Morgunblaðið - 05.12.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1937, Blaðsíða 5
‘Sramudagur 5. des. 1937. 5 MORGUNBLAdlÐ -----------JUtércjtmMa&íð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjðrar: J6n Kjartanaaon o* Valtyr Stefánaaon (ábyrKBaraaafJur). Auglýsingar: Árnl 6la. Ritstjórn, auglýslngar ok afgreiCala: Auaturatrætl 8. — Slaal 1800. Áskriftargjald: kr. 5,00 á mánuOl. í lausasðlu: 15 aura elntaklb — 25 aura me8 Leabðk. BARÁTTAN UM GJALDEYRINN -- Heykjavikuríjrjef — ------ 4. des. ---- Eysteinn Jónsson virðist líta líkum augum á Islend- :inga og Danir á frumbyggjana í Ihinu „lokaða landi“í vestrinu. Nýlendustjórnin danska telur ;I)að blutverk sitt, að fyrirbyggja að skrælingjarnir grænlensku, verði fyrir spillandi áhrifum framandi þjóða. Þess vegna má enginn útlendingur stíga fæti á Grænland, nema allra- hæst leyfi komi til. Og heldur ekki mega hinir „innfæddu“ fara utan nema með leyfi yfir- valdanna. Nú vill Eysteinn koma því í lög hjer á landi, að vjer „innfæddir“ fáum eigi far- rarleyfi í önnur lönd, utan að tekið höfum skriftir af lög- reglustjóra eður öðrum ár- manni konungs, enda finnist og eigi ljóður á ráði voru. Þannig er verið að gera ofurlitla til- raun til þess að „loka landinu“ ?með því að torvelda utanferð- ir. Deilan um gjaldeyrisfrum- varpið nýja, snýst meðal ann- ars um þetta: hvort rjett sje að draga úr útþrá Islendinga, með ^því að skylda hvern þann, sem utan vill fara til þess að láta rekja úr sjer garnirnar fyrir lögreglustjóra, eða sitja heima ella. Hefir verið á það bent, að í menningarlöndum í nágrenni voru, tíðkast ekki slíkar yfir- heyrslur, þótt nauðsynlegar þyki á Grænlandi. Er það einkar vel til fallið af ríkisstjórninni að sækj a fyrirmyndir sínár til ;grænlensku nýlendustjórnarinn- ar, um það hvernig eigi að „talda skikk“ á þeim innfæddu. En þetta ,,innilokunarákvæði“ er enganveginn mergurinn máls- ins í hinni nýju fyrirhuguðu skipun gjaldeyrismálanna. — Frumvarpið miðar að því, eins og skýrt hefir verið frá, að draga völdin sem mest úr hönd- um bankanna í hendur fjár- málaráðherra. Er stefnt að því, að gera vald ráðherra svo víð- tækt í þessum efnum, að ekki munu dæmi til, utan einræðis- Jandanna. Þegar svo stendur á, er ekki að undra, þótt reynt sje að koma inn í lögin ákvæðum, sem binda hendur ráðherra svo, að fyrirbygt sjé, að hann geti beitt einstakar stjettir fullkomnu misrjetti. Á undanförnum ár- um hafa útgerðarmenn verið að berjast fyrir því, að fá um- ráð yfir einhverjum hluta af þeim gjaldeyri, sem þeir afla. Þessi róður hefir verið torsótt- ur. Fyrir forgöngu Sjálfstæð- ismanna í Nd. komst þó inn í gjaldeyrisfrumvarpið ákvæði um, að útgerðarmönnum sje heimilt „að ráðstafa þeim er- lenda gjaldeyri, sem fæst fyr- ir útflutningsvörur þeirra, að því leyti, sem þeir þurfa hann til greiðslu á vörum til útgerS- ar sinnar“. Menn höfðu gert sjer vonir um, að úr því að neðri deild hafði gengið inn á þessa sjálf- sögðu kröfu, mundi fjármála- ráðherra taka sönsum, og láta kyrt liggja. En Eysteinn situr fast við sinn keip, og rær nú að því öllum árum í efri deild að fá þessa sanngirniskröfu sjávarútvegsins numda burt úr frumvarpinu. Nú stendur Eysteinn svo að vígi í þessu máli, að það fyrir- tæki, sem er grundvöllurinn undir flokki hans, og þar með hans eigin pólitísku tilveru, hef- ir undir stjórn hans fengið frjáls umráð yfir nálega öllum erlendum gjaldeyri, sem það aflar. öllum er kunnugt, að S. I. S. hefir frjáls umráð yfir gjaldeyri sínum, að undanteknu andvirði þess fisks, sem S.I.F. selur fyrir það. Ekki er nú farið fram á það fyrir hönd útgerðarmanna, að þeir fái frjáls umráð yfir ná- lega öllum sínum gjaldeyri eins og „Sambandið“, heldur aðeins yfir þeim hluta, sem fer til innkaupa á vörum, sem út- gerðin getur ekki án verið. Það er því alger blekking hjá fjár- málaráðherra, þegar gefið er í skyn, að með þessu sje verið að rjúfa eitthvert skarð í inni- lokunarmúrinn. Þær vörur, sem hjer er um að ræða, svo sem kol, salt, veiðarfæri, eru allar svo bráðnauðsynlegar, að engum dettur í hug, að hætt verði að flytja þær inn, svo lengi sem nokkur innflutningur er til landsins. Baráttan um gjaldeyrinn er um það, hvort einum manni — fjármálaráðherra — á að vera heimilt að flokka framleiðend- ur landsins alveg eftir eigin geðþótta. Rjettdæmi hans verð- ur ekki óvjefengjanlegra þeg- ar vitað er, að það fyrirtæki, sem er grundvöllurinn að hans eigin pólitísku tilveru nýtur ná- lega til fulls þess rjettar, sem hann vill meina öðrum með öllu. Skemtun hjelt Hiismæðraf je- lagið í fyrradag og var hún hin ánægjulegasta. Fjölmentu þar bæði konur og karlar. Margt var til skemtunar: Knútur Arngríms- son hjelt erindi, ágætlega flutt, er hann nefndi „Suður yfir fjöllin". Þá ljeku þau Marta Indriðadóttir, Valur Gíslason og Brynjólfur Jó- hannesson „Bónorðið“, og skemti fólk sjer hið besta yfir. Eftir það las frú Guðrún Indriðadóttir úr ljóðum Einars Benediktssonar og frk. María Maaek sýndi skugga- myndir úr óbygðum. Loks skemti Gunnar Björgvinsson með eftir- hermum, og var síðan stiginn dans fram eftir nóttu. B.v. Belgaum kom af veiðum í gær með rúmlega 2000 körfur fiskjar og fór áleiðis til Englands með aflann. Stj órnarf lokkarnir og útfferðarmálin. tjórnarliðið hefir enn sem fyr sýnt hinn sanna hug sinn til útgerðarmálanna með því að drepa frumvörp Sjálfstæðismanna, er þeir báru fram á Alþingi um styrki til þess að koma á fót hraðfrystihúsum og niðursuðu- verksmiðjum. Annað veifið eru stjórnarsinnar þó að tala um að breyta þurfi um verkunaraðferð- ir, gera aðra vöru úr fiskinum, en saltfisk. En að hefjast handa í leim efnum, svo að gagni komi, er auðsjáanlega eitur í beinum leirra. Þeir tala ennfremur, stjórnar- sinnar, um að bæta þurfi afkomu sjómanUa, auka afurðir lands- manna, fá þeim nýja mark- aði. En þegar til framkvæmda kemur og lagasetninga, er eins og sá dómur hvíli á þessum mönn- um, að alt sem þeir geri, verði ein- tómt kák eða helber vitleysa. Hvort þetta er sprottið af getu- leysi, skilningsleysi eða viljaleysi kemur út á eitt;. Sennilega er það petta alt sitt á hvað eða í sam- einingu. Kákið. reinlegra væri fyrir þá sós- íalista og Framsóknarmenn oð segja beinlínis annaðhvort, að þeir vildu ekki, eða þeir gætu ekkert fyrir útgerðina gert, sem að verulegu gagni kæmi. En það þora þeir ekki. Heldur reyna þeir í þessu efni sem svo mörgum öðr- um, að sýnast. Nú á það t. d. að heita bjargráð þeirra að afnema útflutningsgjald af saltfiski. Nú er saltfisksútflutningurinn mjög að ganga saman, sem kunn- ugt er, markaður fyrir þá vöru í heiminum mjög að minka. Svo það munar ríkissjóðshítina ekki miklu, þó þaðan komi ekki út- flutningsgjald, þegar útflutnings- gjaldinu er haldið eftir sem áður á öðrum sjávarafurðum, ísfiski, lýsi, fiskimjöli, síldarmjöli, síld- arolíu, hrognum o. s. frv. Af útflutningsgjaldinu á svo að taka kr. 400.000.00 og afhenda Fiskimálanefnd. Nú gæti þetta verið á viti bygt, ef Fiskimála- nefnd hefði ekki einmitt sýnt van- mátt sinn í því, að gera útgerð- inni gagn. Það hefir sem sje, eins og alþjóð manna er kunnugt, komið í Ijós, að allmikið af því fje, sem sú nefnd hefir fengið til meðferðar, hefir ífarið alveg í súg- inn, verið beinlínis sama sem kast- að í sjóinn. Einkennileer styrktarstarf semi. itt af samningsatriðum stjórn arflokkanna er það, að rík- issjóður leggi fram 25% í styrk til að kaupa „nýtísku" togara. Upp- runalega var það skilið svo, að togarinn væri aðeins einn, sem ætti að kaupa. En nú er fullyrt að þeir sjeu tveir. Ekkert hefir heyrst með vissu um það, hvern- ig þessir togarar eigi að vera. „Nýtísku“ togari er fallegt í munni. Rjett eins og þegar eigin- maðurinn lofar að kaupa handa konu sinni slifsi eða hatt til þess að gera henni glatt í geði. Ekki er að því að spyrja, að það á alt að vera með „nýtísku" sniði. En vonandi frjetta þeir það stjórnar- herrarnir, áður en það er um sein- an, að togaragerð sú, sem síðast hefir verið reynd t. d. í Englandi, hefir ekki reynst vel — þó ný sje. Ef gert er ráð fyrir að hver togari kosti kr. 700.000.00, þá verður ríkissjóðsframlagið kr. 350.000.00 til þeirra tveggja. Væntanlega verða þessi nýju skip þannig útbúin, $ð þau geti frek- ar borið útgerð sína, en gömlu togararnir, sem fyrir eru. Fyrir- komulagið, sem stjórnarflokkarnir ætla að telja þjóðinni trú um að sje bjargráð, er því þetta: Það á að íþyngja útgerð 30— 40 togara með skattaálögum, til þess að geta styrkt tvo nýja í staðinn. Það er búskaparlag að tarna. Þeir sem lakar standa að vígi eiga að styrkja þá, sem best eiga að geta borið sig. Aður en sósíalistarnir urðu makráðar aura- sálir liefðu þeir ef til vill hald- ið því fram, að þetta væri að byrja á öfugum enda. Þegar Fiskimálanefnd liefir lagt fram tillagið í togarana tvo, verða 50 þús. kr. afgangs til að styrkja frystihús, niðursuðu og aðrar nýjungar á sviði útgerðar- innar. Það verður vægast talað hæg- fara þróun í útgerðinni, sem kemst á með slífcuta loppnum vetl- ingatökum. Sjómennirnir. yrir nokkru birtist hjer í blað inu frásögn af áfalli því hinu mikla, er togarinn Hilmir hlaut í Atlantshafi þ. 24. okt. síðastliðinn, er einn ungur og vaskur sjómaður fórst, Guðni Sigurðsson, sonur Sigurðar Guðna sonar frá Vetleifsholti í Rangár- vallasýslu, sem nú er búsettur hjer í bænum. Af lýsingu þeirri á atburði þess- um, er samin var eftir frásögn skipverja, er enginn vafi á, að mjög skall hurð nærri hælum, að skipið færist þarna með allri áhöfn. En fyrir samstilt hugrekki og karlmeusku skipverja tókst að bjarga skipi og mönnum, nema þeim eina, er aldan, sem setti skipið á hliðina, skolaði fyrir borð. Atburðurinn sjálfur, þegar skip stjórinn er í yfirliði uppi í stýr- ishúsi og nær druknun þar, vjela- menn vaða sjó í mitti í vjelarúm- inu, sambandslaust er við vjela- rúmið frá stjórnpalli og kolamyrk ur í skipinu, sem blátt áfram er að síga í djúpið, alt þetta er ærið umhugsunarefni fyrir okkur, sem í landi sitjum, og þekkjum ekki líf og raunir sjómannanna, nema lítillega af afspurn. En það vekur sjerstaka athygli, hve lítið þeir sjálfir eru fyrir það gefnir að halda frásögnum af slíkum atburðum á lofti. Kemur það þá fyrir, að íslenskar skips- hafnir lendi í slíkum mannraun- um, eins og í Hilmi í þetta skifti, án þess nokkur hafi orð á því eftir á? Og hvernig er það, er engin leið til þess að þeir menn, sem með karlmensku og snarræði sýnilega björguðu togaramnn Hilmi og 19 mönnum úr heljargreipum, fái op- inbera viðurkenningu fyrir ? Láta vátryggingarfjelögin ekkert til sín taka í svona tilfellum, slysatrygg- ing eða slysavarnafjelög? Ef ekki, þá væri ekki úr vegi að al- menningur fyndi einhverja leið til þess að votta þessum hetjum hafsins verðuga viðurkenningu og þakklætisvott. Söngför Karlakórs Reykjavíkur. jög er það ánægjulegt hve vel tókst með söngför Karlakórs Reykjavíkur til Dan- merkur, Tjekkoslovakíu, Austur- ríkis og Þýskalands. Ber öllum saman um, að sú ferð hafi verið kórnum og þá þjóðinni um leið til hins mesta sóma. íslendingur, sem staddur var í Leipzig er kórinn söng þar þ. 18. nóv., skrifar blaðinu á þessa leið: „Er Karlakór Reykjavíkur söng hjer, var húsið mjög vel skipað. Áhuginn og eftirtektin skein út úr hverju andliti áheyrendanna. Kvað svo ramt að, að bæði var stappað og hrópað af hrifningu, sjerstaklega þá er Stefán Guð- mundsson hafði sungið. En fólk hjer í Leipzig er ekki fljótt til að láta hrifningu sína í ljósi við slík tækifæri. Á „konsertinum“ voru þrír heimsfrægir músik-prófessorar, þeir prófessor Otto Weinreieh, próf. Robert Teichmúller og próf. dr. Walter Niemann. Átti jeg tal við þá, og dáðust þeir allir að söng kórsins, samstilling hans og blæbrigðum, bæði í „forte“ og „pianó“. Þeir voru hinsvegar ekki ánægðir með, að kórinn skyldi syngja Strauss-lög, eins og „An der schönen blauen Donau", sem hefði verið dauf stæling á sveifl- andi ljettleik frá tímum langafa þeirra, og misti marks við hliðina á okkar eigin íslensku tónsmíð- um. Þeir vildu kynnast andanum í íslenskum lögum, og voru' ánægð ir með þá viðkynningu. „Föru- manna flokkar þeysa“ eftir Karl Runólfsson þótti bera af, en Grænlandsvísurnar þóttu líka ágætar". Frelsi ogr fullveldi. araldur Guðmundsson ráð- herra flutti ræðu í útvarpið á fullveldisdaginn, þar sem hann lýsti sambandslögunum, eins og frá þeim var gengið 1918, agnú- um, sem ýmsir menn sáu á þeim þá, og hvernig reynslan hefði þar að nokkru leyti skorið úr. I lok ræðu sinnar mintist ráð- herrann með nokkrum orðum á frelsi og fullveldi, og þá sjerstak- lega það, að engin þjóð væri í raun og veru frjáls og fullvalda, nema einstaklingar hennar væru frjálsir menn. En tvent gæti sjer- staklega gert menn ófrjálsa: fá- tækt og mentunarskortur. Var þetta yfirleitt sannmæli, sem ráð- herrann flutti að þessu sinni. Ömurleg tilhugsun. En hafi Haraldur ráðherra í þetta skifti hugleitt ástand lands og þjóðar í nokkurri al- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.