Morgunblaðið - 13.10.1937, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.10.1937, Qupperneq 8
MORG’JNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. okt. 193T. ð Stína er heima að lesa Sjómannasögurnar i?C&rts£ci- Kenni í vetur íslensku, dönsku, ensku og þýsku Garðar Svavarsson Upplýsingar í síma 3726 kl. 12—2 og 8—9. HZdtynninífcut Friggbónið fína, er bæjarint besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningárkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Kennari, helst gagnfræðing- ur, óskast til að kenna börnum part úr degi. Upplýsingar í Suð- urgötu 2, eftir kl. 7 e. h. Jáuifisá&pAW Kápubúðin, Laugaveg 35. — Taubútasala í nokkra daga. Námskeið. Kvöldtímar í nær- fatasaum byrja 14. þ. mán. ■—• Smart, Kirkjustræti 8 B. Sími 1927. Stúdent óskar eftir kenslu. Greiðsla getur verið í fæði. — Upplýsingar í síma 4640 í dag, kl. 6—7. Vjel&reimar fást bestar hjá ýoalsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta ?erði og sel útlend. Gísli Sig- arbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Jpið 1—4. Hannyrðakensla. — Kenni að sauma landslagsmyndir og alls- konar útsaum. Hekl, prjón o. fl. Upplýsingar í síma 2265 kl. 5—-7 e. h. Elísabet Helgadóttir, Bjarnarstíg 10. Kaupi gamlan kopar. Vald. 3oalsen, Klapparstíg 29. Niðursuðudósir með smeltu loki (þýskt patent) fást af öll- um stærðum hjá Guðmundi Breiðfjörð, Laufásveg 4. &CC-&Í- Fæði, fyrir karla og konur, og einstakar máltíðir, fæst á Laufásvegi 14. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Lítið fortepiano óskast til leigu. Uppl. í síma 4220. JCur&nazðl Ágæt stofa til leigu í nýju húsi, Víðimel 39. Helga Jóns- dóttir. Eyfellingur nokknr, hreinrækt- aður Tímamaður, var stadd- ur í húsi einu hjer í bænum á dögunum, þar sem verið var að ræða um sjúkratryggingarlögin nýju. l>ar var skýrt frá því, að verkamaður hefði fengið íhlaupa- vinnu vikutíma. Þegar hann svo að lokinni vinnu ætlaði að sækja kaupið, þá var það horfið. Fylgdi það sögunni, að sendimaður Sjúkrasamlagsins hefði sótt kaup- ið, en verkamaðurinn ekki feng- ið eyri. Þetta þótti Tímamanninum fram úr hófi ranglátt. Hann gekk stundarkorn um gólf og hugsaði djúpt, en sagði þvínæst: „Eru þetta ekki lög frá Ólafi Thors?“! * Oscar lí. Svíakonuugur ljet. sjer ant um barnafræðslu og' hafði gaman af því að leggja spurn- ingar fyrir börnin, er hann kom í heimsókn í skólana. Einu sinni spurði hann börnin í einum bekknum, hvaða stórmenni þau þektu meðal Svía. „Gústaf Adolf“, sagði ein telpan, en þá sagði önn- ur: „Oscar II“. Konungur gekk til hennar og spurði, hvað hún vissi merkilegt um hann. Þá fór telpan að gráta og sagðist ekk- ert vita. — Gráttu ekki, sagði konungur og klappaði henni á kinnina. — Jeg veit það ekki heldur. * Pegar samkepnisprófið um dósentsembættið í guðfræði við Háskólann fór fram var feng- inn danskur prófessor, dr. theol. Holger Mosbech, til að vera í dóm- nefndinni. Prófessor Mosbech hef- ir nú ritað í „Dansk-Islandsk Kirkesag“ um ferðalag sitt til ís- lands. Þar segir prófessorinn með- al annars: * „..... Það var almannarómur að ríkisstjórnin hefði sjerstakan áhuga á því að einn umsækjand- inn fengi dósentsstöðuna. Þessi um sækjandi hafði um nokkurra ára skeið verið stjórnmálamaður og var alþingismaður er samkepnin fór fram,- en svo ólieppilega vildi til að samkepnisprófið sýndi að guðfræðikunnátta hans var sára- lítil (yderst ringe)..“ * Á öðrum stað í sömu grein: „.....Það var því ekki nokk- ur váfi á að hann (síra Björn Magnússon) átti að fá embættið. Aftur á móti greindi menn á um hvort rjett. væri að prófnefndin Ijeti sjer nægja að láta þetta álit sitt uppi, eða hvort hún ætti að gefa út rökstudda á- lyktun og taka þar fram frammi- stöðu hinna þriggja umsækjenda. Iíið fyrnefnda var valið af hlífni við einn umsækjandann ...“. Torg«ala á Lækjartorgi í dag. Allskonar blóm og grænmeti. ut- Ráðskona óskast á mj ög fögr-- um stað í sveit ■— á fáment„ barnlaust heimili. Óvenjulega^ góð kjör. A. v. á. Tökum að okkur hreingern- ingar og loftþvotta. Sími 4967». Jón og Guðni. Tek að mjer loftþvotta og; gluggahreinsun eins og að und— anförnu. Sími 3809. Fjölritun og vjelritun. Friede- Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —- Sími 2250. Bókhaldari óskar eftir hvers^ onar skriftarstörfum. Tilboí^ nerkt ,,Skrifstörf“r sendisfe Æorgunblaðinu. Sokkaviðgerðin, Hafnarstrætis 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Lifur og Hjörtu. KLEIN, | Baldursgötu 14. Sími 3073. g Laugarnesveg 51. Sími 2705. js. *s-; !S | HÍLARDTNING3SKR1FST0F* | I Sigurður Guðjónsson i lögfræðingur. | Aust. 14. — Sími 4404. jg «K!fi!fi!iiæ3i!fi!fiifi!KHiæ!fi!fi!SHi!S!íi!f.!flir<yi!í.!Sítí CBAÍmm er ekki við eina fjölina feld í verslunarmálum. Hún lítur oft inn »1103 í Drífan«l» og hringir i síma 4911 ef hún vill fá fijótt sent heim NILS NILSSON: FÖLKIÐ Á MÝRI 61. glott Ijek um varir hans, þegar hann stýrði hestunura út að vegarbrúninni, viðbúiun að stökkva ofan af sæt- íhu á sama augabragði og vaginn færi út af veginum. -------Hann kastaði taumunum frá sjer, stökk nið- w og lenti hinum megin við veginn í sama vetfangi og vagninn rann út: í skm’ðinn, sem var nærri tveir metrar á dýpt. Hann heyrði sárt angistaróp og síðan hueggið og stunurnar í hestunum, sem brutust um á hæl og hnakka til þess að losna. Óli liorfði ánægður á svip á hlassið og vagninn, sem lá á hvolfi. Svo fór hann að svipast um eftir Elínu, en sá hana ekki, þar sem hún lá undir vagninum. En alt í einu greip hann mikil skelfing. Var Elín dáin? Ilafði hann drepið hana? Hvernig myndi fara fyrir honum, ef það kæmist upp, að hann hafði gert þetta af ásettu ráði? Hann tók til fótanna og hljóp alt livað af tók heim á leið, æpandi á hj*P- » - % j f| Antou og Hugo og konurnar, sem voru að koma korninu í hlöðuna, heyrðu til Óla, og bræðurnir hlupu strax á móti honum. Hann staðnæmdist fyrir framan þá títrandi af hræðslu, og stamaði því upp með mestu erfiðismunum, að vagninn með hlassinu hefði oltið út af veginum og ofan í skurðinn, Eiín lægi graf- in imdír öllu saman. Að vörmu spori voru þeir allir komnir þar að sem vagpinn hafði oltið, og byrjuðu þegjandi á því að hjáfpa hestunum upp úr skurðinum og kotna vagnin- um upp, svo að þeir gætu náð í Elínu. ÓJi hamaðist eins og væri hann hamstola. Hann beið með eftirvæntingu eftir því að sjá, hvem- ig ástatt væri með hana. Hafði honum hepnast hefnd- in, eða ekki? Hafði hún tekið eftir því, að hanu stökk niður af vagninum. Og myndi hún gera liann ábyrgan fyrir því, sem skeð bafði, ef hún var enn á lífi ? Það Ieið ekki á löngu, áður en þeir voru húnir að koma hestunum 'upp. Þeir voru ómeiddir, að öðru leyti en því, að þeir höfðu nokkrar skrámur á fótum. Elín á undir vagninum, neðst niðri á botni í skurð- inum. Hún lá hreyfingarlaus og blóðið vætlaði úr djúpu sári á enninu. Óli var skelfingu lostinn, þegar hann sá hana. Hann hafði myrt hana! Þarna lá hún liðið lík. Aldrei myndi hún framar brosa til nokkurs annars manns. Við tilhngsunina um það fyltist hann áköfum fögnuði. Þeir hjálpuðust allir að því að koma henni upp úr skurðinum. Bræðurnir horfðu á hana hræddir og sorg- mæddir á svip. Þeir Iögðu hana varlega á gullin korn- bindin, og Anton fór að stumra yfir henni. Hann geklc fljótlega úr skugga um það, að hún var með lífsmarki og hann fyltist innilegu þakklæti. Hann reif hiklaust ræmu úr svuntunni hennar og batt henni fast nm enni hennar, til þess að stöðva blóðið. Óli fylgdi hverri hreyfingu hans með gaumgæfni. Hann var óumræðilega vonsvikinn yfir því, að Elín skyldi ekki vera dáin. Hugo stóð hjá með tárin í augunum. Hann var mjög hrærður. Hann sneri sjer að Óla og sagði hæg- látlega: — Hvernig fórstu að því að aka út af veginum? Hann er þó ekki mjög tæpur. Óli hrökk við og leit hornauga til Ilugo. Síðan sagði hann, sorgmæddur á svip: — Vagninn rann til og dró hestana með sjer ofan í skurðinn. Jeg áttaði mig ekki á því, hvað skeð hafði^. fyr en jeg lá liinum. megin við veginn. — Jeg hefi ótal sinnum ekið stórum hlössum þessa leið, án þess að fara ofan í skurðinn. Þú hlýtur að hafa farið mjög óvarlega, sagði Hugo. — Verið þið ekki að rífast um það, sem þegar er skeð. Jeg ætla að bera Elínu heim, meðan þið kom- ið vagninum upp úr skurðinum, sagði Anton hæglát- lega. Lena sat í baðstofunni og var að gera við sokka,. þegar hurðin opnaðist og Anton stóð á þrepskildinum,. með Elínu í fanginu. Ilún flýtti sjer að standa á fætur og spurði, ótta— slegin á svip: — Ilvað er að Elínu? Anton svaraði ekki strax, en hjelt; þegjandi áfranv inn í lierbergið, þar sem faðir hans hafði dáið, ogr lagði Elínu varlega á rúmið. Síðan sagði hann móður sinni frá slysinu og bað um hreina rýju, til þess að binda um sárið. Lena stóð þegjandi hjá og liorfði á hann. Elín var stöðugt rænulaus. Það hafði mikil áhrif á Lenu að sjá dóttur sína liggja þarna eins og liðið lík. Ef hún væri nú dáin? Lena fór að álasa sjálfri sjer fyrir að hafa ekki talað við Elínu. í seinni tíð. Það var óbærileg tilhugsun, að hún færi í gröfina ósátt viS hana. En ef svo færi, var það guðs vilji. Hún hafði aðeins viljað Elínu vel. Lena spenti greipar og bað til guðs í hljóði um það, að Elín fengi að lifa. — Við verðum að fá lækni hingað sem allra fyrst, sagði Anton ákafur. — Já, það lítur rit fyrir það. Sæktu hann þá í herr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.