Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. sept. 1937, MORGUNBLAÐIÐ 6 éP wgtmblaíiið Útgef.! H.f Árvakui, Tleykjavfk. Rttstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgQarmattur) Auglýsingar: Árnt 6la. Ritstjörn, auglýslngar og afgrelttala: Austuratrœtl 8. — Sfml 1800. Áskriftargjald: kr. 8,00 & m&nufil. í lausasðlu: 15 aura elntaktð — 25 aura meB Leabök RÚSSNESKA VIÐLAGIÐ. Hjer á landi er flokkur manná, sem virðist trúa Jiví í fullri einlægni, að til sje það sæiuríki hjer á jörðu, sem .allir eigi að líta til sem hinnar einu sönnu fyrirmyndar. Og Jæssar trúuðu sálir setja ekki Ijós sitt undir mæliker. Þeir telja það köllun lífs síns, að fá .aðra til að líta í lotning til _þessa sæluríkis og leita þang- .að þeirrar uppsprettu, sem ein á að geta læknað öll mannanna :mein. Eins og Múhameðstrúar- menn snúa ásjónu sinni til Mekka, eins snúa kommúnist- ar ásjónu sinni til Moskva. Hún er þeirra helga borg og Stalin þeirra spámaður. En hvaða tíðindi eru það, sem út um heiminn berast frá ,„sæluríkinu“? Eru þau slík, að þeír, sem búa í skugganum, geti í þeim sjeð uppfyllingu •óska sinna og vona um frið, bræðralag og jöfnuð? Síðast- liðið ár hefir mátt greina í öll- um dyn heimsviðburðanna, sömu fregnirnar endurteknar .hvað ofan í annað. Það eru rúss- nesku frégnirnar, sem ganga aftur eins og viðlag í drápu. Og viðlagið er þetta: Exin og jörðin geyma þá ’best! Við íslendingar þekkjum þessi orð úr okkar sögu. Og það er dálítið einkennileg tilviljun, að dagurinn, sem þau voru töl- uð, 7. nóvember, er líka afmæl- isdagur rússnesku byltingarinn- .ar. Næst þegar íslendingar halda þann dag hátíðlegan í nafni frelsisins, ættu þeir ekki ,að gleyma Kristjáni skrifara, ,sem árið 1550 talaði þau orð, ;sem Stalin hefir nú gert að einkunnarorðum sínum: Exin >og jörðin geyma þá best! Enginn veit tölu þeirra, sem ;Stalin hefir falið „exinni og jörðinni“ undanfarið ár. En varla líður svo vika, að ekki heyrist, að fleiri eða færri em- þættismenn hafi verið ákærðir •og teknir af lífi fyrir samsæri, skemdarverk, Trotskyvillu eða landráð. Stundum er haft svo mikið við, að dómsathöfnunum •er útvarpað, svo að hlustendum gefist kostur á að heyra hina ákærðu játa glæpi sína. I Rússlandi komast ekki aðrir til valda en sanntrúaðir Ikommúnistar. Þeir, sem sekir gerast ,eru því undantekning- arlaust menn, sem gengið hafa ,af trúnni, að dómi einvalds- herrans. Og menn verða að at- 'huga það, að Stalin er ekki að- eins einvaldsherra í hugum 1- búanna í ráðstjórnarríkjunum, heldur og í hugum allra fylgis- manna sinna hvarvetna í heim- inum. Meðal þeirra, sem líflátn- ir hafa verið síðastliðið ár, eru ýmsir af heimsþektufn forvígis- mörinum kommúnismans, frá •dögum byltingarinnar. Þessir menn voru í gær tignaðir af kommúnistum meðal mestu stórmenna sögunnar. í dag heita þeir í munni þessara sömu manna landráðamenn og svik- arar. Um leið og Stalin bendir þumlinum niður, endurtaka dýrkendur hans um allan heim það sama — einnig hjer á ís- landi.. Eða hafa menn heyrt Þjóðviljann efast um að nokk- ur þeirra manna, sem af lífi hefir verið tekinn í Rússlandi undanfarið ár, hafi unnið til lífláts? En látum svo vera, að komm- únistarnir okkar efist ekki um að hinir líflátnu menn hafi verið rjettilega dæmdir. En hvað táknar það? Er hugsan- legt að ekki sje eitthvað bogið við það skipulag, sem freistar svo margra af helstu trúnaðar- mönnum þjóðfjelagsins, til að fremja skemdarverk og land- ráð. Hvernig stendur á, að svo víðtæk spilling skuli geta þró- ast í þjóðfjelagi, sem er grund- vallað af mestu skipulagsfröm- uðum heimsins? Og hvernig stendur á því, að þeir, sem í gær voru sjálfir í fremstu röð þessara skipulagsfrömuða, skuli í dag vera komnir í hóp níð- inga og drottinssvikara ? í greinargerð þeirri, sem kommúnistar birtu í gær um breytingartillögur við tillögur samninganefndar Alþýðuflokks ins, kvarta kommúnistar yfir því, „hve lítil sannfæring sje (er) fyrir hendi hjá íslenskum undirstjettum um það að sósí- alisminn sje þeirra skipulag". En halda kommúnistar, að þær fregnir, sem daglega berast frá Rússlandi, sje til þess fallnar að efla sannfæringu íslenskra al- þýðumanna fyrir því, að „sósí- alisminn sje þeirra skipulag“? Rússland er sú fyrirmynd, sem íslenskum verkalýð er gert að líta til, nú þegar sameining hans stendur fyrir dyrum. En hverju hefir skipulagið komið til leiðar þar í landi? Ef komm- únistar hafa rjett fyrir sjer, þegar þeir sakfella alla þá, sem ákærðir eru, þá er þar um meiri spillingu að ræða meðal trúnað- armanna þjóðf jelagsins, en dæmi eru til í nokkru öðru landi. Sje það hinsvegar svo, að saklausir menn sjeu þar dómfeldir og líflátnir, þá hef- ir skipulagið komið því til leið- ar, að einn einstakur maður get ur leikið sjer með líf þegna sinna eftir eigin geðþótta. Islenskir verkamenn velta fyrir sjer þessum tveimum möguleikum. Það er þessvegna ekki svo ákaflega undarlegt, að þeir eru ekki allir sannfærðir um að „sosíalisminn sje þeirra skipulag”. Rússneska viðlagið styrkir þá ekki í þeirri sann- færingu. KYNSTU LANDINU ÞÍNU! Kynstu landinu þínu!, er við- kvæðið í mörguin löndum, legar útþrá æskunnar verður að ráða. Hjer á íslandi kvað lítið að jví að menn vildu kynnast land- inu sínu, þangað til Ferðafjelag íslands tók til starfa. Það liefir vakið áhuga manna fyrir ferða- lögum innanlands, opnað augu fjöldans fyrir fegurð og breyti- leik íslenskrar náttúru. Og nú er svo komið að straumur innlendra ferðamanna er um alt land á sumr- in, út á ystu kjálka og inn á ör- æfi og jökla. Bættar samgöngur hafa og mikið stuðlað að þessu. Hugsið ykkur það t. d. að nú er hægt að komast á einum degi frá Reykjavík upp á öræfin, þar sem Fjalla-Eyvindur, Halla, Arnes, Abraham og Hjörtur töldu sig ó- hult — að Hveravöllum! Ferðafjelag íslands hefir einnig leyst af hendi mikilvægt starf á annan hátt. Útgáfa Árbókarinnar er stórkostlega þarft fyrirtæki og fróðleik þann, sem þar er að finna um bygð og leiðir, er livergi ann- ars staðar hægt að fá í einni heild. Seinasta Árbókin er ef til vill merkust að því leyti, að hún fræð- ir mann um afskektustu bygðir landsins í hinum „vonda vatna- klasa“. Það er lýsing Austur- Skaftafellssýslu frá Öræfum að Lóni og auk þess sjerstakur kafli úm Vatnajökid, verndarvætt og refsivönd þessara fögru og sjer- kennilegu sveita. Margir hafa lagt sinn skerf til lýsingar þessarar, gagnkunnugir menn, svo að óhætt er að treysta því sem í bókinni stendur. Síra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi hefir ritað um Öræfin, Mýrar og Nesin, en hann hefir um mörg ár verið prestur á þess- um slóðum. Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli hefir ritað um Lónssveitina og Norðlingaveg yfir Vatnajökul, Steinþór Þórðarson bóndi í Hala um Suðursveit og þeir bræður Sigurður og Helgi Arasynir á Fagurhólsmýri um Öræfin, Breiðamerkurjökul og Mávabygðir. En alt þetta hefir Jón Eyþórsson skeytt saman og steypt úr eina heild. Fjölda marg- ar prýðilegar myndir eru í bók- inni og hefir Steinþór Sigurðsson safnað þeim. Þá eru í bókinni yf- irlitsuppdrættir nokkrir, og eru þeir ekki náudar nærri svo góðir sem hæfði slíkri bók. Er það hið eina, sem jeg hefi út á hana að setja. Betra hefði verið að hafa stóra yfirlitsuppdrætti með öllum bæjanöfnum og helstu örnefnum, sem minst er á. Á því hefði menn getað áttað sig, en trauðla á þess- um uppdráttum. Menn lesa þessa bók sjer til gagns og gamans og trúlegt þykir mjer að eftir lesturinn muni marg- an fýsa að ferðast um þessar slóð- ir, því að það er áreiðanlegt að menn þeltkja ekki landið sitt fyr en þeir hafa sjeð sveitirnar í Áust- ' ur-Skaftafellssýslu. Á. JÖKLARNIR LÆKKA. Fram til ársins 1931 sást ekkert til Breiðamerkurfjalls frá Reynivöllum í Suðursveit vegna þess að bungan á Breiða- merkurjökli skygði á. Vorið 1932 fór að sjást á hæstu tinda fjallsins og haustið 1936 sást af fjallinu eins og teikningin sýnir. Útsýn úr Lóni yfir Papafjörð til Vestra-Horns. UPPBOÐ. Vegna flutnings og breytinga, verður opinbert upp- boð haldið á Laugavegi 84, laugardaginn 25. þ. m. kl. 1 e. h. og verða þar seldir þessir munir: Allskonar bifreiðavörur og verkfæri, vöru- bíll, búðardiskur, auglýsingaskilti, peninga- skápur (stór), bílmótor í standi fyrir bát, húsmunir og fl. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lo^maðurinn i Reykfavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.