Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 3
Fimtudagur 15. apríl 1937,
MORGUNBLA ÐIÐ
3
Morgunblaðið
vann málið.
Hæstarjettardóm-
ur sem hefir
þýðingu fyrir
blöðin.
Hæstirjettur kvað í gær
upp dóm, sem hefir al-
menna þýðingu fyrir blöðin.
Dómurinn var um skyldur
blaða til að birta leiðrjett-
ingar samkv. 11. gr. tilskip-
unar um prentfrelsi frá 9.
maí 1855.
Það var Morgunblaðið sem
fekk Hæstarjett til þess að skera
úr um þetta atriði.
Mál þetta fór af stað haustið
1935, og spanst út af skrifunum
um Spánarsamninginn. Þá birtist
í Morgunblaðinu grein um Spán-
arsamninginn eftir Ólaf Thors
alþm. Helgi Guðmundsson banka-
stjóri vildi fá birta stutta at-
hugasemd við grein Ólafs, er hann
kallaði leiðrjettingu, sem Morg-
unblaðið fekst ekki til að birta.
Út af þessu spanst málið.
Morgunblaðið tapaði málinu
fyrir undirrjetti, og var dærnt til
að birta „leiðrjettinguna“ að við-
lagðri 100 kr. dagsektum.
Þessum dómi áfrýjaði Morgun-
blaðið til Hæstarjettar, sem kvað
upp dóm í málinu í gær.
Úrslitin urðu þau, að Hæsti-
rjettur sýknaði algerlega Morg-
unblaðið, með þeim forsendum,
að hjer hefði ekki verið um
neina leiðrjettingu að ræða á
grein Ólafs Thors. Málskostnaður
var látinn falla niður.
Pjetur Magnússon hrm. flutti
málið fyrir Morgunblaðið.
17 ára piltur
játar á sig mörg
innbrot.
Lögreglan handsamaði 17 ára
gamlan pilt í fyrrinótt, sem
var búinn að brjótast inn á tveim
ur stöðum hjer í bænrnn um nótt-
ina.
Lögregluþjónn, sem var á verði
á Hverfisgötu þessa nótt, mætti
piltinum með fult fangið af smíða
verkfærum, og þótti framferði
hans nokkuð grunsamlegt.
Piltur þessi, sem áður í vetur
hefir verið handsamaður fyrir
ýmsa þjófnaði, meðgekk í gær
ýmsa smáþjófnaði, sem framdir
hafa verið undanfarið hjer í bæn-
um. Hann hafði viðað að sjer
miklu af lyklum og var laginn
á að komast inn í luis með þeim.
Sumir þjófnaðirnir, sem hann hef
ir játað á sig, eru smávægilegir,
aðallega smíðaverkfæri, og hafa
ekki verið tilkyntir lögreglunni.
í fyxminótt, þegar pilturinn var
handsamaður, hafði hann brotist
inn á tveimur stöðum, í fiskbiið
Sigurðar Gíslasonar og á smíða-
verkstæði á Hverfisgötu 23.
Sir ]ohn Simon mótmæiir
fullyrðingu um „vanmátt
breska flotans".
Vantrausttillsgan á bresku
stjðrnina feld.
Svaraði
fyrir hönd
sf |é rnarinnar
VantrauststiIIagan á bresku stjómina, vegna
afstöðu hennar til hafnbanns Francos, var feld
í breska þinginu í kvöld með 345 atkvæðum
gegn 130 atkv.
London í gær.
Sir John Simon hjelt því fram í ræðu sem
hann flutti í breska þinginu í gær,
þegar vantrauststillaga stjórnarand-
stæðinga var lögð fram, sem bygð er á því
,,að stjómin hafi, með því að vara bresk skip við
að sigla til Bilbao, lýst yfir vanmætti breska flot-
ans til þess að vernda breska verslunarflotann og
að stjórnin hafi í raun og veru afsalað sjer fyrir
hönd breska verslunarflotans þeim rjettindum til
frjálsra siglinga, sem honum bæri samkvæmt al-
þjóða lögum“.
— Sir John Simon hjelt því frain, ,,að um það skyldi
enginn efast, að breskum skipum er hægt að ryðja leið
inn í hvaða höfn í heimi sem er, en í þessu tilfelli aðeins
með tundurduflahreinsurum, og það væri tvímælalaust
rof á hlutleysissamningnum, þar sem tundurduflahreins-
arar teljast til herskipa“.
Mikilvægur ágreiningur.
1 ræðunum kom fram ágreiningur milli Sir John Simons, og
Mr. Attlees, foringja stjórnarandstæðinga, í atriði, sem hefir
mikilvæga þýðingu. Mr. Attlee sagði:
„að sjer hefði borist skeyti frá stjórnarforseta Baskahjer-
aðsins á þá leið, að engu erlendu eða spönsku skipi hefði verið
sökt, nje á þau skotið, innan landhelgi við strendur Baska-hjer-
aðs. Ennfremur hefði hvorki Baskastjórnin nje skip Francos
lagt tundurdufl við Bilbao-höfn. Ef bresk skip gætu því ekki
siglt með öryggi til Bilbao, þá stafaði það eingöngu af því, að
bresk herskip væru ekki þess megnug, eða viljug, að vernda
bresk verslunarskip“.
Þessu svaraði Sir John Sirnon „að hvað sem öllum
yfirlýsingum liði, þá hefðu uppreisnarmenn Iagt
tundurdufl við mynni Bilbao-hafnar, og hefðu
tveir eða þrír tundurduflahreinsarar Baskastjórn-
arinnar orðið fýrir tundurduflum og eyðilagst“.
(Sjá yfirlýsingu frá spánska ráðuneytinu í London á öðrum
Sir John Simon sagði, að sú
stefna, sem breska stjórnin
hefði tekið upp um siglingar
breskra skipa við Spánar-
strendur ætti sjer lengri aldur
en Mr. Attlee virtist álíta.
Á síðastliðnu hausti hefðu
biæsk skip verið vöruð við því
að sigla um þau svæði þar sem
spánska stjórnin hefði lagt
tundurdufl, og væri það hlið-
stætt aðvörun þeirri, sem gefin
hefði verið út í vikunni sem
leið, þar sem sú stjórn sem ætti
í innbyrðis ófriði væri frá sjón-
armiði alþjóðalaga engu rjett-
hærri á siglingaleiðum en þeim
sem hún ætti í ófriði við.
En í fyrra hefði ekki
heyrst eitt orð frá verka-
mannaflokknum, í mót-
mælaskyni gegn þeim var-
uðarráðstöfunum, sem.
breska stjórnin hefði þá
gert til vemdar breskum
skipurn, og þá ekki talað
um hlutleysisbrot.
(Samkv. FU).
rim
>A IIITLERS OG
PÁFASTÓLS.
London í gær. FÚ.
¥-v ýska stjórnin hefir svarað
* ásökunum þeim, er páf-
inn beindi gegn stjórninni í
hirðisbrjefi því, er hann birti
kaþólskum mönnum í Þýska-
landi nýlega.
Stjórnin lætur í ljós undrun
sína yfir því, að páfinn skuli
hafa, með hirðisbrjefi sínu,
mælst til þess, fyrir öllum heim-
inum, að mynduð yrðu almenn
samtök gegn Þýskalandi.
Siglingaleiðin til
Bilbao er opin -
segja Baskar.
London í gær. FÚ.
Spánska sendiráðið í
London birti í dag yfiirlýs-
ingu þess efnis að því hefði
borist yfirlýsing frá
Baskast jórninni um að skip
stjómarinnar hjeldu vörð
um innsiglinguna til Bil-
bao, og að fjöldi skipa,
bæði breskra og annara
þjóða, hefðu siglt bæði í
höfn og úr, frá 1. apríl
til 13. apríl, án þess að
nokkuð yrði þeim að meini
Magnús Kristjðnsson
vinnurlO km. göngu
á ísafirði.
ísafirði, miðvikudag.
Magnús Kristjánsson varð
sigurvegari í 10 kiló-
metra kappgöngu á skíðum,
sem fram fór hjer við ísafjörð
s.l. sunnudag.
Tími Magnúsar var 48 mín.
og 48 sekúndur. Skíðakapp-
gangan fór fram í Seljalands-
dal.
*
Magnús Kristjánsson er mesti
göngugarpur á skíðum hjer og
hefir unnið fjölda kappgöngur
á undanförnu. Hann varð ann-
ar í skíðakappgöngunni í lands-
móti skíðamanna í Hveradölum
í vetur. Amgr.
Sir John Simon.
120 manns vinna
nú viö Sogs-
virkjunina.
Nýr yfirverkfræð-
ingur í slað
Schröder-Pefersen.
Útvarpið neitarað birta
áskorun borgara-
fundar á Akureyri.
Akureyri miðvikudag'.
Almennur borgarafundur hjer
á Akureyri, sem haldipn var
s.l. sunnudag, samþykti eínróma
áskorun til Alþingis um að sam-
þykkja ríkisábyrgð fyi •ír iy2
miljón króna til rafvirkjunar
Laxár í Þingeyjarsýslu.
Utvarpið neitaði frjettarjtara
sínum að birta áskorun þessa.
Kn.
VINNA er nú að hefjast
af fullu fjöri við Sogs-
virkjunina, en lítið hefir ver
ið unnið þar eystra seinni
hluta vetrar vegna slæms
tíðarfars.
Munu nú vera komnir
austur alt að 120 manns,
verkamenn, smiðir, múrar-
ar o. s. frv. Er byrjað að
steypa bað, sem hætt var við
í haust. Hefir áaætis steypu
i veður verið við Sogið undan-
farnar tvær vikur.
Ottast var, að víniia myndi
stöðvast aftur vegíia þess, að
Hellisheiði var ófær bílmn og
, ekki liægt að fíytja að efni, svo
I sem sement, en nú er Hellisheiði
, orðin fær bílum aitú'r ög geta
því flutningar., faríð’ íraip eftir
þörfum.
Schröder-Petersen, danski verk-
fræðingurinn, sem hafði yfirum-
sjón með Sogsvirkjuhinni fyrir
I Höjgaard & Sclmltz. befi’r látið
fí h] •' < i' . >í M {fí, Q I ' > 1; i ' ' '
af starfi sínu og er.. farinn til
J,-l ■iTíOlfOi
Daninerkur. í hans sfað kom
Langvad verkfræðingpr,, sem
nú er yfirverkfræðingur þar
evstra.
Nokkrir bátaeigendur hafa far-
ið þess. á leit við hafnarstjórn að
fram verði látin fara lagfæring á
.Selsvör. Hafnarstjórn hefir sam-
þykt að verða við þeim tilmælum.
STJÓRN ÍTALA Á
ABYSSINÍU.
London í gær. FÚ.
Hinir abyssinsjíu flóttamenn,
sem komnir eru jtil Breska
Somalilands, hafa hinar mestu
hörmungarsögur að segja. ,,
Allir hafa þeir ferðast fót-
gangandi, að mestu leyti, sumir
óravegu, eða aílt ^é 1280 kíló-
metra, og hefir fj.Öldi fólks ör-
magnast og dáið á leiðinni.
Fióttamenn segja, að í Gala-
hjeraði sje fjöldi manna heim-
ilislaus, þar sem lönd þeirra
hafi verið tekin eignanámi, og
að þar sje alvarlegur matvæla-
skortur.