Morgunblaðið - 09.11.1937, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
ÞriðjndagiH* 9. rióv. 1937.
BÖKMEMTIR
dr. Gnðm. Finnbogason skrifar iim
Sæmundar-Eddu
Störin syngur
Corpus codicum islandicor-
um medii aevi. Edited by
Ejnar Munksgaard. Yol. 10.
Codex regius of the Elder
Edda. MS No 2365 4to in
the old Royal collection in
the Royal Library of Copen-
hagen with an introducion
by Andreas Heusler. Levin
& Munksgaard, Ejnar
Munksgaard. Copenhagen
1937.
Hjer birtist í hinni glæsilegu
útgáfa Munksgaards hand-
ritið að Sæmundar Eddu, svo sem
það hefir löngum verið nefnt, síð-
an það komst- í eigu Brynjólfs
biskups Sveinssonar. Prófessor
Andreas Heusler, hinn ágæti
meistari norrænna fræða, hefir
skrifað formálann, er byrjar svo:
„Handrit vort, gimsteinn Gamla
konungslega safnsins í Kaup-
mannahöfn, er hvorlri eitt hið
stærsta nje eitt hið elsta handrit
íslenskra bókmenta. Þótt innihald
þess sje ekki alt einstætt, má með
sanni segja, að ekkert handrit er
mikilvægara til skilnings á forn-
öld Norðurlanda og að ekkert
snertir í eins mörgum greinum
aðrar germanskar þjóðir“.
Er síðan vikið að sögu hand-
ritsins, en um hana er ekkert vit-
að fyrri en það er komið einhvern
veginn í eigu Brynjólfs biskups
Sveinssonar, en hið latneska
fangamark hans L1 (Lupus lori-
catus, þ. e. Brynj-ólfur) og ártal-
ið 1643 stendur á fyrstu blaðsíðu
handritsins. Brynjólfur gaf það
Friðriki konungi III. árið 1662.
Þá er gerð grein fyrir því, hvers
vegna Brynjólfur skírði handritið
Sæmlundar Eddu hins fróða,
hvernig Eddunafnið hefir færst
yfir á sjerstaka tegund kvæða, og
að Eddukvæðin, þótt margar af-
skriftir væru gerðar af handrit-
inu, er það kom fram, höfðu
frernur lítil áhrif á íslenskan kveð-
skap fram á 19. öld og- sömuleiðis
erlendis. Heildarútgáfa af þeim
kom ekki fyrr en 1818. Það var
ekki fyrr en á síðari hluta 19. ald-
ar, að Sæmundar Edda varð víð-
kunnasta rit fornbókmenta vorra.
Loks er lýst handritinu sjálfu,
stærð þess, rithönd, stafsetningu,
tölu og röð kvæðanna, skýringar-
greinum í óbundnu máli, eyðu
handritsins o. s. frv. Ilandritið
er ekki frumrit. Það er skrifað af
einum manni á síðari hluta 13.
aldar, eða um 1270, að dómi Finns
Jónssonar og Wimmers, er gáfu
út ljósprentaða útgáfu af því með
stafrjettum texta annarsvegar
1891. Heusler hyggur, að safn
þetta hafi myndast smám saman,
uns það varð sú heild, er handritið
geymir, byrjunin hafi verið sú, að
Snorri Sturluson hafi látið skrifa
Völuspá, Vafþrúðnismál og Grímn-
ismál skömmu eftir 1220, til að
hafa fyrir sjer, er hann tók að
rita Eddu sína. Sje því Snorra
Edda í rauninni eldri en þetta
safn, sem í seinni tíð hefir oft á
iitlendum málum verið nefnd Hin
eldri Edda. .
Þetta bindi kostar 100 kr., og
mun margur, þótt ekki hafi efni
á að eignast alt hið mikla útgáfu-
safn, reyna að fá sjer það.
G. F.
EGGERI CLAESSEN
hæstarjettarmálaflntningsmaður.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inngangur um austurdyr).
Þorsteinn Jósepsson:
Undir suðrænni sól
Þorsteinn Jósepsson:
Undir suðrænni sól.
Með myndum.
Þetta er ein af þeim bókum,
sem á það skilið að vera lesin,
ekki aðeins einu sinni, heldur
oft.
Þorsteinn Jósepsscn er skáld-
ið meðal þeirra rithöfunda, sem
rita óbundið mál. Og styrkur
hans er í því fólginn, að hann
er í samræmi við náttúruna
móður vora, finnur hjartaslög
hennar og kann að túlka til-
finningar sínar og geðhrif. Og
honum er einkar lagið að
bregða upp fyrir manni lif-
andi myndum af öllu því, sem
fyrir augu hans eða eyru hefir
borið. 1 þessari bók lýsir hann
fjallalandinu Tessin í Sviss,
syðsta hluta landsins, sunnan
við Mundíufjöll. Þar er alt með
öðrum svip en hjer. Þetta er
enn meira öfgaland en ísland,
andstæðurnar miklu meiri,
landslagið hrikalegra, stór-
brotnara, fjölbreyttara, alt frá
suðrænum gróðri að eilífum ís.
Og í fjalldölunum er hitinn svo
mikill, að húsin eru bygð sem
allra þjettast til þess að þau
hafi skugga hvert af öðru, og
engir gluggar mega vita að
sól. Vinsælir veitingastaðir ei-u
hellar, sem grafnir eru inn í
fjöllin, því að þar 'er svalt og
notalegt. Og þó hafast menn
mest við undir beru lofti. Hús-
in eru aðeins hvíldarstaðir og
skortir þau þægindi, sem menn
telja nauðsynleg þar sem inni-
setur eru miklar. En í borgun-
um eru hin skrautlegustu gisti-
hús fyrir auðugt fólk frá öllum
löndum heims.
Fólkið, sem þarna býr er
jafn ólíkt Islendingum eins og
eldur og ís. En höf. hefir gert
sjer far um að kynnast því,
háttum þess og sálarlífi, og sýn-
ir oss það í skuggsjá mynd-
auðugs stíls, sem þó er hið lát-
lausa íslenska mælta mál, laust
við orðskrúðs lopa og tilgerð. —
Vjer eigum ekki margar
bækur, sem lýsa öðrum þjóð-
um og löndum, en þessi er í
fremstu röð þeirra. Hún hefir
þá kosti að hún er skemtileg,
fróðleg og eflaust sönn. Og
maður skilur vel hrifningu
hins íslenska sveitarpilts yfir
dásemdum þessa töfralands.
Fjölda margar fallegar mynd
ir prýða bókina — en sorglega
margar prentvillur eru hjer
lýti á góðum grip.
Á.
Óskastundin heitir ný ljóðabók
eftir Kjartan Ólafsson brunavörð.
Er hún komin á bókamarkaðinn.
Þetta er þriðja ljóðabókin, sem
Kjartan cefur út á fimm árum.
Fyrsta Ijóðabókin, Dagdraumar,
kom út 1932 og önnur, Vordraum-
ar, 1935. Ilafa þær borið nafn
skáldsins um alt land, en þó er
það Reykvíkingum kunnast, því
að hjer eru kvæðin orkt og bera
svip af því með sjer.
Arið 1922 kom út bók effir nng
an, óþektan höfund; skáld-
ið hjet Guðmundur Frímann, bók-
in „Náttsólir“. Hennar var að
litlu getið og veitti höfundi
hvorki gull nje frægð; þó voru
þeir menn til, er hjeldu því fram
að hjer væri einkennileg skáld-
gáfa á ferðinni, þó ekki væri það
láiið komast í hámæli.
Síðan varð alger þögn um
skáldið og bókina; kvað upplag-
ið liggja enn óselt að mestu á
einhverju þurklofti í Reykjavík.
í þann tíð voru skáldefni mörg
í Reykjavík, og sum góð; einna
efnilegastan og sjerstæðastan tel
jeg Frímann hafa verið. Það eru
í „Náttsólum“ margar svo góðar
glefsur, að bókin myndi hafa vak-
ið mikla athygli, þrátt fvrir alla
sína galla, hefði hún komið út í
Noregi, til dæmis. Höf. hefði
fengið viðurkeningu þá, sem hann
átti skilið, og hjálp og leiðbein-
ingar til framhaldst listar sinnar.
En því var eigi hjer að dreifa, og
Frímann gerðist húsgagnasmiður,
stundaði iðn sína vel og varð það
sem kallast nýtur maður í þjóð-
fjelaginu.
En honum hefir þó ekki tekist
að kæfa niður þrá sína til ljóða-
smíða. Ellefu árum eftir „Nátt-
sólir“ gaf hann út bók undir
gerfinafni: „Úlfablóð", eftir „Álf
frá Klettstíu“. Nafnið — bæði á
bók og höf. — minnir á „Nátt-
sólir“, en þau miklu loforð, sem
fyrsta bókin gaf, voru ekki efnd
— sem ekki var að vænta. Þó
eru hjer góð kvæði. Rímtækni mik
il og margt skáldlega og vel sagt,
en hið sjerstæða og æskuvilta
„talent'1 úr „Náttsólum“ er orð-
ið ráðsett og stillilegt; angur-
værðar gætir víða, að vonum:
„Bráðum verð jeg dropinn, sem
þú drekkur, þyrsta jörð“.
Nú í haust kemur svo þriðja
bókin eftir Guðmund Frímann:
„Störin syngur“, prýðilega vel út
gefin og falleg bók. Framan við
hvert kvæði eru pennateikningar
eftir höf., sem eiga vel við efni
og blæ ljóðanna og auka verð-
mæti bókarinnar. — Og hjer er
Guðmundi vaxinn það fiskur um
hrygg, að nú er hann kominn í
tölu hinna efnilegustu ljóðskálda
vorra. Ýmsa agnúa má enn finna,
en þeir eru hverfandi fyrir gæðun-
um. Ilann hefir þroskast mjög
mikið frá því „Úlfablóð“ kom út,
og þó enn sje lýran stilt í moll,
kennir víða glaðari og þrekmeiri
tóna en fyr, og eru sum kvæðin
verulega hressandi, svo sem:
„Drukkinn bóndi úr Skyttudal",
„Um Láka í Pontu“ og fleiri.
Hjer er ekkert víl nje veikgerð,
öllu stilt í hóf — helst til vel
kannske sumstaðar; daprari kvæð
in bera blæ vits og reynslu hins
þroskaða manns. Og — síðast en
ekki síst — hjer er aftur náð tóni
þess besta úr fyrstu bókinni, þeim
sjerstæða blæ, sem gerði „Nátt-
sólir“ eftirtektarverðar. — Þó í
einstaka kvæði kenni lítilsháttar
áhrifa frá öðru frægu ljóðskáldi,
er það hvergi til lýta, og bókin
er sjerkennileg. Hún efnir áður
gefin loforð og gefur mörg ný.
Spái jeg Guðmundi glæsilegrar
framtíðar sem Ijóðskáldi, því enn
er hann sýnilega á hröðu fram-
faraskeiði. —
„Störin syngur“ á skilið að
verða mikið keypt og lesin, svo
prýðileg sem hún er, bæði hvað
innihald og allan frágang snertir.
Kristmann Guðmundsson
FORD
Nýlega barst mjer í hendur
bók S. Amundsens um Ford,
í þýðingu Freysteins Gunnarsson-
ar. Eftir kvöldverð þann dag tók
jeg bókina og ætlaði að blaða í
henni á meðan jeg væri að bíða
eftir ákveðnum lið í dagskrá út-
varpsins. En það fór nú svo, að
jeg hugði ekki að mjer fyrr en
jeg var búinn að lesa alla bókina.
Enda þótt bókin skýri á skemti-
legan hátt frá lífsstarfi og bar-
áttu Fords frá því er hann var
unglingspiltur í sinni sveit og þar
til hann varð einn aðal-bílakóng-
ur veraldarinnar, þá er ekki síð-
ur „spennandi" að lesa þar um
þá þróun og breytingar, sem orðið
hafa á bifreiðaiðnaðinum frá því
fyrsta. Þá sýnir þessi frásaga um-
hyggju Fords fyrir þeim, sem hjá
honum vinna og hafa unnið. Hann
virðist ekki hafa gleymt því, þeg-
ar hann var að berjast fyrir til-
veru sinni, eins og mörgum er
hætt við að gera. Hann hugsar
líka um það, að sem flestir geti
notið þeirra þæginda, sem hann
lætur framleiða. Mörgum mun
þykja gaman að lesa um baráttu
Fords við öfundarmenn sína. Ein-
kunnarorð bókarinnar gæti verið:
„Jeg skal aldrei gefast upp“. Bók-
in getur verið unglingum hvöt og
uppörfun til dáða. Frásögnin er
skýr og látlaus. Nafn þýðandans
tryggir líka það, að málið á bók-
inni sje fagurt og bætandi.
Jeg tel því, að bók þessi eigi
erindi til unglinga. Væri fengur
að því fyrir barnaskóla að hafa
hana í skólabókasöfnum til af-
nota fyrir börnin.
Helgi Elíasson.
5 *
| KiLAfLUTNlNGSSKR IFSTOM |
* Signrður Guðjónsson i
lögfræðinsrur.
| Aust. 14. — Sími 4404. |
Hirtltofcif,
Blkllngnr.
VI s I r,
Laugaveg; 1.
ÚTBÚ, Fjölnisveg; 2.
Bfnd 1380. LITLA 6ILST0ÐIN
Onín aífao KÓlarhrinarinn.
)) MiTffiH IÖLM (Cli