Morgunblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. nóv. 193 Nfja stefnuskrá FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. verkefnum sínum að verja lýð- ræðið gegn öllum árásum of- beldis-, einræðis og afturhalds- flokka og vill hafa um það samvinnu við alla þá, sem vilja vernda það, hvaða flokkum og stjettum, sem þeir tilheyra“. 5. „Flokkurinn vinnur að bættum kjörum, auknum rjett- indum og hverskonar endur- bótum fyrir alla alþýðu manna: verkamenn, bændur, sjómenn, iðnaðarmenn og ann- að vinnandi fólk, en í þessu endurbótastarfi hefir flokkur- inn jafnan fyrir augum loka- takmark sitt og undirbýr með því, að alþýðan taki völdin til fulls og skapi sósíalistiskt þjóð- skipulag samfara fullkomnu lýðræði. Vill flokkurinn vinna að öllu þessu við almennar kosningar í bæjar- og sveita- stjórnum, á alþingi og í ríkis- stjórn, á þingræðisgrundvelli, með stjettarsamtökum sínum og fræðslu- og útbreiðslustarfi á meðal hinna vinnandi stjetta“. 6. „Flokkurinn telur frelsis- baráttu verkalýðsins og allrar alþýðu vera lokaþáttinn í frels- isbaráttu íslensku þjóðarinnar, og álítur, að með sósíalisman- um, en fyr ekki, sje lagður traustur grundvöllur undir frelsi hennar og yfirráð yfir auðlindum landsins. Jafnframt álítur flokkurinn baráttu verka lýðsins á Isl. vera þátt í frelsis- baráttu verkalýðsins um allan heim og skoðar sig tengdan bræðraböndum við alþýðu allra landa, á grundvelli stjettarbar- áttunnar fyrir jöfnuði og bræðralagi allra manna, ein- staklinga og þjóða, án tillit til kjms, þjóðernis eða kyn- flokka“. 7. „Flokkurinn byggir skoð- anir sínar á grundvelli hins vís- indalega sósíalisma, marxism- ans, og síðari reynslu, sem fengist hefir bæði á fslandi og lendis“. Eins og sjá má, er það ;^ósí- alisminn, marxisminn, sep. er rauði þráðurinn gegnum alla stefnuskrána. Það er hin fyrir- hugaða sameining við kom- múnista, sem þessu hefir vald- ið. Hinni nýju stefnuskrá fylgja svo langar skýringar, þar sem lýst er leiðunum sem fara á, til þess að ná hinu marxistiska takmarki. Mikið af þessum skýringum er orðagjálfur og málaleng- ingar. Nálega í hverri setningu er talað um ,,auðvald“ og ,,auð- valdsskipulag“, að hætti kom- munista. ÞJÓÐNÝTINGIN Á einum stað í skýringunum segir: „Þróun atvinnuveganna er komin á það stig, að þjóðnýt- ing er tímabær í einstökum at- vinnugreinum“. Ennfremur segir þar: „Alþýðuflokkurinn vill efla atvinnurektsur hins opinbera á þeinj sviðum þar sem þegar er Alþýðuflokksins um stórrekstur að ræða, eða nýjar atvinnugreinar“. — •— Þá vill flokkurinn einnig að „opinbert eftirlit" sje haft með „atvinnurekstri og viðskifta- samtökum einstakra manna og auðvaldshringa“. En þar sem „einstakar um- bætur á þjóðfjelaginu megna ekki að afmá auðvaldsskipu- lagið“, segir ennfremur í skýr- ingunum, þá megi alþýðan ek"ki láta þær nægja, „heldur verður hún að leggja alla á- herslu á það að ná völdunum ,0g skapa sósíalistiskt þjóðfje- lag. Þetta er höfuðverkefni flokksins í allri starfsemi hans“ segir í skýringunum. I skýringunum segir, að flokkurinn vilji hafa „vinsam- legt samband og nána sam- vinnu“ við alþýðuflokka í öll- um löndum; einkum fylgist hann með „áhuga og samúð“ með starfsemi alþýðuflokkanna á Norðurlöndum. En svo kemur þessi rúsína í endanum: „Flokkurinn fylgist einnig af mikilli athygli og samúð með tilraun alþýðunnar í Sovjetlýð- veldasambandinu til þess að skapa þar sósíalistiskt þjóðfje- lag.Þar sem ósigur Sovjetríkj- anna myndi vera ósigur fyrir verkalýðinn um allan heim, berst hann (þ. e. Alþýðuflokk- urinn) á móti hverskonar ein- angrunartilraunum, árásarher- ferðum og spellvirkjum auð- valdsins gegn hinu nýja þjóð- f jelagi“. Verður ekki annað sjeð af þessu, en að Alþýðuflokkurinn hafi það hjer eftir á stefnuskrá sinni, að Islendingar skuli grípa til vopna með Sovjetlýðveldun- um, ef á þau er ráðist. Hvort vopnin eigi að vera stólfætur eða eitthvað annað, er ekki get- ið. En þess er hvergi getið 1 stefnuskránni, að samskonar stuðning eigi að veita öðrum ríkjumí ef á þau verður ráð- ist. Þannig er andinn í hinni nýju stefnuskrá Alþýðuflokks- ins eða hins nýja flokks, ef úr sameiningunni við kommúnista verður. Ef úr sameiningu verð- ur, þá skal hinn nýi flokkur heita „Alþýðuflokkur íslands“ (sósíalistaflokkur Islands). — Verði hinsvegar ekkert úr sam- einingu, skal flokkurinn aðeins heita „Alþýðuflokkur“, en hann skal engu að síður taka upp hina nýju, marxistisku stefnuskrá. BÓK UM REYKJAVÍK. RAMH. AF FIMTU SÍÐU. legt band mjög fallegt, en á fram- hlið bindis er þrýst innsigli Reykjavíkurbæjar. Pappír og prentun er i besta lagi, sem hjer sjest. Er óhætt að samgleðjast bæði höfundi og útgefanda að hafa unnið þetta þrekvirki og leyst það svo myndarlega af hendi. Verður bók þessi vafalaust með þeim vin- sælustu, sem komið hafa á bóka- markaðinn hjer. M. J. | • BRJEF 0 Akareyrardeilan Eggert Claessen hrm. hefir beð- ið oss að birta neðangreint brjef, með því að ritstjóri Nýja dag- blaðsins hafi ekki viljað birta brjefið, sem er svohljóðandi: Reykjavík 5. nóv. 1937. Til ritstjóra Nýja Dagblaðsins, Reykjavík. I grein sem birtist í blaði yðar í dag út af vinnudeilunni á Akur- eyri, er sagt að þegar samið hafi verið við Iðju hjer í Reykjavík um launakjör við reykvísku verk smiðjurnar, þá hafi jeg gert leyni- samning við „verkfallsforkólf- ana“ um það, að komið yrði á sömu launakjörum á Akureyri og í Reykjavík. Þetta er algjörlega rangt. En líklega hefir þetta verið biúð til út af því, að þegar Iðja samdi 9. okt. 1935 við Fjelag íslenskra iðnrekenda, þá var vinnutími á- kveðinn frá kl. 8 að morgni til kl. 6 að kveldi nema hjá ullar- verksmiðjunni Framtíðin og klæðaverksmiðjunni Álafoss, því hjá þeim var vinnutími ákveðinn kl. 7 að morgni til kl. 6 að kveldi, en jafnframt var sett í samning- inn svohljóðandi ákvæði; „Jafnskjótt og samkomulag næst við aðrar klæðaverksmiðjur í landinu um styttri vinnutíma, breytast ákvæðin um vinnutíma í samræmi við það í fyrirtækj- um, sem talin eru í II. flokki“. En í H. flokki voru talin ullar- verksmiðjan Framtíðin og klæða- verksmiðjan Alafoss. Eins og jeg tók fram var samn- ingur þessi gerður 9. okt. 1935 milli Iðju og Fjelags ísl. iðnrek- enda, en það fjelag gekk ekki í Vinnuveitendafjelag íslands fyr en meira en hálfu ári síðar, eða 25. maí 1936, en samningurinn var framlengdur óbreyttur að því er fyrgreint atriði snertir 1. des. 1936. Brjef þetta vil jeg biðja yður að birta í blaði yðar sem fyrst. Virðingarfylst. (sign.) Eggert Clessen. Nazisfar eln- ráðir fi Dauzig London í gær F.Ú. Ifrjett frá Danzie; er saeft, að þine:ið í Danzig muni samþykkja náðun allra pólitískra fang-a, sem settir hafi verið í varðhald fyrir 1. október síðastliðinn. Enn fremur, að mönnum verði gefnar upp allar fjársektir, sem þeir hafi verið dæmdir í yegjia pólitískra afbrota. A að gera þetta í tilefni af því, að Nazistaflokkurinn hefir unnið algerðan sigur í Danzig, og brot- ið á bak a'ftur alla mótstöðu ann- ara flokka. Þingið í Danzig hefir einnig gert öllum ungmennum það að skyldu að vera meðlimir í fje- lagsskapnum „Hitlers-æskan“ og loks eru bannaðir allir flokkar, nema Nazistaflokkurinn. Minningarorð um Friðrik Bjarnason í gærdag, 8. nóv., var jarð- aður hjer mjög merkur maður og mætur, Friðrik Bjarnason, fyr óðalsbóndi og hreppstjóri á Mýr- um í Dýrafirði, kunnastur á Vest- fjörðum með nafninu Friðrik á Mýrum. Árið 1932 ritaði jeg í Óðni stutt æfiágrip hans og skal við þetta tækifæri aðeins dregið fram fátt eitt. Friðrik var fæddur 13. okt. 1861 á Hamarslandi á Reykja- nesi við Breiðafjörð, sonur Bjarna bónda Eiríkssonar og konu hans Sigríðar Friðriksdóttur. Bróður á hann á lífi, Eirík Bjarnason járn- smið, sem allir Reykvíkingar kannast við. Þeir voru af góðu bergi brotnir í báðar ættir: í föð- urætt frá Oddi Hjaltalín lög- rjettumanni á Ráuðará og í móð- urætt frá Friðriki prófasti Jóns- syni á Stað á Reykjanesi og Páli Hjálmarssyni síðasta skólastjóra á Hólum. Föður sinn misti Friðrik 9 ára og var þá tekinn á fóstur af Ól- afi E. Johnsen prófasti á Stað á Reykjanesi. Um og eftir tví- tugsaldur lauk hann trjesmíða- námi og fullnumaði sig síðan í iðn sinni erlendis. Árið 1888 kvæntist hann Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, er var ein af hin- um nafnkendu Mýrasystkinum, Guðna lækni á Borgundarhólmi, Jóni Guðmundssyni kaupmanni í Flatey, Guðmundi Hagalín bónda á Mýrum og þeim fleirum. Reistu þaui fyrst bú að Meira Garði, næsta bæ við Mýrar 1889, en er Guðmundur Hagalín druknaði 30. okt. 1894 fluttu þau næsta vor að Mýrum og bjuggu síðan á því ættaróðali rausnar- og fyrirmynd- arbúi í 34 ár, þangað til Ingi- björg dó 1929. Mýrar hafa lengi verið eitt helsta höfuðból og rausnarheim- ili í Dýrafirði, og hjelst svo alla tíð þeirra Friðriks og Ingibjarg- ar. Hafði Friðrik til að bera greind og hæfileika og listfengi í besta lagi, og er það skemst af að segja, að lionum voru nær alla búskapartíð hans falin flest eða öll trúnaðarstörf, sem. sveitungar hans þurftu að láta vinna, og gegndi hann þeim öllum með mik- illi vandvirkni og prýði, í hrepps- nefnd og sýslunefnd, hreppstjóri og sáttasemjari, sóknarnefndar- maður og söngstjóri í kirkjunni og margt fleira. Munu af sveit- ungum hans lengst af hafa verið borin undir hann flest ráð, er nokkur vandi þótti á vera. Var í þessu nokkuð líkt á komið um þá starfsbræðurna Jóhannes Ól- afsson hreppstjóra á Þingeyri og hann, er voru um langt skeið einna fremstir sveitarhöfðingja hvor í sinni sveit Dýrafjarðar. Friðrik var áhuga- og atorku- maður mikill í búskap sínum og báru Mýrar þess margan vott í húsabyggingum og öðru. Reistu ]>au Guðný mágkona hans, systir Ingibjargar, hin merkilegasta kona, nýja og prýðilega kirkju í stað annarar gamallar og forn- fálegrar og stóð hann sjálfur fyr- ir smíðinni. En ekki sparði hann Friðrik Bjarnason. sig heldur að vinna fyrir : menningsheill og á landsmálu hafði hann mikinn áhuga i fylgdi jafnan Sjálfstæðismönnu: En sanngjarn var hann og d ekki dul á, ef honum þótti an stæðingar hafa í einhverju rje Og líklegt þykir mjer, að hai hefði viljað vera í góðum f; lagsskap eða flokkum bænda, eins og haldið hefir verið á mi um þeirra, aðhyltist hann þ ekki. Fyrir starfsemi sína í opi berum málum og á orðlögðu rau arheimili sínu var hann sæm ur riddarakrossi fálkaorðunnai Kona Friðriks, Ingibjörg, t hin mætasta kona og honum sa: hent í hvívetna og besta st( Þau eignuðust tvö börn. Son þeirra, Jón, efnismaður, drukní 24 ára gamall árið 1923 og v þeim mjög harmdauði. Dót þeirra Guðrún er kona Ca: Rydens kaupmanns hjer í Reykj vík, og mörg fósturbörn skyld • vandalaus nutu hjá þeim nokkru eða öllu vandaðs og áí úðlegs uppeldis. Þegar Friðrik ljet af búsk; fluttist hann hingað til Reykj víkur og hefir dvalið hjá dótt sinni og tengdasyni síðustu é in. Hjeldu þá sveitungar hans h< um kveðjusamsæti og gáfu ho um heiðursgjöf í þakklætissky fyrir langa og mikla og gói starfsemi hans meðal þeirra. Hefir hann fram að síðas ári verið ern vel og haft jafní nokkuð fyrir stafni. En síðas missirið hefir hann kent nokkui ar hnignunar, en verið þó hre og á ferli fram á hinn síðas dag, er hann varð bráðkvaddi að kveldi h. 30. f. m. á ártíða degi Guðmundar Hagalíns, máj síns og fyrirrennara á Mýrum Iljer við vil jeg aðeins me£ bæta kveðju og þakkarorðum fj ir trygga vináttu, er jeg naut í honum í samstarfi og brjefaskíf um um langa æfi. Er hann eiu þeirra, sem jeg mest sakna, s slitnaðir eru á undan mjer, þó væntanlega sje um skammt a ræða, úr lest samferðamannann; jafnaldranna og samstarfsmani anna. Far þá vel vin'ur og hittumí heilir aftur. Kristinn Daníelsson. Aðalfundur Knattspyrnufjelag Reykjavíkur verður haldinn anr að kvöld kl. 8 í K. R. húsin niðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.