Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.1937, Blaðsíða 5
H.augardagur 3. júlí 1937. JÍORGUNBLAÐIÐ orguttfcIaí»ið H.f. ArvUnr, ^ltitjðrari J6n KJ&rtan«®or o» V»itÝr St.•tá.ntftov AnglýNÍngari Árnl öla atfatjðrn, a«f1lýila«M «| aftMVab- iotturftr®’ 9ImJ 1809. 4ab'^ftar«sriaaldi kr t 00 É naifjo*’ í Soaaatlm 16 tart alnta*'* ta •.ort LitfMlr.. EFTIR SUMARBLUNDINN. Margir halda því fram, að F r a m s ó k n a r f 1 o k k u r i n n hafi á undanförnum árum svikið öll sín stefnumál. En þetta er ekki rjett. Að vísu skal það játað, að í fljótu bragði verður ekki munað eftir nema einu máli, sem Framsókn hefir aldrei hvikað frá. En þetta eina hug- sjónamál hefir hún líka rækt svo, að hún hefir á hverjum tíma verið þess búin að fórna því öllu, þar með talið gefnum loforðum og flokksheiðri sín- um. Þetta „mál málanna“ hjá Framsóknarflokknum hefir alla stund verið og er enn: að vera við völd. Máltækið segir, að strákar liafi stærsta lukku. Strákalukka -Framsóknarflokksins hefir ver- ið meiri við þessar kosninghr •■en jafnvel strákarnir sjálfir, sem flokknum stjórna höfðu íbúist við. Þess vegna eru þeir íhálflamaðir af sigrinum og álíka vandræðalegir og karl- vinn, sem ekki gat skotið selinn, sem :kom upp svo fast við borð- stokkinn á bátnum, að „byssan var of löng“! „Kosningasigur“ Framsóknar fflokksins hefir þannig sett hann í hin mestu vandræði. Fulltrúar flökksins vita það mæta vel, að bændurnir í sveitunum hafa Ikosið þá til að halda fram hóflegri stjórnmálastefnu en farin hefir verið á undanförnum árum. SHinsvegar eru margir þingmenn Framsóknar þannig settir, að sósíalistar og komm- únistar hafa verið lóðið í meta- skálinni við þessar kosningar. Mörg kjördæmi þeirra hanga í hári. Sje brotið gegn vilja kjós- endanna til vinstri, sem fleyttu fulltrúunum inn í þingið, er 'teflt á þá hættu, að fjöldi kjör- dæma Framsóknar bregðist al- gerlega og sendi andstæðinga þeirra á þing. Þetta eru orsakirnar til þeirr- ar vanlíðanar, sem skín út úr öllum skrifum Tímamanna eft- ír kosningarnar, þrátt fyrir kosningaúrslitin. „Mál mál- anna“, stjórnaraðstöðuna, má ekki svíkja. En hvorn eiðinn á að rjúfa? Á að svíkja bænd- urna, sem kusu Framsóknar- fulltrúana til þess að berjast gegn áhugamálum sóSíalista? Eða á að svíkja sósíalistana, sem kusu Framsóknarfulltrúana til þess að framkvæma stefnu- mál sín? Það er næsta skiljanlegt, þeg- ar svona stendur á, að formað- ur Framsóknarflokksins vilji sofa á málið til hausts og skjóta úrskurðinum til hennar hátignar SÍLDARINNAR! Það var svo til forna, meðan menn voru „illa kristnir“, að þeir blótuðu Þór, þegar mikið lá við. Formaður Framsóknar- flokksins er ekki orðinn „kristn- ari“ en það, eftir 10 ára nána sambúð við sósíalista, að hann blótar „íhaldið“ til stórræða. Hann hefir lýst því yfir, að hann treysti stjórnarflokkunum ágætlega til að mynda „góðær- isstjórn“. En ef illa ári, þá geti orðið að leita ásjár Sjálfstæðis- manna. Menn hafa brosað að þessu „hægra brosi“ Jónasar Jónsson- ar. Því umbúðalaust tákna þess- ar bollaleggingar ekki annað en það, að ef vel ári, sjeu stjórnarflokkarnir, eins og fyr, þess búnir að hagnýta afrakst- ur góðærisins til eldis á bitl- ingahjörðinni og til kjósenda- veiða út um landið. En ef illa ári, þá sje ágætt að hafa Sjálf- stæðismenn með, til þess að geta skelt á þá bróðurpartinum af þeim óvinsældum, sem leiða hlytu af óhjákvæmilegri tak- mörkun eyðslunnar og niður- skurði. Sjálfstæðismenn geta vel tek- ið sjer til inntekta hina ósjálf- ráðu traustsyfirlýsingu Jónasar Jónssonar, að biðja þá ásjár ef illa gangi. En á hitt þarf Jónas ekki að sofa til haustsins, að Sjálfstæðismenn gangast ekki upp við kjassmæli hans og fleðulæti. Samkvæmt reynslu verður að líta svo á, að þótt stjórnarflokk- arnir látist vera að urra hvor að öðrum, þá sje þeir í raun og veru að jarma sig saman. Haraldur situr sem fastast í stjórninni. Alt bendir til þess að hann sitji þar áfram. Ákvarð anir eru bara ekki látnar uppi, meðan verið er að sætta hina hægfara kjósendur Framsókn- ar, og hin órólegri öfl innan Al- þýðuflokksins við að áfram verði haldið á sömu braut sem undanfarið. Stjómarflokkarnir sofa á málinu í sumar og vakna svo aftur með haustinu til nýrra og ástúðlegra atlota. <0><0> <v> <o> <o> <o><<» Garð- kðnnur nýkomnar til BIERING Laugaveg 3. Sími 4550. VísindamenHi ofsóttir i Rússlandi. C ama máli og- um bók Arne Ströms „Frændi gefðu okkur brauð“ gefi'nir um tvær aðrai; bækur, báð- ar skrifaðar af Rússum. Heitir sú, sem fyr verður nefncl „Jeg tala vegna hinna þöglu“, og er eftir rússnesk- an vísindamann, prófessor Tjernavin, sem lengi var aðstoðarmaður hins fræga heimskautafræðing:s V. V. Saposjnikoff. Tjevnavin prófessor er fiski- fræðingur og var hann sumar- ið 192S) norður við Murmansks- strönd við raiwisóknir sínar. Yar þá alt í einu gerð húsrannsókn lijá honum, en ekkert fanst þar frunsamlegt. Tildrögin voru þessi: Fyrsta 5- ára áætlunin 1928—1933 var geng- in í gildi. Allar vinnustöðvar höfðu fengið nákvæm fyrirmafeli mn liVérnig auka skyldi afköstin, og nú skyldi nota „nýjar“ aðferð- ir. Að því er til fiskiveiðahha kom, var heimtuð fertugföld fram leiðsla — hvað sem það kostaði. Yitanlega Arar þetta með öllu ó- framkvæmanlegt, jafhvel þótt vinnuskilyrðin hefðu verið góð. Og norður við Murmanskströnd — einn hinn eyðilegasta stað hnattarins — var ástandið ekki betva en það, að verkamennirnir flýðu þaðan vegna hungurs, efni vantaði til að auka framleiðsluna að nokkru ráði^og engin líkindi til að útvega það, fvrir hendi. 5 ára áætlunin, sem stofnað var til í stórfeldu auglýsingaskyni, heimtaði það, sem ómögulegt var að framkvæma. Þetta gekk svo langt, að jafnvel leiðtogum flokks ins þar norður frá var það Ijóst. Forstjóri fiskhringsins ákvað að fara í skyndi til Moskva og ljet ekki sjá sig aftur. Þeir, sem vit höfðu á málinu, sáu, að það var óframkvæmanlegt og það álit Ijetu þeir í 1 jós, þótt þeir vissu hver liætta því fylgdi. Enda fór það svo, hjer sem annarsstaðar, að ómögulegt varð að fylgja áætl- uninni. Varð því að finna ein- hverja, sem hægt væri að skjóa á skuldinni fyrir mistökin. Árið 1930 voru 48 vísindamenn teknir af lífi fyrir að hafa komið af stað hindrunum við framkvæmdir á- ætlunarinnar. Meðal þeirra voru margir, er þektir voru um allan heim fyrir störf sín í þágu vís- inda á ýmsum sviðum. Það virðist vera fyrir tilviljun, að Tjernavin var ekki liandtek- inn um leið og þeir 48. En þess var skamt að bíða. Hann var staddur í Leningrad, ásamt konu sinni og barni, er hann eina nótt var tekinn og fluttur í fangelsi. í klefanum voru 22 flet, en 108 fangar. Úr rúmleysinu var ráðið með því, aðlagt var annað gólf í klefann, hálfum meter fyrir ofan það, sem fyrir var. Lágu sumir fanganna undir nýja gólfinu, en sumir ofan á því. Óþrifnaður var þarna meiri en orð fá lýst. Fyrsta vfirheyrslan yfir Tjerna- vin stóð yfir í 14 klukkustundir, og allan þann tíma fekk hann hvorki vott nje þurt; var hann dæmdur fyrir að liafa spilt fyrir 5-ára áætluninni, þótt aldrei ját- aði hann neitt slíkt, á sig; hversu sem hann var yfirheyrður. Hegn- ingin var 5 ára þrælkunarvinna. Fangaherbúðirnar, sem hann var fluttur til, eru norður við Hvíta- haf; það voru bjálkakofar og var hverjum þeirra ætlað að hýsa 1000 manns. Meðfram veggjunum voru hill- ur, á þeim áttu fangarnir að sofa; rúmföt voru engin, og ekki nein hitunartæki. I skálanum, sem Tjernavin var látinn í, voru ein- göngu mentaðir menn, en í liin- um skálunum, einkum kvennaskál- unum ægði saman afbrotakonum, pólitískum föngum, öldruðum kon- um, úr borgarastjett, konum mentamanna, ungum stúlkum, kvénstúdentum, nunnum, sveita- könum og skækjum. Fólk þetta vár algérlega háð geðþótta G. P. II. óg vöru flestallir umsjónar- menuirnir, verðirnir og þeir, sem ábirgð höfðu á fólkinu meðlimir G. P. U., sem sætt höfðu hegn- ingu. Því sjálfir G. U. P.-menn- irnir geta vel orðið brotlegir við lögin, og í stað þess að „flotta“ sig í Moskva eða Leningrad, verða þeir þá að gera svo vel og hypja sig norður að Murmanskströnd og reyna að vinna sjer þar álit að nýju. Tjernavin lýsir skipulaginu í fangabúðunum, hvernig umsjón- armennirnir nota sjer vinnu fang- anna til eigin hagnaðar, fangarnir eru leigðir eða seldir til að vinna að ýmsum fyrirtækjum, sem þeir hafa sjerþekking á. Vinnulaunin hirða umsjónarmenn Sovjets og stinga í sinn eiginn vasa. Tjernavin hugði frá byrjun á flótta. Hann var svo heppinn, að vera nákunnugur staðháttum þar norður frá. En í Leningrad sat kona hans fangelsuð, og það var ekki fyr en hann var búinn að fá fullar sönnur á, að hún væri laus 1 úr fangelsinu, að hann sneri sjer að því fyrir alvöru, að koma flótta fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Og þar tekur við frásögn hinnar bókarinnar „Flóttinn frá Sovjet“, eftir Tatjana Tjernavin, konu pró- fessorsins. Lýsir hún meðal ann- ars hversu óviðunandi eru vinnu- skilyrði fyrir mentafólk af borg- aralegum stjettum í Rússlandi, og eru báðar bækurnar talandi vott- ur þess, hversu þröngvað er kosti þeirra, er teljast t.il hinnar svo- kölluðu borgarastjettar, ekki síst þeirra, er við andleg störf fást. Lýsingin á flóttanum frá Murm- ansk til Finnlands um veglausar óbygðir, án nokkurrar leiðsagnar og að síðustu án matvæla, er mjög átakanleg. En loks eru þau svo heppin að hitta fyrir sjer finska landamæraverði. Þau trúa varla sínum eigin augum, þegar þau koma inn í .bíbýli þeirra, þar eru lirein gólf, hrein rúm, nýbakað Siðasta grein í þriggja daga greinaflokkn- um: Bækur um Rússland. brauð, en hvorki formælingar eða illindi. Augu litla 10 ára gamla flóttamannsins ljómá, er hann sjer matsveininn láta smjör á pönn- una. í sovjetrússnesku barnablaði var sagt, að í Finnlandi liefði fólk- ið ekki brauð, en flýði hópum saman til Rússlands, til þess að verða ekki hungurmorða — hví skyldi það flýja frá svona mat. Nú er prófessor Tjernavin og fjölskylda hans meðal hins mikla grúa landflótta manna og föður- leysingja, sem úr öllum einræðis- löndum leitar sjer griðastaðar, andrúmslofts, í þeim löndum, sem. enn eru knept í klær einræðisins. Þeirra, sem reyna að byggja sjer og sínum upp lífsskilyrði utan ættlandsins, þeirra, sem bíða þesa að rofi til. En hvenær verður þaðf 90 morgnar í Sundhölllnni Sundhöllin í Reykjavík hef- ir starfað í þrjá mánuði, eða 90 daga — og þangað hafa komið nm 550 baðgestir á dag. Morgunblaðið átti í gær tal við Sundhallargest einn, sem enn hefir engan dag mist úr starfstíma Sundhallarinnar — og þVí synt í 90 morgna samfleytt. Maður þessi er S. Fougner-Johan- sen bókbindari — og gefum við honum hjer með orðið: Síðan Snndhöllin, hóf starfsemi síua, hefir liún einn dag verið lok uð. Það var á hvítasunnudag. Og mjer fanst engin hátíð vera fyr en á anuan. Þetta eru nú mín kynni af Sundhöllinni. Jeg hefi sótt Sundhöllina til að auka á heilbrigði mína og árangurinn er umfram allar vonir. Suma hefi jeg heyrt kvarta um, að laugin væri tæplega nógu heit, — en það gera þeir einir, sem ltoma endrum og eins. Reynsja mín er sú, að vatn ið megi ekki vera heitara, starfs- fólkið geti tæplega verið elsku- legra og ekki finst mjer þessi mun- aður dýr, samanhorið við margt annað, sem gefur minna í aðra hönd. Mánaðarkort að Sundhöll- inni kostar kr. 8.50, og ef það er reiknað í sígarettnm, samsvarar það fjórum sígarettum á dag. En hvort skyldi vera hollara fyrir lieilsuna ? | — Ætlið þjer að fara framveg- is í Sundhöllina á hverjum degi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.