Alþýðublaðið - 08.06.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.06.1920, Síða 1
Alþýðublaðið Grefið rtt aí A.lþýðuflokknum. 1920 Þriðjudaginn 8. júní 127. tölubl. Ijneykslanlegt oknr. Sigurður Kristjánsson bóksali gaf, eins og kunnugt er, út allar ísiendingasögurnar, ásamt Eddun- um og Sturlungu, í ódýrri, en þó góðri útgáfu. Á hann þakkir skildar fyrir þá útgáfu sina, sem gert hefir mörgum efnaiitlum mönnum kleyft að verða aðnjótandi þessara fornfrægu listaverka vorra. Nú um nokkurt skeið hafa ýmsar af ís- iendingasögunum verið uppgengn- ar, svo. sem Laxdæla, Grettla og nokkrar fleiri. En hinar fengust alt þangað til síðasta haust, með gamla, góða verðinu. En svo í haust hurfu þær allar úr bókabúð- unum og hafa verið ófáanlegar í vetur, þar tii nú nýlega, að þær fengust aftur, en þá hafði verðið verið sett upp svo gífurlega, að undrum gegnir. Á þeim flestum hefir verðið verið þrefaldað, eða meira, svo að t. d. Njála, sem áður kostaði kr. 1,75, kostar nú 7 kr. Og Eddurnar, er áður kost- uðu 2,50, kosta nú 7 kr., og Sturl- unga, er áður kostaði 8 kr., kostar nú rúml. 20 kr. Að vísu myndu þær eigi verða ódýrari, ef ætti nú að prenta þær upp. En það rétt- lætir ekki neitt hina óheyrðu hækkun. Orsakirnar tii hækkunar- innar virðast eigi geta verið aðrar ■en hrein og bein fégræðgi. íslend- ingar hafa þessi sfðustu árin verið hrjáðir af hverskonar okri og varla gefið hljóð af sér, tekið því sem hverri annari plágu og okrið þrifist vel. Mest hefir þó verið okrað á ýmsum óþarfavarningi, en það hafa menn eigi kipt sér svo mjög upp við, heldur leitt hjá sér að kaupa. En nú, þegar svo er farið með eitt hið dýrasta hnoss íslenzkra bókmenta, er hætt við að ýmsum svíði sáran. Og lítið er því hyggilegt af út- gefandanum, að eyðileggja þann góða orðstír, er hann hafði getið sér með útgáfu íslendingasagnanna, með slíku atferli sem þessu. S. „Við, sem kunnum“. „Þeir, sem kunna“. í deilum um áfengisbannlögin er það altítt, að báðir málspartar taki sér stór orð í munn. Slíkt hendir bardagamenn. En fátt er það, sem sýnir gleggri merki stórbokkaháttar og sjálfsblindu, en þessi og þvílík orð andbanninga: »Við, sem kunnum að hafa vín um köndt, eða: *Þeir, sem kunna að fara með áfengi<. Hvað er að kunna að fara með áfengi? Hversu margir kunna það? Þeir, sem dýþst hafa grafið í læknis og heilsufræði, segja að þeir einir kunni að fara með á- fengi, sem neyta þess í svo smá- um skömtum, að þeir verði ekki varir áhrifa þess. Skyldu þeir vera margir neyt- endur áfengis, sem geta talist til þessa flokks? Hófsömustu »hófsmennirnir« segja, að enginn geti haft neitt við það að athuga, þótt þeir neyti víns sér til hressingari Aðrir, sem eru nokkuð frjálslyndari, halda því fram, að ekkert sé athugavert við það, þótt þeir neyti áfengis, svo þeir »verði kendir«, sem kallað er. Og mörgum þykir það »ansi hart«, að fetta þurfi fingur út í það, þótt þeir »drekki sig fulla« svo sem tvisvar í mánuði, eða svo. Það muna því ekki auðfundin takmörkin fyrir því, að kunna að fara með áfengi, sé úrskurði vís- indanna slept. Flestir neytendur áfengis þykj- ast kunna að fara með það. En eru ekki fleiri hliðar á þessu máli, þó að nautn einstaklinganna sé slept, meðan skömm og skað- semi hlýzt ekki af? Úrlausn eftirfarandi spurninga gefur tilefni til að álíta það. — Kann sá maður að fara með áfengi, sem reynir að fá aðra til að neyta þess, þó hann sjálfur neyti þess »í hófi«, sem kallað er? — Kann sá maður að fara með áfengi, sem hefir það um hönd í návist þess manns, sem hætt er við að falla fyrir drykkjuástríðu? — Kann sá að fara með áfengi, sem Iætur það af hendi við mann, sem er drykkfeldur? — Kann sá að fara með áfengi, sem á að vera og er fyrirmynd heimilisins, og ekki hefir hugsun eða dáð til að útiloka áfengi frá augum og meðvitund barnanna? Þetta nægir. Þeir, sem þykjast kunna að hafa áfengi um hönd, gleyma þvf æííð, að það er dálítið annað meðbröðir, en drykkjubróðir, og drykkjubródirinn er oft veikasti meðbróðirinn. Mótstöðumenn afneytslu áfengis, sem sjálfstæðastir þykjast, eru það ekki, að dómi vísindanna. Fyrir- myndin, sem þeir gefa, er svikin. Hófsemi þeirra er óhóf. Sjálfsálit þeirra blindni. Þeir neytendur áfengis, sem kunna að fara með það, eru sem dropi í hafinn. (Vm.). Ár og skipaskurðir Pýzkalands alþjóðasiglingaleið. (Niðurl.). Skipasknrðirnir auknir. Mikill áhugi er vaknaður aftur í Þýzkalandi á því, að stækka og bæta skipaskurðanetið. Einkum er rætt mikið um „miðlandsskurðinn“- sem fyrir strfðið strandaði á and- ófi prússneskra stórbænda. Á stríðs- árunum hefir komist á það almenna álit, að Þýzkaland hefði staðið miklu betur að vígi, ef þessi skurð- ur hefði verið til. Samþykti prúss- neska þingið þegar árið 1918 þings- ályktun, sem hneig að því, að leggja hið bráðasta fyrir þingið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.