Morgunblaðið - 10.10.1937, Síða 8
t
MORGTJNBLAÐIÐ
Sunnudagur 10. okt. 1937.
Swtynnirufuv
Betania. Samkoma í kvölc
kl. 81/*)- Páll Sigurðsson talar
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag
kl. 11 Helgunarsamkoma með
Skáta ,,parade“. Sunnudaga
skóli kl. 2. Hjálpræðissamkoma
kl. 81/2- Kórsöngur, hornasveit
strengjasveit. Flokksforinginn
stjórnar.
Erindi flytur undirritaður (að
forfallalausu) á Lækjartorgi
Rvík, sunnud. 10. kl. 1 l/g e.h
Efni: Lúk. 8:18. 11:27,28. Jóh
5:24,25. 8:47. Þessir textar o
m. fl. eru ágætir við eyrnaveiki
Allir velkomnir, en þó sjerstak'
lega Guðm. Hannesson prófess
or, ef eyrun eru ekki af honum
dottín. Sjá Morgunblaðið 15
júlí s.l.
8. okt. 1937.
Sigurður Sveinbjarnarson
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu,
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum. árstillögum
m. m.
JCaup.
Lítið notað piano til sölu
Upplýsingar í síma 2247.
Lítið orgel til sölu, ódýrt.
Uppl. Nönnugötu 19.
Niðursuðudósir með smeltu
loki (þýskt patent) fást af öll-
um stærðpm hjá Guðmundi
Breiðfjörð, Laufásveg 4.
ísl. böggla og rjómabús-
smjör. Þorsteinsbúð. Sími 3247
Isl. kartöflur og rófur, í heil
um pokum og smásölu. Þor-
steipsbúð. Sími 3247.
Ranks hænsnafóður, bland
að — Varpmjöl. — Kurl. mais
— Korvet, sem einnig er ágætt
kúafóður í heilum pokum og
lausri vigt. Þorsteinsbúð. Sími
3247.
Niðursuðuglös, 1/2 kg. með
gúmmíhring 0.90 st. — ^ .kg
með skrúfuðu loki 0.35 — 1
kg. með skrúfuðu loki 0.50. —
I orsteinsbúð. Sími 3247.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sig-
nrbjömsson, Lækjartorgi 1. -
Opið 1—4.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
^oulsen, Klapparstíg 29.
Sníðanámskeið byrja 15. okt.
Dag- og kvöldtímar. Efni tekin
til að sníða og máta.
Saumastofa
Guðrúnar Arngrímsdóttur.
Matthildur Edwald.
Bankastr. 11. Sími 2725.
best
Munið að kaupa næst
þetta fljótvirka góða
þvottaduft.
Þakkarávarp.
Þakka af hjarta öllum þeim
mörgu, er rjettu mjer hjálpar-
hönd við áfall það, er jeg fekk
s.I. vetur og í sjúkdómslegunni,
er því fylgdi. Sjerstaklega vil jeg
tilnefna læknishjónin á Blöndu-
ósi, frú Guðbjörgu og Pál Kolka.
Blönduósi, 10. okt. 1937.
Vilhelmína Sigurðardóttir.
-----V
'TmxJ °
Leiri Langnefs kom upp í þing
í gær, og varð þetta að orði
er hann leit yfir rauðu fylking-
una:
Engum dylst, sem á það sjer,
að öll er hjörðin valin og alt er
safnið laust við pest og kláða og
færilýs. Og brennimerkin glitra
þarna „Stauning“ eða „Stalin“, en
stærstur er þó hópurinn með
brennimarkið „Sís“.
*
Balzac kemst að orði á þessa
leið : Ef þú vilt vera viss um
að unnustu þinni þyki verulega
vænt um þig, þá yfirgef þú hana
aldrei svo, að þú hafið ekki komið
henni ofurlítið til að gráta.
*
Pegar Abyssiníustríðið stóð yf-
ir bar mikið á nafninu Ma-
dame Tabouis í frjettaskeytum.
Var oft Iagt mikið upp úr frjetta-
skéytum, sem hún skrifaði í frjáls
lynda blaðið franska, L’Oeuvre.
Smátt og smátt fóru menn að
Bestar eru
Bæjarbifreiðar
Steindórs Bími 1580.
Gærur, Kðlfaskinn og HAðir,
kaupir hæsta verði.
Sig'. Þ. Skfaldberg.
Ný kenslubók í þýsku.
Dr. Max Keil:
ÞÝSKUBÓK I.
Verð kr. 8.00. Fæst hjá bóksölum.
Bókaversl. Sflgf. Eymnndssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34.
Ý
t
Heillaráð
t
|
I x
3 Til þess að fá hreinan og blæfagran þvott er best $
i * V
y
að nota *
v
?
p
Hreinshvíft,
$ 4
•K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K*^
Saltkjöl.
Seljum eins og undanfarin ár spaðsaltað dilka-
kjöt í 1/1 & 1/2 tunnum.
Eggert Kristjénsson & Co.
Madame Genevieve Tabouis
taka eftir því, að ekki var alt
satt sem frúin sagði, en stundum
var hún heppin, eins og t. d. þeg-
ar hún ljóstaði upp um fyrirætl-
anir Lavals og Samels Hoare í
Abyssiníumálunum. Jók þetta álit
hennar sem ábyggilegs frjettarit-
ara.
En nú hefir frægðarsól hennar
lækkað mjög og varla kemur það
fyrir, að tekið sje lengur alvar
lega það sem hún segir eða spá-
ir í lieimspólitíkinni.
¥
Madame Genevieve Tabonis er
um fimtugt og er hún af frægri
franskri stjórnmálamannaætt.
Snemma hallaðist hún að forn-
fræði og fornfræðirannsóknum
og nam þau fræði við Sorbonne-
háskóla. Það var ekki fyr en mað
ur hennar var látinn og hún stóð
ein uppi með tvö börn þeirra
hjóna í ómegð, að hún fór að
hugsa um blaðamensku. Ekki
gekk henni vel í fyrstu að fá
stöðu við blöðin, og er hún fór
fram á að skrifa um heimspólitík
við Le petit Marseillais, hristi
ritstjórinn hefuðið — ritstjórnar-
greinar um heimspólitík eftir
kvenmann, nei, það fanst honum
af og frá . . .
*
En „La Genieve“, eins og frú-
in er oft kölluð, gafst ekki upp.
Árið 1924 var hún send til Genf
og átti hún að skrifa greinar um
fræga stjórnmálamenn frá kven-
legu sjónarmiði. Árangurinn urðu
nokkrar „petit“-greinar, sem
aldrei eru settar á frjettasíður og
þykja meira til uppfyllingar en
sem gott; efni í stórblöðunum.
*
Við þetta blað, „Le petit Mar-
seillais, vann frú Tahouis þar til
Herriot, foringi frjálslynda flokks
ins franska, tók eftir greinum
hennar og útvegaði henni stöðnna
við L’Oeuvre.
*
Greinar frú Tabouis eru auð-
þekkjanlegar á því megna Þjóð-
verja- og ítala-hatri sem lesa má
út úr liverri línu. Hún er ákafur
fylgismaður bandalagsins milli
Rússa og Frakka og birtir ein-
göngu frjettir, sem fegra þetta
bandalag. Hún er ekki að hugsa
svo mikið um hvort þessar frjett-
ir eru á rökum reistar.
Gamlir málshættir.
Sá, sem aðra vill svíkja, verður
oft svikinn sjálfur.
Sá, sem aldrei er forvitinn,.
verður aldrei fróður.
Sá, sem ætíð er í efa, útrjettir
lítið.
Sá, sem annan fellir, clettur offe
sjálfur með honum.
Sá, sem bíður eftir annari hring-
ingu til borðs, fær oft lítið að
eta.
Bfa
Sokkaviðgerðin, Hafnarstræth
19, gerir við kvensokka, stopp-
ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af-
greiðsla. Sími 2799.
Otto B. Araar, löggiltur Út-
yarpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og vid»
gerðir á útvarpstækjum og
loftnetum.
Geri vi,ð saumavjelar, skrár
og allskonar heimilisvjelar. H*
Sandholt, Klapparstíg 11. Sími
2635.
Húsmæður, takið eftir I
Komnir heim. Tökum að okkur
gluggafægingu og loftþvotta.
Sími 4967 Jón og Guðni 2131.
Tek að mjer loftþvotta og
gluggahreinsun eins og að und-
anförnu. Sími 3809.
Fjölritun og vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —
Sími 2250.
Fæði fyrir karla og konur,.
og einstakar máltíðir, fæst á
Laufásvegi 14.
Bansa.
Rjúpnaveiði og annað villifugla-
dráp er stranglega bannað á öllu
Þingvallalandi jafnt utan sem inn-
an girðingar um friðlýsta landið.
Byssur og önnur skotvopn, senr
liæf eru til fuglaveiða, ennfremur
dauða fugla, er mönnum fyrirboð-
ið að bera með sjer um bannsvæð-
ið, eða geyma þar. Brotum á banni
þessu verður vísað til aðgerðar
lögreglustjóra.
Umsjónarmaður Þingvalla.
*!f * yR*æ ****!«>«****«**
1 MiLAFLOTNINGSSKRÍFSTOFA I
Sigurður Guðjónsson
lögfræðingur.
Aust. 14. — Sími 4404.
*
£
NiOursuOuglðs
allar stærðir
og Varahringar.
Víslr,
Laugaveg 1. Sími 3555-