Morgunblaðið - 10.10.1937, Page 5

Morgunblaðið - 10.10.1937, Page 5
'Sunmidagur 10. okt. 1937. MORGUNBLAÐIÐ W .......11 JHorgtmMaJtd I tjtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson tábyrgBarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 6, mánuCi. í lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura metS Lesbðk. GEGN ÞJÓÐNÝTINGU. — Heijkjavíkurbrjef — ------- 9. okt. --- AFSTAÐA íslenskra kjós- enda til þjóðnýtingarinn- ar hefir aldrei komið jafn skýrlega í ljós og við kosning- arnar 1 vor. Það var fyrirfram vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn voru báð- ir andstæðir þjóðnýtingu. Það var líka fyrirfram vitað að Al- þýðuflokkurinn og Kommúnista flokkufinn voru báðir með þjóð- nýtingu. Um Framsóknarkjós- ændurna var erfitt að spá nokk- uru fyrirfram. Leiðtogar þeirra böfðu að ýmsu leyti hegðað sjer svo í löggjafarstarfinu, að útlit var á, að þeir þættust eiga ;þjóðnýtingarvilja kjósenda sinna að baki sjer. En eftir því, sem leið á síðasta kjörtímabil, magnaðist óánægjan meðal Framsóknarkjósenda út af 'þjóðnýtingarbraski foringj- anna. Þeir sáu því það ráð vænst, að lýsa því yfir, að þeir væru andvígir þjóðnýtingu. Út ,saf þessu var efnt til kosninga. Við kosningarnar í vor fengu kjósendur tækifæri til að segja já eða nei við þjóðnýtingunni. Alls voru greidd 58.415 gild atkvæði. Þessi atkvæði skiftust þannig: Sjálfstæðisflokkur 24.132 Bændaflokkur 3.5781/2 Kramsóknarflokkur 14.5561/4 Samtals 42.267 Alþýðuflokkur 11.0841/2 Kommúnistafl. 4.9321/4 Þjóðernissinnar 118 Utan fl. 13 Samtals 16.148 Þessar tölur sýna, að 42.000 kjósendur hafa greitt atkvæði ,gegn þjóðnýtingu en 16.000 með. Eða með öðrum orðum 721/2% eru andvígir þjóðnýt- íngu, en 271/4% fylgjandi þjóð- nýtingu. En til þess að fá rjetta útkomu verður að taka tillit iil þeirra atkvæða, sem Fram- «ókn fekk að láni hjá Alþýðu- flokknum og kommúnistum. — Veit auðvitað enginn með vissu fjölda þessara lánsatkvæða. En þótt þau sjeu dregin frá, er ó- liætt að fullyrða að 70% kjós- enda hafi greitt atkvæði gegn þjóðnýtingu, en aðeins 30% með. Útkoman eftir kosningarnar í sumar er þannig sú, að af hverjum 10 kjósendum eru 7 andvígir þjóðnýtingu en aðeins 3 henni fylgjandi. Eftir kosningarnar í vor vita þeir sem berjast fyrir þjóðnýt- ingu hjer á landi, við hvert ofurefli er að etja: Þar eru 7 á móti 3 innan kjósendahóps- ins. Ef lýðræðið á íslandi er nokkurs metið, á það þessvegna ekki að koma fyrir, að hjer sitji þjóðnýtingarstjórn. Sje litið á skipun Alþingis, er útkoman þessi: Sjálfstæðisfl. 17 þingm. Bændafl. 2 þingm. Framsókn 19 þingm. Samtals 38 þingm. Alþýðufl. 8 þingm. Kommúnistafl. 3 þingm. Samtals 11 þingm. Af þeim 49 þingmönnum, sem sæti eiga á Alþingi, eru þannig 38 kosnir til að berj- ast gegn þjóðnýtingu, en að- eins 11 til að berjast fyrir þjóð- nýtingu. Hjer ber því alt að sama brunni. Hvort sem litið er á vilja kjósendanna eins og hann kemur fram í atkvæðatölunni, eða eins og hann kemur fram í þingmannatölunni, er Útkom- an sú sama: Yfirgnæfandi meiri hluti gegn þjóðnýtingu. Framsóknarleiðtogarnir vita það vel, að yfir 90% af kjós- endum flokksins eru andvígir þjóðnýtingu. Þeir vita að allur fjöldi þessara manna hefði beinlínis kosið með stjórnar- andstæðingum, ef þeir hefðu ekki treyst kosningalofor* :m flokksins um að berjast gegn þjóðnýtingu.En samt eru Fram- sóknarleiðtogarnir að velta því fyrir sjer, hvort þeir eigi ekki að svíkja þessi full 90% af kjósendum sínum, til þess að þóknast þeim tæpum 10%, sem fengin voru að láni. Framsóknarþingmennirnir verða að muna það að yfirgnæí- andi meiri hluti þeirra eigin kjósenda og yfirgnæfandi meiri hluti allra kjósenda í landinu hefir greitt atkvæði gegn þjóð- nýtingu. Haustmarkaður K. F. U. M. og K. hefir nú staðið yfir í tvo daga, og er síðasti dagurinn í dag. Svo vinsæll er haustmarkaðurinn, að óvenjulega miklar vörubirgðir fengust þangað, þrátt fyrir mikla viðskiftaörðugleika kaupsýslu- manna nú á tímum. — Salan á markaðinum gekk eftir þessu, en þó var mikið af vörum eftir í gær, og verður það alt sett á hlutaveltu í dag. Hefst hlutavelt- an kl. 3 e. h. Er þar margt af góðum og gagnlegum vörum. Þar verða engin núll og ekkert happ- drætti, svo allir fá eitthvað fyrir peningana. — í kvöld kl. 8V2 verð- ur samkoma í K. F. U. M. Þar verður söngur og fiðlusóló. Og þar flytur síra Bjarni Jónsson ræðu. Eigi verður seldur aðgangur að samkomu þessari. En þar verður tekið á móti fjárframlögum til fjelagsstarfseminnar. Þess er vænst, að fjelagar úr K. F. U. M. og K. fjölmenni á samkomu þessa, en allir eru velkomnir því húsrúm er ærið nóg. Öræfin. eð hverju ári kemur það greinilegar í ljós, hve auðvelt er að koma bílum við til ferðalaga um öræfin meðan sum- arfærð er þar. í sumar var með mjög litlum kostnaði gert bílfært norður yfir Kjalhraun að Hvera- völlum. Á bíl er og hægt að kom- ast til Kerlingarfjalla. En meiri tíðindum þykir það sæta, að menn skuli hafa komist á bíl úr Mývatnssveit og alla leið í Herðubreiðarlindir. For- göngu að þeirri ferð átti Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri á Ak- ureyri, og fjekk liann með sjer Edvarð Sigurgeirsson ljósmynd- ara, Gunnbjörn Egilsson skóla- bryta, Gunnar Thorarensen skrif- stofumann og Pjetur Jónsson í Beykjahlíð. Bílstjóri var Kristinn Jóhannesson, en bíllinn yfirbygð- ur vörubíll. Fóru: þeir frá Reykjalilíð aust- ur yfir Námaskarð gömlu pó.st- leiðina að Jökulsárferju, og er nokkur hluti af þeirri leið lagður vegur. Síðan upp með Jökulsá vegleysur alla leið, en mættu litl- um torfærum til þess að gera alla leið upp að Lindaá. Sú vegalengd er 47 km. Yfir Lindaá komust þeir klakk- laust í bílnum, en það mun ekki takast ef nokkrir eru vatnavext- ir. Með litlum lagfæringum telja þeir að hægt, sje að komast alla leið inn að Dyngjufjöllum. Ætti þess ekki að vera langt að bíða, að komist yrði í bíl milli Suður- og Norðurlands um Kjöl. Og líklegt er að margir myndu nota sjer það, ef hægt væri að komast í bíl upp að Öskju, og sjá þau náttúrunnar furðuverk, sem þar eru. Soffsvirkjunin. Pað sem mjer þykir skemti- legast við Sogsvirkjunina er, að mömium skuli ekki bloskra að stofnkostnaðurinn var 6—7 miljónir", sagði Reykvíkingur einn við mig á dögunum. Þetta getur rjett verið. En þeg- ar menn líta á málið frá þessu sjónarmiði, þá verða þeir líka að taka tillit til þess, hvernig á því stendur, að þessi mikli stofnkostn- aður, á íslenskan mælikvarða, vex ekki í augum og á ekki að þurfa 'þess. Að rafmagnsnotendur í Reykja- vík og nágrenni eiga að geta stað- ið straum af vöxtum og afborg- unum þessa stofnkostnaðar, er vegna þess hve rafmagnsnotkun í Reykjavík er orðin mikil, áður en til þess kemur að standa undir Sogsvirkjuninni. Það er hin litla stöð hjerna við Elliðaárnar, sem hefir framleitt þetta rafmagn, komið upp þessari notkun, og fyr ir þá notkun hafa bæjarbúar greitt það mikið fje, að Elliðaár- stöðin er að mestu; borguð þegar þarf að fara að borga hina stærri stöð við Sogið. Reykvíkingar hafa oft verið ó- ánægðir á undanförnum árum með hið takmarkaða Elliðaárraf- magn, sem var í nokkuð háu verði. En einmitt vegna þessa hef- ir skapast sú undirstaða undir hina meiriháttar rafveitu frá Sog- inu, er gerir það að verkum, að menn eiga að geta risið undir Sogsmiljónunum, ef skynsamlega er farið að ráði sínu, rafmagns- verðið þannig hnitmiðað, að tekj- ur hinnar stækkuðu rafveitu auk- ist í sama hlutfalli og tilkostnað- ur við liina auknu framleiðslu. Sveitirnar. ð Reykjavík gat ráðist í 7 miljóna virkjun kemur líka fleirum að gagni en Reykvíking- um einum. Því nú byrjar undir- búningur undir það, að veita raf- magninu í kaupstaði og kauptún öll frá Borgarnesi til Vestmanna- eyja. Eftir því hve vel tekst að að koma þeim veitum á tryggan fjárhagsgrundvöll fer það, hve víða verður síðan kleift að dreifa rafmagninu út um sveitirnar. Gefi kaupstaðaveiturnar ágóða, þá verður auðveldara að miðla raf- magninu til sveitanna, þar sem kostnaðurinn við hinar löngu leiðslur er mikill í samanburði við hina tiltölulega litlu notkun. Á síðustu árum hafa mörg ný- býli verið reist víða um sveitir. Hefir enn sem komið er lítið ver- ið hreyft við ýmsurn mistökum, sem þar kunna að hafa átt sjer stað, í þeirri von, að reynslan yrði þar sem víðar hinn besti skóli. En mjög er það til athugunar fyrir þá, sem hyggja á nýbýli hjer. um sveitir, að þau, sem reist verða á næstu árum, verði þann- ig í sveit sett, að öðru jöfnu, að þau nái sem fljótast til rafmagns úr þeim aðalleiðslum, sem vitað er að eiga að liggja um landið. Stefán Jóhann. jer á dögunum, þegar Sogs- virkjunin var til umræðu í blöðum bæjarins, skeði sá kát- broslegi atburður, að Stefán Jó- hann Stefánsson ritaði grein í Al- þýðublaðið um það, að hann sjálf- ur hefði verið einn helsti maður- inn við að koma Sogsvirkjuninni á fót. Samherjar Stefáns í Framsókn- arflokknum afgreiddu hann mjög góðlátlega með því að kalla þetta frumhlaup hans einskonar „prent- villur“. Innantómt mont mannsins í þessu efni gefur vitaskuld ekki tilefni til, að um það sje rætt af neinni alvöru. En spaugilegt er það, þegar hinn dumpaði þing- maður fer að skrifa um sjálfan sig eins og hann sje einhver höf- uðkempa landsmálanna, sem hafi á sínum tíma t. d. verið Jóni heitn- um Þorlákssyni fremri, eða stað- ið honum jafnfætis, í máli eins og Sogsvirkjun, sem var fyrst og fremst áhugamál Jóns, enda var liann allra manna færastur, sem kunnugt er, til að hrinda því í framkvæmd og naut við það ör- uggrar aðstoðar Steingríms Jóns- sonar rafmagnsstjóra. Menn álitu, að Stefán Jóhann hefði við kosningarnar í vor öðl- ast þann skilningsauka á póli- tísku persónugildi sínu, að hann hefði vit á að láta lítið á sjer bera hjer fyrst um sinn. Þessi „prent- villa“ í Alþýðuflokknum, eins og þeir vilja nefna hann Tímamenn, eða „fjóla“ í akri sósíalismans, myndi loka blöðum sínum í bili og reyna að gleymast. Nýr svipur. ó kommúnistar sjeu ekki fjöl- mennir á Alþingi, verður ekki annað sagt, en þingið hafi fengið að vissu leyti nýtt svipein- kenni með komu þeirra þangað. Þessir þrír menn úr flokki kommúnista, sem þar eiga sæti, eru hinir fyrstu fulltrúar fyrir erlent vald, sem þjóðin hefir kos- ið með almennum kosningarrjetti á þing sitt. Einn af þessum mönnum, Bryn- jólfur Bjarnason, er nýkominn austan frá Moskva. Hann var þar ekki í neinni skemtiferð. Hann fór þangað beinlínis' til þess að spyrja yfirdrotnara sína þar, hvernig hann og flokkur hans ætti að haga sjer gagnvart sam- vinnutilboði Alþýðuflokksins. Það er fullkomið einsdæmi, að íslenskur þingmaður skuli á þann hátt vera viljalaust verkfæri "i höndum erlendra stjórnmála- manna. En slíkt er þó ennþá í- skyggilegra, þegar þess er gætt, að þeir menn, sem þannig hafa fengið beint álirifavald á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar, eru eng- ir aðrir en einræðisherrar Rúss- lauds, menn, sem síðastliðið ár hafa verið önnum kafnir við að hengja, skjóta og myrða á laun fjöldann allan af þeim mönnum, sem' gegnt hafa mestu ábyrgðar- stöðum ríkisins1. Það eru svona menn, sem skipa fyrir um það, hvernig hinir þrír íslenskUi kommúnistaþingmenn eiga að rjetta upp hendina í söl- um Alþingis hjerna við Austur- völl. Lög og þingræði. amningatilraunir Alþýðu- flokksins við Kommúnista- flokkinn á þessu sumri hafa orð- ið til þess, að almenningur getur betur en áður áttað sig á afstöðu kommúnista til þjóðarinnar, og afstöðu Alþýðuflokksins til komm únistanna. Eftir mikið þjark í samninga- nefndum flokkanna strandaði samkomulagið á því, að kommún- istar, erindrekar liins rússneska blóðveldis, vildu ekki skuldbinda sig til þess að hlýða landslögum og viðurkenna þingræði þjóðar- innar. Eftir því þurfa menn ekki að efast um, hvernig afstaða þess- ara rússnesku; erindreka er. Er það mikil bót í máli, hve hrein- skilnir þeir eru. Þeir dylja ekki stefnu sína nje innræti. Þeir eru fulltrúar hinna rússnesku bylt- ingamanna, sem setja sig aldrei úr færi, áð brjóta lög þjóðarinn- ar, eyða þeirri stjórnskipun, sem þjóðfjelag vort byggist á, og gera hver þau spellvirki, sem hæfa þeim mönnum, er hafa valið sjer það hlutverk í lífinu að vera eins- konar kartneglur á litla fingri heimsbyltingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.