Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 4
4 mORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. marg 1937. Sundhöllin vfgð -- æsku hofuðMaðarins. Út ræðu bor^ar«(fóra Pfetur^ Ibilld^r.^uuar við víg»lu $un<lhullarine»ur. Hæstvirt ríkisstjórn. Heiðruðu gestir. Ibúar þessarar höfuðborgar tðiga margt gott að rekja til jarðhitans, sem hjer er í nánd við bæinn. Fyrsí 0& fremst er nafn bæj- arins þaðan komið. Þvínæst er þaðan fengið heitt jarðvatn, sem nú hitar sjúkra- hús, skola og heimili nokkurra bæjarmanna hjer í nágrenn- inu, auk þessarar sundhallar, og| síðast en ekká síst er þaðan! runnin sundmentin í Reykjavík,! sem nú á síðari árum er fleiri j og fleiri bæjarbúum til gagns og gleoi — konum og körlum, ungum og gömlum. Hin skráða saga sundmentari Reykvíkinga er ekki löng. Þó má ekki ætla að sú kynslóð, sem er að vaxa upp þessi árin, sje hin fyrsta kynslóð Reykvík- inga, sem lært hefir að meta gagn og gleði sundíþróttarinn- ar. Árið 1873 var fyrst svo jeg viti til, sundkensla í Sundlaug- unum við Reykjavík. Árið 1884 var stofnað Sund- fjelag í Reykjavík, með 100 fje- lögum og ber þetta ljósan vott um áhuga bæjarmanna fyrir sundi. Fjelagið var stofnað ,,í því skyni, að halda uppi stöð- ugri sundkenslu í laugunum hjá Lauganesi og styðja og efla sundkunnáttu hjá Islendingum eftir megni“. Árið 1886 er, að tilhlutun | bæjarstjórnarinnar bygt hús! við Sundlaugarnar — og eiga! margir meðal vor góðar endur- minningar sem bundnar eru við Sundlaugamar og húsið þar. Vjer, sem fæddir erum og aldir upp í þessum bæ og komnir á miðjan aldur, mun- um vel eftir því, hvílík nautn æskumönnum Reykjavíkur var að því að dvelja inni í Sund- laugum við sund og sólböð — í sveitasælu að kalla má, langt frá umferð og skarkala borgar- innar. Sundlaugarnar voru okkur á vorin og á sumrin griðastaður — heilsulind fyrir líkama og Er vissulega ánægjulegt að kynnast því, hvílík gleðilind sundiðkanir eru mörgum bæj- arbúum, eldra fólki* og yngra, og ekki síður hitt, að margir þeir, er iðka sund 1 laugarvatni að staðaldri, telja þetta bestu heilsuvemd er á verði kosið og heilsubót, og þeir eru margir, er bata þurfa á lieilsu sinni. Eftir verðbólgu stríðsáranna varð oft tíðrætt um það meðal bæjarfulltrúa 1 bæjarstjórn Reykjavíkur, hvort ekki mætti hagnýta laugavatn til hitunar í bænum. Var sú hugsun þá jafn- framt vakandi, að ekki hlýddi að leiða vatnið úr uppsprettun- um til hagnýtingar í bænum, án þess að sjeð yrði íyrir því, að vatnio nýttist um leið til sund- iðkana með því að gera heita .sundlaug innanbæjar í sam- bandi við hitaveituna. Bæjarmönnum er það kunn- ugt, að þessi hugsun er nú smátt og smátt að koma til fram- kvæmda. Hitaveitan frá laugunum hjer við bæinn, var fullgerð á árinu 1930 og hitar nú þessa Sundhöll ásamt Landsspítala, Austurbæjarskóla, Laugarnes- skóla og nokkrum fleiri húsum — og bæjarmenn vona nú, er þessi reynsla er fengin, að tak- ast megi áður en langt líður, að stækka hitaveituna svo, að allur bærinn verði hitaður með heitu jarðvatni. Jaínhliða hitaveitunni var unnið að því, að undirbúa bygg- ingu Sundhaflar Reykjavíkur. Var þeim undirbúningi lokið svo að hinn fyrsti samningur um hluta af verkinu var gerð- ur hinn 21. desember 1929. Husið var steypt á næstu ár- um, en verkinu var þó ekki fram haldið svo að lokið yrði að sinni, vegna ágreinings milli bæjarstjórnar og Alþingis urn frarnlag ríkissjóðs til verksins. Var þó lausn fundin á því máli, svo að byrjað var að nýju á verkinu í júlímánuði 1935 og hefir verið unnið að Sundhöll- inni síðan þar íil nú, er verkinu er lokið. sál. Hinn góðkunni aldraði sund- kennari, Páll Erlingsson. faðir sundkappans Erlings Pálssonar, yfirlögregluþjóns og þeirra Jóns og ólafs Pálssona, sem við .tóku af föður sínum og eru nú sund- kennarar við Sundlaugarnar — var, sem besti vinur og fjelagi fjölda ungra sundmanna þeirra tíma, og mun sundíþróttin í Reykjavík lengi búa að þeirn lærdómi, er Páll Erlingsson veitti með sundkenslu sinni á þeim árum. Nú stunda ungir bæjarbúar og eldri, karlar og konur, sund- iðkanir svo mjög, að segja má með sanni, að sundkunnátta og aundiðkun sje að verða hvers manns áhugamál í þessum bæ. Jeg skal nú ieyfa mjer að segja frá því rneð nokkrum orð- um, hverjir hafa haft yfir- etjórn verka við byggingu Sund- hallarinnar. Húsameistari ríkisins, prófess or Guðjón Samúelsson geroi uppdrætti að húsinu. Eenedskt Þ. Gröndal rerk- fræðingur gerði teikningar af hitalögn, hreinsitækjum og loft- ræstingu. Jakob Guðjohnsen verkfræð- ingur gerði teikningar af raf- lögnum. Steinn Stesnsen verkfræðing- ur gerði teikningar af járnlögn- um. Eftirlitsmenn við byggingu hússins voru Sigurður Ólafsson verkfr. við hinn fyrra þátt, en Jón Bergsveinsson húsameistari frá árinu 1935. Kristinn Sigurðsson húsa- smíðameistari tók að sjer bygg- ingu hússins hið ytra. Óskar Smith pípulagninga- meistari lagði hitalögnina. Hlutaf jelagið Hamar hefir gert hreinlætis- og loftræstinga- tæki. Bræðurnir Ormsson lögðu raflögn í húsið. Ragnar Bárðarson og Guð- mundur Runólfsson trjesmíða- meistarar luku smíði hússins innan, eftir að vinnunni var haldið áfram í júlímánuði 1935. FriSrik Þorsteinsson hús- gagnasmiður gerði skápa í klefum hússins. Af hálfu stjórnarvalda bæj- arins hefir fyrrum borgarstjóri Knud Zimsen lagt til drýgstan þátt. I sundlauginni mun ávalt vera tært og hreint vatn. — Hreinsitæki Sundhallarinnar hreinsa vatn laugarinnar á þann hátt, að vatnið rennur 2—3 sinnum á hverjum sólarhring gegnum sandsíu og verður tár- hreint við þetta. Á leið í laug- ina frá hreinsitækjunum er bætt í vatnið efni til sótthreinsunar, og er talið, að með þessu megi ávalt halda vatninu alveg hreinu. Auk þessa er vatnið í sundlauginn stöðugt endur- nýjað með aðrensli á nýju, heitu vatni. Er því al'veg örugt, svo sem frekast er unt, að tryggja þetta, að engum geti stafað smithætta af sundlauginni. Það skal nú játað, að þessi fagra sundhöll er prýðilegri og rausnarlegri en svo, að alveg samsvari getu og ástæðum bæj- arfjelags vcrs og bæiarmanna nú á tímum. Þó ber vissulega að vona það og að óska þess, að þetta ósamræmi færist til leið- rjettingar á þann hátt, að efna- hagur bæjarbúa og afkoma megi batna og færast til sam- ræmis við þá rausn, sem hjer er augljós. I öllu falli er það nú ósk. bæj- arstjórnar Reykjavíkur, að bæj- arbúar megi hafa gleði og gagn af þessari yngstu bæjarstofnun og að hinni ágætu sundíþrótt bætist nýir aðdáendur og iðk- ordur vegna þessarar Sundhall- ar — að Reykvíkingar megi njóta hennar lengi og að hing- að verði sóttur þróttur og þrek til dugmikilla framkvæmda landi og lýð til heilla. Jeg bið yður, heiðruðu gest- ir, að hrópa með mjer ferfalt húrra fyrir framtíð sundíþrótt- ar í Reykjavík. Til fólksins á Vesturgötu 64, frá S & S. 10 kr., V. 10 kr., Mfr. 10 kr., S. G. 10 kr., G. Á. 5 kr., O. G. 5 kr. Norðlenskt dilkakjöt. Nautakjöt í buff, gullasch og steik. Rjúpur. Nýsviðin svið. Margskonar grænmeti. Munið eftir hinu góða o.e: ódýra ærkjöti. Kjdtver§luniii H erðubreið. Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. • Sími 4565- við hið nýja Sjúkrahús Húsavíkur, er laust til umsóknar frá 1. maí n.k. Umsóknir með meðmælum og kaupkröfum, sendist undirrituðum fyrir 15. apríl n.k. Húsavík, 3. febrúar 1937. F. h. SJÚKRAHÚSIÐ Á HÚSAVÍK. Einar J. Reynis stjórnarformaður. Kjðtverslanir bæjarins biðja heiðraða viðskiftavini að panta í hátíðamatinn eins fljótt og unt er. Fjelsg kjötverslana í Reykjavík. SIKA þjettiefni. Höfum nú aftur fengið þetta margeftirspurða þjettiefni. Gerir steinsteypu og steypuhúð fullkom- lega vatnshelda. J. Þorláksson & Norðmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.