Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 2
MORGUN£LAÐIÐ Laugardagur 3. júlí 1937. Ekkert samkomulag um gæslustarf við Spán. Fundí hiutleysisnefndarinnar frestað um óðkveðinn tfma. Afstaða uppreisnarmanna og rauðliða á Spáni eins og hún er í dag. Bretar telja nefndína úr sögunni. E Eftir hálfan mánuð — 17. júlí — er ár liðið síðan styrjöldin á Spáni hófst. Kortið sýnir hvernig Spánn skiftist milli rauðliða og Francos eftir heils árs blóðuga styrjöld. Svörtu reitirnir sýna landrýmið, sem upp- reisnarmenn lögðu undir sig í júlí í fyrra. Það sem er krossstrikað sýnir þau svœði, sem Franco hefir lagt undir sig á undanförnu ári. Lóðrjett strikaður er sá hluti af Spáni, sem enn er í höndum spönsku rauðlið- anna. Dýrtíðin óx um þriðjung hjá alþýðu- fylkingarstjórninni. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Verð á lífsnauðsynjum í Frakklandi hækkaði síðast- liðið ár, eða árið, sem alþýðufylkingarstjórnin fór með völd um þirðjung. Á sama tíma hækkaði heildsöluverð um 47%- Franska stjórnin hefir nú gefið út tilskipun um há- marksverð og eftirlit með verðlagi. Verðhækkun bönnuð. LONDON f GÆR. FÚ. Með tilskipun þessari er öll verðhækkun, í heildsölu og smásölu bönnuð, nema á vissum landbúnaðarafurðum og vörum sem fluttar eru frá öðrum löndum og hafa hækkað þar í verði. Má verðhækkunin ekki nema meiru en sem svarar verðhækkuninni á útlendum markaði og sköttum og tollum er á vöruna kunna að vera lagðir. Eina undantekningin frá þessu eru matvörur, eins og til dæmis kjöt og grænmeti. Frankinn var í dag skráður 128 fyrir stpd. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆlt. kkeft samkomulag náðist á fundi und- irnefndar hlutleysisnefndarinnar í dag um eftirlit við Spánarstrendur. Fundinum var frestað þar til í næstu viku, án þess að tiltekinn væri neinn ákveðinn dagur. I morgun skrifuðu bresk blöð á þá leið, að, hlutleysisnefndin væri úr sögunni, ef ítalir og Þjóðverjar neituðu að samþykkja að Bretar og Frakkar hefðu einir á hendi eftirlit við Spán. Á fundi undirnefndarinnar í dag lýstu Þjóðverjar og ítalir yfir því, að þeir gætu ekki fallist á eftirlit af hálfu Breta og Frakka einna, þar sem með því væri ekki trygt að fullkomins hlútleysis væri gætt. í stað þess lögðu þeir frain gag'ntillögur á þá leið: 1) að báðum ófriðaraðiljum á,:Sþáni yrði veitt venju- leg ófriðarrjettíndn ' * 2) að gæslustarf hlutíéýSisnefmiarinnar meðfram ströndum Spánar yrði jáínframt látið falla niður, 3) að eftirlitinu á landi ýrði haldið áfram. Þessum gagntillögum ljetu fulltrúar ítala og Þjóðverja fylgja þau ummæli, að þeir aðhyltust enn sem fyr grundvallar- stefnu hlutleysisins. Þeir gerðu ráð fyrir að eftirlit yrði haft eftir sem áður með flutningum til hafna á Spáni, en því yrði þannig fyrir komið, að hver þjóð sæi um eftirlit fyrir sig. Eins myndi hver þjóð gæta hagsmuna sinna við Spán upp á eigin spýtur, ef stríðsaðiljum á Spáni ýrðu veitt ófriðarrjett- indi. KOLANÁMUSLYS í ENGLANDI. IChesterton í nánd við Stoke on Trent, varð í morgun mikið slys í kolanámu. Varð sprenging í kolanám- unni og því næst kom upp í henni eldur á meðan menn voru að verki niður í henni. Það er ekki ennþá kunnugt, hve mörgum mönnum slys þetta hefir orðið að bana, en menn halda að tuttugu og tveir menn sjeu þegar dánir, og nokkrir slasaðir. slasaðir. (FÚ.). Á fundi síðdegis í dag lýstu fulltrúar Breta og Frakka yfir því, að þeir myndu ekki geta fallist á þessar gagntillögur. — Maisky, fulltrúi Rússa, studdi þessa afstöðu Breta og Frakka. Hlutleysisnefndin úr sögunni. Endalok hlutleysisnefndar- innar (en þeösi málalok eru talin tákna ekkert áhnað en að nefndin sje nú úr sögunni) eru alment álitin geta haft hinar al- varlegustu afleiðingar. „The Times“ birti í morgun aðvör- un til Þjóðverja og ítala og benti á hve auðvelt það væri fyrir Frakka að senda vopn til Valenciastjórnarinnar yfir fransk-spönsku landamærin,, ef starfi hlutleysisnefndarinnar yrði hætt. Þýsk blöð ræða mikið um þetta mál í morgun (segir í Lundúnafregn F.Ú.) og vilja halda því fram að það sjeu af- skifti Breta og aðgerðir þeirra í hlutleysisnefndinni, sem eigi ök á því að starf nefndarinnar er raunverulega farið út um þúfur. ítalir ráðast á Breta. Málgagn Mussolinis II Po- polo d’Italia birtir nýja árásargrein á Breta í morg un. í greininni segir, að það sjeu ekki ítalir heldur Bretar, sem hafi hug á því, að leggja undir sig Baleareyjarnar (undan austurströnd Spánar). „Jafnvægið í vesturhluta Miðjarðarhafsins raskast“, seg ir í greininni, „ef Bretar leggja undir sig Baleareyjarnar og Frakkar Kanariueyjarnar“. Lítið er lagt upp úr þess- ari ásökun ítala í garð Breta úti um heijm. ítölsk blöð virðast hafa feng- ið fyrirskipun um að magna áróður sinn gegn Bretum, með það fyrir augum að telja ítölsku þjóðinni trú um, að nauðsyn- legt sje að ítalir sjeu á varð- bergi gegn þeim hættum, sem hagsmunum þeirra í Miðjarðar- hafi stafi frá Bretum, Frökkum og Rauð-Spánverjum. Frjettir í stuttu máli. Baskaland á valdi Francos. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Hersveitir Francos eru nú komnar að vesturmörk- um Baskahjeraðsins. Baska herinn hefir hörfað undan inn í Nýju Kastilinu. I samtali við breskan frjettaritara hefir Aguirre forseti Baskahjeraðsins lát- ið svo um mælt, að Baskar hafi verið yfirgefnir af öll- um, jafnvel þeim sem skylda bar til að veita þeim stuðning. * Loftárás á Santander. London í gær F.Ú. Tvö bresk skip fóru í dag með flóttamenn frá Santander til Frakklands. Meðan að þau voru aS leggja úr höfn, hófu upp- reisnarmenn loftárás á Santander. * Skrifstofum mótþróa-kirkju- fjelagsins í Berlín hefir verið lokað af þýsku leynilög- reglunni. Niemöller prestur, sem tekinn var höndum í gær, er í varð- haldi í Moabit-fangelsinu í Berlín. * Deilu Japana og Rússa út af árekstri þeim sem varð millií rússneskra og japanskra her- skipa á Amur-fljótinu er nú lokið. Tókust sættir í gær milli Litvinoffs utanríkismálaráðh. Rússa og sendiherra Japana í Moskva. * 53 % af gullforða heimsins er nú í höndum Bandaríkjanna. FYRIR BÁGSTADDA Á SPÁNI. Khöfn í gær F.Ú. Fyrir nokkru var opnuð í Kaupmannahöfn lista- sýning sem var kölluð „Spánar^- sýning danskra listamanna“. Var til hennar efnt með það fyrir augum að allur ágóði af sýningunni rynni til bágstaddra manna á Spáni. íslensku listamönnunum Jóni Engilberts, Þorvaldi Skúlasyni og Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara, var sjerstaklega boð- ið að taka þátt í þessari sýn- ingu. Sýndi Jón sex málverk, Þorvaldur Skúlason tvö og Sig- urjón Ólafsson tvær höggmynd- ir. Næturvörður er í nótt í Reykjá- víkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.