Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 7
Fimtudagur 15. apríl 1937. MORGUNBLAÐIÐ Dansskemtun og Bíósýning fyrir 50 aura. Skemtifundur sósíalista í Keflavík. i lerklýðs- og sjómannafje- V iag Keflavíkur boðaði til skemtifundar í Keflavík í fyrrakvöld, og var meðlim- um verklýðs- og sjómanna- fjelaga Grindavíkur og Sand gerðis boðið á skemtunina. Til skemtunar var auglýst kvikmyndasýningar og dans i eftir. Aðgangur kostaði 50 aura. Landlega var þetta kvöld á Suðurnesjuiu og þóttust margir fá góða skemtun fyrir litla pen- ipgft, enda sóttu rúml. 300 manns fkeintunina, en flestir komu þó ekki fyr en undir miðnætti, er dansinn hófst. Stóð hann til kl. 3 , um nóttina. Kvikmyndirnar voru norskar anglýsingakvikmyndir fyrir sósíal ispiann, sem sósíalistar í Noregi tjetu gera fyrir kosningarnar í fyrraiiaust og bafa nú lánað flokksbræðrum sínum hjer. , jÁ skemtuninni voru mættir Jón Sigurðsson erindreki og Sigfús Sigurhjartarson gnðfræðingur. í>eir „útskýrðu“ kvikmyndirnar. , þiaust fvrir klukkan 11 voru bprnar upp tvær tillögur, í sam: þandi við niðurdrepsfrumvarp súsíalista á stórútgerðinni, en hin yar um vinnulöggjöfina. Á skemtuninni voru þá rúmlega 200 manns, og flestum farið að lengja eftir að dansinn byrjaði. Voru tillögurnar samþyktar með langt innan við 100 atkv., því að miusta kosti 2/3 fundar- inanna vildi ekkert sinna þeim. Alþýðublaðið í gær er ákaflega glatt yfir þessari skemtun í Keflavík ög lætur skína í gegn að 400 sjómenn og verkamenn hafi samþykt traustsyfirlýsingu á stefnu sósíalista. En eins og sjá má af framanrituðu er hjer um tómt grobb að ræða, eins og yfir- leitt allar frjettir af fundum sósíalista í verklýðsfjelögunum dti á íandi undanfarið, og er skemst að minnast fölsuðu frjett- anna úr l!,%rðastrandarsýs]u. Qagbófc. |X| „Helgafell" 59374157 — IY./V. — 2. I.Q.O.F. 5 = 11841581/2 = E. S. 9.1. Veðrið í gær (miðv.d. kl. 17): Hæg V-átt og víða rigning vestan lands, en S- eða SA-gola á N og A-landi. Hiti 1—4 stig vestan lands, en annars staðar 6—8 st. Grunn lægð uin ísland og Græn- landshafið. Önnur lægð að nálg- ast suðvestan af hafi og útlit fyr- ir að hún muni bráðlegö valda vaxandi SA-átt hjer á landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hægviðri fram eftir deginum, en síðan vaxandi A-átt. Urkomulaust að raestu. Háskólafyrirlestur á ensku. í kvöld kl. 8 flytur Mr. Turville- Petre fyrirlestur í háskólanum: Some remarks on modern English pronaunciation. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað frk. Þorbjörg Sigurjóns dóttir Jónssonar bóksala, Þórsg. 4, og Friðrik Vigfússon bókh. Vigf. Guðbrandssonar klæðsk., Brávallag. 20. Agnar E. Kofoed-Hansen, flug- málaráðunautur ríkisstjórnarinn- ar, hefir lagt fram erindi til hafn arstjórnar, þar sem farið er fram á endurbætur á flughöfninni í Vatnagörðum. Hafnarstjóra var falið að ræða þetta mál við rík- isstjórnina. Bókamenn! Þessa dagana hverfa af bóka- markaðinum margar ágætar bæk- ur og koma aldrei í bókaverslanir aftur. Slysið á Snorra goða. Til að fyrirbyggja misskilning skal þess getið, að Snorri goði var ekki á ferð, er manninn tók út af skip- iínu. Var verið að innbyrða vörp- 'úha, en skipið rak nndan. Dóftskeytamaðurinn og há- seti fleygðu sjer út til að ná manninum, og tókst loftskeyta- manninum að ná honum. Myndi ekki kunningja yðar, sem ekki er viðstaddur þessa daga, langa til að eignast ein- bverja þeirra. f dag eru þær seld- ar fyrir brot úr sannvirði — á morgun eru þær ef til vill ófáan- legar. — Til dæmis þessar bækur: Ofurefli, eftir E. H. Kvaran. Ólöf í Ási, eftir Guðm. Friðjóns- son. Sjóferðasöguraar, eftir Sveinbjöm Egilson. Mannætnr, Eftir Árna Friðriksson. Grand Hotel, eftir Vicki Baum. Mataræði og þjóðþrif, eftir dr. Björgn C. Þorlákson. Daglegar máltíðir. Scotland Yard. , Saga nnga mannsins fátæka. Húsið í skóginnm. Geislar, eftir Signrbj. Sveinsson. Krónn-útgáfan (öll 4 heftin fyrir eina krónu. í þeim er óhemju mikið lesmál og margar ágæt- ar sögur). Útsalan er í Bókaversltin Sig- fúsar Eymnndssonar. Gerið kanp- in í dag. Á morgnn er það ef til vill of 8eint. Verður Hauksbryggja rifin? Hafnarstjórn hefir á síðasta fundi sínum samþykt að fela hafnar- stjóra að annast um, að eigendur Hanksbryggju framkvæmi nauð- synlegar viðgerðir á bryggjunni, eða rífi bana að öðrum kosti. Gísli Guðmundsson skipstjóri hefir verið ráðinn til þess að gegna hafnsögumannsstörfum hjer í Reykjavík, í stað Jóns Ax- els Pjeturssonar, sem nú hefir frí frá störfum. Selfoss var í Keflavík í gær og tók til útflutnings 702 tunnur áf lýsi frá Bræðslufjelagi Keflavík- ur og Haraldi Böðvarssyni & Co. 1<’1 utningaskipið.,,»Eílda kom til Keflavíkur í gær tiþ að lesta fisk til útflutnings, KristniboðsfjeÍag kvenna beld- ur fund í dag kl. 5. Franskur togari kom í gær til að taka olíu. B.v. Þorfinnur var tekinn úr Slippnum í gærmorgun og línu- veiðarinn Venus var dreginn í Slipp til viðgerðar. E.s. Hekla kom í gær með sem- entsfarm. Boyne, enskt eftirlitsskip, kom hingað í gær. Margrjet Þórðardóttir, systir Jóns heitins Þórðarsonar kaup- manns, er 87 ára í dag. Hún dvel- ur á Elliheimilinu Grund hjer bæ, blindur einstæðingur, en að öðru leyti allvel hress. Sýslufundur Vestur-ísafjarðar- hófst s.l. mánudag á Flateyri. Eimskip. Gullfoss er í Stykk- ishólmi. Goðafoss er á Djúpuvík. Brúarfoss er í Gautaborg. Detti- foss er í Hamborg. Lagarfoss var á Stöðvarfirði í gærmorgun. Sel- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Keflavík. 17. ársþing umdæmisstúkunnar nr. 6 var sett á ísafirði s.l. mánn- dag. Mættir voru 20 fulltrúar frá ll undirstúkum. M.-A.-kvartettinn hjelt „al- iýðu“-söngskemtun í Gamla Gíó gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Var aðsókn svo mikil, að að- göngumiðarnir seldust upp á tæpri hálfri klukkustund í gær- morgun. Söngmönnunum var að vanda tekið með afbrigðum vel af áheyrendum. Sökum þess hve margir urðu frá að hverfa í þetta skifti, munu söngmennimir hafa í hyggju að endurtaka „alþýðu“- söngskemtun sína á föstudags- kvöldið. Útvarpið: Fimtudagur 15. apríl. 20.00 Frjettir. 20.30 Bjarni Sæmundsson dr. phil. sjötugur: a) Erindi (Vilhjálmur Þ. Gíslason); b) Upplestur. 21.15 Einleikur á celló (Quiqerez) 21.40 Frá útlöndum. 21.55 Útvarpshljómsveitin leikur (til kl. 22.30). Allskonar ritfong. Sem aðalumboðsmenn hins heimskunna firma John Dickinson & Co., Ltd., London, útvegum við ritföng hverju nafni sem nefnast frá þeim. M. a.: Lausblaðabækur, Allskonar vasabækur, Skrifpappír, Prentpappír, Venjulegar verslunarbækur, Allskonar flösku- og dósamiða, litprentaða, Lámpappír og vjelar, „Cellophan“ pappír, og yfirleitt alt þessari iðn viðvíkjandi íssT Það er alkunnugt, að betri vörur en Dickinsons fást ekki í víðri veröld. H. BENEDIKTSSON & CO. Húsei^nin Framnesveg 3Í er til sölu. Upplýsingar gefur GUNNAR ÞORSTEINSSON, Hrm. Sími 1535. Fyriffliggjandi: ov Til leinf ii við Laugaveg 58 14. maí n. k. 2 stofur samliggjandi á móti sól, fyrir kr. 50.00 á mánuði. 5ig. (?. 5kjalöberg. 3 -JHUS fiit&Iq Vðrnvagnar. Sekk}atrill«ir. Lausasmið)ur. Vjelsmiðjan Hjeðinn. Sími 1365 (þrjár línur). .0 i Morgunblaðið með morgunkaffjnu É NORSKA HERSKIPIÐ. Oslo í gær. Utanríkismálanefnd norska Stórþingsins hjelt fund í dag til þess að ræða hinn fyrir- hugaða leiðangur herskipsins „Olav Trygvason“ til Spánar- stranda. Mowinckel er fram- sögumaður í málinu. Að því er blöðin segja munu nokkrir nefndarmenn — eink- ui$ Bændaflokksmenn og Vinstriflokksmenn — draga í efa, hvort halda skuli áfram með áformið, einkanlega vegna hinnar breyttu afstöðu bresku ríkisstjómarinnar gagnvart hafnbanni Francos. (NRP-FB) Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að mað- urinn minn og faðir okkar, Þórarinn Jónsson, Hverfisgötu 98, druknaði hinn 13. þ. mán. af togaranum Snorra goða. Jarðarförin ákveðin síðar. ...... Sigríður Gísladóttir og böra. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Einars Bjarnasonar, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 17. þ. m. og hefst með húskveðjn á heimili hins látna, Laugaveg 142, kl. 1 e. hád. María Gísladóttir og böra. Jarðarför mannsins mins, Valdimars Jónssonar, fer fram frá dómkirkjnnni föstud. þ. 16. þ. m. og hefst kl. 1 með húskveðju að heimili hins látna, Njálsgötu 77. Athöfninni í dómkirkjnnni verðnr útvarpað. Magðalena Jósefsdóttjr. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, dóttur og systur, Kristínar Jónsdóttur. Guðmundur Kr. Guðjónsson og böm. Sigríður Guðmundsdóttir. Jón Símonarson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.