Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 22. sept. 1937. JCcnyisfíafuu: Vesta innleiðir prjónavöru- tískuna hjer. Kaupi íslensk frímerki hæsta vefði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Hafið þjer skoðað Frotté- peysurnar í Vestu? Kaupi gamian kopar. Vald. oulsen, Klapparstíg 29. Lítið timburhús til sölu. — Sími 2684. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Fjallagrös. Við kvefi og margs konar kvillum er grasavatn not- að sem læknislyf. Framleiðsla á vetrarvörunum er byrjuð. Vesta, sími 4197. Grasagrautar voru algengir í gamla daga. Þeir eru herra- mannsmatur og hollir eftir því. Kjötfars og fiskr'ars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kírkjuvegi 8. Sími 3227. Sent heim. Ráðskonu ráðsetta og þrifa- lega vantar einhleypan húseig- anda á Eyrarbakka. Mætti hafa með sjer stálpað barn. Upplýs- ingar Hótel Heklu, herbergi 24, kl. 12—2. Unglingsstúlka óskast í for- miðdagsvist. Þrent fullorðið í heimili. Uppl. í síma 4683 eft- ir kl. 8 síðd. Vanur maður tekur að sjer miðstöðvarkyndingu í Austur- bænum. Uppl. í síma 1125. <me3" ncru^inu/r^c^li 'xncva. Ung stúlka óskar eftir af- greiðslu eða innheimtustörfum. Upplýsingar í síma 4220. ÍfcCfotfnnbncjac Munið silunginn góða í Fisk- búðinni Frakkastíg 13. Sími 2651. Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. Munið að Sokkaviðgerðin er flutt í Hafnarstræti 19 (sími 2799). Allskonar viðgerðir á kvensokkum. Allskonar stopn- ing. Tek að mjer eins og að und- anförnu loftþvotta og glugga- hreinsun. Magnús Guðmunds- son, Framnesveg 11. Sími 3809 Atvinnulausar stúlkur, sem hafa í hyggju að taka að sjer aðstoðarstörf á heimilum hjer í bænum á komandi vetri, ættu í tíma að leita til Ráðningar- st fu Reykjavíkurbæjar, þar eru úrvals stöður við hústörf o. fl. fyrirliggjandi á hverjum tíma. Ráðningarstofa Reykja- víkurbæjar. Lækjartorgi 1. — Sími 4966. Bókhaldari óskar eftir hvers onar skriftarstörfum. Tilboð merkt „Skrifstörf“, sendist Morgunblaðinu. Undirrituð tekur að sjer að enna Kontrakt-Bridge. Kristín Norðmann, Mímisveg 2. Sími 4645. Lengsta einvígi síðari tíma var háð við Budapest seinast í ágústmánuði. Einvígið var háð milli Lazlo Zboropjaj yfirverk- fræðings og dr. Prueller. Einvígi þetta stóð yfir í 2% klukkutíma og var barist í 51 lotu. Notuð voru lítil sverð. Ástæð- an til einvígisins var orðasenna, sem átti sjer stað mánuði áður en einvígið hófst. Strax í byrjun særðust báðir aðilar, en bundið var um sár þeirra og þeir hjeldu áfram. I 12. lotu voru báðir aftur orðnir inikið særðir, annar á höfði, en hinn bæði á handlegg og höfði. En samt hjeldu þeir bardaganum áfram eftir að búið var að gera að sárunum. Að lokum var bar- daginn stöðvaður af einvígisvott- unum, vegna þess að óvinirnir voru báðir orðnir örmagna. * í „Aarhus Stiftstidende“ birtist nýlega þessi saga: Tveir lögregluþjónar vöktu upp á bóndabæ úti á jósku heið- inni og báðu bóndann að afsaka ónæðið. Þeir sögðust sem sje hafa rekist á lík, sem lægi úti í skóg- arreit þar skamt frá, og hafi þeir haldið, að þar væri bóndinn ör- endur. — Hvernig leit hann út? spyr bóndi. — Hann er á hæð við þig. — Er hann í gráum fötum? — Já. — Og í gúmmístígvjelum ? — Já. — Eru það grá eða brún gúmmístígvjel 1 —- Stígvjelin eru brún. — Nú, þá er það ekki jeg, sagði bóndi og lokaði dyrunum. J. P. Kartmann, yfirlæknir, sem er líflæknir konungs- fjölskyldunnar og var aðal- læknir við uppskurðinn, sem gerður var á Alexandrínu drotningu fyrir skömmu. s onarsonur gamla Leo Tol- stoj, 17 ára gamall piltur, Jean Tolstoj að nafni, var hand- tekinn um daginn í Cannes á Suðnr-Frakklandi fyrir þjófnað! Hann strauk í sumar frá skólan- um, sem hann var í, og stal þá reiðhjóli, sem hann fór á til Nizza. Þar stal hann mótorhjóli, gullúri og ýmsum öðrum munum. Þegar hann var handtekinn fanst á honum annað úr, sem hann játaði að hafa stolið. Þegar lögreglan spurði liann um lieiti, gaf hann npp falskt nafn. x. Fyrir nokkrum árum var borg- arstjóri í Chieago, sem kallaður var „Big Bill“. Þetta var á glæpa- mannaöldinni miklu í Bandaríkj- unum, er A1 Capone og aðrir slíkir voru upp á sitt besta. „Big Bill“ varð frægastur fyr- ir að segja á stjórnmálafuudi, að- hann skyldi „gefa Georg V. Bretakonungi duglega á hann, e£' þeir ættu eftir að hittast“. Þettæ vakti mikla gremju í Bretlandi og víðar. „Big Bill“ var á dögunum æ ferðalagi í London, og þá ljet hann svo um mælt við blaða- mann, að hann hefði aðeins sagt þetta í pólitískum tilgangi. „Eðlilega meinti jeg ekki orð af því“, sagði „Big Bill“ við' blaðamanninn. „En það var fjöldí Irlendinga í Chicago, sem höfðu kosningarrjett. Jeg hefi aldrei verið á móti Bretum, þeir ert» heiðursmenn“. Á Sólvöllum er til leigu sól- rík stofa fyrir reglusaman mann. Tilboð merkt: „Sólvell- |ir“, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. Sólrík íbúð, tvö herbergi og- eldhús til leigu. Upplýsingar á'. Öldugötu 41, í versluninni. 2—3 herbergi með þægind- um óskast strax. Ennfremur óskast bókbandsvinnustofa. — Uppl. í síma 2285. 2 herbergi og eldhús óskast,. helst í vesturbænum. Uppl. á Aðalstöðinni. Kristján Yigfús- son. Húsnæði í Hafnarfirði. 2—3? herbergi og eldhús, til leigu 1. okt. Uppl. í síma 9299. i*HLS NILSSON: ^ÓLKIÐ A MÝRI Hann ætlaði að fara til annars lands, þar sem hann gat fundið hvíld, og þeir draumar, sem hann hafði ávalt dreymt, myndu rætast. Hann ráfaði áfram eins og í blindni og hrasaði hvað eftir annað, en sinti því ekki. Hann nam ekki staðar, fyr en hann kom út að mó- gröfinni. Þar hafði liann oft setið og látið sig dreyma fagra framtíðardrauma. En nú var ein hugsun efst í huga hans. — Þarna niðri í mógröfinni gat hann drekt öllum sínum draumum. Það var eina leiðin. Harm stóð grafkyr og horfði niður í vatnið. Honum fanst alt. í einu eitthvað seiðandi magn draga sig nið- ur í gröfina og dimm rödd kalla á sig. Hann gekk eins og töfraður raeð fram gröfiuni, og einblíndi ofan í hana. En alt í einu hrasaði hann um þúfu og datt. Við fallið rankaði hann við sjer og mundi eftir hinjjm sáru vonbrigðum. Hann var innilega særður yfir svik- um móður sinnar. Hvernig gat hann treyst henni eftir þetta? Hann lá kyr og velti því fyrir sjer, hvort hann ætti ekki að fara af stað peningalaus, eða spyrja móð- ur sína enn einu sinni, hvort hún vildi ekki láta liann fá peningana. Og þá heyrði hann alt í einu rödd Elín- ar, sem allaði á hann: — Fritz! Fritz, hvar ertu 1 — Jeg er hjer, svaraði hann og reyndi að vera ró- legur. Nú sá hann Elínu, Idu og Anton koma til sín. — En livað jeg er fegin, að við fundum þig, sagði Elín, tók hönd hans og þrýsti hana hlýlega. Anton sagði honum, að móðir þeirra hefði iðrast eftir að neita honum um peningana. — Honum var rnjög mikið niðri fyrir og sagði, að hann hefði ekki trúað móður sinni til þess að koma svona fram. Hann stakk upp á því, að þau systkinin gengju út í skóg þessa fögru sumarnótt, og þau tóku því vel. Fritz var nú orðinn rólegur aftur og var fús til þess að taka við ferðapeningunum, en hann sagði, að sjer þætti leitt, að hafa þessar endurminningar um móður sína, þegar liann færi að heiman. — Pabbi skildi okkur betur, sagði Elín og andvarp- aði. — Já, það er heldur ekki rjett af mömmu að halda jörðinni og láta svo Hugo ef til vill fá hana, sagði Ant- on hásum rómi. — Jeg vildi óska, að þið yilduð stuðla að því, að Hugo fengi ekki jörðina, sagði Fritz. — Iiann myndi drekka alt upp á skömmum tíma. Lofið mjer því, Ida og Elín, að styðja Anton, þá sjer mamma, hve órjett- mætt það er, að Hugo fái jörðina. Þær lofuðu því báðar. Þau voru öll sammála um það, að móðir þeirra vildi þeim ef til vill vel, en stífni hennar gerði þeim oft súrt í broti. Þau 'töluðu stilli-’ lega saman, og það var eins og þau þektu hvert ann- að betur eftir þessa nótt en þau höfðu gert áður. Og Fritz fjekk mörg hughreystingarorð sem veganesti. Við það afmáðist sú mynd, sem hafði fest í huga lians af móður hans, og honum fanst hún nú aðeins vera kona, sem ekki skildi börnin sín. Klukkan 4 morguninn eftir hafði Anton tilbúinn vágn og hesta til þess að aka Fritz á járnbrautarstöð- ina. Enginn var kominn á fætur, nema þeir tveir, og friður og ró livíldi yfir bænum. Fritz var hrærður þessa skilnaðarstund. Hann langaði til þess að fara inn til móður sinnar og kveðja hana. Ef til vill fjekk hanu aldrei að sjá liana framar. En það var eitthvað í hans innra manni, sem aftraði honum frá því. Anton bað hann að setjast við hlið sína á ökusætið, og síðan ók hann af stað yfir hlaðið, sem lá baðað í rnorgunsólinni. Ilvorugur þeirra tók eftir Lenu, sem stóð við bað- stofugluggann og- horfði á eftir Fritz. Ilún hafði þrátt fyrir alt vonað, að hann myndi á síöustu stundu koma til hennar og segja, að liann væri hættur við að fara. Þegar þeir voru komnir út í gegnum hliðið, fór hún út- og gekk upp á litla hæð. Þaðan fylgdi hún þeim með augunum, uns þeir hurfu úr augsýn. Þá skjögraði hún inn í listihúsið í garðin- um, settist þar á bekkinn og grjet hástöfum af sökn- uði. XI. Iþrjá daga mælti Lena ekki orð frá vörum. Ida, og Elín voru dauðhræddar urn að hún væri að missa vitið. Hún sat oft tímum saman á sama stað í baðstof- unni og starði út í garð. Hún sat hreyfingarlaus eins- og steingerfingur, en þegar leið að matartíma, stóð hún á fætur og fór inu í lierbergið, sem maður hennar dó í. En svo var það kvöld eitt, að Lena settist aftur á sinn gamla stað í baðstofunni og horfði á fólkið, með- an það borðaði. Sveinn, sem liafði verið feginn þegai- hún var ekki inni við máltíðarnar, var nú aftui; jafhj þvingaður og áður, og þorði tæplega að borða nægju sína. | Óli var þögull við borðið eins og venjulega. Hann harmaði það rnjög méð sjálfum sjer að liafa ekki fyrir- löngu látið verða úr því að hefna sín á Elínu og Pjetri. Hann gaf henni liornauga við og við. Honum fanst hún fallegri en áður í seinni tíð. * Sjálfur var Óli breyttur í útliti. Ilann var enn flóttalegri en áður, og var nú hættur að nenna að hirða sig almennilega. Hann þvoði sjer sjaldan nema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.