Morgunblaðið - 17.08.1937, Side 6

Morgunblaðið - 17.08.1937, Side 6
6 Minningarorð um Magnús Ólafsson, ljósmyndara. í dag verður til moldar borinn Magnús Olafsson, ljósmyndari, sem andaðist 26. 8.1. mán. á Landa kotsspítala, eftir stutta leg-u, 75 ára að aldri. Var hann meðal elstu og þektustu borgara þessa bæjar. Magnús var fæddur 10. maí 1862, að IIvoli í Saurbæ, Dala- sýslu. Foreldrar hans voru þau Ólafur jarðyrkjumaður Jónsson, síðar lyfjafræðingur í Stykkis- bólmi og Þorbjörg Magnúsdóttir frá Skáleyjum í Breiðafirði. Systur Ólafs voru þær Sigríður, móðir Björns ritstj. Jónssonar og systkina hans, María móðir sjera Jóhanns Lúters próf. að Hólmum í Reyðarfirði, — Sesselja móðir þeirra skáldkonanna Herdísar og Ólínu Andrjesdætra, og Kristín, amma Guðmundar Jóhannessonar gjaldkera á Landsímanum í Reykjavík og þeirra systkina. Þorbjörg inóðir Magnffear var dóttir þeirra Magnúsar Einars- sonar bónda í Skáleyjum, bróður Eyjólfs dbrm. í Svefneyjum og konu hans Sigríðar Einarsdóttur systur Þóru móður Matthíasar skálds og Guðmundar prófasts á Breiðabólsstað. Eru báðar þessar ættir hinar merkustti. Magnús giftist ungur Guðrúnu Jónsdóttur Thorsteinssep bókb. Árnasonar Thorsteinssen sýslum. Snæfellsnessýslu, hinni merkustu konu, sem ljest hjer í Reykjavík árið 1926. Var hjónaband þeirra mjÖg farsælt. Eignuðust þau 7 börn, eitt sem dó á unga aldri, en 6 fullorðin eru á lífi, þau: Asta, ríkisfjehirðir Rvk., Ólafur kon- angl. ljósmyndari Rvk. Karl hjer- aðslæknir Hólmavík, Pjetúr banka fulltrúi Landsbankanum Rvk., Tryggvi verslunarstjóri Edinborg- ar Rvk., og Karólína skrifstofu- stúlka Rvk. Áður en Magnús giftist eignað- jst hann einn son Guðjón skósmið Rvk. Bræður átti Magnús 3, Eirík og Guðlaug, sem eru dánir, og Júlíus búfræðing búanda á Miðjanesi Reykhólasveit. Magnús fluttist á unga aldri til Stykkishólms með foreldrum sín- am og nam þar verslunarfræði. 23 ára fluttist hann til Akraness og var þar verslunarstjóri við verslun Th. Thomsen í 15 ár. Var það um skeið stór og umsvifamikil verslun, og var Magnús ágætlega látinn í því starfi, af öllum sem við hann áttu skifti, enda mátti hann ekki vamm sitt vita í heiðarleik og öllu því er betur mátt fara. Gaf hann sig jafnframt að opinberum mál- nm, á því skeiði, og var um nokk ur ár oddviti Akranesshrepps. Enn fremur var hann fjárhaldsmaður kirkjunnar og sóknarnefndarmað- ír í mörg ár. Ilann var einn af forgöngumönniim að stofnun bincP indisfjelags á Akranesi, áður en^ nokkur goodtemplara-stúka var til hjer á landi. Söngfjelag stofnaði hann og tók á allan hátt mikinn þátt í fjelagslífi kauptúnsins, og mátti segja að hann væri hrókur alls fagnaðar, þar sem hann kom. Árið 1901 hætti Thomsen versl- un sinni á Akranesi, og fluttist þá Magnús til Reykjavíkur og lagði fyrir sig ljósmyndagerð. Þótti það víst ekki öllum álitlegt hjer, mað- ur svo að segja með tvær hendur tómar og 6 börn, flest í ómegð, en úr því rættist betur en áhorfðist. Magnús fór þegar utan og fullnum aði sig í ljósmyndagerð hjá einum besta ljósmyndara í Kaupmanna- höfn, keypti sjer fullkomin áhöld og setti upp ljósmyndastofu í Reykjavík, sem hann svo starf- rækti hjer um langt skeið, við hinn besta orðstýr, enda ljek þessi list í höndum Magnúsar eins og flest annað er hann tók sjer fyrir hendur. Snemma fjekk Magnús áhuga fyrir þeirri grein Ijósmyndafræð- innar, er að landlagsmyndum laut, enda var hann frábærlega smekk- vís á því sviði. Feraðist hann síðan árum saman á hverju sumri, svo að segja, um landið þvert og endi- langt og tók myndir, og varð hann af því kunnur maður víða um landið. Var hann brautryðjandi á þessu sviði. Vann hann síðan úr þessu steroskopmyndir, sem voru mjög útbreiddar og vinsælar um langt skeið, og skuggamyndir, sem mikið voru sýndar bæði hjer á landi og erlendis. Hafa víst fáir unnið meir að því að opna augu manna fyrir náttúrufegurð íslands og útbreiða þekkingu á f jölbreytni hennar, bæði hjer á landi og er- lendis, heldur en Magnús heitinn gerði með mýndum sínum, og ligg- ur eftir hann mikið og þjóðnýtt starf í þessum efnum, þó ekki verði það metið til peninga. Mynda- og plötusáfn sem hann læt ur eftir sig, er eins og að líkum lætur bæði stórt og merkilegt. Magnús byrjaði fyrstur manna á því að lita stækkaðar lósmyndir, aðallega með vatnslitum (aqvarell) og voru þær margar mjög fagrar og listrænar. Hann var teiknari svo góður, að vafalaust hefði hann komist í fremstu röð listmálara, hefði hann getað lagt’ það fyrir sig, en það gat ekki samrýmst þeim kröfum sem lífið gerði, að sjá borgið stóru heimili og koma á legg 6 mannvænlegum börnum. Magnús var auk þess svo hag- ur á trje, að alt smíði Ijek í hönd- um hans, og myndavjelar sínar smíðaði hann að meira eða minna leyti sjálfur, á síðari árum. Hug- vitsmaður var hann mikill, og ligg ur fleira en eitt eftir hann á því sviði, þó ekki sje það almenningi kunnugt. Hann var ágætlega, söngnæm- ur og söngelskur, lærði ungur til- sagnarlaust undirstöðuatriði söng- fræðinnar, og Ijek á harmonium og á síðari árum á fiðlu sjer til gamans. .. Má vfirleitt segja, að Magnús var með afbrigðum fjölhæfur mað- ur, einkum á alt sem iistrænt var og fagurt. Hann var hugljúfi hvers manns, sem kynntist honum, sakir val- mensku sinnar og priiðmensku í framkomu allri. Yfirlætisleysi var áberandi þáttur í fari hans, hann var stiltur í skapi, trygglundaður, góðviljaður og hjálpsamur. Heimil isfaðir var hann aila tíð konu ‘umujoqnujnq 3o uimuoq ‘ntuis MORGUNBLAÐIÐ ---------Miljóna----------- t|ón í Noregí. Osló í gær. Margra miljón króna tjón hlaust er stöðvarhúsið með öllum vjelum í Svelgfoss orkuveri, skamt frá Not- odden (Noregi) brann til kaldra kola í gærkvöldi. Eld- urinn breiddist út með feikna hraða og varðmennirnir gátu ekkert að gert, nema stöðva vjelarnar, áðwr þejr björguðu sjer út úr stöðinni. (NRP—FB). Magmús Ólafsson. svo góður, að reyndin ein getur lýst því. Magnús var meðalmaður á hæð, vel vaxinn og limaður, fríður sýnum og framkoman öll prúðmannleg. Síðustu 10 árin dró hann sig mjög í hlje, sakir þess að bilun á heyrn bagaði hann tilfinnanlega. Dvaldi hann alla tíð á heimili sínu og barna sinna, uppkominna hjer í bænum, þar sem hann naut ástríkis þeirra og umönnunar,eins og best getur verið. Yar hann sí- starfandi heima fyrir, enda næst-; um altaf heilsuhraustur, þar til hann kendi sjúkdóms þessa, hjarta bilunar, sem leiddi hann til bana eftir stutta legu. TILLÖGUR ÞINGVALLA- FUNDARINS. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. Kristmundur Þorleifsson, bókari, Björn Magnússon dósent, Nikulás Friðriksson, umsjónarm., Brynleif ur Tobíasson, kennari, Jónas Tóm asson, kaupm., Pjetur Ottesen, alþm., Friðrik Á. Brekkan, rif- höf., Helgi l’ómasson, dr. med., Valdimar Snævarr, skólastjóri. Samkvæmt tillögu menningar- og siðgæðismálanefndar skipaði forseti þessa þrjá inenn til að taka sæti í nefnd, er vinni að stofnun landssambands menningar- og bindindisfjelaga, ásamt fyr- greindri nefnd: Björn Magnússon, dósent, Frið- rik Á. Brekkau, rithöf., og Bene- dikt Waage, kaupm. FLÖTTINN FRÁ SHANGHAI. FRAMH. AF ANNARI SfÐU. skrásetja tvö þúsund konur og sextíu börn, bresk, og verður þetta fólk flutt til Hongkong á morgun og á miðvikudaginn. Bandaríkjastjórn hefir leigt tvö 3kip til þesS að- flytja am- eríska borgara í burtu frá Shanghai og verða þeir fluttir til Manila á Filippseyjum. Að líkindum fara þangað milli tvö til þrjú þúsund manns. Frakk- ar hafa einnig gert ráðstafanir til þess að flytja franska borg- | ara í burtu frá Shanghai. KÍNA - JAPAN. FRAMH. AF ANNARl SÍÐU Japanir hafa nú lofað því, að láta orusturnar ekki berast suð ur fyrir Soochaw-lækinn, sem rennur í gegn um borgina, norð an við hinn svo kallaða breska borgarhluta. Loftárásir, sem flugvjelar Japana gerðu í dag, hafa þó valdið miklu tjóni, aðallega eldsprengjur flugvjelanna, í aðal viðskiftahverfi Shang- hai. Tuttugu japanskar flugvjel- ar hófu í morgun loftárás á Lunghua (?) f lughöf nina, en síðar bættust stöðugt fleiri og fleiri japanskar flugvjelar í hópinn, og lá alt hjeraðið milli Kínagwan skotfærageymslimn- ar og alþjóðahverfisins að lok- um undir sprengjuregni Jap- ana. Hjeraðið er nú ein rúst. 72 FLUGVJELAR KÍN- VERJA EYÐILAGÐAR. Japanska flotamálastjórnin til- kynnir, að í árásum þeim, sem japanskar flugvjelar gerðu á flug stöðvar Kínverja við Shanghai, Nankin og Hankovr á sunnudags nóttina, hafi þær eyðilagt sjötíu og tvær flugvjelar fyrir Kínverj- 'um, en aðeins tapað 8 flugvjelum sjálfir. Síðar reyndu kínverskar flug vjelar að hindra það, að Japanir settu á land liðsauka og þutu sprengjur Kínverja og kúlurn- ar úr loftvarnabyssum Japana um loftið. Kínverjar segjast hafa rekið Japani út úr bækistöðvum þeirra í Hong-Kew, og úr baðmullar- verksmiðjnnum í úthverfi Shang hai, en þær eru eign Japana. Japanir hafa notað bæði flug- vjelar og stórskotalið gegn Kín- verjum — flugvjelar að baki þeim og fallbyssur á brjóst. Japanskt skip skaut í dag á fjögra hæða hús í kínverska hverf inu og varð það fjölda fólks að bana. FLUG YFIR ATLANTS- HAF. London í gær. FÚ. Imperial Airways flugbátur- inn Caledonia flaug í gær vest- ur um Atlantshaf á 16 klukku- stundum og 32 mínútum og hrepti mótbyr og rigningu mest- alla leiðina. Clipper III. er lagður af stað í tilraunaflugi um Azore-eyjar til Lissabon. Þýski flugbáturinn, sem á laugardaginn lagði af stað frá ; bissabon um Azor-eyjar til l Bandaríkjanna, hefir nú lent I heilu og höldnu í Port-Was- hington í New-York ríki. Þriðjudagur 17. ágúst 1937, FRÁSÖGN SIGURÐAR NORDAL. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU að er na að prentaðar sjeu á bók- fell. En þetta eintak er að sumit leyti frábrugðið öllu.ni öðrum ein- tökum, sem til eru af þessari Jó»s bókar-útgáfu. Aftan við það er vi# bætir, sem prentaður er 1580. Eintakið er bundið árið 1709. Stendur það ártal á annari spenn- unni. En á hinni er fangamarkið L. C. G., sem vafalaust er fanga- mark eigandans, sem Ijet binda bókina. Getur varla verið um ann an mann að ræða en Lanrite Christjansson Gottrúp, er lögmað 'ur var að norðan og- vestan 1695 —1714. Ekkert er bssgt að segja uu það að svo komnu, hvernig e»- tak þetta befk- komist til Þýíkca- lands. Má óhsett fullyrða, að þetta ein- tak sje merkilegast og fágsetast íslenskra bóka, sem nm langan aldur hefir verið til sölu. Það mundi hafa verið þjóðarhneisa, ef' það hefði lent annars staðar e» á Landsbókasafninu, enda var það ósk dr. Mnnkgaards, þó að marg- ir væru um boðið. Því miður hef- ir safnið lítil fjárráð til þess að kaupa svo dýra bók (hún kostar 1660 krónur), en landsbókavörð- ur, dr. Gnðm. Finnbogason, hefir samt ekki hikað við að panta hana þegar símleiðis, og er von- andi, að alþingi á sínnm tíma bæti safninu það upp með dálít- illi aukafjárveitingu. irtFiwiir'HiPieiwriPifiPir inru-irinpipipiririnr vrai3OO13UIJI3uU13uwl3Lr>Jl3umjMUI3ri30i MiLARDTNiGSSKRIFSTOFA Si Sigurður Guðjónsson lögfræðingur. Aust. 14. — Sími 4404. innririnrinnririnr ipinripinrinnriwririni- JijIjí SlJi-TI jIjO JOU1313l31JUUIjMi>nJMMIrfMi EGGERT GLAESSENT hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Yonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). Amaförfoto. Kopiering — Framköllun F. A.THIELE Austurstræti 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.