Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. okt. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þegar sala 20.000 tunna maljessíldar til Ameriku var stöðvuð. Kom í bág við einkarjett um- boðsmanns Finns Jónssonar. HARALDI BÖÐVARSSYNI, útgerðar- manni á Akranesi, stóð til boða í sum- ar, að selja 20.000 tunnur matjes- síldar til Ameríku, en fekk það ekki fyrir Finni Jónssyni. Kaupandi síldarinnar var stórt amerískt firma, sem í 10 undanfarin ár hefir keypt feikna- mikla síld af Skotum; í fyrra t. d. fyrir yfir 1.7 miljónir íslenskra króna. Umboðsmaður þessa stóra ameríska firma ásamt Haraldi Böðvarssyni hafa í fulla tvo mánuði verið að reyna að fá ke.ypt- ar á íslandi 20 þús. tunnur matjessíldar, en þar sem slík sala fór í bág við einkarjett umboðsmanns Finns Jónssonar, var síld- jb ófáanleg. Haraldur Böðvarsson lýsir í eftirfarandi grein þessu tveggja aaánaða stríði við Finn Jónsson, sem bar engan árangur. Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður segir frá. Haustið 1935 brást síldveiði norðanlands eins og marg- »• muna, og þá brugðu margir við bjer og stunduðu síldveiðar við Faxafloa mej5 göðum árangri. Jeg var einn af þeim sem Ijet salta ■íld og seldi m. a. 1000 tunnur af matjessíld sem fóru til Ameríku. Firmað í Ameríku, sem keypti •íldina, var í alla staði ánægt með gæðin og gaf í skyn að Faxa- síldin líkaði betur í Ameríku vegna þess að fitan í síldinni væri •kki eins laus og í norðansíld og f«ri því minna út í pækilinn, og' lýsi væri því minna ofan á pækl- inum þegar tunnurnar væru opn- aðar. Þetta Ameríkufirma hefir haft útsendann umboðsmann í Skotlandi 10 undanfarin sumur til þess að kaupa síld af Skotum og t. d. í fyrra keypti það af þeim •íld fyrir £78.000, sem er í íslensk- »m peningum krónur 1.727.700 — •in miljón sjö hundruð tuttugu og wjö þúsund og s'jö hundruð krón- Fyrsta tilboðið. Sonur minn, Sturlaugur, sem hefir verið ®.l. ár í Skotlandi og heí'ir verið m. a. að kynna sjer síklarverslun Skota m. m., komst í kynni við þennan umboðsmann Ameríkufirmans og bafa þeir báð- ir nú í tvo mánuði, ásamt mjer nndirrituðum, unnið af kappi að því að fá að verka og selja Faxa- flóasíld til Ameríku (Ijettverk- aða). Síldveiði Skota brást að vernlegu leyti seinni hluta sum- arsins í ár og gat því umrætt Ameríkufirma ekki fengið nema aokkurif hluta af því síldarmagni sem það vildi k.urp^i. 6. ágúst talaði Sturlaugur við mig í síma frá Glasgow og bað mig að reyna að fá leyfi hjá Síldarxitvegsnefnd til þess að verka 10—20 þúsund tunnur af Faxasíld og gera svo firmanu fast tilboð í sama inagn, ef það veidd- ist. Sama dag talaði jeg við hr. Finn Jónsson á Siglufirði og skýrði honum málavöxtu og spurði hann um leið bvaða verð væri á mat.jessíld þá. Ilann svar- aði því á þá leið: að Norðmenn væru að bjóða íslenska matjessíj^ á 26 til 28 norskar kr. cif Ham- borg, en Síldarútvegsnefnd hefði selt í vor fyrirfrám til Póllands á 29 shillinga fob, en gat þess um leið, að það verð væri nú ekki fáanlegt. Eftir því sem orð fjellu milli okkar Finns, fanst mjer líldegt að salan og söltun á Faxasíldinni næði fram að ganga, en Finnur bað mig að skrifa nefndinni um þetta, sem jeg og gerði sarna dag, 6. ágúst. Því næst sendi jeg Stur- laugi símskeyti til Glasgow og gaf hon'um í skyn að söltun Faxa- síldar yrði sennilega leyfð og bað bann komast eftir hvort firmað gæti greitt 30 shillinga íýrir tnnnuna fob. Þessu svaraði hann næsta dag, 7. ágúst, að verðið væri samþykt. Vegna þeirra upplýsinga sem Finnur gaf mjer, þá hafði jeg verðið ekki hærra, enda var það vel viðunandi eða rúmlega 33 ísl. krónur fyrir hverja tunnu fob. og talsvert fyrir ofan það verð sem áður getur. Það hefði verið hægt að greiða 10 krónur fyrir mækla tunnu upp úr hát og hafa samt góðan hagnað áf söltuninni. Ekkert svar. Tíininn líðtir, dagav og yikur, og ekkert svar kemur frá Síldar- Leikfjelagið efnir til leiksamkepni. A M í M EÐ því að kunnugt er, að hjer í bæ er allmikill joldi af ungu fólki, sem hefir áhuga á því, að fást við leik- starfsemi sjer til dægrastytt- ingar, hefir Leikfjelag Reykja- víkur; ákveðið að efna til sam- kepni milli smáflokka, er kunna a,ð.yiLja sýna sig á leiksviði. — b ’ i , ■ ■ Gerir fjelagið þetta í þeim til- gangi að auka áhuga ungs fólks fyrir leiklist. Hverskonar fje- lagsbundnir eða ófjelagsbundn- ir aðilar geta tekið þátt í sam- kepninni innan þeirra takmarka er Leikfjelagið setur með regl- um um samkepnina. Hjer geta því komið til greina leikflokkar úr skólum, úr stjórn málafjelögum (einkum ungt fólk), templarafjelögum, ung- mennafjelögum o. s. frv., og flokkar, sem bindast samtökum um þetta mál eitt. Ef þátttaka verður almenn, er svo til ætlast, að hver flokk- ur sýni einþætting eða einn þátt úr stærri leik, er hann sjálfur velur sjer. Þó verður Leikfje- lagið að samþykkja verkefnið, svo komist verði hjá, að tekin verði fyrir verkefni, er með öllu sjeu verðlaus. — Leikfjelagið leggur til eitt sameiginlegt um- hverfi, s,em leikritin fara fram í, enda skal engin áhersla lögð á leiksviðsbúnað út af fyrir sig. Eðlilegt væri, að þrír flokkar keptu á kvöldi, og kæmi þá að sýningunum loknum fram fyrir áhorfendur dómari, sem Leik- fjelagið velur, er kvæði upp rökstuddan dóm um meðferð hvers flokks á viðfangsefni sínu. Er allir flokkar hafa kept, er birt úrslitaniðurstaða dómara eða dómnefndar um samkepn- ina. — Þeir flokkar, sem þessu vildu sinna, verða að tilkynna stjórn Leikfjelagsins um þátttöku sína og viðfangsefni eigi síðar en 15. janúar næstkomandi, og mundi þá samkepnin fara fram nálægt mánuði síðar. Allar -nánari upp- lýsingar gefur formaður Leik- fjelags Reykjavíkur, hr. Ragn- ar E. Kvaran. FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. Að gefnu tilefni skal þess get- ið, að bifreiðin R. 163, sem stol- ið var á Oðinsgötu s.l. suunudags- morgun, var lokuð. Hafði piltuv- inn þrýst rúðunni inn og náð í takka, sem hurðin var opnuð með. En lykillinn að vjelinni hafði gleymst í bílnum, og gat hann því komið bílnum af stað. Fjelag Vestur-íslendinga hekl- ur fund í kvöld í K. R. húsinu uppi. Stauning kominn á kreik Stauning hefir nú náð sjer að mestu eftir fótbrotið og er kom- inn á róf. Fiskimjöl til manneldis. Quðmundi Jónssyni verk- fræÖingi í Reykjavík hefir tekist að búa til fiski- mjöl til manneldis. Hefir hann ásamt tveimur mönn- um öðrum stofnað fjelag.til þess ef unt er að gera þetta fiskimjöl að markaðsvöru. Guðmundur hefir skýrt þannig frá tilbúningi fiskimjölsins: Ur fiskinum eru tekin tálkn, augu og innýfli og síðan er hann vandlega þveginn og mjölið hú- ið til úr fiskinum með liaus, hrvgg og roði. Mjöl til manneldis er eihnig hægt að búa til úr hrygg fiskj- arins eingöngu — svo og úr fisk- inum hausuðum og flöttum. Mjöl- ið er ljósgult á lit og fiskbragð- ið lieldur sjer, og mjölið virðrst hafa alla sömu eiginleika pg. nýr fiskur. Hinsvegar er fyrirferð þess mjög lítil miðuð við fyrirferð nýs fiskjar o,g ætti það að greiða fyr- ir sölu mjölsins, einkum í fjar- lægð. Ui' mjöli þessu telur Guðmund- ur að hægt sje að húa til allskon- ar fisksúpur, fiskbollur, fiskbiið- inga og þess háttar. Einnig tel- ur hann, að því megi blanda sam- an við rúgmjöl og hveitimjöl til hrauðgerðar. Brauð úr slíkri blöndu se|ir hann útlitsgott og ljúffengt — og augljóst telur hann, að brauðið muni vera kraft- meira og liollara en venjuleg brauð. (FÚ) Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Garðari Þorsteinssyni ungfrú Bjarnveig Þorsteinsdóttir og Jó- haun S. Guðmundsson. Heimili þeirra er á Vesturbraut 4, Hafnar- firði. —Ekkert— þingmál... ENGIR þingfundir verða í dag, því að ekkert þing- mái liggur fyrir. Eina frum- varpið, sem fram er komið frá stjórninni, er fjárlaga- frumvarpið, og verður það tekið til 1. umrœðu á föstu- dag. Það seinkar mjög þing- störfum, að stjórnin skuli ekki hafa frumvörpin, sem hún leggur fram, tilbúin í byrjun þings. ALÞINGI. Eosnlng íasta nefnda. p undir voru haldnir í sam- *• einuðu þingi í gær og báðum deildum or var á dag- skrá kosning fastanefnda. Kosningin fór þannig: í sameinuðu þingi. Fjárveitinganefnd: Pjetur Otte- sen, Jakob Möller, Þorst. Þor- steinsson, Jón Pálmason, Helgi Jónasson, Skúli Gnðmiundsson, Þorbergur Þorleifsson, Bjarni Bjarnason og Hjeðinn Valdimars- son. Utanríkismálanefnd: Ólafur Thors, Jóhann Jósefsson, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Bjarui Asgeirssou, Jónas Jónsson og Hjeðinn Valdimarsson. Til vara: Magnús Jónsson, Magnús Guðmundsson; Thor Thors, Gísli Guðniundsson, Páll Zophoníasson, Pálmi Hannesson o,g Asgeir Ásgeirsson. Neðri deild. Fjárhagsnefnd: Óláfur Thors, Stefán Stefánssou, Skúli Guð- mundsson, Sveinbjörn Ilögnason, Ásgeir Ásgeirsson. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveinsson, Eiríkúr Einarsson, Sveinbjörn Högnason, Þorhergur Þorleifsson, Finnur Jónsson. Landbúnaðarnefnd: Jón Pálma- son, Pjetur Ottesen, Bjarni Ás- geirsson, Steingrímur Steinþórs- son, Emil Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Sigurður Kristjánsson, Sigurður E. Hlíðar, Bergur Jónsson, Gísli Guðmunds- son, Finnur Jónsson. Iðnaðarnefnd: Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Bjarni Ás- geirsson, Pálmi Hannesson, Emil Jónsson. Mentamálanefnd: Pjetur Hall- dórsson, Þorsteinn Briem, Bjarni Bjarnason, Pálmi Hannesson, Ás- geir Ásgeirsson. Allsher jarnefnd: Thor Thors, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jóns- son, Gísli Guðmundsson, Vilmund- ur Jónsson. Efri deild. Fjárhagsnefnd: Magnús .Tóns- son, Bernliarð Stefánsson, Jón Baldvinsson. SamgöngTimálanefnd: Magnús Guðmundsson, Páll Hermannsson, Páll Zophoníasson. Landbúnaðarnefnd: Þorst. Þor- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.