Morgunblaðið - 13.04.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1937, Blaðsíða 4
4 MoRGUNi LAÐIÐ, Þriðjudagur 13. apríl 1937. KVENÞJOÐIN 00 HEIMILIN —--- ‘ Sonja segir frá búningi tískukvenna í París. Símanúmenð á hattborðanum — Lily Damita í Casanova. A\ána bán Frá frjettaritara vorum í París. Seinast í mars. Á MAXIM. Maxim er eitt helsta veit- ingahús Parísarborgar og þar er jafnan fullskipað á hverju kvöldi. Eitt kvöld, ekki alls fyrir löngu, var þar sjer- staklega margt um manninn og mörg þekt andlit að sjá. * Aðaltískuflíkin: Laus jakki og treyja. Klæðnaður kvenfólksins var með skrautlegasta móti og skartaði það í ,,model“-kjólum frá stærstu tískuhúsunum. Þar gat að líta kvöldkjóla, síðdeg- siklæðnaði — og kjóla, cocktail kjóla, alt hvað innan um annað. En eitt var nær öllum sarneig- inlegt; jakkarnir. Kjóll án jakka, hvort heldur sem er dagkjóll eða kvöldkjóll, 1 þykir hjer jafnóhugsandi og París án Eifellturnsins! * Sá jakkinn, sem vakti einna. mesta eftirtekt, var úr bleiku silkiflaueli, saumaður perlum.' Fór hann sjerlega vel við svart- an öklasíðan ,,chiffon“-kjól. — Höfuðfat úr strútsf jöðrum setti sinn svip á búninginn. * Parísardama ein, sem kunn er fyrir dirfsku sína í klæða-1 burði, var í svörtum jakka úr klæði, og voru festir á hann gyltir peningar frá ýmsum lönd- um. Skórnir hennar voru einnig prýddir peningum. * Röíidóttir jakkar, þröngir við víð pils. Víð pils við þrönga jakka. Mörg tískuhúsin hafa á boð- stólum jakka úr allskonar rönd- óttum efnum, og á Maxim var ein stúlka í ieJ.nkeinnilegum svart- og hvitröndóttum jakka, sem minti mann helst á sebra- dýr. Þá var annar jakki, svart- ur, með gyltum leðurröndum. Við þannig jakka eru notuð einlit pils. Við víða jakka eru pilsin höfð mjög þröng, en við þrönga jakka, frekar víð. * Frá Maxim til „Bal Tabarin“. Bal Tabarin hefir í hálfa öld verið heimsfrægur skemti- staður almennings í París.Þang- að kemur nú mikið hið svokall- aða ,,elité“ Parísarborgar. Allskonar dans- og sjónleikir fara fram, meðan fólk situr þar að mat og drykkju, ,,café- <"on«ert“, eins og það er kallað í París, og í tilefni heimssýn- ingarinnar í vor, er sjerstaklega vandað til sýningarinnar. núna. * M. a. eru stúlkur látnar sýna alls konar draumórakendar myndir af öfgum tískunnar. — Glæsilegar á að líta, trítla þær niður háar tröppur, út á pall, sem stendur á miðju gólfi, og er upplýstur með allavega litum ljósum. * Af hinum fjórum .sýningar- stúlkum, vakti sú síðasta mesta eftirtekt. Hún var í hvítum þykksilkikjól, sem var svo þröngur að telja mátti hvert rif í stúlkunni. Stærðar strúts- fjaðrir, hvítar á lit, voru festar á ermarnar og pilsið, og frá hárinu hengu fjaðrir niður á bak. * Lily Damita á Casanova. Casanova er þektur nætur- klúbbur í París, með rúss- neskum svip, og er þar ávalt troðfult af fólki, þó veitingar sjeu þar dýrar mjög. Það er erfitt að sjá klæðnað kven- fólksins í þeirri þröng, svo vel, ? ð hægt sje að lýsa honum. * Kvikmyndaleikkonan Lily Damita, sem nýlega er kom- in frá Hollywood, vakti mikla eftirtekt, er hún kom inn í sal- inn í Casanova, um daginn. — Hún var með skósítt slá úr hvít- um refum, en kjóllinn var úr hvítu ullar- og silkikögri. Á vinstri hönd bar hún hring með stórri svartri perlu, en á hægri hendi sást stærðar perla, hvít á lit. * Símanúmerið í hattbandinu. Ein stúlka var þar í einföld- um svörtum kjól, með þykka gullkeðju um hálsinn ög eins belti um mittið. Við kjólinn hafði 'hún svartan hatt, og var símanúmer hennar saumað í hattbandið, með gyltum stöfum. * Auglýsingar á hattkolllnum. Susanne Talbot hefir alls- konar skemtilegar ,,aug- lýsingar“ um heimssýninguna í París ofan á kollinum á nýjustu höttunum. * Manni dettur í hug, að í.s- lenskar stúlkur í útlöndum gætu mint á ísland, sem ferðamanna- land á svipaðan ihátt, t. d. haft áletrun um Geysir á hattinum sínum, eða eitthvað á þá leið. S. Nokkrir nýtísku hattar með slöri. Nýju battarnir koma fram da.'fleoa. Hattabúðin Austurstræti 14 uppi. Gunnlaug Briem. Geíur hinn rjetta fagra gljda. Myndin sýnir hvernig hægt er að koma slörinu fyrir á ýms- an hátt, frábrugðið því, sem áður hefir verið. T. d. er það alveg nýtt að slörið sje bundið aftur á hnakka eða undir höku, en til þess að það fari vel, verð- ur slörið að vera nokkuð stíft. Dagheimili fyrir börn hefir I.arnavinafjélagið ,,Sumargjöf“ í sumar bæði í Grænuborg og í Vesturbænum. Munu þau taka til starfa um líkt leyti og á undan- fórnum árum. «r bfuxtt - hún. wctar SlMILLON 5 N YRTI V0í? U R Sf^OVI 4 O AMM • • O M • 09. Kennarinn: Hvað er E-moll? Nemandinn: Emol er nafnið á handsápu, sem mjer líkar best. toilet sonp Heildsölubirgðir: Heiidverslunm HEKLA Fix er frægasta íslenska þvottaduftið. Það skilar þvottinum mjallhvítum ojí ilmandi næstum fyr- irhafnarlaust. Aðeins 50 aura í búð- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.