Morgunblaðið - 31.07.1937, Blaðsíða 4
■i
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. júlí 1937.
IÞROTTIR
Janaboree sett i dag.
24 þúsund skátar
Irá öIIuekk londum
heims sitja móliö.
Idag mun Hollandsdrotning setja 5. alþjóðamót
skáta „Jamboree“. Sendisveitir erlendra ríkja
í Hollandi munu verða viðstaddir setninguna.
Alls munu um 24.000 skátar sækja mótið frá eftirtöld-
um löndum:
Ameríka (U.S.A.) 1050, Armenskir skátar 50, Belgíu 860, Tjeltkó-
slóvakíu 300, Danmörku 500, Egyptalandi 60, Eistlandi 15, Breska
heimsveidinu 8000, Frakklandi 2400, Finnlandi 75, Grikklandi 40, Hol-
landi 7000, Ungverjalandi 500, Iran 36, Islandi 30, Japan 10, Lett-
landi 30, Liehtenstein 12, Lithauen 25, Luxenburg 375, Mexico 18,
Noregi 410, Austurríki 100, Póllandi 750, Portúgal 25, Rúmeníu 200,
rússneskir skátar 24, Síam 9, Svíþjóð 400, Sviss 540, Júgóslavía 50,
Kína 20.
Eins og áður er frá skýrt sendir
Bandalag íslenskra skáta 30 skáta
hjeðan frá íslandi til þátttöku í
mótinu. Islensku skátarnir ferð-
uðust til Ilollands yfir Noreg,
þar sem þeir dvöldu nokkra daga
meðal norskra skáta í Bergen, en
undanfarna daga hafa þeir unnið
að undirbúningi tjaldbúða sinna á
mótstaðnum. Meðal annars hafa
þeir reist við tjaldbúðir sínar hlið
sem gert er úr hraunsteinum, er
þeir höfðu með hjeðan að heiman
og er búist við að það veki mikla
athygli, sökum þess hvað það er
sjerkenniiegt, en hver þjóð reynir
að gera innganginn í tjaldbúðir
sínar sem þjóðlegastar og bestar.
A seinasta __ ,,Jamboree“ í Ung-
verjalandi 1933, höfðu íslensku
skátarnir gert víkingaskip með
víking í stafni yfir hlið sitt sem
vakti mikla athygli sýningargesta.
Skátarnir munu og sýna íslenska
glímu, setningu Alþingis 930, en
til þess fluttu þeir með sjer nokk-
ura af búningum þeim, er notaðir
voru við sýninguna á Þingvöllum
1930. Einnig munu skátarnir halda |
sýningu á myndum hjeðan frá ís- |
landi.
íslensku skátarnir munu á móti 1
þessu bjóða til tjaldbúða sinna'
foringjum skátabandalaganna á
Norðurlöndum og afhenda þeirrt
gjafir frá Bandalagi íslenskra j
skáta og ræða við þá þátttöku í
fyrirhuguðu skátamóti hjer á Is-
landi næsta ár í tilefni af að
elsta skátasveit landsins „Væringj-
ar“ í Reykjavík verða 25 ára.
Á mótinu verða sæmdir heiðurs- j
merki Bandalags íslenskra skáta:
Aðmíráll J. <J. Rambonnet skáta- i
höfðingi Hollands og mótstjórinn
A. Diemont.
Miklir markaðsskálar hafa ver-
ið reistir í sambandi við mótið. j
Islensku skátarnir munu hafa þar
-opna búð og selja þar allskonar
muni er þeir hafa smíðað svo og (
sútuð sauðskinn.
Mótið stendur yfir til 10. ágúst
enn að því loknu ferðast skátarn-
ir til ýmsra borga í Ilollandi, enn
eftir það búast íslensku skátarnir
við að ferðast til Parísar og skoða |
þar heimssýninguna og kynnast
frönskum skátum.
Þetta er í þriðja sinn er ís-
lenskir skátar taka þátt í slíku
móti, en það var í Danmörku
1924, þar var einn skáti íslensk-
ur, 1929 sóttu 32 Jamboree í Eng-
landi og til Ungverjalands fóru
22 skátar 1933. Skátarnir er
dvelja í Hollandi núna er eins
og áður er sagt 30, þar af 3 frá
ísafirði, einn frá Akranesi, einn
frá Akurevri.
(Bandalag íslenskra skáta).
Álafosshlaupið
í kvöld.
Alafosshlaupið er eitthvert
hið mesta íþróttaafrek,
sem hjer fer fram árlega, ,enda
hafa íþróttamenn æft sig vel
undir þetta mikla þolhlaup —
og verið í góðu ásigkomulagi
eftir hlaupið. Tíminn hefir ver-
ið altaf hinn sami, rúmur
klukkutími, sem hlaupararnir
hafa þurft til þess að fara vega
lengdina. Þegar tekið er tillit
til þess, hvað hjer á landi er
stuttur tími til þess að æfa sig
og undirbúa undir allar íþrótta
raunir, þá hafa allir hlaupar-
arnir í Álafosshlaupinu sýnt
hina mestu karlmensku, og eins
mun verða að þessu sinni. Hjer
koma vel þjálfaðir íþróttamenn
til leikja, og er það mjög mik-
ið gleðiefni fyrir alla, er unna
íþróttalífinu.
Að þessu sinni koma tveir
ágætir þolhlauparar frá Vest-
mannaeyjum. Það sýnist svo
nú, að ungir menn, sem eru að
þroskast í Vestmannaeyjum,
noti frístundir sínar til þess að
þjálfa sig líkamlega og eru það
hin bestu þroskamerki fyrir
Eyjabúa.
Það verður mjög gaman að
sjá, hvað þessir duglegu
íþróttamenn geta 1 Álafoss-
hlaupinu og á hvað stuttum
tíma þeir geta hlaupið þessa
vegalengd.
A & B.
Fimleika-kvenflokkur „Ármanns“
einstakur f sinni röð.
Æfingar kvenna á slá.
Alit Þorgeirs
Sveinbjarnarsonar
fimleikakennara.
imleikaför Glímufjelags-
* ins Ármann til Aust-
ur- op; Norðurlands var hin
mesta fræp;ðarför. Förin vai’
farin fyrir áesEjan síra
Marinos Kristinssonar í
Vallanesi, sem er formaður
íþróttaráðs Austurlands. —
Síra Marino var á skólaár-
um sínum mikill íbrótta-
garpur í frjálsum íjirótt-
um. Hann hefir ávalt síðan
haft hinn mesta áhuga fyrir
íbróttum og unnið að út-
breiðslu beirra. Hefir starf
hans og borið góðan ár-
angur.
Morgunblaðið hefir átt tai við
Jón Þorsteiirsson fimleikakennara,
sem þjálfað hefir og kent fim-
léikaflokkunum. Spurðum vjer
hann um árangur ferðarinnar; les-
endur blaðsins hafa áður fengið
tækifæri til að fylgjast með ferða-
laginu sjálfu.
— Fyrsta skilyrðið til að ferða-
lag eins og þetta geti tekist vel,
segir Jón, er að alt sje vel undir-
búið á þeim stöðum, sem sýningar
fara frarn. Þetta skilyrði var alls
staðar fyrir hendi þar sem við
komum, og kunnum við þeim, er
tóku á móti okkur bestu þakkir.
Hvergi var þó undirbúningur eins
góður og í Laugaskóla, enda voru
þar skilyrðin einna best, góður
salur og áhöld og áhorfendur
vanir leikfimi.
Jeg geri mjer góðar vonir um
að ferðin beri þann árangur að
menn á þeim svæðum er við fór-
um yfir, fái áhuga fyrir iþrótt-
um, en þá er líka tilganginum
með ferðalaginu náð.
Það vill nú svo vel til, segir
Jón, að hjer er nú staddur Iijá
mjer maður, sem talað getur af
þekkingu um sýningar flokkanna,
en það er Þorgeir Sveinbjarnarson
fimleikakennari að Laugum. Ilann
fvlgdist með okkur suður frá
Laugum. Þorgeir er maður fróður
um leikf'imi. Hann hefir stundað
fimleikanám í Danmörku og var .
á Olympíuleikunum í fyrrasumar
til að kynna sjer þar helstu ný-
mæli á sviði líkamsræktar.
Álit fimleikakennara
á fimleikaflokkunum.
Um leið og Jón sleppir orðinu,
kemur Þorgeir inn til okkar. Hann
er fús til að segja sitt álit á fim-
leikaflokkum Ármanns.
— Fimleikaflokkarnir og þá
sjerstaklega karlaflokkurinn eru
nú svo kunnir bæði hjer og úti um *
land að óþarfi er að fjölyrða um :
þá, segir Þorgeir. í
Þetta eru sjerstaklega rösklegir
fimleikaflokkar og leikfimin fall-
eg. Einkum fhist mjer leikfimi
kvenflokksins eftirtektarverð.
Um kvenflokkinn vil jeg segja
að leikfimi hans er sjerstaklega
lifandi. Floklturinn er vel sam-
stiltur og hreyfingar allar kven-
legar.
Ef leikfimin á að ná tilgangi
sínum bæði fyrir þann sem liana
iðkar og eins fyrir áhorfandann,
þarf iðkandinn að leggja eitthvað
persónulegt í leikfimina sjálfur.
En }>að er einmitt þetta sem
kemur svo vel fram hjá nem-
endum Jóns Þorsteinssonar, en
sjerstaklega þó hjá kvenflokkn-
um. Það er svo með góða leik-
fimi eins og góða bók, að því oftar
sem maður sjer hana, þess meirí
ánægju hefir maður af henni. Svo
fór fyrir mjer í ferðalagi mínu
með flokkum Ármanns.
Það, sem mjer þótti einna mest
um, heldur Þorgeir áfram, voru
æfingarnar á slánni.
Það var hrein unun að sjá hve
stúlkurnar voru æfðar. Aldrei
kom það fyrir að þeim mistækist
og það sýnir að taugarnar eru
í lagi, því æfingar á slá eftir
þreytandi ferðalag í bíl á mis-
jöfnum vegum, bætir eklti aðstöð-
una til að gera erfiðar jafnvægis-
æfingar.
Það sýnir aftur á móti betur
en flest annað, að Jón Þorsteins-
son hefir æft fimleikafólk sitt
vel og rjett.
Báðir fimleikakennararnir, Jón
og Þorgeir, róma mjög áhuga sr.
Marinos Kristinssonar og benda
á hann, sem dæmi þess hve nauð-
syulegt sje að mentamennimir
sjeu íþróttaunnendur.
Almenningur ber virðingu fyrir
góðum embættismönnum og tem-
ur sjer gjarnan þá siði og háttu
sem þcir hafa. Fyrir útbreiðslu
íþróttanna er það því mjög nauð-
synlegt að embættismenn þjóðar-
innar sýni skilning á þeim málum.
„Davies Cup“ fór að þessu sinni
til Ameríku. Urslitakappleikir
fóru fram milli Bandaríkjanna og
Englands. Áður höfðu Bandaríkin
sigrað Þjóðverja með 3:2. í leikn-
um milli U. S. A. og Englands
sigraði Budge báða andstæðinga
sína í einmenningsleik og Banda-
ríkin unnu tvímenningsleikinn og
höfðu þar með unnið ,Davies Cup‘.
Borgarfjörður HreOavatn
Þeir, sem ferðast í Borgarfjörðinn og vilja njóta ynd-
islegrar náttúrufegurðar, fara helst að Hreðavatni. Þar
eru grænar grundir, hraun, brekkur, hvammar, grænar
hlíðar, og há fjöll. Þar eru blikandi vötn full af silungi
og Norðurá með fögrum fossum, þar sem: „Leikur lax í
hyljum, Ijett með sporðaköst“.
Gcð músík og dans á kvöldin í Hreðavatnsskála.
Söngvar fyrír alþýöu IV. Sálmalög
eftir sr. Halldór Jónsson,
er komin út. Verð kr. 3.50.
Fæst hjá bóksölum.
Bókawersl. Sigf. Eymundisonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34.