Morgunblaðið - 13.04.1937, Blaðsíða 5
JÞriðjudagur 13. apríl 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Útgef.i H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Itltstjörari Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrsöarmatSur).
Aiir!ísi ntvar: Árni Óla..
ttitstjörn, auslýsingar og ufRreltSsla 1 Austurstræti 8. — Sími 1600.
Ásk 'tftarsjaldi kr. 3.00 á mánubi.
f I..,isasölui 15 aura eintakiS — 25 aura meS Lesbðk.
Jes Zimsen
sextugur í dag.
SOGSVIRKJUNIN
OG SVEITIRNAR.
Saga Sogsvirkjunariimar ev
svo alkunnug't mál, að það
er beinlínis barnalegt hjá Al-
þýðubl. að ætla sjer nú — und-
ir kosniugar — að fara að telja
mönnum trú um, að Alþýðuflokk
urinn geti á nokkurn liátt lielg-
,.að sjer framkvæmd þess, og síst
af öllu að hann hafi orðið að
heyja um þetta harða baráttu
við „þröngsýni og fyrirhyggju-
leysi Reykjavíkuríhaldsins“ —
■eins og blaðið kemst að orði í
gær.
Allir vita, að það var fyrver-
■ andi formaðnr Sjálfstæðisflokks-
ins, Jón Þorláksson, sem kom
fyrstur fram með þá hugmynd,
að reist yrði svo stór rafmagns-
stöð við Sogið, að liún fuilnægði
•ekki einungis þörfnm höfuðstað-
arinS, heldur og þörfum alls
:Suðurlands, frá Eyjafjöllum út
:í Vestmannaeyjar um Rangár-
valla- og Arnessýslur, Gull-
iþringusýslu, Hafnarfjörð, Kjós-
arsýslu, Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslur, og að einhverju leyrti
tSnæfellsnessýslu.
í lögunum um Sogsvirkjunina
er gert ráð fyrir öllu þessu, en
til þess að til hagfeldra frarn-
kvaunda 'gæti komið, varð auð-
vitað að hefja víðtækar rann-
sóknir.
Á Alþingi í fyrravetur háru
fþeir Eiríkur Einarsson og Pjet-
nr iMagnússon fram ’þingsálykt-
’nnartillögu um að skora á rík-
isstjöniina að láta framkvæma
Tannsókn og gera tillögur um
hentugustu raforkuleiðslur frá
Soginu til nærliggjandi bygðar-
laga, kostnaðaráætlun um þau
-svæði, sem tiltækilegt þætti að
veita rafortu um, o. s. frv.
Menn skyldu nú ætla, að jafn
•sjálfsögð tillaga og þessi 'héfði
siglt hraðbyri gegnum þing'ið
með stuðningi allra flokka. En
þegar til atkvæðagróiðslu kom
stóð stjóraarliðið alt, sem eiun
maðnr — að undanskildum M.
T. — um að eyða tillögunni, með
því að vísa heniii til stjðrnar-
innar.
Alþýðublaðið er ákaflega
kampakátt yrfir einhverjum stór
cflis afrekum atvinnumálaráð-
’herrans í þessu máli.
En hvað er það, sem ráðherr-
ann hefir unnið sjer til frama
•5 málinu?
Tál þess að Hafnarfjörður og
hin stærri kauptún hjer í ná-
grenninu hefðu getað notið raf-
orkuveitunnar frá upphafi, hefði
málið orðið að fá afgreiðslu á
þessu þingi. En nálægar sveitir
fá ekki rafmagnið fyrr en hliðar-
veituvnar eru lagðar.
En því er svo fjarri, að úr-
lausn málsins liggi fyrir, að Al-
þýðublaðið hefir eftir ráðherr-
anum, að það verði í fyrsta lagi
á næsta þingi.
Nú er vitanlegt, að Hafnar-
fjörður sneri sjer á síðastliðnu
ári til stjórnarinnar um að
þraða þessum undirbúningi sem
mest, því að hann vikli vei'a
’.með frá upphafi. Enda er auð-
veldast að hæta úr þörfum hans,
að því leyti, að aðeins er um
stutta aukalínu að ræða. En Al-
þýðublaðið verður ekki skilið
öðruvísi en svo, að Hafnarfjörð-
ur fái heldur enga íirlausn fyr
en á næsta þingi.
En vill ekki’ Alþýðublaðið
skýra þá lmgulsemi þingflokks-
manna þess, sem kemur fram í
því, að frumvarp Pjeturs Hall-
dórssonar og aniiara Sjálfstæð-
ismanna um að almenningi hjer
í bæ sje gerður kostur á ódýr-
um rafmagnstækjum, liefir ekki
fengið afgreiðslu úr nefnd? Er
ekki annað sýmia en að stjórn-
arflokkarnir ætli að leggjast á
málið.
Sigur bændanna.
Frumvarpið um breytingar á
I. kafla jarðræktarlaganna,
sem samkomulag varð um á
Búnaðarþingi, var til 1. umræðu
í neðri deild í gær, eftir að hafa
gengið gegn um efri deild.
Það köm greinilega fram við
þær umræður sem fram fóru um
málið í neðri deiid í gær, að það
eru sósíal istar, sem hafa haft
forystuna undanfarið í herferð-
inni gegn Búnaðarf jelagi ís-
lands. Tímaliðið hefir í þessu
máli, sem öðrum, verið verkfæri
í höndum sósíalista.
Þeir risu nú upp liver af öðr-
um, sósíalistar, og brigsluðu
Tímamönnum um svik og hring-
snúning. Þeir lásu upp kafla úr
ræðum Tímamanna frá þinginu
\ fyrra, þar sem mjög var talað
í anda sósíalista, enda var þá
verið að svifta bændur landsins
fjelagsrjettindum.
Sósíalistar vissu vel livað þeir
voru að fara í fyrra, þegar her
ferðin var hafin gegn allsherjar
fjelagsskap bændanua, Búnaðar-
fjelagi íslands. Þetta átti að
vera fyrsta sporið til þess að
kúga bændur undir ok sósíal-
ismans.
Það eru því engin undur þótt
sósíalistar sjeu nú reiðir, og að
þeir saki samherjana í Tímaher-
tráðunum um svik og hringsnún-
ing. Þeir sjá fram á að bændur
verða ekki sigraðir með þessu
herbragði. Og þeir óttast að við
nám bændanna í þessu máli, sem
lyktaði með fullum sigri þeirra,
verði til þess að þjappa þeim
fastar saman gegn öfga- og of-
ríkisstefnu sósíalista.
Þingmenn Sjálfstæðisflolcksins
og Bændaflokksins, sem töluðu
í gær, fögnuðu sigri bændanna
í þessu máli, en Tímamenn
reyndu af veikum mætti að
verja síuar gerðir á þinginu í
fvrra.
K. P. U. M. og K. F. U. K.
Æskulýðsviku-samkoma verður í
kvöld. Þar talar Gunnar Sigur-
jónsson stud. theol. um efnið:
Þekkir þú sjálfan þig?
í dag á Jes Zimsen sextugs-
afmæli. Hann er nú staddur í
Kaupmannahöfn, ásamt frú
sinni. Vinir ihans og samverka-
menn, sem eru margir í þessum
bæ, geta því ekki í dag gengið
á hans fund tii þess að árna
honum heilla og þakka honum
fyrir hinu góðu kynni liðinna
ára,.
En margir verða þeir, sem
senda Jes Zimsen í dag hlýjar
kveðjur, hinum atorkusama at-
vinnurekanda, traustum fjelaga
í athafnalífi bæjarins og góðan
dreng í hvívetna.
Fyrir rúmlega 40 árum sett-
ist Jes Zimsen að hjer í Rvík.
Fyrstu árin var ihann föður sín-
um til aðstoðar við verslunina.
En 26 ára gamall tók hann
við verslun föður síns. Gerðist
hann og brátt umsvifamikill
útgerðarmaður.Fyrst gerði hann
út þilskip. En togarafjelag það,
sem hann lengi veitti forstöðu
var annað togarafjelagið, sem
hjer var stofnað.
En þó Jes Zimsen hafi veitt
mikilli verslun og útgerð for-
stöðu, hefir hann haft starfs-
krafta til þess að sinna mörgum
öðrum nytsemdar fyrirtækjum
í þessum bæ, enda hafa menn
sókst eftir fjelagsskap hans,
sakir þess, hve glöggskygn
maður hann hefir reynst víð-
sýnn á sviði atvinnulífsins og
staðfastur fjelagi hvar sem
reyndi á til þess að sjá nyt-
sömum málefnum farborða.
Auk þess að veita útgerð og
verslun forstöðu, hefir hann
verið í stjórn ýmsra fjelaga, svo
sem Slippfjelagsins, Hamars,
ísfjelagsins, verið forstjóri
Hins ísl. steinolíuhlutafjelags
o. fl.
Þá hefir hann um langt skeið
verið í stjórn Verslunarráðsins
og formaður þess nokkur ár,
formaður Styrktarsjóðs versl-
unarmanna eftir að Sighvatur
bankastjóri Bjarnason fjell frá.
Á síðari árum hefir hann los-
að sig við nokkur af störfum
þessum. Verslun hans var um
langt skeið tvískift, járnvöru-
og nýlenduvörudeild, en ný-
lenduvörudeildina seldi hann
árið 1931. En forstöðu skipa-
afgreiðslu Sameinaða gufuskipa
fjelagsins tók hann að sjer árið
1932.
Á verðhrunsárunum eftir ó-
friðinn varð Jes Zimsen fyrir
miklu fjárhagstjóni. En með
frábærri hagsýni og þrautseigju
tókst honum að standast þá
eldraun.
Ræðismannsstörf hefir hann
hvað eftir annað haft með
höndum, bæði verið ræðismaður
Frakka og Norðmanna, á þeim
tímum, er þjóðir þessar hafa
ekki haft hjer útsenda ræðis-
menn.
Starfssaga Jes Zimsen er orð-
in mikil og margþætt í atvinnu-
lífi Reykvíkinga, síðan um alda
mót. Enn má vænta þess, að
Jes Zimsen.
ihann eigi margt óunnið. En all-
ir þeir, sem kynst hafa Zimsen
og haft við hann viðskifti, sem
vinnuveitanda, kaupmann eða
fjelaga, hafa lært að meta
I drenglund hans, hreinskilni og
heiðarleik.
,Um sögu ljós-
myr.dd á íslandi*
Hr. ritstjóri.
Eftirfarandi leiðrjettingu leyfi
jeg mjer að biðja yður að taka
upp í blað yðar við fyrstu hent-
ugleika.
í smá leiðrjettingu frá mjer,
sem kom íit í Morgunbl. 5.‘ f. m.,
með fyrirsögninni: „Um sögu ljós
mynda á íslandi“, sagði jeg, að
sjera Siggeir Pálsson myndi hafa
verið fyrsti ljósmyndari hjer á
landi, og í sömu grein gat jeg
þess, að liann hefði ekki tekið
stúdentspróf. Hvorugt þetta var
rjett hjá mjer, eftir því sem merk
ur fræðimaður benti mjer á, og
tel jeg mjer því skylt að leiðrjetta
þetta.
Sjera Siggeir varð stúdent
1838, en prestvígðist ekki fyr en
1867, eins og jeg hefi áður sagt.
Hann var heldur ekki fyrsti
ljósmyndasmiður hjer á landi, það
var sjera Helgi Sigurðsson, fædd-
ur 1815, varð stúdent 1840. Las
síðau læknisfræði við liáskólann í
Kaupmannahöfn, en jafnframt
lærði hann málaralist við listahá-
skólann þar, og nm sama leyti
nam hann Ijósmyndasmíði. Má
því liiklaust telja, að liann liafi
verið fyrstur íslenskra manna til
að nema þá iðn.
Sú ljósmyndagerð, er liann
lærði, var kölluð „Daguerretype“,
eftir manninum, sem fann liana
upp og lijet Daguerre. Myndirn-
ar voru teknar á silfraðar kopar-
plötur, en ekki var hægt að yfir-
færa þær á þappír (kopiera þær).
Þegar sjera Helgi kom heim til
landsins, eftir alt þetta nám, sett
ist hann að á föðurleifð sinni,
Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. Yígð
ist loks 1866 prestur að Setbergi
í Eyrarsveit. Yarð síðar prestur
að Melum í Melasveit. Hætti prest
skap 1883. Fór til Akraness 1885
og andaðist þar.
Árið 1885 sá jeg mynd eftir
hann á Leirá í Leirársveit.
Dan. Daníelsson.
Minnningarorð
um frú Guðrúnu
Jónatansdóttur.
Hinn 17. f. m. andaðist hjer á
Landsspítalanum eftir örstutta
legu frú Guðnin J ónatansdóttir,
kona Brynjúlfs Árnasonar lög-
fræðings, aðeins 38 ára að aldri.
Hún var fædd 14. desember 1898
að Veðrará í Önundarfirði, dóttir
merkishjónanna Jónatans bónda
Magnússonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur. Fluttu þau lijón síðar að
Hóli í Öimndarfirði og þar ólst
Guðrún upp og dvaldi þar til full-
orðinsára., en giftist eftirlifandi
manni sínum 27. maí 1931.
Guðrún heitin var um flesta
lduti frábær kona, gáfuð vel. fríð
sýnum, sviphrein og björt yfirlit-
um, enda var skapgerð hennar og
framkoma öll eft.ir því. Hún hafði
á uppvaxtarárum sínum notið
handleiðslu góðra og samhentra.
foreldra og búið við þann heimil-
isbrag, sem að dómi þeirra :er
best þekkja, til var til sannrar
fyrirmyndar. Mintist Guðrún
aldrei svo foreldra sinna og syst-
kina að eigi mætti finna liixur
heita undirstraum ástar og virð-
ingar, er hún ■ bar í brjósti til
þeirra. Átthagaást hennar var
sterlc og óvenjuleg og sveitin
hennar var henni jafnan hugnæst
umtalsefni, •— einkum þá er vor-
aði, enda var sem hún í liuganum
fylgdi öllum vorönnuuum „lieima‘‘
frá degi til dags.
Og vorið og sumarið fluttu
henni ótæmandi viðfangsefni,
einnig hjer í ys borgarlífsins. Þá.
var hún önnum kafin við að
hjvikra og hlúa að hinum gróandi
blómum og bæta lífsskilyrði
þeirra. Og hvar sem hún gat rjett
hjálparhönd, mönnum eða mál-
leysingjum, þá var lniu þess al-
búin, af sterkri innri þörf.
Allir sem þektu Guðrúnu sálugu
munu minnast liennar með sökn-
uði, en okkur vinum llennar mun
hún óglevmanleg.
Yið fráfall Guðrúnar er mikill
harmur kveðinn ástvinum hennar
og þá einkum að vini mínum
Brynjúlfi Árnasyni.Þó mun. hann
í hjarta sinu geyma hina fögru
minningu úm liana og fagna því
að hafa át jafn góðan förunaut
hina stuttu lífsleið hennar — liina.
djörfu og hreinlyndu, en um leið
hlýju og ástúðlegu konu, — enda
var sambúð þeirra alla tíð hin
fegursta.
Sigurður Grímsson.
Af veiðum konm í gær: Hilm-
ir með 107 föt lifrar, Hannes ráð-
herra með 171 og Andri af upsa-
veiðum með 80 toim.