Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUMBLAÐÍÐ MiðTÍkudagrnr 24. mars 1937. DEILAN MILLI PÁFA OG HITLERS Mussolini i Líbfu Þessi mynd úr ferðalagi Mussolinis til Libyu var send með flugvjel til Róm og síðan ,,símuð“ þaðan til Parísar. Á myndinni sjest Mussolini (annar frá vinstri) og landsstjórinn í Libyu, Balbo hershöfðingi og fylgdarlið þeirra. Myndin er tekin á hinum nýja vegi, sem er 1822 kílómetra langur og liggur í gegnum Libyu, frá egypsku landamærunum til Tunis. Eftir heimkomu Mussolini frá Libyu: Sfórpólitiskir alburð- ir I vændum, „Hlægilegt a5 tala um ítalskar her»veitlr við MadridM. De Llano hershöfðingi. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Hin bráða heimför Mussolinis frá Afríku hefir verið ærið umræðuefni í heim.sblöðunum, og því haldið fram, að heimför hans stafaði af ósigri Francos við Madrid. Opinber tilkynning hefir verið gefin út í Róm, sem segir að heimkoma Mussolinis stafi af alt öðrum og merkilegri ástæð- um, en ástandinu á Spáni. Er gefið í skyn, að afar alvarleg pólitísk mál sjeu nú í uppsiglingu í sambandi við Vestur-Evrópu-sáttmála og heimsókn Schussnigg kanslara til Rómaborgar á næst- unni. f'íAd k Slysið í Texas. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjórar: Jðn Kjarfansson og Valtýr Stefánsson — á,byrgSarmaSur. Ritstjðrn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Stmi 1600. Heimaslmar: Jð-i Kjartansson, nr. 3742 vaitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3046. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánutSi. f lausasölu: 15 aura elntakÍB. 25 aura meB Lesbðk. Leikslokin. í Frá því fyrsta að rauðu fiokk- iarnir hófu stjórninálabaráttu sína ihjer á landi, hafa þeir nær sieitu- laust beint árásum sínuni gegn Kveldúlfi, og þeim sein því fyrir ;tæki hafa stjórnað á ýrnsuni t.ím- um. Árásirnar liafa verið mjög sitt með hverju móti. Stundum hefir árásarefnið verið það, að Kveldúlf- ur og forstjórar hans væru svo ó- hóflega auðugir, að okkar fátæka þjóðfjelagi stafaði hætta af. Á síðustu tímum hefir þessu ver- ið snúið við. Nú á fjelagið að vera prðið svo fátækt og skuldum hlað- jið, að bönkum stafaði voði af yfir- vofandi gjaldþroti þess. Kveldúlfur, sem í fyrstu var stofnaður af vanefnum, hefir þró- ast og dafnað svo, að nú er hann langstærsta atvinnufyrirtæki lands ins. Þúsundir manna hafa, beint og óbeint haft atvinnu hjá fjelaginu, og ríki og bæjarfjelögum dregið drjiigum af athöfnum þess. Á 25 ára skeiði Kveldúlfs hefir hann goldið í verkalaun 55^ milj. króna, til ríkis- og bæjarfjelaga um 9 milj. og í vexti og viðskifta- gjöld um 4 milj. króna. Kveldúlfur hefir verið spegil- mynd af atvinnu árferðum. Þegar vel hefir árað og athafnafrelsi ekki þannfært, hefir fjelagið eflst, og jafnan aukið rekstur sinn. ,En á síjðari tímum, þegar ríkis- valdið hefir sett höft á alt at- hafnálíL ög lágt stöðugt vaxandi byrðar á herðar atvinnurekenda, hefií Kveldúlfur, sem öll önnur útgprðarfjelög, þurft að, mæta töpum (áj: frá, ári. Þetta tækifæri gripu koinmún- istar og kröfðúst þess að Kveld- úlfur yrði lagður að velli. Komm- únistar sáu það, að tækist að leggja stærsta útgerðarfyrirtækið að velli, *var garðurinn rofinn og anðvéidáry áfe ná til hinna smærri. Þá nálgaðiát'takmark kommúnism- ans'í; Þjöðtíýtiiig atvinnutækjanna. Kp^nmúnistarnir við Alþýðu- blaðið tóku auðvitað við þessari flugu samherjanna. Og á flokks- furufi sósíalista í haust var eyði- legging Kveldúlfs gert að stefnu- skráratriði Alþýðuflokksins. Síð- an hafa svo að segja daglega birst í Alþýðublaðinu svo æðisgengnar, hatursfullar og ósvífnar árásar- greinar á Kveldúlf, að öllum ó- spiltum mönnum hefir hlöskrað. En nú er þessi ógeðslegi leikur senn á enda. Bankarnir hafa leyst KveldúIFsmálið eins og vera bar, eingöngu frá sjónarmiði þess sem þeim sjálfum og þjóðarheildinni var fyrir bestu. Enska blaðið „Daily Tele- graph“ skýrir frá því, að Musso lini sje ofsareiður yfir ósigrum Itala við Madrid, því að ósigr- ar þessir hnekki mjög áliti hins ítalska hers og Ítalíu sem her- veldi. De Llano mót- mælir enn. Rómaborg í gær F.tJ. Queipo de Llano sagði frá því í útvarpinu í Salamanca í gær, að það væri blátt áfram hlægi- legt þegar útvarp og blöð á Englandi væru að breiða það út, að ítalskur her hafi beðið ósigur á Guadalajaravígstöðv- unum. Á Italíu eru menn mjög hissa á, að heyra slík ummæli. Að vísu viðurkendi Queipo de Llano, að útlendir hermenn og þar á meðal ítalskir hermenn, væru í liði uppreisnarmánna. En það væri auðsjeð á öllu, að stjórnin hefði ekki annað en' ósannindi að bera fyrir sig, þegar slíkum sögum væri dreift út. I því sambandi mætti vitna til ummæla Anthony Edens í breska þinginu í gær, þegar hann sagði, að engar regluleg- ar ítalskar hersveitir væru á Spáni. de Llano viðurkennir óssgra Francos. London í gær F.Ú. Queipo de Llano viðurkendi í gærkvöldi í útvarpinu í Se-' villa, að framsókn uppreisnar- manna á Guadalajaravígstöðv- unum hefði beðið alvarlegan hnekki, en að þetta myndi í framhald á sjöttu síðu. Gasþjófnaður var orsðk sprengingar- innar. FRÁ FR-JETTARITARA VORUM. KHÖFN I GÆR. asbjófnaður var orsök þess að hm hrœðilega gassprenging varð í skólanum í New London í Texas. Skólastjórinn stal gasi handa skólanum úr gasleiðslum, sem lágu undir skólabyggingunni, Eigandi gasins var einkafyrir- tæki. Eftir læknaskýrslum, sem gefnar hafa verið út um slysið, fórust alls 426 í hinni hræði- legu sprengingu. I sendiherrafrjett segir, að utanríkismálaráðherra Dana í Washington hafi vottað stjórn Bandaríkjanna samúð út af hinu hræðilega slysi fyrir hönd dönsku og íslensku ríkisstjórn- anna. Norðmenn selja síldar- mjöl til Ameríku. Kbh. 23. mars F.Ú. Síðustu dagana hafa Norð- menn selt til Norður-Ameríku 2.200 smál. af síldarmjöli fyr- ir 450.000 krónur, og eru vör- ur þessar þegar famar af stað. i 'Fr KD J?i ' .? K V; HARÐNAR. Páfinn fordæmir jafnt nazista sem kommúnista, FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I GÆR. aráttan milli páfastólsins og Hitlersstjóraarinnar harðnar stöðugt með hverjum deginum sem líður og er ekki útlit fyrir annað en að úr verðí fullur fjandskapur. Málgagn Hitlers „Völkischer Beobachter", svarar í dag heims brjefi páfa, á þann hátt, að ekki er um að villast, að þýska stjórnin ætlar sjer að taka upp baráttu gegn valdi páfakirkj- unar í Þýskalandi. Þenna boð- skap, eða heimsbrjef, Ijet páf- inn Iesa upp í öllum kaþólskum kirkjum s.l. sunnudag. Ka|>ó!skir prelátar hafa svikið. í svari sínu við heimsbrjefi páfa, segir blaðið að samning- urinn milli þýsku stjóraarinnar og páfans hefði gefið kaþólsk- um ýms rjettindi, sjerstaklega hvað viðvíkur uppeldismálum æskunnar. En að kaþólskir pre- Iátar hafi misnotað þau rjett- indi, sem samningurinn veittá þeim til þess að æsa fólkið upp gegn stjórn Hitlers. Þess' vegna sje þýska stjórnin ekki lengur akuldbundin til að halda samn- inginn. Nazistar, segir blaSið en-nfremur, munu ekki gera samninga við páfaríkið, sem grundvallast á máltækinu: „Fiat justitia pereat mundus“ — verði rjettlætið þó heimurinn farist. Sámningar við páfaríkið era á engan hátt háheilagir. Um þá verður að gilda sama regla og um aðra samninga, sem ekki fylgja hinni lifandi þróun. Opinberlega er tilkynt í Ber- lín, að Nazistar ofsæki á engan hátt kaþólska, eins og páfinn haldi fram. Nazisminn hefir þvert á móti bjargað kaþólsk- um mönnum í Þýskalandi frá hinum guðlausa kommúnisma og ofsóknum hans. Þrátt fyrir atburði þá, sem 'gerst hafa í sambandi við heims- brjef páfa, er látið líta svo út á yfirborðinu, að samningar muni geta tekist, en margir álíta að afar grunt sje á því góða milli páfastólsins og Hitlersstjómar- innar. Þá segir, að páfinn for- dæmi jafnt nazismann, sem kommúnismann. Margir álíta, að þýska stjóm- in segi upp samningum sem gilt hefir milli páfans og Hitlers. I Vatikaninu hefir verið gef- in út opinber tilkynning þar sem segir að þýska nazista- stjómin reyni að hrifsa til sín þau völd og þau áhrif, sem kaþólska kirkjan hafi á æsku Þýskalands og uppeldi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.