Morgunblaðið - 17.08.1937, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. ágiist 1937.
Jfaups&apM:
Smálúða, Rauðspetta, Ýsa,
Þyrsklingur, beinlaus og roð-
laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk
& Farsbúðin, sími 4781.
Hey frá Viðey verður til sölu
bráðlega. Tilboð óskast til eig-
andans í síma 1949 og 3700.
Tómir kartöflupokar keypt-
ir. Tóbakshúsið, Austurstræti
17. Sími 3700.
Nýr silungur daglega. Lægst
verð. Akraneskartöflur. Fisk-
búðin Frakkastíg 11. Sími
2651.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Mjólkurbússmjör og ostar í
heildsölu hjá Símoni Jónssyni,
Laugaveg 33. Sími 3221.
Tilboð óskast í heyflutninga
frá Viðey til Reykjavíkur. Upp-
lýsingar í síma 1949 eða 3700.
Otto B. Amar, löggiltur Út-
Varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og
loftnetum. '
SkC/tynnwtfcw
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
anska stúlkan, Jenny Kamm-
ersgaard, sem synti 90
km. á 29 klst., fekk samfagnaðar-
skeyti frá Adolf Hitler. Hitler var
staddur á sumarheimili sínu í
Berchtesgaden og er skýrt svo
frá, að enginn hafi hvatt hann
til að senda skeytið. Hann er
sagður hafa dáðst svo mjög að
afreki dönsku stúlkunnar, að hann
hafi ekki viljað láta hjá líða að
samfagna henni. Skeytið var svo
hljóðandi:
„Takið einnig á móti hjartan-
legustu hamingjuóskum mínum
með hið frádæma íþróttafrek yð-
ar. Adolf Hitler“.
Þegar Jenny fekk skeytið sagði
hún:
„Þetta var vel gert. Hann er
víst áreiðanlega „pen“ maður“.
*
Jenny Kammersgaard er fyrsta
manneskjan, sem leysir það þrek-
virki af höndum að synda yfir
Kattegat.
*
Eftir 00 km. sund gekk hún
rösklega í land í Varm við Arósa
og snjeri sjer síðan: við og veifaði
út yfir sjóinn í kveðjuskyni við
Kattegat, sem hún hafði sigrað
með svo mikilli vegsemd. Hið sól-
brenda andlit hennar ljómaði af
ánægju og sigurgleði, og á því
voru engin þreytumerki að sjá.
*
Sundkonan lagði af stað frá
Samseyju kl. 7 að kvöldi. Fyrst í
stað synti hún þegjandi áfram
með bros á vörum. Leíðsögumenn-
irnir á bátnum voru líka þegj-
Jenny Kammersgaard.
andalegir fyrst, gutu hornauga
hvor til annars við og við.En þegar
5 km. voru af leiðinni, fór sjóar-
anum að verða liðugra um mál-
beinið og sama er að segja um
J enny.
*
Leiðsögumaðurinn Ijet þau orð
falla, að Horsens væri „mesti eymd
arbær“. Þá rann hinni djörfu
sundkonu blóðið til skyldunnar.
Hún kom nær bátnum og byrjaði
að segja þeim frá fæðingarbæ
sínum. Hún kærði sig kollótta um
stórstraum og erfiði, en Ijet dæl-
una ganga stanslaust í tvær
klst. Eftir þetta fræðandi
„erindi“ höfðu mennirnir í bátnum
alt aðra skoðun á Horsens, og eft
ir töluna teygði sundkonan úr sjer
í vatninu og hneigði sig fyrir á-
heyrendunum með slíkum yndis-
þokka, að það líður þeim seint
úr minni.
¥
I samtali við blaðamann frá
Politiken eftir sundafrekið, ljet
Jenny svo ummælt, að hún hefði
hvorki fundið til þreytu nje kulda
á leiðinni. Stundum hefði sjer jafn
vel verið of heitt, er hún liafði
barist á móti straumnum. Næsta
|takmarkið er að synda frá Jót-
|landi til Sjálands, og hafði hún
góða von um að sjer takist að
setja heimsmet í því sundi, ef
ekki eitthvað sjerstakt óhapp
kæmi fyrir.
*
I Bandaríkjum Ameríku er nú
farið að nota einskonar postulíns-
veggtjöld. Glerkendum vökva er
dælt yfir veggina og hann látinn
storkna. Gefur hann stofunni mjög
fallegan litblæ.
I Hollywood er nú verið áð
kvikmynda sögur Galsworthys um
Forsyte-ættina. Eru það alls sex
stór bindiKvikmyndatökunnu verð
ur lokið innan fárra mánaða, og
verður lcvikmyndin í 5 stórum
köflum.
*
Gagnrýnandinn: Ef þetta er list,
þá er jeg fífl.
Málarinn: Þetta er list.
*
Sumarfríið.
— Ritgerðin þín um sumarfríið
var alt of stutt.
— Það var sumarfríið líka.
atar,
Blómkál,
Salat.
Sítrónur*
VersL fisir-
Sölvrevhvalper, J
Pine sölvrevhvalper av store •
kull, av premiert avstamning, •
rimelig tilsals. Henvendelse J;
Otto Mathisen. J
Molde, Norge. •
I Austurstræti 6 (efri hæð)
er til leigu frá 1. okt., 3 her-
bergi fyrir skrifstofur eða at-
vinnureksturs. Upplýsingar kl..
10—2 og eftir kl. 7.
Aliir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ^
NILS NILSSON:
FÖLKIÐ Á MÝRI
hlið hennar með tárvot augun. Þá gleymdi hún rjett
Sem snöggvast hatri sínu og fanst Hugo hljóta að vera
góður maður fyrst hann gat orðið svona bljúgur í
hjarta og iðrast yfir orðum prestsins.
Það var alveg runnið af Hugo, þegar þau komu út
úr kirkjunni. Hann sótti hestinn og vagninn fyrir
móður sína og þau óku strax af stað heimleiðis, án
þess að tala við hitt kirkjufólkið. Þau þurftu að flýta
sjer heim vegna þess, að von var á Lauru að Mýri
þenna dag.
Anton var á gangi úti á engjum þenna sunnudags-
morgun. Honum var þungt í skapi frá því um morg-
uninn að Iíugo hafði sagt, að hann væri elsti sonur-
inn og ætti því að fá jörðina. Að vísu var það siður
þar í hjeraði, að elsti sonurinn fengi jörðina eftir for-
eldrana. En Hugo mátti aldrei fá Mýri. Hann ætlaði
sjálfur að gera þar miklar umbætur, þegar faðir hans
var dáinn og móðir hans var búin að láta jörðina af
hendi við hann. Hann varð að fá jörðina, hvað sem
hver sagði. Hann gat ekki skilið við hana eða slept
tilkalli til hennar.
Anton hugsaði líka um Selmu. Það var stúlkan, sem
hann hafði dansað mest við og verið hrifnastur af síð-
asta árið. Hún var ljómandi falleg stúlka. Honum
ieist vel á hana, en hún hafði þó eítthvað við sig, sem
honum fjell ekki allskostar í geð. Þó að hún væri
ekki nema rjett um tvítugt, var hún afar feit, og
honum óaði við því að hún yrði eins feit og móðir
hennar, sem var orðlögð um alla sveitina fyrir fitu.
Svo var hún líka dálítið hjegómagjörn og hafði gam-
an af skrautlegum kjólum, eymalokkum og hálsfest-
nm. En hún var vel efnuð. Það hafði Iíka sína þýð-
ingu. Hann vildi mjög gjama fá bæði ríka og fallega
konu.
Anton fanst hann vera einmana í dag. Það var eig-
inlega enginn, sem hann gat talað við, nema Ida. Hann
og Fritz voru svo ólíkir. Og það var eins og hann
hefði fjarlægst móður sína í seinni tíð. Hún þoldi ekki,
að hann kæmi með nýjar tillögur viðvíkjandi bænum
eða búrekstrinum. Hann mundi líka eftir Lauru. En
hann varð ekki skapbetri við það.
Enginn á Mýri liafði getað sætt sig við það að
hún flytti að heiman. En það hafði hún gert fyrir
nokkrum árum og stofnað hænsnabú í kaupstaðnum.
Anton gat aldrei gleymt öllu því, sem á hafði
gengið, áður en hún fjekk vilja sínum framgengt.
Og nú gekk rekstur hænsnabúsins illa og Laura vildi
fá peninga hjá foreldrum sínum til þess að koma því
á rekspöl aftur.
Það var ólgublóð í Mýrarfólki, fanst Anton.
Laura farin að heiman. Fritz vildi fara til Ameríku.
Hugo drykkfeldur og Elín ástfangin í æfintýrasjúkum
umrenningi. Það var aðeins Ida, sem var heilbrigð
manneskja eins og hann sjálfur. Fyrir þau var það
heilög skylda að varðveita þau verðmæti, sem dýrmæt-
ust voru ætt þeirra og öðli.
Þegar Anton nálgaðist þjóðveginn, sá hann Lauru
koma álengdar. Ilann sá í fjarska hinn barðastóra
hvíta sumarhatt hennar. Hann gekk til móts við hana,
þó að hann langaði mest til þess að fara heim án
hennar. Laura veifaði til hans glófaklæddri hendinm,
strax og hún kom auga á hann.
Svo hún gekk með hanska í þessum hita, hugsaði
hann hneykslaður. Bæjarbúar köstuðu líka út pening-
um í allan mögulegan óþarfa!
Laura var líkust Idu í sjón, hún var aðeins grennri,
fölari í andlíti og mjóleitari. Augun voru lítil, bláleit
og forvitnisleg. Allur klæðnaður hennar bar vott um
borgarbrag. Hún heilsaði Anton og brosti svo skein í
allar tennurnar.
— Uti að skoða jörðina eins og venjulega, Anton?
Þú myndir borða hana ef þú gætir, sagði hún og hló
að sinni eigin fyndni.
Hann svaraði ekki. Honum fjell illa hið ljettúðuga
kaupstaðarhjal. Laura bar enga virðingu fyrir jörð-
inni, og hann skammaðist sín hennar vegna. En hann
spurði eftir líðan hennar og hvernig gengi með hænsn-
in. Og hún var áfjáð að fá að vita, hvað gerst: hafði
heima, síðan hún hafði komið síðast. Anton sagði
henni um veikindi föður hennar, drykkjuskap Hugos
og samband Elínar og Pjeturs. Hann talaði í hryggi-
legum róm.
Laura hló og sló á öxl hans. Henni fanst það engrr
máli skifta, hvað Elín gerði. Ef hún vildi kyndarann,
þá hún um það. Hann var áreiðanlega góður maður,
annars myndi Elín ekki vera hrifin af honum. Og
það var ómögulegt að ætlast til þess að börnin höguðu
lífi sínu algerlega eftir því sem foreldrarnir vildu..
Hún var algerlega á Elínar máli. Það væri andstyggi-
legt að skifta sjer af einkamáli fólks. — Alt þetta sagði
Laura og reygði höfuðið, svo að stóri hatturinn henn--
ar hristist á ljósum lokkunum.
Anton varð fyrir mjög miklum vonbrigðum að heyra
að Laura hafði þessa skoðun á málinu. Þetta var eitt
dæmið upp á spillinguna í bænum. Þá var Selma
nokkuð öðruvísi. Þau töluðu ekki meira það sem eftir
var leíðarinnar.
Það var mjög dauft við miðdegisverðinn. Allir
fundu að eitthvað var í aðsígi. Lena virti Lauru fyrir
sjer. Það fór í taugarnar á henni, að sjá klæðnað henn-
ar. Við og við gaut hún hornauga til Elínar, sem var
mjög alvörugefin og fríð á að líta. Fritz sagði ein-
hverja athugasemd »m hið yndisfagra veður og syren--