Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 6
6 MORGCJNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. sept. 1937. Álafossföt best. Kaupið í dag góð Kamgarnsföt ÁLAROSS, Þingiioltsstræti 2. Hvergi betri vara. I dag: Medisterpylsur. Wienarpylsur. Búrfell. Laugaveg 48. Sími 1505. Nýtt dilkakjöt, lækkað verð. LIFUR — HJÖRTU SVIÐ Blómkál, Gulrófur o. m. fl. Jóh. Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131 Nýtt Nautakjöt, Kálfakfðt, Dilkakfðt. Klein, Klein, Baldursgötu 14 Laugarnesveg 51 Sími 3073. Sími 2705 Trúlofunarhringa kaupa allír hjá SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Einnig Úr, Klukkur, Saumavjelar og Reiðhjól. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Niðursuðuglös allur sfærðtr. ¥ersl. Visir. Torgsala í dag Óðinstorgi og Steinbryggjuplan- inu. Margskonar grænmeti. Kart- öflur í smásölu og heilum pokum, ódýrar. Einar og Gunnar. Sexfugur: Davlð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk. Sextugur er í dag einn af fremstu og merkustu hjeraðs- höfðingjum Borgfirðinga, Davíð Þorsteinsson á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Davíð er sonur merkisbónd ans Þorsteins Davíðssonar frá Þorgautsstöðum, er bjó að Hömrum og lengst af á Arn- bjargarlæk, og bróðir Þorsteins sýslumanns og alþm. í Búðar- dal. Var Davíð alllengi í vinnu mensku hjá föður sínum og mun þá hafa verið fjárflesti vinnumaður á landinu, átti fult þúsund fjár. Tók Davíð ungur við stjórn þúsins og hefir síðan 'búið rausnarbúi á Arnbjargar- læk. Hefir Davíð reist þar stórt og glæsilegt íþúðarhús, sem mun vera eitt myndarlegasta stórhýsi í sveit á íslandi. Svo mætti og segja um önnur mann- virki og byggingar á Arnbjarg- arlæk, að þær skara fram úr því, sem algengt er. Davíð hefir gegnt fleiri trún- aðarstörfum fyrir sveit og sýslu, en flestir aðrir. Hann er for- maður Kaupfjelags Borgfirð- inga, í stjórn h.f. Skallagríms, sem gerir út „Laxfoss", og er nú alt í senn: sýslunefndarmað- ur, oddviti og hreppstjóri fyrir sinn hrepp. Hefir Davíð alla tíð verið mikill atkvæða- og starfsmaður, hygginn og úr- ræðagóður. Davíð á Arnbjargarlæk er með afbrigðum vinsæll, enda hinn mesti drengskaparmaður, skemtinn í viðræðum og orð- heppinn. Munu sveitungar hans og vinir fjölmenna að Arn- bjargarlæk í dag til að flytja honum árnaðaróskir. Davíð er kvæntur frábærri myndar -og ágætiskonu, Guð- rúnu Erlendsdóttur frá Sturlu- Reykjum, og hefir hún átt sinn stóra þátt í að gera garðinn frægaai. Margt er gott . Juft en hest Munið að kaupa næst þetta fljótvirka góða þvottaduft. SPÁNN FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. innar fjell ein flugvjel upp- reisnarmanna í sjóinn, en álitið er að önnur hafi farist í orust- unni. í hinni opinberu iilkynn- ingu, sem spanska stjórnin hef- ir gefið út um þessa orustu, er sagt, að ein stjórnarflugvjél hafi verið skotin niður og að tekist hafi að komá í vég' fýr- ir að nokkurt verulegt' tjón hlytist af árásinni. Nýlega gerðu fylgismenn uppreisnarmanna tilraun til þess að ná á vald sitt einum kafbát spönsku Stjórnarinn- ar, sem þá var staddur í Brest í Frakklandi, en Brest hefir verið til þessa aðalbækistöð gæslustarfsins við Spán. I því samþandi lenti í bar- daga milli fylgismanna spönsku stjórnarinnar og fylgismanna uppreisnarmanna og var einn maður drepinn. Út af þessu atviki hafa frönsk stjórnarvöld mælt svo fyrir, að hjeraðsstjórinn í Irun, sem er skipaður af herstjórn uppreisnarmanna, skuli fluttur til Brest, undir franskri lög- regluvernd og er hann nú á leiðinni þangað. Hann hefir hótað því, að ræðismaður Frakka í San Sebastian skuli verða tekinn sem gísl vegna meðferðarinnar sem hann (hjer aðsstjórinn) sje látinn sæta af hendi franskra yfirvalda. í sambandi við þessa hótun hjeraðsstjórans hefir franski innanríkisráðherrann látið svo um mælt, að það sje franska stjórnin sem ennþá fari með völd í Frakklandi. Ibúð. Mig vantar góða íbúð 1. 3—4 herbergi og eldhús mef um þægindum. Ólafur Helgason læknir. Símar 2128 og 3139 Ung barnlaus hjón óska eftir einu herbergi ásam húsgögnum frá 1. okt. Fyrirfran greiðsla ef óskað er. Tilboð, merki „333“, sendist afgreiðslu blaðsins Verslunarpláss á góðum stað við Mið- bæinn til leigu 1. októ- ber. UpplýsinRar í síma 1108 og 4277. Stiilka, hraust o.e: brifin, óskast á fáment heimili. Upp- lýsingar í síma 4623. V V } x í! 1 2 Minningarorð um Sigmund Sigurðsson bifreiðarstjóra. Sigmundur Sigurðsson "bifreið- arstjóri verður jarðsunginn í dag. Hann var fæddur 25. okt. 1897 að Holtsmúla í Skagafirði. Andlát hans bar að á sviplegan og hörmulegan hátt. Hann var við vinnu sína þ. 7. sept. síðastlið- inn eins og endranær og varð þá fyrir hifreið, er veitti honum svo mikla áverka, að augljóst var þeg- ar í stað, að honum myndi ekki lengra lífs auðið. Örfáum stund- um síðar ljest hann í Landsspít- alanum. Sigmundur var hreinn Reykvik- ingur, þó ekki væri hann hjer fæddur. Móðir hans fluttist hing- að með hann 4 ára garnlan og kornunga dóttur sína, en faðir hans vann fyrir tveim hörnum þeirra nyrðra. Síðar fluttist hann líka hingað suður, en andaðist 1911, og stóð þá ekkja hans ein uppi með 3 böm. Dóttir hennar, hin elsta, og Sigmundur hjálp- uðu þá til að halda uppi heim- ilinu. Sigmundur varð snemma sjálfbjarga og annara stoð, dug- legur til vinnu og vel þokkaður af öllum. Hann eignaðist fljótlega marga vini og kunningja, enda var lund hans þannig, að hann laðaði menn að sjer. Hann var glaðvær og kátur, bráður nokk- uð að vísu, en örlátur, þegar eitt- hvað var til, veitull og hjarta- góður. Iíann kvæntist árið 1929 Nancy Hansen, norskri konu, er reynd- ist honum hinn ágætasti og trygg asti förunautur. Eignuðust þau hjón eina dóttur, er lifir föður sinn. Það eru margir fleiri en kona Sigmundar, öidrnð og mædd móð- ir hans og aðrir nánusttt ástvin- ir, sem munu sakna hans. Allir, sem þektu hann, munu minnast hans með vinsemd og harma það, að æfidagurinn skyldi verða svona stuttur, og nóttin færast svo óvænt yfir. E. Farsóttartilfelli í ágústmánuði voru samtals 1464 ú öllu la'hdinu. Þar af í Reykjavík 695, á Suðut'- landi 259, á Vesturlandi 82, Norð- tirlaiidi 385 og Austuriandi 133. Fársóttartilf^'hn voru sem hjer segir (tölur í svigum frá Reykja- vílc nema annars sje getið) : Kverkabólga 373 (158). Kvefsótt 844 (408). Gigtsótt 14 (0). Iðra- kvef ]40 (21). Kveflungnahólga 23 (1). Taksótt 9 (1). Rauðir hundar 3 (0). Skarlatssótt 9 (6). Heimakoma 12 (3). Umferðargula 3 (1). Kossag 't, 5 (5). M^naogur 11 (2). Hla óla 10 (OL Rístill 8 (0). Hættið öllum áfengiskaupum! Ráðlegging fíá góðtempiara. Eins og öllum er kunnugt hafa allar vörur hækkað í verði, og er ekkert útlit fyrir, að vöru- verð fari lækkandi, að minstá kosti meðan sífeld stríð geysa í heiminum, og allir tala um að þá og þegar geti skollið á Evrópn stríð. Um þessa hækkun á vöm- verði þarf ekki að tilgreina nein- ar sjerstakar tölur. Hún er hverj- um borgara landsins kunnug. Það er svo komið, að ýmsar vörur eru 3 og 4 sinnum dýrari hjer en t. d. í Englandi. Og þó tala enn margir um að setja á nýja tolla, en þeir hljóta að hækka vöru- verðið ennþá meira. Það er því auðsætt fyrir hvern borgara landsins, að hann verður frekar nú en nokkru sinni fyr að gæta alls sparnaðar um öll útgjöld sín. Nú eru sjómenn og verka- menn að koma til bæjarins með aðal árstekjur sínar, og eins og gengur, þegar fjárhagurinn rýmk- ast skjótlega, þá eru menn örari til kaupa en ella. Stúkan Verðandi nr. 9 vill nú beina því til allra íslendinga, að forðast óþarfakaup, en þá fyrst og fremst kaup á áfengi. Það er ekki nóg, að sá er áfengið kaup- ir eyði í það fje sínu og fái ekk- ert í staðinn, heldur eyðir hann og tíma og heilsu, og það oft svo, að óbeini skaðinn er marg- falt meiri en fje það, sem lagt er út fyrir áfengið. Þjóðin verður að spara við sig allskonar útgjöld. Rúsínur, sveskjur og aðrir ávexti, sem hafa verið á borðum þjóðarinn- ar um langan aldur, fatnaður alls konar o. fl., sem þjóðin getur trauðla án verið, er nú hannað að flytja til landsins, nema a£ mjög skornum skamti, svo allan almenning vanhagar t. d. um ávexti o. fl., er hann þarfnast. Samt er leyfðúr óhindraður inn- flutningur á áfengi. Það sjá all- ir, hvílíka afhurða skammsýni er hjer um að ræða. Það vita allir, að enginn hefir gagn af að neyta áfengis til drykkjar, en að klæða sig og skóa þurfa allir. Þegar hinir ráðandi menn í þjóðfjelag- inu vilja ekki stífla áfengisflóð- ið, vegna þess hagnaðar, sem þeir hafa af drykkjuskap lands- manna, þá eiga allir hugsandi menn að svara því á einn veg : Hætta öllum áfengiskaupum. Þetta er rjetta svarið. Og þeir eiga ekki að láta lenda við það, heldur eiga þeir að gerast fje- lagsbundnir hindindismenn, og þá fyrst og fremst templarar, og stúkan Verðandi býður ykkur — eins og aðrar stúkur — velkomfn til sín. En þótt þjer ekki viljið ger- ast templarar, þá, eins og nú hag- ar, sparið við ykkur öll kaup á áfengum drykkjum. Það er yð- ar eigin hagnaður, og hagnaður fyrir landið, þegar vel er að gáð. V erðandamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.