Morgunblaðið - 15.04.1937, Blaðsíða 6
6
Æskulýðsvika
K.F.U.M. og K.F.U.K. Sam-
koma í kvöld kl. 8 V&. Sjera
Friðrik Friðriksson talar.
Söngur og hljóðfæraleikur.
Allir velkomnir.
j Svefnherbergissett
• (komplet) vandað, sem
2 nýtt, til sölu strax. —
» Tækifærisverð. Upplýs-
2 ingar Laugaveg 17.
Sólrik Ibúð,
2 herbergi og eldhús, óakast 14.
maí eða fyr.
Uppl. í síma 4614.
Sumarbústaðir.
Tvö skólahús á einhverjum
fegurstu stöðunum í Mýr-
dal fást leigð í sumar. —
Hvort húsið hentugt fyr-
ir eina fjölskyldu.
Upplýsingar gefur
Magnús Finnbogason,
Reynisdal.
(Fyrst um sinn í síma
9175).
t
2
v
T
l
f
I
Tilkynning.
X Bins og undanfarin sumur
& tekur Kvenfjelagið Hringur-
inn í Hafnarfirði veikluð
•{♦ börn úr Hafnarfjarðarkaup-
Y
Y stað til dvalar að Sólheim-
um í Grímsnesi á komandi
% sumri, og verða börnin val-
| in í samráði við lækna bæj-
iarins. Umsóknir sendist fyrir
v 1. maí n. k. forstöðukonu fje-
Y lagsins, Ingileif Sigurðar-
dóttur, Hábæ, Hafnarfirði.
Hafnarfirði 14. apríl 1937.
Kvenfjel. Hringurinn.
Bllaeigendur.
Er ekki klæðningin innan í bíl-
unurn ykkar orðin ijeleg. eða
toppurinn farinn að leka?
Jeg útvega með fyrirvara fyrsta
flokks klæðningu í öllum litum,
einnig allar gerðir af toppaefni.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
Haraidur Sveinbjarnarson.
Laugaveg 84.
ágætt.
VersL Visir.
Sími 3555.
MORGUNBLAÐIÐ
| Framhnld af 5. sfiðu. |
Þekking útrýmir hindurvitnum...
indamanna, en þó einkum dr. Jobs
Schmidt, því við unnum altaf sam-
an sem einn maður.
Sumurin 1908 og 1909 fór jeg
sjerstakar rannsóknaferðir á mót-
orbát um ísafjarðardjúp og Húna-
flóa. En auk þess var jeg oftast
nær þátttakandi í rannsóknum
dönsku fiskifræðingmnna, er þeir
komu hingað á sumrin.
Árið 1923 fekk jeg lausn frá
kenslustörfunum við Mentaskól-
ann. Þá gat jeg fengist við rann-
sóknastörf jafnt sumar sem vetur.
Það var mikill ljettir, t. d. að
geta á ýmsum árstímum farið í
rannsóknaferðir á togurum. Þær
voru alls 11 ferðir mínar með
Skallagrími. Fyrstn ferðina fór
jeg austur á Hvalsbak. Þá næstu
vestur á Hala.
Hin „háskalegu“
þorskanet.
— Hvernig var þekking manna
á fiskigöngum, er rannsóknir yðar
byr juðu ?
— Það yrði langt mál að greina
frá því. Aðal fiskifræðingurinn þá
var Jón í Hlíðarendakoti, eins og
ritgerðir hans í blöðunum bera
vott um.
Það var víst árið 1899, sem
hann skrifaði í ísafold um friðun
Faxaflóa, sem nú er á dagskrá.
Hans fræði viðvíkjandi þorskinum
voru m. a. þéssi:
Allur þorskur hjer við land
hrygnir í þarabeltinu meðfram
ströndinni á svæðinu milli Mýra-
og Vestmannaeyja, einkum þó
innan Garðskaga. Þorskurinn
gýtur í þaranum, og hrognin
klekjast út við botninn. Bf botn-
vörpuveiðar eru leyfðar á þessu
svæði sópast allur þorskstofninn
burtu.
— Var ekki mikil ótrú á neta-
veiðum í þá daga?
Afar mikil mótspyrna var á
móti netaveiðum sem háskalegum.
Það var Skúli fógeti, sem byrjaði
að veiða hjer þorsk í net, eins
og kunnugt er. En netaveiðin
komst ekki út fyrir Faxaflóa
fyrri én á þessari öld. Með lögum
og reglugerðum var hún takmörk-
uð. Mátti eigi legffja nétin fyrir
14. mars ár hvert. En með sam-
þyktum og bráðabirgðalögum var
hert á þessu, svo net máttu ekki
koma í sjó fyrri en snemma í
apríl.
Seltirniiigar voru sjósóknarar
miklir og fóru með net sín í Garð-
sjó. En þá urðu Hafnfirðingar og
Strandarmenn æfir, því þeir full-
yrtu, að netin í Garðsjónum stöðv-
uðu gersamlega þorskgöngu til
sín.
Ut af þessu urðu dómar, jafn-
“vel fangelsanir og mikið- mála-
þras.
Einn netaþorskur
í Eyjum.
Þegar jeg kom heim frá námi,
stóðu menn enn í þeirri trú hjer,
að netaþorskur . væri alveg sjer-
stök þorsktegund, sem hvergi væri
ti! nema í Faxaflóa. Jeg fór að
athuga þetta, og sá ekki betur en
að þorskur sem kæmi í net væri
alveg sama tegnnd og þorskur
veiddur t. d. á lóð eða hvernig
sem var. Netaþorskurinn var
venjulega vænn og feitur.
Jeg fekk Grindvíkingana til að
reyna net, fyrsta utan Faxaflóa.
Netaveiðin varð brátt þeirra aðal-
veiði. Og Þorstéinn Jónsson í Lauf
ási í Eyjum reyndi fyrstur net
þar. Hann hafði vond net og ó-
hentug — og veiddi einn þorsk
við fyrstu tilraun. Þetta varð
vatn á myllu þeirra vantrúuðu.
En mjer þótti vænt um að þorsk-
urinn var ekki nema einn sem
kom í net Þorsteins í þetta sinn,
þegar Vestmannaeyingar voru
farnir að veiða 2—3 miljónir
þorska á einni vertíð.
Og þegar ensku togararnir fóru
að venja komur sínar hingað í
Faxaflóa, og mokuðu hjer upp
þorski mikinn hluta árs, fóra
menn að slaka á netaveiðahann-
inu. Menn sáu, að netin gætu þó
aldrei gert annan eins usla eins
og togararnir hlytn að gera. Og
svo fór, að eigi var lengur amast
við netunum.
Eitt sinn, skömmu fyrir alda-
mót, var jeg staddur að sumri til
suður í Garði. Þá var þar enskur
togari er mokað hafði upp neta-
þorski í landhelginni. Þá fjekk
jeg einn útvegsmann til að reyna
að leggja þorskanet, þó að snm-
arlagi væri. Þetta var upphaf að
því, að netaveiði var stunduð í
Garði um það leyti árs.
En kmmleiki manna á þorsk-
göngum óx smátt og smátt, með
framhaldandi rannsóknum, merk-
ingum og athugunum. Svo nú
þekkjum við æfisögu þorskins í
aðaldráttum, að hann gýtur ekki
í þaraskógum heldur í yfirborði,
og ungviðið elst upp alt í kring
um landið.
Smalamenska
hvalanna.
— Voru ekki heilmikil hindur-
vitni um ábrif hvala á síldargöng-
ur ?
Fyr mátti nú vera. Það var
um aldamótin. Þá veiddu menn
síld fyrir norðan og austan upp á
þann máta, að þeir biðu eftir að
síldin kæmi inn á firði, og mætti
taka hana í kastnætur. En svo
hætti síldin að kóaúa*iiin á firð-
ina. Og þá váf'ltVaíVðiðttnum kent
um alt sajmn?. 'Áð úi\ væm hval-
irnir orðnir svo-fá+r, að þeir gætu
ekki annaðiþéssu hlutverki í þágu
þjóðarinnar, að reka síldina inn
í firði.
Meim liöfðu 'tröllatrú á hvölun-
um í þessu efni. Þeir áttu áð köúia
eins og fjallskilamenn f.dl aU'á 'léið
frá- Horui austur að Rauðunúpum
og reka síldina á imdaii sjer upp
að landinu og alla leið inn í instu
fjárðarbotna. '
Meðau landsmeim reru á sírfta-j
fleytum stóð þeim ógii'áf hvölhn-
um. Og sú trú festi' ræítíf,1 að’iiiin
minnimáttar sjávardýr lilyfu lika
að vera sárskelkuð við'hvrflma.
Þegar það kom upp úr kafinu,
að hvalir lifa á sömu fæðu
og síldin, breyttist viðhorf
þessa máls allmikið. Og þó mnn
eigi vera hægt að fullyrða að enn
sjeu ekki til þeir menn sem trúa
á „síldarsmalamensku hvalanna“
og kenni hvalafæðinni nm sfldar-
leysi með ströndum fram.
Það var fyrir mína áeggjan, að
útgerðarniemi hjer við Flóann
fóra að reyna að sækja síldina út
á sjóinn. Jeg studdi þá nppá-
stungu mína við það, að sjómenn
sögðu mjer hve oft þeir sæju til
síldar fjarri landi. Upp úr því
var stofnað hjer reknetafjelag
við Faxaflóa.
Mönnum hættir altaf við að
gleyrna því að aflaleysisár á þorsk
og sfld hafa hjer komið áður en
nokbur hotnvarpa var til, og
nokkur hvalur var drepinn af
mannavöldum.
„Hver hefir boðið þjer?“
Eíðan barst talið að Náttúru-
gripasafninu, en formaður Nátt-
urafræðifjelagsins hefir dr. Bjarni
verið í 30 ár og forstöðumaður
safnsins jafnframt. Hann tók þar
við af dr. Helga Pjeturss.
— Jeg hefi varið nokkuð mikl-
um tíma í störf við Náttúrugripa-
safnið, segir dr. Bjarni, en jeg
hefi gert það að gamni míiiu.
En nú er ilt í efni. 011 stækkun
og efling safnsins er útilokuð
vegna plássleysis. Það er að vísu
ekki nýtt, að Náttúrugripasafnið
hafi við húsnæðisskort að húa. Svo
hefir verið frá öndverðu að kalla.
Við fluttum í Landsbókasafns-
húsið 1908. En skömmu eftir að
safnið var þangað kömið, fjeltk
jeg fyrirspurn frá landritara um
það, hvaða leyfi jeg hefði til þess
að flytja safnið þangað, og leggja
þetta húsnæði undir Náttórugripa-
safn. Eftir því sem hann vissi
best væri engin heimild fyrir því.
Jeg sagði sem var, að formlegt
leyfi hefði jeg ekki fengið. En jeg
hefði sjeð á updrætti hússins, eft-
ir Kjörhoe byggingameistara, að
hann ætlaði Náttúrugripasafninu
þetta pláss, og eftir þeirri tilvísun
á teikningunni hefði jeg farið.
Annars var engin hætta á ferð-
um með safnið. Því ef við hefðum
verið reknir út úr húsinu með
það, þá hefðum við óðara sagt; að
ríkið gæti upp frá þeirri stundu
átt safnið, og ríkisstjórnin rjeði
svo hvert safninu yrði fleygt. Al-
veg það sama get.um við sagt etm
í dag, ef við safninu er ainast,, þar
sem það er nú.
Annars gæti jeg skrifað margt
Fimtudagur 15. apríl 1937.
FRAMH. AF FYRRA DÁLKl.
og mikið um safnið og framtíðar-
hugmyndir um það mál; Jeg hýst
við því að hagkvæmast þyki að
hafa söfnin þrjú undir sama þaki
þjóðminjasafnið, náttúragripasafn
ið og listasafnið.
Er jeg sendi umsókn Náttúru-
fræðifjelagsins til ríkisstjórnar-
innar um hinn árlega styrk til
fjelagsins nú síðast, benti jeg á.
að árið 1939 er fjelagið 50 ára,
og væri vel við éigandi, að þá
hefði safnið fengið viðunandi hús-
rúm.
Þriggja manna maki.
Við töluðum síðan saman um
stund um heima og geima, urn
gamla daga og nýja tíma. A borð
inu fyrir framan okkur voru há-
ir staflar af hókum og bækling-
um frá fiskifræðingum tíitan úr
löndum.
— Jeg öfunda þá ekki, sem í
framtíðimii eiga að fylgjast með
öllu því, sem gerist á sviði fiski-
fræðinnar, sagði Bjarni. Menn
verða altaf að taka sjer þrengrí
og þrengri sjerfræðisvið. Öðru-
vísi í mínu ungdæmi. En að mjer
hefir tekist að koma einhverju
í verk, sem gagn er að, kemur
helst til af því, að jeg hefi altaf
nuddað við mitt verk, reynt að
láta sem fæsta daga falla úr, því
aldrei hefi jeg neinn áhlaupamað-
ur verið. Þegar starfsæfin verður
nokkuð löng, kemst- eitthvað í
verk með'þessu móti. u ésuj.r..:
Þá duttu mjer í' 'hnfe ' úrðoer-
lends náttúrufræðings, sem haft
hefir löng og náin kynni af dr.
Bjariia, er rannsöknastörf háns,
bárust í tal: „Bjarni Sæmundssón
hann er á við þrjá“.
Það er með iðni og þrautseigju
á langri starfsæfi, sem mefin
verða þríefldir á sviði vísindanjigi.
Aðalfnndur
■ Landsmálaffelaginii Verðft
verður haldinn fimtudaginn 15. apríl kl. 8% e. hád. í
Varðarhúsinu.
FUNDAREFNI:
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.