Morgunblaðið - 09.11.1937, Qupperneq 5
I>riðjtidti£ur 9. nóv. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ $
ÍTtgef.: H.f. Árvakar, Heykjavik.
Ritstjórar: Jðn K'jartansson og Valtýr Stefi&nsson (ábyrgtSarroatSur).
Auglý.singar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Síroi 1660.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi.
1 lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbðk.
SAMSTARF STJORHARFLOKKAMKA
Frá Suðurgötu 1839.
Bókin um Reykjavík
EFTIR kosningarnar í sum-
ar beindi formaður Fram-
sóknarflokksins því mjög ein-
dregið til Alþýðuflokksins, að
liann kvæði niður „sinn draug“,
kommúnistana. Alþýðuflokkur-
inn hefir nú svarað þessum til-
mælum með því, að samþykkja
á flokksþingi sínu tillögu sem
málgagn flokksins gerir sjer
vonir um að leiða muni til sam-
einingar við „drauginn" innan
mánaðartíma.
Jafnframt þessu samþykkir
flokkurinn svo tilboð um áfram
haldandi samstarf við þann
flokk, sem fyrir munn for-
manns síns, hafði krafist þess
að „draugurinn“ yrði kveðinn
niður.
Það er engin furða, þótt
sauðsvartur almúginn innan
stjórnarflokkanna eigi í fljótu
bragði dálítið erfitt með að átta
sig á því, sem hjer er að ger-
.ast. Og þó bætist enn fleira
við, sem síst er til þess fallið
að greiða úr flækjunni.
Stjórnarflokkarnir eru bygð-
ir upp af tveim voldugum fje-
Tagssamböndum, annarsvegar
Alþýðusambandi íslands, hins-
vegar Sambandi íslenskra sam-
vinnufjelaga. Á Akureyri
stendur yfir vinnudeila milli
þessara tveggja aðila. Sú deila
er í raun og veru milli Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins. Alþýðusambands-
þingið samþykti mjög ein-
dregna brýningu til allra fje-
laga innan sambandsins, að
hefja þegar fjársöfnun til
styrktar verkafólki því á Ak-
ureyri, sem nú á deilu við at-
vinnurekendur. Alþýðuflokkur-
inn vill með öðrum orðum skatt-
leggja flokksmenn sína til að
standast herkostnaðinn við
LFramsókn!
Þótt ,,draugurinn“ eigi
þannig að koma með í leikinn
og þótt Framsókn og Alþýðu-
flokkurinn eigi innbyrðis í
hernaði, dettur engum manni
í hug að efast um að stjórnar-
flokkarnir muni halda áfram
samstarfi.
Tímadagblaðið flutti í fyrra
dag hina ljúfmannlegustu
sunnudagshugleiðingu um
blessunina af samstarfi „hinna
vinnandi stjetta“. Það var ekki
minst á Akureyrardeiluna einu
orði. Það var heldur ekki minst
á, að stjórnarflokkarnir börð-
ust innbyrðis við síðustu kosn-
ingar um ekki smávægilegra
atriði en þjóðnýtinguna. —
Greinin var öll eins og opinn
faðmur við flokknum, sem
kvöldið áður hafði samþykt til-
löguna um „herkostnaðinn“.
Framsóknarmenn drógu þá
ályktun af kosningunum, að
kjósendur þeirra hefðu krafist
„friðsamlegrar þróunar“ í
þjóðfjelaginu. Sú „friðsamlega
þróun“ á meðal annars að
tryggjast með því að „draugn-
um“ sje boðið að borðinu með
stjórnarflokkunum. Og hún á
ennfremur að tryggjast með
því, að samstarfsflokkurinn
skattleggi flokksmenn sína til
þess að halda uppi hernaði við
Framsókn.
Enginn efast um að sam-
starfið haldist. En þótt oft hafi
virst skortur á heilindum í ís-
lensku stjórnmálalífi, þá hefir
aldrei verið róið í gruggugra
vatni en nú. En eins og oft
hefir verið sagt hjer í blaðinu:
þótt stjórnarflokkarnir væru ó-
sammála um alt milli himins
og jarðar, þá mundu þeir altaf
vera sammála um að sleppa
ekki völdunum!
Slátrun sauðfjár
heldur enn áfram
Miklu meira sláfrað
en í fyrra
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefir feng-
ið hjá formanni kjötverðlags-
nefndar, er nú búið að slátra
á öllu landinu sem hjer segir:
380 þús. dilkar með kjöt-
magn um 5 milj. kg.; 14—15
þús. geldfje, kjötmagn um
320—340 þús. kg. og 25 þús.
ær.
Alls var slátrað í fyrra
355.728 dilkum, 9.741 geldfje
og 15.325 ám.
Er því á þessu ári búið að
slátra um 10 þús. fleiri ám en
í fyrra, 5 þús. fleira geldfje og
dilkarnir verða vafalaust um
30 þús. fleiri, sem slátrað verð-
ur nú en í fyrra.
Slátrun er ekki lokið ennþá
hjá Sláturf jelagi Suðurlands.
Er enn slátrað hjá fjelaginu
hjer í Reykjavík og einnig í
sláturhúsum fjelagsins utan
Rvíkur.
En hvernig verður unt að
selja öll þessi ósköp af kjöti?
Það hjálpar mikið, að við
fengum viðbótar-innflutning til
Englands. Okkar innflutnings-
magn var samkv. breska samn-
ingnum um 1100 tonn af kjöti
og 25 tonn af innýfli. Með við-
bótinni, sem við fengum í fyrra
og fáum einnig nú í ár, verð-
ur okkar innflutningsmagn til
Englands nú um 1700 tonn af
kjöti og 40 tonn af innýfli.
Þá er nokkur von til þess, að
freðkjötsmarkaðurinn rýmkist
eitthvað á Norðurlöndum eftir
áramótin og að við munum þá
geta selt kjöt þangað.
Eins og horfur eru nú, eru
því líkur til að takast muni að
selja alt dilkakjötið. En það
ru engar líkur til þess, að ær-
kjötið seljist.
Dr. Jón Helgason-. Reykja-
vík. Þættir og myndir úr
sögu bæjarins 1786—1936.
ísafoldarprentsm. h.f. 1937.
Þetta mikla skrautverk, sem
ísafoldarprentsmiðja hefir
nú sent á bókamarkaðinn, er í
tveim þáttum. Fyrst er lesmáls-
kaflí, 104 síður í fjögurra blaða
broti, en því næst eru 232 myndir,
prentaðar á gljápappír í sama
broti. Skiftist bókin nálega til
helminga milli þessara tveggja
þátta.
Lesmálskaflann allan hefir bisk-
upinn, dr. Jón Helgason, samið.
Eftir formála og inngang kemur
aðalritgerðin, en hún er af bygg-
ingarsögu bæjarins frá upphafi.
Er sagan rakin eftir bæjarhlutum
þannig, að fyrst er um Miðbæ-
inn eða Kvosina, því næst Yest-
urbæinn, og loks nm Austurbæinn,
en saga hvers aðal bæjarhluta
skiftist svo í ýmsa minni kafla.
Er skýrt frá upphafi bygðar á
hverjum stað og sagan því næst
rakin í stórum dráttum þannig, að
þess er getið, sem helst má vænta
að menn hafi gaman af að vita.
Lýsir þessi kafli allur hinum
mikla fróðleik biskups um sögu
bæjarins, og fæst af þessu yfir-
liti mjög skýr þróunarsaga bæjar-
ins, alt frá vöggTinni ’ við Aðal-
stræti og það út um holt og hæðir
þar til bærinn hefir fengið nú-
verandi mynd sína. Þessi ritgerð
er frá bls. 10 til bls. 69 í þessu
stóra broti, svo að hjer er ekki
um .veina smávægilega ritsmíð að
ræða. Yfir aðalfyrirsögnum eru
myndir (frísur) af bæjarhlutum
þeim, sem kaflarnir fjalla um o. fl.
Næst; er svo „ör lítill Reykja-
víkur-annáll 1786-1936“, bls. 69-
89 og er mjög gaman að því að
geta þannig í stuttu máli fengið
yfirlit yfir það helsta, sem á dag-
ana hefir drifið þessi 150 ár, þó
að vitanlega sje jafnan nokkurt
vafamál, hvað helst eigi að taka
með og hverju sleppa.
Loks eru svo nafnaskrá yfir
mannanöfn, skrá yfir myndirnar í
síðari parti bókarinnar (hefði vel
mátt telja þar einnig myndirnar
að fyrir partinum) og loks efnis-
yfirlit.
Þá tekur við síðari þáttur bók-
arinnar, sá hluti hennar, sem vafa-
laust vekur mesta athyglina, en
það er hið mikla safn af ágætum
myndum af Reykjavíkurbæ frá
fyrstu tíð til vorra daga.
Fyrst eru 83 „myndir úr safni
höfundar", dr. Jóns Helgasonar.
Hefir hann, eins og hann segir í
formála, gert þær ýmist eftir fyr-
irmyndum í blöðum og bókum eða
á söfnum, eða eftir náttúrunni. En
einstaka hefir hann gert eftir lýs-
ingum einum saman. Hefir hann
unnið að þessu afar lengi, jafnvel
frá þeim tíma er hann var við
nám í Kaupmannahöfn. Þetta safn
höf. nær yfir alla sögu bæjarins,
alt frá „innrjettingum" Skúla
Magnússonar á ■ síðari parti 18.
aldar og það til vorra daga, og
geymir ótrúlegan fróðleik um út-
lit bæjarins á ýmsum tímum og
þróun hans.
Vitanlega eru myndir eins og
þessar, þar sem lögð er álierslan
á að sýna hús og húsaskipun, að
jafnaði ekki sjerstaklega fallnar
til þess að vera „listaverk“, en
ýmsar þeirra eru mjög duglega
gerðar einnig í þessu efni, og
sýna hve mikla hæfileika biskup
vor hefir á þessu sviði. Yerður
þetta verk alt, bæði ritgerðirnar
og myndirnar honum til hins
mesta sóma jafnframt því að það
verður öðrum til skemtunar og
fróðleiks.
Þá tekur við síðari partur
myndakaflans, „aðrar myndir“, og
sýna þær bæinn frá síðari tímum
og loks eins og hann er nú. Eru
þar bæði yfirlitsmyndir yfir stór
bæjarhverfi (t. d. margar af-
bragðsmyndir teknar úr turni
Kristskirkjunnar á Landakots-
hæð) og einstaka götuparta og
einstök hús. Eru þarna myndir af
flestum hinum nýju stórhýsum og
einnig af húsum einstakra manna.
Loks er svo stuttur útdráttur
á ensku, „An historical survey
1937“), gerður vegna þeirra út-
lendinga, sem bókina eignast, en
hún verður vafalaust kærkomin
mörgum útlendingum, sem liafa
gaman af að eiga góðar myndir
frá Reykjavík og vita eitthvað
urh sögu bæjarins.
Bókin er prýðileg að ytra frá-
gangi öllum, bundin í sveigjan-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Útsýn úr turni Landakotskirkju.