Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. apríl 1937. — Blóðug þriggja daga orusta stöðvar sókn ranðliða við Madrid • /AtJfréíifa- V-, Alþjóðasveit car* rauðliða tortímt nær að fullu. „Stríðsgæfan lieflr snúi$l“. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Uppreisnarmenn segja, að stríðsgæfan hafi snúist með þeim í gær, er þeir stöðvuðu sókn rauðliða vestan við borgina eftir þriggja daga orustu. Þeir búast við að geta komið fjelögum sínum í háskólahverfinu til hjálpar innan skamms. Ýarnarráðið í Madrid segir aftur, að 10 þús. mánna her uppreisnarmanna í háskólahverfinu skorti matvæli, og muni þess vegna neyðast til að gefást upp innan skamms. Milli Casa-del-Campo hers uppreisnarmanna, sem gerði árangurslausa tilraun til að brjótast í gegnum vamarlínu stjómarinnar í gaer og uppreisnarmanna í háskólahverf- inu, ent aðeins 100 kílómetrar. En vegurinn, sem tengir þessa tvo staði saman, er undir iátlausni vjelbyssuskothríð rauðliða. „Daiíy Mail“ lýsir því er gagnsókn rauðliða vest- an við Madrid var stöðvuð og segir að í orustunum undanfama þrjá daga hafi fimtán hundruð rauðliðar beðið bana eða særst. Uppreisnarmenn segja, að al- þjóðasveit rauðliða hafi verið tortímt nær að fullu í þessum orustum. Orustumar náðu hámarki í gær. Madridiherinn gerði harð- vítuga árás í gærmorgun og studdíst við á'ó skriðdreka. En rauðliðar urðu að láta undan síga fyrir látlausri vjel- byssukúlnahríð uppreisnar- manna. Skelfing greip hermennina og í glundroðanum, sem af því hlaust, skutu þeir jafnvel á sínar eigin her- deildir. Skömmu fyrir sólsetur í gær- kvöldi gerði Madridherinn aðra árás, en hún mistókst einnig. MÍáramir stöðvuðu atlöguna eftir ógurlega orustu í návígi í kolsvarta myrkri. Manntjón rauðliða er sagt hafa verið hræðilegt. (Það er eftirtektarvert, að í Lundúnafregn FÚ segir í gær- kvöldi um sókn Madridhersins vestan við Madrid, að hersveit- ir stjórnarinnar sækja nú vestur á bóginn í Estramadurahjeraði, og segir stjómin að þær sjeu nú aðeins 1 70 mílna (112 km.) fjarlægð frá landamærum Port- úgals). ORUSTUR Á Á BASKA- VÍGSTÖÐVUNUM London í gær. FU. Bardagar hófust á ný á Baskavígstöðvuiium í dag. Baskastjórain heldur því fram, að hersveitir hennar hafi tekið þorp eitt á sunnanverð- um vígstöðvunum, en þorp þetta höfðu uppreisnarmenn áður tekið. Uppreisnarmenn viðurkenna, að til bardaga hafi komið, en bera á móti því, að þeir hafi nokkru tapað af svæði því, em þeir höfðu áður náð á vald sitt. Uppreisnarmenn hafa hótað því, að skjóta eða stöðva öll þau skip, sen^reyni að sigla til Bilbao, og tilkynt, að þeir ætli að leggja fleiri tundurdufl inn-1 an landhelgi við norðurströnd- ina til viðbótar þeim, sem þeir hafi þegar lagt. STAUNING KEMUR HEIM FRÁ ENG- LANDI. Kalundborg í gær. FÚ. tauning forsætisráðherra Dana kom til Esbjerg í dag úr Englandsför sinni. Var honum tekið með mikilli viðhöfn af borg- arstjóra og bæjarstjórn í Es- bjerg og einnig hafði mikill mann fjöldi safnast saman á bryggj- unni. í viðtali við blöð segir Staun- ing, að hann hafi ekki farið í nein um samningaerindum, en hinsveg- ar átt tal við stjórnmálamenn. Franco. St j órnarskrárdeilan í Indlandi. Verða kjósendur látnir ráða.. ? London í gær. FÚ. C* ylkisleiðtogar Con- * gressflokksins ætla að koma saman á ráð- stefnu ásamt Gandhi í Bombay-h.jeraði næst- komandi föstudag. Lothian lávarður hefir ritað grein í ,,Times“ um ágreinings- mál það. sem komið er upp milli fylkisstjóranna í Indlandi og leiðtoga Congressflokksins. — Ilann leggur til, að ef um á- greining yrði að ræða milli fylk- isstjóra og fylkisstjórnar, yrði gengið til kosninga og kjósend- ur látnir skera úr ágreinings- málinu. Pandit Nehru, foringi Con- gressflokksins, hefir .tekið þess- ari tillögu lávarðarins mjög vel. Hann segir, að aðaldeiluefn- ið sem stendur, sje ekki það, hvort fylkisstjóramir brjóti stjórnarskrána ef þeir afsali1 sjer valdi sínu til þess að gera ráðstafanir til verndar innbyrð- isfriði, heldur hitt, hver eigi j að fara með völdin. Virðist honum Lothian lávarð-, ur benda á leið út úr ógöng- unum. Bæjarstjómarfundur verður haldinn í dag á venjulegum stað og tíma. Tólf mál eru á dagskrá. 1 ------Leggur Franco---------------------- niður herstjórn ? FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Iskeyti frá Berlin til Daily Telegraph segir, að sá orð- rómur gangi, að Mussolini ætli að knýja Franco til þess að leggja niður yfirstjóm í liði uppreisnarmanna á Spáni, en helga krafta sína í stað þess alla ríkisleið- togastarfinu. Segir sagan að Mussolini sje óánægður með herstjórn Francos. Um þetta segir í Lundúnafregn FÚ.: Sá kvittur hefir gosið upp, að Franco ætli sjer að fela einum manni alla herstjóm uppreisnarliðsins fyrir sína hönd. Er þetta sett í samband við þá lausafregn, að ítalir og Þjóðverjar krefjist íhlutunar um herstjóm uppreisnar- raanna á Spáni. Skúli Guðjónsson segir frá ,Islands‘-strandinu Skipið næst ekki út. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Gs. ,,Island“ er orðið fult af sjó, þar sem það stendur á klettinum á May-eyju ,,og litlar líkur eru til þess að hægt verði að bjarga skipinu“, eins og haft er eftir stýrimanni björgunarbátsins, sem hafður hefir •vV> *iV> 1» »vV» venð við skipið. Skipverjar voru fluttir í land í gærkvöldi ásamt farþega- farangri og pósti. Ekki er enn vitað hvort bögglapósti hefir vei'ið bjargað. Fullkominn listi yfir þá farþeiga, sem með skipinu eru, er ekki fyrir hendi hjer í Kaupmannahöfn. Jeg hefi þó fengið þær upp- lýsingar að þrettán af farþeg- unum ætluðu til Reykjavikur og fimm til Færeyja. Farþegarnir til Reykjavíkur fara frá Leith með Brúarfossi þ. 21. þ. m. Það er nú talið að auk þokunnar hafi sterkur straumur, sem borið hafi skipið afleiðis, orðið orsök til strandsins. Skúli Guðjónsson hefir skýrt frá því, ,,að ástandið í gær- morgun hafi| engan veginn verið hættulaust“. „Mikill leki ihafi komið að skipinu og brim hafi verið á alla vegu“. „Línu var skotið í land og björgunarbátar skipsins voru hafðir viðbúnir, ef eitthvað skyldi verða að á meðan far- þegarnir biðu eftir björgunar- bátnum frá Anstruther, sem kallað var á með SOS merkj- um“. Skúli Guðjónsson fór aftur til skipsins í gær til þess að hafa eftirlit með björgun rannsókn- artækjanna, er hann ihafði með íe'rðis og nota á við matvæla- rannsóknimar í Færeyjum. Lydersen skipstjóri gekk síð- astur frá borði í gærkvöldi, og gisti á May-eynni í nótt. Norska skipið, sem strandaði um leið og ísland. Osló í gær. Eimskipið Rein frá Bergen strandaði í gær í nánd við Wick á Skotlandi í niðaþoku. Áhöfn- inni bjargaði breska eimskipið Smiling Horn og flutti til Wick. Skipstjórinn á Smiling Horn segir, að það hafi verið ógerlegt að komast nálægt Rein, Varpaði hann akkeri og ljet skip sitt reka eins nálægt Rein og hann þorði. Settu skipsmenn á Rein því næst út tvo björgunarbáta og eftir mikla erfiðleika tókst að koma öllum skipsmönnum út í Smiling Horn, sem var í námunda við Rein alla nóttina. Þegar birti fóru skipsmenn af Smiling Horn í björgunarbátum út í Rein og björguðu fatnaði og munum skipverja. Samkvæmt Lundúnaskeytum óttast menn, að eigi verði unt að ná Rein út. (Skv. FB.). STÓRBRUNI í OSLÓ. Oslo í gær. Sex hæða verslunarhús eyði- lagðist af eldi í Osló í gær. Tjónið er áætlað 700.000 kr. (NRP—FB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.