Morgunblaðið - 09.11.1937, Síða 3

Morgunblaðið - 09.11.1937, Síða 3
Þriðjudagur 9. nóv. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Alþýðuflokkurinntekurupp marxistiska stefnuskrá Á grundvelli hennar býður hann kommúnistum sameiningu Og Framsóknarflokknum fram- haldandi stjórnarsamvlnnu! EINS og skýrt hefir verið frá, samþykti Alþýðusambandsþingið nýja stefnu- skrá fyrir Alþýðuflokkinn eða hinn sameinaða flokk sósíalista og kommúnista, ef úr sameiningu verður. Þar sem hin nýja stefnuskrá er beinlínis sam- in með tilliti til sameiningarinnar við ko'mmún- ista, gefur að skilja, að í stefnuskránni er mjög gengið inn á hin kommúnistisku sjónarmið. Rauði þráðurinn í hinni nýju stefnuskrá er marx- isminn, enda segir berum orðum í stefnuskránni, að flokkurinn byggi skoðanir sínar ,,á grundvelli hins vís- indalega sósíalisma, marxismans". Það mun vera ætlan Alþýðuflokksins, að taka upp hina nýju stefnuskrá, hvort sem nokkuð verður úr sameiningu við ------------Hafnarfjðrður:------------------- Annað gósenland sósfalista Stefán Jóh. Stefánsson hrm. mun um langt skeið hafa verið lögfræðiráðunautur Hafnarf jarðar- bæjar. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta, þegar bæj- arfulltrúar Hafnarfjarðar fengu á dögunum heimsókn stefnuvottanna, með svohljóðandi plagg til birtingar, frá skrifstofu Stefáns Jóh. Stefánssonar: SÁTTAKÆRA. Hafnarfjarðarkaupstaður skuldar mjer undirrituð- um kr. 6.362.02 að frádregnum kr. 3.000.00 samkvæmt skuldaviðurkenningu dags. 4. september 1937. Tilraunir mínar til að fá skuld þessa greidda, hafa reynst árangurslausar. Jeg neyðist því til að snúa mjer til hinnar heiðruðu sáttanefndar og beiðast þess, að hún kalli bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar f. h. kaup- staðarins fyrir sig, ásamt mjer, til þess að reyna að fá hana til að sættast á f. h. kaupstaðarins að hann greiði mjer skuld þessa ásamt 6% ársvöxtum frá 4. sept. 1937 til greiðsludags og allan kostnað af sáttatilraun þessari. Reynist sáttatijraun árangurslaus, óskast málinu vísað til aðgerðar dómstólanna. Reykjavík, 26. okt. 1937. V irðingar f ylst, Guðm. Guðmundsson. Sennilega hafa það verið óinnleystir „gulir seðlar“, sem skrifstofa St. Jóh. St. hafði í höndum og vildi fá greidda. Ef til vill hefir það verið greiðsla fyrir lögfræði- lega aðstoð, en Stefán Jóhann kann betur við að fá sitt í öðru en óinnleysanlegum „gulum seðlum“. Málið kom fyrir sáttanefnd 29. f. m. og var sæst upp á það, að krafan skyldi greidd fyrstu dagana í des- ember. Tveir menn stúrslasast á dansleikJK.R.-húsinu Lögreglan varð að slita samkomunni ADANSLEIK, sem svonefndur „Eldri dansa klúbbur“ hjelt í K. R.-húsinu s.l. laugardags- kvöld, kvað svo ramt að ölæði, að lögreglan neyddist til að slíta samkomunni tveimur klukkustundum áður en hún átti að vera búin. Meðal annars slösuðust 'tveir menn á dansleiknum svo að flytja varð þá á sjúkrahús til að gera við sár þeirra. kommúnista eða ekki. En þar sem Alþýðusambands þingið jafnframt lýsti yfir því, að það vildi að Alþýðuflokkur- inn hjeldi áfram að vinna í stjórn landsins með Framsókn- arflokknum, er það engan veg- inn þýðingárlaust, að almenn- ingur fái nú þegar fulla vitn- eskju um það, hvaða stefnuskrá samstarfsflokkur Framsóknar hefir tekið upp. Alþýðublaðið hefir einhverra orsaka vegna ekki ennþá talið heppilegt að birta hina nýju stefnuskrá. En þar sem Morg- unblaðinu tókst að ná einu ein- taki af stefnuskránni, mun það birta hjer á eftir aðalatriðin í þessari nýju stefnuská, sem í framtíðinni er ætlað að verða tengiliðurinn milli sósíalista og kommúnista. Stefnuskráin sjálf er í 7 lið- um, en aftan við hana er löng skýring á því, hvernig flokk- urinn hugsar sjer stefnuskrána framkvæmda í einstökum atrið- um. NÝJA STEFNUSKRÁIN Hjer koma þá helstu atriði hinnar nýju stefnuskár: 1. ,, Alþýðuf lokkurinn er stjórnmálaflokkur íslenskrar alþýSustjettar, sósíalistiskur lýðræðisflokkur, óháður öllum öðrum en meðlimum sínum, ís- lenskri alþýðu“. 2. ,, Alþýðuf lokkurinn setur sjer það höfuðtakmark, að vinna bug á auðvaldsskipulag- inu á Islandi og koma á í þess stað þjóðskipulagi sósíalism- ans, þ. e. frjálsu stjettlausu samf jelagi allra vinnandi manna í landinu, hvort sem þeir vinna erfiðisvinnu eða andleg störf; þjóðfjelagi, sem stjórn- að sje af þeim sjálfum og þar til kjörnum fulltrúum þeirra með fullkomnu lýðræði í stjórnmál- um og atvinnumálum“. 3. ,,Höfuðverkefni flokksins er að vinna alþýðuna til fylgis við grundvallarkenningar sósí- alismans, að sameina hinar vinnandi stjettir þjóðarinnar og skipuleggja þær í almenn stjettasamtök, verkalýðsf jelög, samvinnuf jelög, fræðsluf jelög og stjórnmálafjelög. Flokkur- inn vill vekja sjálfstraust, vilja og þrek hinna vinnandi stjetta, sem eru yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar, til að leysa af hendi hið sögulega hlutverk þeirra, baráttuna fyrir hags- munum og frelsi alþýðunnar, fyrir því að hún taki völdin til fulls og vinni Iokasigur með ðköpun hins sósíalitiska þjóð- skipulags. Flokkurinn leggur í þessu sambandi sjerstaka á- herslu á að fræða alla alþýðu um stefnu flokksins og þróun þjóðfjelagsins, til þess að búa hana sem best undir þetta hlut- verk“. 4. „Flokkurinn starfar á lýð- ræðisgrundvelli, innan vje- banda sinna og utan, og telur rjett þjóðarmeirihlutans ský- lausan til að ráða málum þjóð- arinnar, en álítur lýðræðinu í sinni núverandi mynd mjög á- bótavant, enda fullkomið lýð- ræði aðeins hugsanlegt á grundvelli sósíalismans. Flokkurinn berst þó fyrir því að bæta lýðræðið og fullkomna það og vill koma í veg fyrir, að því sje misbeitt gegn hinum vinnandi stjettum. Jafnframt telur flokkurinn eitt af höfuð- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Stjórnarsamvinnan. ÁlþýðuflQKkurinn vill halda stjúrnarsam- vinnunni ðfram Eftir að auka-þing Alþýðu- sambandsins hafði sam- þykt nýja stefnuskrá, sem er reist á marxistiskum grundvelli og síðan boðið kommúnistum sameiningu, ákvað þingið að leita framhaldandi samvinnu við Framsóknarflokkinn í stjórn landsins og á Alþingi. Jafnframt taldi þing Alþýðu- sambandsins æskilegt, að sam- vinnan við Framsókn gæti orð- ið víðtækari, þannig að hún nái einnig til bæjar- og sveit- arstj órnarmála. Þing kommúnistaflokksins á að koma saman um miðjan þenna mánuð. Þar verður fyrst formlega tekin ákvörðun um sameiningartilboð Alþýðu- flokksins. Að vísu gefur blað kommúnista í skyn, að flokk- urinn inuni hafna sameiningar- tilboðinu, en óska eftir sam- fvlkingu, fyrst og fremst við í hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar og svo víðtækara, ef hinir „vinstri“ flokkarnir vilja. Þó að Kommúnistaflokkurinn hafni sameiningartilboðinu, mun það ekki stafa af neinuin veru- legum ágreiningi í hinni nýju stefnuskrá Alþýðuflokksins, þar sem hún er bygð á marxistiskum grundvelli og því fullkomlega í anda kommúnista, heldur mun það vera fyrirskipun frá Moskva, að sameinast ekki fyrst um sinn. En þar sem þing kommúnista kemur fyrst saman um miðjan þenna mánuð, er spurningin sú, hvort Alþingi verði enn haldið aðgerðalausu þar til formlegt svar kommúnista er komið. Alþingi hefir nú beðið meira en mánuð eftir ákvörðun sósíalista og búið að eyða 80—90 þús. kr. í einskis- nýtt starf þar. Verður nú enn beðið viku eftir ákvörðun komm- únista? Eða hefjast nú þegar samningaumleitanir milli Fram- sóknar og Alþýðuflokksins um framhaldandi stj órnarsamvinnu ? Úr þessu fæst væntanlega skor- ið næstu daga. SPAACK TÓKST AÐ MYNDA STJÓRN. London í gær. FÚ. Dr. Spaack liefir lokið við stjórnarmyndun í Belgíu. í ráðu- neyti sitt hefir hann valið sex menn úr kaþólska flokknum, sex jafriaðarmenn, þrjá menn úr frjáls lynda flokknum og einn utan- flokkamann. Timburskip kom í fyrradag með farm til Slippsins o. fl. „Eldri dans klúbburinn“ hefir undanfarna vetur haldið uppi danssamkomum í K. R.-húsinu um helgar og hafa danssamkom- ur þessar að jafnaði verið fjöl- sóttar. Strax og húsið var opnað s.l. laugardag fyltist húsið af fólki og bar fljótt á ölæði og öðru sem því fylgir. Frá klukkan 10 um kvöldið og til klukkan 2 um nóttina, er lög- reglan sleit samkomunni, varð fjórum sinnum að kalla á lögregl- una til að stilla til friðar, auk þess sem einn lörgegluþjónn var að staðaldri á verði í húsinu. Mennirnir, sem slösuðust. Oðrum manninum, sem slasað- ist var hrint úr stiga, þannig að hann veltist niður á gólf. Var hann fluttur á Landsspítalann og var þar um nóttina. Hinn maðurinn meiddist á þann hátt, að hann kreisti ölglas í greip sinni og gengu glerbrotin inn í hendina. Hlaut hann mikil og djúp sár á hendina. Þessi mað- ur var einnig fluttur á Lands- spítalann, en fekk að fara heim til sín eftir að biúð var að binda um sárin. Þegar hjer var komið fanst lögreglunni nóg komið og ákvað að slíta dansleiknum, var klukk- an þá 2, en ákveðið hafði verið að hafa hann til kl. 4. Það tók klukkutíma að reka alt fólkið út úr húsinu, og má geta nærri, að það voru mikil læti og hamagangur á meðan á því stóð. Verkfallið á Akureyri stendur við það sama, Dettifoss varð að fara frá Akureyri, án þess að vörum K. E. A. yrði skipað upp. Ileyrst hefir, að vörunum; muni verða skipað upp á Seyðisfirði, því að Alþýðusambandið hafi fall- ist á, að láta verkfallið aðeins ná til verksmiðjanna, en ekki til vöruflutninga S. í. S. og K. E. A. alment.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.