Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. sept. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 7 Daabófc D lEdda 59379266 — fjárhags- »t.'. Listi í □ og hjá S.'. M.'. til föstudagskvölds kl. 6. Veðurútlit í Rvík í dag: N-gola og bjartviðri, en þykknar upp með kvöldinu. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5) : Djúp lægð yfir hafinu milli ís- lands og Bretlandseyja á hreyf- ingu austur eftir. Vindur er A- eða N-stæður um alt land og er rigning norðan lands og austan, en bjartviðri suðvestan lands. Við Vestfirði og á ’annesjum norðan lands er veðurhæð 5—6 vindstig. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pjetursson, Eiríksgötu 19. Sími 1611. Næturvörður í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Haustfermingarböm síra Árna Sigurðssonar eru heðin að koma til viðtals í Fríkirkjuna' á morg- un, íimtudag, kl. 5 síðdegis. Frá Guðný Vigfúsdóttir, Kefla- vík, á 55 ára afmæli í dag. Trúlofun sína opinberuðu ný- lega Erlendur Björnssón, stud. jnr.* og ungfrú Katrín Jónsdóttir frá Seyðisfirði. Trúlofun sína hafa opinberað Björn Björnsson, stud. theol., frá Hnífsdal og ungfrú Emma Han- sen, Sauðárkróki. Þýskunámskeið. Um mánaðamót byrjar dr. Bruno Kress þýsku- námskeið. Hefir hann kent hjer þýsku í mörg ár. íslensku talar hann reiprennandi og er vel að sjer í henni, eins og sjá má á því, að hann hefir nýskeð gefið út ís- lenska hljóðfræði á þýsku, mikið rit og merkilegt. Verslunarskólinn. Haustpróf skólans byrja í dag. Kensla hefst síðan um 1. október. Skólahúsið hefir verið málað utan í sumar og gerðar á því nokkrar breytingar og bætur, utan liúss og innan. Utvarpið: Miðvikudagur 22. september. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Illjómplötur: Ljett lög. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Barnavernd og upp- eldi vandræðabarna, I. (dr. Símon Ágúslsson). 20.55 Utvarpshljómsveitin leikur. 21.25 TTljómplötur: Tvíleikur fyr- ir fiðlu og píanó, eftir Schubert (til kl. 22)'. Sigfús Valdemarsson prentari, fimtugur. Sigfús Valdimarsson prentari á fimtugsafmæli í dag. Sigfús er meðal þeirra prentara, sem lengst. hafa unnið við Morg- unblaðið. Þegar jeg kom til blaðs- ins 1. apríl 1924 hafði hann staðið lengi í „Morgunblaðskróknum“, sem kallaður er í „smiðjunni", ýmist á dagvakt eða á kvöldvakt- inni. Viðkynning oklrar var ekki orðin löng, er jeg kyntist þeim verkmanni vel, er ávalt vinnur verk sitt umyrðalaust með ljúf- mensltu og kostgæfni, enda má, sem betur fer fyrir okkur blaða- menn, hið sama segja um marga af stjettarbræðrum hans. Hann skiftir sjaldan skapi við verk sitt, hvort heldur er á nótt’u eða degi, og er slíkt mikilsvirði fyrir alla, sem eru í starfi með honum. Uppá síðkastið hefir verkaskifting leiðst í það horf við blaðið, að Sigfús hefir jafnan unnið á kvöldin að handsetningu auglýsinga og setn- ingu fyrirsagna. En til þeirrar setningar eru nú gerðar meiri kröfur en áður tíðkaðist. Verkleg framkvæmd þeirrar nýbreytni, sem orðið hefir í setningu fyrir- sagna blaðsins, hefir fyrst og fremst hvílt á honum. En til þess að sú vinna gangi jafnan svo greiðlega sem óskað er, þarf að leysa hana af hendi með lip'urð og hugkvæmni. Er mjer ijúft að nota þetta tækifæri til að flytja Sig- fúsi bestu þakkir okkar Morgun- blaðsmanna fyrir ánægjulegt og gott samstarf undanfarin ár. Starfsbræður hans í ísafoldarprent smiðju efna til afmælisfagnaðar fyrir hann í dag. Er það að mak- legleikum, að honum sje sýndur sá heiður. En jafnframt sýnir þetta samhug og bræðraþel það, sem ríkir meðal prentarastjettarinnar og sem er sómi prentara og styrk- ur þeirra. V. Stef. Glímuf jelagið Ármann heldur sína árlegu hlutaveltu næstkom- andi sumiudag í K. R.-húsinu, og mun verða í mörgu vel til hennar vandað. Eins og ávalt er á hluta- veltum Ármanns verða þarna margir góðir og gagnlegir munir, þó eru margir fjelagar og aðrir velunnarar fjelagsins sem enn hafa ekki skilað munum á hluta- veltuna, og eru þeir beðnir að koma þeim til Þórarins Magnús- sonar, Frakkastíg 13. Póstmálaráðstefnan hefst í Stokkhólmi í dag. Mætir þar Guð- mundur Hlíðdal póst- og síma- málastjóri fyrir hönd Islands. Verða þar tekin til meðferðar ýms málefni, er varða póstviðskifti milli Norðurlandanna innbyrðis. (FÚ.). Hvað líður bálstofunni? Svo spyrja margir. Svarið er þetta: Bálfarafjelagið hefir feng- ið hentuga lóð undir bálstofuna, á Sunnuhvolstúni. Húsameistari hefir gert uppdrátt að stofnun- inn, sem verður ekki eingöngu bálstofa, heldur jafnframt lík- geymsla fyrir bæinn. En hún er nú engin til. Fjelagsstjórnin hefir gert áform um 3 eða 4 ára fjár- söfnun. Fyrsta framlag Bæjar- sjóðs Reykjavíkur ■— tíu þúsund krónur — er fengið á þessu ári, en gegn tvöföldu.framlagi annars- staðar frá. Fj elagsst,jórnin gerir sjer vonir um að . Alþingi muni veita íjafn mikið sem bæjarsjóður. En það sem á yantar — kr. 10 þús. — verður fjelagið að geta lagt fram fyrirnæstu áramót. Þess er vænst, að hinir mörgn fylgjendur þessa máls leggi fram fje með því: 1. Gerast æfifjælagar gegn 10 kr. gjaldi í eitt skifti fyrir öll. 2. Kaupa bÚlfaraskírteini á kr. 100.0D, sem tryggir ókeypis brenslu síðar (má greiðast með afborgunum). 3. Gefa peningaupphæðir til bál- stofunnar, Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bálfarafjelagsins,' Hafn arstræti 5. Bygging bálstofu er menning- armál, og eykst þeirri hreyfingu mjög fylgi erlendis. Iijer í Reykjavík mun Bálstofan lækka útfararkostnað um meira en helm- ing, (Tilk. frá Bálfarafjelagi fs- lands. — FB.) Frú Kristín Bjarna- dóttir, sextug. Morgunkveðja frá bömum hennar á sextugastá afmælisdegi hemiar 13. sept. 1937. Góðan daginn, mamma mín, mæla af hjarta börnin þín, þínar dætur, þínir synir, þímr ótalmörgu vinir, blessa þig og þakka þjer það í dag sem liðið er, sextíu ára sigurstarf, sextugfaldan móðurarf! Því enginn veit um íslands slóðir átján barna betri móðir. Engin móðir er sem þú í ást og kærleik, von og trú! Hafðu þökk fyrir störfin öll og stritið, störfin fyrir barna þinni vitið. Hafðu þökk fyrir gráts og gleði- stundir og gjörvalt það, sem hönd þín ljetti mndir. Hjartans þakkir, góða göfga mamma. Guð þig blessi í endir sextuganna. Frá börnum. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Brúarfoss er á Akur- eyri. Goðafoss fór frá Vestmanna- eyjum í gær áleiðis til Hull. Dettir foss kom til Vestmannaeyja um miðnætti í nótt. Lagarfoss kom til Leith í gærmorgun. Selfoss er á leið til landsins frá London. • TimbHrirerslaii • P. W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. (0 Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. 0 Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- 0 mannahöfn. -------- Sik til skipasmíða. ----- Einnig heila ® skipsfarma frá Svíþjóð. X Hefi verslað við fsland í meir en 80 ár. Gærur, Kálfaskinn, Húðir, kaupir hæsta verði Sig. Þ. Skjaldberg. Nasta hraðferð tll Akureyrar er á fimtudag. §teindór “80- Umbúðapappír, 20, 40 og 57 cm. væntanlegur næstu daga. Eggert Kristjánsson & Co. Skólatöskur nýkomnar. Verð frá kr. 2.75. Bókanersl. Sigff. Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34 Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að konan mín og móðir okkar, Sigrún Sigurðardóttir, Laugarnesveg 53, Ijest í Landakotsspítala 21. sept. Egill Guðjónsson og höm. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að hjaxtkær edginmaður minn og faðir litlu dóttur minnar, Selmu, Sigmundur Sigurðsson, bifreiðarstjóri, verður jarðsettur miðvikudaginn 22. sept. At- höfnin hefst m.eð húskveðju á heimili okkar, Fossagötu 4, kl. 2 e. h. Jarðað verður frá Dómkirkjunni og í gamla kirkju- garðinum. Nancy Sigurðsson. Jarðarför konunnar minnar og dóttur okkar, Unnar Björnsdóttur, fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 23. sept. og hefst með húskveðju að heimili okkar, Sellandsstíg 7, kl. iy2 síðd. Friðþjófur Þorsteinsson. Anna og Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.