. m. kl. 5 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Láms Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.