Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1937, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Miðvikudagur 24. mars 1937. Minningarorð um frú Þórdísi Friðriksdóttur. , I dag er til moldar borin frú ÍÞórdís Friðriksdóttir. Hún ljest *ð heimili sínu Njálsgötu 73, þ. j 17. þ. m., eftir nær þriggja ára ;erfiða sjiikdómslegu. — Hún var fædd 17. ágúst 1862 í Haukadal við Dýrafjörð, og ólst hún þar upp. Foreldrar hennar voru Frið- rik Ólafsson og Sólveig Oddsdótt- ir, áttu þau þrjú börn önnur, dó eitt þeirra í æsku, en hin koniust til fullorðins ára. Ingibjörg, seni , giftist Benóný Einarssyni, ljest hjer í bæ 28. febrúar 1931. En foróðir hennar Guðjón, dvelur vest- an hafs. Dvaldi Þórdís mestmegnis í Dýrafirði og giftist þar 7. nóv. 1903 Kristjáni G. Kristjánssyni skipstjóra.Áttu þau heima á Þing- eyri til haustsins 1919, er þau fluttu til Reykjavíkur. Tók maður hennar var við verkstjórn hjá h.f. Draupnir, og stundaði hann þá atvinnu til dauðadags 2. júní 1930. Hefir Þórdís síðan átt heim- ili á Njálsgötu 73, ásamt fóstur- börnum sínum, Kristjáni Bjarna- syni, frænda manns hennar, sem er starfsmaður hjá Guðmundi Kristjánssyni í Keflavík, og Krist- ínu Nathanaelsdóttur, sem nú er 19 ára gömul. Auk þess ólu þau upp að miklu leyti aðra stúlku, frænku Þórdísar heitinnar, Sigríði Olgu Krisjánsdóttur, sem gift er Ingibergi Runólfssyni bílstj. hjer í bæ. Ollum þessum börnum var hún sem sönn móðir, enda sýndu þau henni ástríki og umönnun í hennar miklu veikindum. Sigríður, móðir Kristjáns fóst- ursonar hennar, hefir nú einnig ásamt fósturbörnunum, annast heimilið þessi síðustu þrautaár Þórdísar. Þórdís Friðriksdóttir var fríð kona og vinföst, var heimili þeirra hjóna viðurkent gestrisnis og rausnar heimili, og var glaðværð- in þar altaf í öndvegi, enda lögðu þau bæði sinn skerf til þess, og eigum við vinir þeirra bæði hjer og vestra, margar ógleymanlegar stundir frá þeim dögum, þar sem húsmóðirin var óþreytandi að taka á sig hlaup og snúninga fyr- ir gesti sína, með þeirri gleði og ljettleika sem væri hún á ung- lingsskeiði. Og er hún misti mann sinn, eftir rúmlega 26 ára farsælt hjónaband, hjelt hún eftir megni heimilinu með sama sniði. Þórdís var mikil trúkona, og kom það best í ljós í veikindum hennar, er henni var tíðræddast um gleðistundir lífs síns og þakk- aði guði fyrir þær allar, ög sagði altaf, að þær hefðu verið svo margar og góðar, að hún teldi Þórdís Friðriksdóttir. ekki eftir sjer, þó hún yrði nú að líða nokkuð. Var þrek hennar svo mikið, að í hvert skifti, er jeg fór frá sjúkrabeði hennar tók hún kveðju minni með brosi, hversu sárar sem líkamsþjáning- arnar voru. Sár er nú söktíuðurinn hjá fóst- urbörnunum, fjarlægum bróður og öðrum vinum hennar, en sælt er líka að eiga svo margar ljúfar endurminningar og fullvissuna um góða heimkomu hennar til föður- húsanna. Guð blessi minningu hennar. Vinur. VÍGSLA SUNDHALL- ARINNAR. FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU. helguð æskunni og hinni upp- vaxandi kynslóð í landinu. Það fé og sú vinna, sem í Sundhöll- ina hefir verið lagt, á í framtíð- inni að bera margfalda ávexti í bættu heilsufari, auknum þrótti og áræði unga fólksins. Er Þuríður Erla hafði þreytt sund sitt, hófust sundsýningar fullorðna fólksins, karla og kvenna, undir stjórn .Tóns Páls- sonar sundkennara. 5 sundkonur sýndu bringusund og skriðsund, etí sundmenn sýndu bringusund, bakskriðsund, flugsund, og voru 4—6 þátttakendur í hverju, en að lokum syntu 11 karlmenn skrið- sund. Fóru sundsýningar þessar mjög vel fram, syntu hóparnir jafnt og ljettilega eft-ir lauginni fram og aftur. Er sýningunum var lokið dreifð- ust boðsgestir um húsið, til að skoða ræstisali og búningsklefa. Dáðust ’ allir að haganlegum og hreinlegum frágangi í hvívetna. Boðsgestir bæjarstjórnar hafa þarna verið nál. 400. Þar var rík- isstjórn og þingmenn, ræðismenn Það tilkynnist hjer með vinnm og vandamönnum að hjart- kær eiginmaður minn og faðir okkar, Einar M. Jónasson, fyrv. sýslumaður, andaðist í gærkvöldi. Ragnheiður Jónasson og börn. Páskavarningur! Nýtt grænmeti! Rauðkál, Hvitkál, Selleri, Gulrætur, Rauðrófur, Gulrófur, Sítrónur! — Laukur. Ný reykt! Hátíða Hangikjðt óskum við sjerstaklega eftir að mega selja yður. Framúr- skarandi Ijúffengt! Við hvers manns hæfi! Feitt eða mag- urt, frampart eða læri, rígvænt! Fleira GOTT Reyktur Rauðmagi, Lúðuriklingur, Glænýtt Smjör, Síld, NÝ EGG, Rækjur, Agúrkur, Asíur, Asparges, Karottur, Ostastengur, Hafrakex og Kex allskonar, Hnetur. BÖKUNARVÖKFR Við eigum ávalf leið fil'ySfar! Ernm allstaðar nálnegir! Sendum §frax!’ Símið ! BD;. Sýróp, ljóst, dökkt, Púðursykur, Ijós, dökkur, og flest ann- að sem nöfnum tjáir að nefna. í hundraðatali frá 15 au. stykkið. Loksins vantaði hráefni, svo birgðir verða minni en við í fyrstu ætluðumst til. Dragið ekki til síðustu stundar að kaupa PÁSKAEGGIN. Notið símann. SiujÆUdí PÁSKAEGG erlendra ríkja, sendiherra Dana, stjórnir íþróttafjelaga bæjarins og allmargir af starfsmönnum bæjar- stjórnar og bæjarfyrirtækja o. fl. o. fl. Fyrir kl. 4 voru boðsgestir þess- ir farnir. Hafði þá safnast mikill mannfjöldi utan við Sundhöllina, er óskaði eftir að fá að sjá hana. Var 300—400 manns hleypt inn í einu, og reynt að sjá um að fólk fengi sem greiðastan gang nm Sundhöllina og úr henni aftnr að skoðun lokinni. En aðsóknin var svo mikil, að viðstödd lögregla átti fult í fangi með að halda uppi reglu. 5000—6000 manns komu i Snndhöllina til að sk.oða hana frá kl. 4—7 í gær. Sundhöllin verður opnuð til af- nota kl. 4 í dag. □agbók. Veðrið (þriðjudagskvöld kL 5): Fyrir suðaustan og austan land eru lægðir, en hæð yfir N- og A- Grænlandi. Um alt land er N— NA-átt, víða allhvöss. Dálítil snjó- koma á N- og A-landi. Frost 3—6 st. nyrðra, en alt að 3 st. syðra. Suður af Grænlandi er allstór lægð, en mjög hægfara. Veðurútlit í Rvík í dag: N- kaldi. Bjartviðri. Messur í dómkirkjunni: Skír- dag kl. 11, síra Bjarni Jónsson' (altarisganga). — Föstudaginn langa. kl. 11, síra Friðrik Hall- grímsson. Kl. 5, síra Bjarni Jóns- son. Messur í fríkirkjunni í Hafnar- firði: Skírdagskvöld kl. 8V2 (alt- ~ ’ v . , • ' 1 ; TT;I jrJ-> pi. ;;i arisganga)'. Á föstuda|íTnú lÚnga kl. 8(4 e. h. (sálmabókin). Páska- morgiití kl. 8^/2 °S páskAdag kl; 2. (Sírö Jón Auðuns).. i Messur í Lagarnesskóla uio, páskana: Föstudaginn langa kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Páskadag kl. 5, síra Garðar Svavarsson. Rakarastofur bæjarins verða opnar til kl. 9 í kvöld. Einar M. Jónasson fyrv. sýslu- maður andaðist í gærkvöld. HjáJpræðisherinn. Á skírdag verða samkomur kl. 11 f. h. og kl. 8V2 e. h. Kl. 4 útisamkoma. Kapt. Kjærbo o. fl. Á föstudag- inn langa verða samkom ur kl. II f. h. og 8VZ e. li. Útisamkoma kl. 4. Kapt. Overby og fl. Ilorna- og strengjasveitin spilar. Allir vel- komnir. FRAMH. Á ÁTTUNDU SfiÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.