Morgunblaðið - 13.04.1937, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 13. apríl 1937,
Leynimakk
stjórnarflokkanna.
FRAMK. AF ÞRIÐJU SÍÐU
nú á þinginu. Þegar svo Alþingi
er farið, á að gefa út ný bráða-
birgðalög, sennilega sömu lögin
og í fyrravor. Haraldur Guð-
mundsson ympraði á þessari
lausn í efri deild á dögunum,
og hafa samningar síðan stað-
ið yfir um þetta milli stjórnar-
flokkanna.
Þessi aðferð væri vitanlega
svo freklegt og ósvífið þingræð-
isbrot, að annað eins er óþekt
fyrirþrigði í þingræðislandi. —
Auk þess myndi slíkt athæfi
baka ráðherra refsiábyrgðar.
En stjómarflokkarnir hafa
áður sýnt að þeir hika ekki við
að traðka þingræðinu, ef með
þarf, til þess að leýsa ágrein-
ingsmálin.
RAUÐA
FLATSÆNGIN.
' Aðalverkefni þingsins þessa
dagana er að ræða — til mála-
rhynda -— ýms mál, sem stjóm-
arflokkarnir hafa rutt inn í
þingið, og flutt eru sem kosn-
ingamál. Flest málin eru stolin
frá Sjálfstæðismönnum, og er
ánægjulegt fyrir þá að sjá nú
alt í einu^brennandi áhuga fyrir
þessum málum, sem stjómar-
flokkarnir hafa verið innilega
sammála um að drepa á und-
anfömum þingum.
Þessi skrípaleikur stjórnar-
fiýkkanna mun haldast allan
tímann, sem eftir er af þessu
þmgi.
En samtímis því, sem stjórn-
arflokkarnir leika þenna skrípa
leik fyrir opnum tjöldum á Al-
þingi, eru þeir í óða önn að
útbúa flatsængina, eins og hún
verður eftir kosningarnar, ef
sigurinn skyldi falla í þeirra
skaut.
Þessi nýja flatsæng er hugs-
uð þannig, að kommúnistar geti
einnig komist fyrir í henni. Það
á að. hjálpa kommúnistum til
þess að koma manni í þingið, í
þeirri vón, að hann dragi upp-
bÓtarmann með sjer.
pessu ráðabruggi er vandlega
h^ldið leyndu, því að stjómar-
liðið óttasl uð það myndi valda
flótta kjósenda frá Framsókn-
arílokknum, ef það vitnaðist
að ihann væri í makki við öfga
og byltingaflokk kommúnista.
sem í einu og öllu lýtur fyrir-
skípun einræÖisherranna austur
í Moskva.
En það mun koma í ljós stra^
við framboðin, að kommúnistar
eiga að vera með í flatsæng-
inni.
HARALDUR
SITUR.
Ekkert bólar á því ennþá, að
Haraldur Guðmundsson hugsi
til ferða úr stjóminni. Það hefir
jafnvel heyrst, að hann muni
sitja kyr fram yfir kosningar.
Á þetta benda samningatilraun-
ir þær, sem fram hafa farið
milli stjómarflokkanna, um
nýtt þingræðisbrot í .sambandi
við stjórn síldarverksmiðjanna.
FRAMH. Á SJÖUNDU SfBU
MORGUNBLAÐIÐ
— Brjeí send Morpblaöinu, —
Nýr tekjustofn fundinn
fyrir ríkið............
Hr. ritstj.
inn 18. febr. fekk jeg munn-
legt fyrirkall frá lögreglu-
stjóra að mæta á skrifstofu hans
kl. 11 y2 stundvíslega þann sama
dag. Sem hver annar löghlýðinn
sjálfstæðismaður og maður með
mikla hneigð til þess að lúta lög-
um og rjetti, ekki síst þegar vitað
er, að allir eru án manngreinar-
álits jafnir fyrir lögunum eins og
vera ber, þar sem lýðræði er í
heiðri haft og situr í öndvegi, þá
mætti jeg eins og fyrir mig var
lagt. Áður en á vettvang kom
hafði jeg enga hugmynd um hvað
til stæði, en með því að jeg hafði
á meðvit.imdinni að hafa oft
brugðist vel við og leyst ýms
vandræði stjórnarimiar, þá leitað
hefir til mín, bjóst jeg jafnvel við,
að ný. stæði til, að mjer yrði sýnd
eiuhv(>r viðurkenning, og reyndi
jeg því eftir mætti að hervæðast
og bjó mig undir að taka á móti
hverskonar upphefð, sem að mjer
yrði rjett, án þess að láta mjer
bregða nje sýna nokkurn ofmetn-
að. En allar þessar hugsanir ljetu
sjer til skammar verða og hrundu
eins og spilaborg.
Tildrög fyrirkallsins reyndust
vera þau. er nú skal greina :
Ekki man jeg mánaðardag, en
það var á björtum sólskinsdegi í
svartasta skammdeginu að inn á
skrifstofu mína kom í hárabragði
ekki ósnotur pólitískur hlaupa-
gikkur, útsendur af hinurn hug-
kvæma fjármálajöfur vorum, til
þess að athuga — ekki x þetta
skifti bókfærslu mína (það hefir
hann sjálfur blessaður einu sinni
gert í eigin persónu), — heldur
hvort allir reikningar, sem í hrúts
merki okkar stæðu (hrútsmerkið
er frá mjer) væru skreyttir því.
Við þessa lúsaleit komu x ljós
nokkiúr reikningar, er greiddir
höfðu verið án þess að krafist
hafði verið hrxitsmerkisins áður en
greiðsla fór fram. Nam upphæð
þessi samanlögð kr. 4.00 — fjórum
krónum —, sem jeg greiddi sam-
stundis með hrútsmerkjum. Ef
sa,,tt skal segja þá bjóst jeg við,
að jmr við yrði látið sitja. En þar
sem rjettlætið ríkir og allir eru
jaínir fyrir lögunum skal hver og
einn þola sitt straff, og fekk jeg
því 20 kr. sekt og 2ja króna máls-
kostnað. Og með því að jeg bjóst
ekki við að verða íyrir sömu kon-
ungsnáð og þeir Gísli merarket og
BjÖrn Haraldsson frá Austurgörð-
um, greiddi jeg þessa sekt með
tilhlýðilegum óskum og tilvitnun-
um í kveðskap vors ágæta sálma-
skálds H. P. Voru þessar óskir
bornar fram af óblöndnum og ein-
lægum hug, enda á jeg enga beit-
ari ósk, en að þær rætist á fjár-
mála-jöfur vorum og ríkisstjórn
þeirri, er nú fer með mál þjóðar
vórrár. Það er hvort tveggja, að
jég er Veíviljaður fjármála-jöfur
vorum og met hans miklu gáfur og
fjármálavit, enda sá jeg og fann
strax, að þarua var af samvinnu-
fjeírfgslegri þekkingu og miklurn
lærdómi fundinn tekjustofn, sem
verða mætti að ,,fræðilegum mögu-
leika“ fyrir ríkið að komast á xit
xir hinu erfiða fjármála-öngþveiti,
sem bölvað einstaklingsframtakið
og íhaldið er búið að setja ríkið í,
en samvinnufjelagsskapurinn einn
fær orkað að reisa rönd við, og þá
eingöngu undir handleiðslu þeirra
af guðs náð ágætu krafta, sem
samvinnufjelagsskapurinn einn
heíir á að skipa, og má hjer vitna
til hins 50 ára gamla K. Þ., sem
eftir að komast undir handleiðslu
J. J. og guðlega forsjón Sigurðar
Jónssonar, Arnarhvoli, hefir bor-
ið svo góðan árangur eins Og raun
ber vitni og Þingeyingar mega
stæra sig af.
Já, það er einhver munur heldur
en bölvað einstaklings baksið, senx
jetur út spariskildinga ekkna og
munaðarleysingja. Og ekki má
gleyma hiiuii glæsilegu útkomu
samvinnufjelagsskaparins á ísa-
firði nndir stjórn Finns og hand-
leiðslu Ingólfs, á Norðfirði undir
stjórn -Jónasar og þá í Hafnarfirði
undir handleiðslu öryggisvitana
Emils. Og það verður ekki langt
að bíða þess, að Akureyri bætist
við í þá fríðu fylkingu fyrir og
með aðstoð ríkisvaldsins og fyrir
fjelagsbundin: samtök K. E. A.
undir handleiðslu Einars Árnason-
ar, berserksins mikla og fyrver-
andi fjármálaráðherra, sem á sín-
um tíma bar gæfu til að leggja áð
velli íslandsbanka og koma fjár-
málum hans í þær skorður, sem>
enginn kraftur fær orkað að koma
þeim úr framar! — Sú þjóð, sem á
slíka foihxstumenn, er ekki á flæði-
skeri stödd, og slíkir menn geta
áður en þeir ganga til hinnar
hinstu hvíldar og um leið og þeir
líta yfir unnin afrek sagt: Jeg
þakka, að jeg hefi ekki verið eins
eg aðrir menn!
*
Á tímabili því, er liðið er
síðan umræddur atburður varð,
hefi jeg litið eftir hverja hverja
aðra hönd rjettvísinnar h^fir
snortið. Enginn skyldi láta sjer
til hugar koma, að ekíki hafi
verið byrjað á þeim stóru fyrst,
eins og t. d. „ríkihú í ríkinu“
(S.Í.S.), Alþýðubrauðgerðinni,
Neytendafjelögypum o. s. frv.
En hvenær var það ? Þar sem
j'jéttlætið ríkir — þar eru allir
jafnir fyrir lögunum!
Brútus.
S. R. F. I.
Pálarrannsóknaf jelag íslands
heldur fund í Varðarhúsinu mið-
vikudagskvöldið 14. apríl n. k.
kl. 81/2.
Hallgrímur Jónasson kennari
flytur erindi.
Menn eru beðnir að taka með
sjer sálmabókina.
Fjelagar sýni skírteini ársins
1037.
STJÓRNIN.
*U)t oii toat !uðricale« niost*
Mobiloii
A
'"'tUOM ou COHPAKy
Bifreiðastjðrar!
Gargoyle Mobiloils
er bifreiðaolían, sem lang-
mest er notuð hér á landi
Vacuum Oil Company
aðalumboð fyrír ísland.
H. Benediktsson & Co.
2 hús
ásamt erfðafestulöndum, annað við Laugarásveg, hitt við
Breiðholtsveg, eru til sölu. Verð 13.000.00 og 10.000.00.
Upplýsingar gefur:
Lárus Jóhannesson, brm.
Sími 4314. Suðurgötu 4.
Tilkvnning
um síldarloforð til SfldarverKsmiðja ríkisins.
Þeir, sem vilja lofa síld til vinslu í Síldarverk-
smiðjur ríkisins á næstkomandi sumri, skulu
fyrir 1. maí n.k. hafa sent stjórn verksmiðjanna
símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Út-
gerðarmaður skal tilkynna, hvaða skip hann
ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann
vill skuldbinda sig til þess að afhenda verk-
smiðjunni alla bræðslusíldarveiði skips síns eða
skipa, eða aðeins hluta veiðinnar, eða alla síld-
veiði skips eða skipa. Þau skip, sem afhenda
verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslu-
síldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim
skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins
hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af
bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samn-
inga gert fyrirfram.
Verði meira framboð á síld, en stjórn verk-
’ smiðjanna telur sýnilegt að verksmiðjurnar
geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur
til að ákveða, af hve mörgum skipum verk-
smiðjurnar taki síld til vinslu. Ef um framboð
á síld til vinslu er að ræða frá öðrum en eigend-
um veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til
vinslu, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann
hafi umráðarjett á skipinu yfir síldveiðitímann.
Stjórn verksmiðjanna tilkynnir fyrir 15. maí n.
k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinslu í
verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita síld-
inni móttöku, og skulu þá allir þeir, sem lofað
hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir
ákveðið að taka síld af, hafa innan 5. júní n.k.
gert samning við stjórn verksmiðjanna um af-
hendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verk-
smiðjunum ekki skylt að taka á móti lofaðrí
síld. —
Reykjavík 10. apríl 1937.
F. h. stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins,
Finnur Jónsson.