Morgunblaðið - 05.12.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1937, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. des. 1937. 7 MORGUNBLAÐIÐ Qagbók. □ Edda 59S71277 — 1. I. O. O. F. 3 = 1191268 = E.T.I. Veðurútlit í Rvík í dag: NA- gola. Úrkomnlaust að mestu. Mild- ara. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Lægðarsvæði frá Islandi og suð- austur um Bretlandseyjar. A NV- landi er NA-kaldi og nokkur snjó- koma með 2 st. frosti, en suðvest- an lands stilt og bjart veður með 0—3 st. frosti. Á NA-landi er vindur SA með 3—4 st. hita og rigningu. Breiðist hlýja loftið ▼estur á bóginn og lítur út fyrir að veður muni verða bráðlega frostlaust vestan lands, þrátt fyr- ir NA-áttina. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pjetursson, Garðastræti 34. Sími 1611. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Lauigavegs Apóteki. Jarðarför Magnúsar Guðmunds- sonar alþingismanns fer fram n.k. þriðjudag og hefst með húskveðju frá heimili hans, Staðarstað, kl. 1 «ftir hádegi. Athöfninni verður ótvarþað. Dánarfregn. Frú Elín Briem Jónsson, fyrverandi skólaforstöðu- kona, andaðist í gær að heimili ;sínu, Bókhlöðustíg 7, hjer í bæ. EUð íslenska prentarafjelag heldur fund í dag kl. 2 síðd. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Kosning fulltrúa í Iðnráð Reykjavíkur. Fjelagar eru beðnir að fjölmenna. Bazar halda konur í St. Verð- andi á miðvikudaginn kemur í G. T.-húsinu, uppi. Munum á að skila þangað á þriðjudaginn. „Þorlákur þreytti“ verður sýnd- ur í kvöld kl. 8. Frátekna að- göngumiða verður að sækja fyrir kl. 2 í dag, eftir þann tíma seldir öðrum. Tvö böm slösuðust í gærdag, skömmu fyrir hádegi, með þeim hætti að þau urðu fyrir vagnhesti, sem fældist. Þetta vildi til á Njáls götunni við hús Ölgerðarinnar Eg- ill Skallagrímsson. Meiðsli barn- anna eru ekki talin hættuleg. Þau heita Jóna Sigríður (4 ára) og Bjarney (2 ára), báðar til heimilis á Bergþórugötu 13. Skíðasnjór var heldur lítill á Hellisheiði í gær, en Skíðafje- lagið fer þó í skíðaferð í dag. Skíðafólk ætti að gæta þess að fara varlega því víða standa stein- ar upp vir snjónum og eins geta verið torfærur, sem menn ekki sjá, •sem auðyeldlega geta valdið slys- um. Eimskip. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Hull. Goða- foss fór frá Hamborg í gær áleiðis til Hull. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss kom til Sauðárkróks kl. 4 í gær. Lagarfoss var á leið til Norðfjarðar frá Seyðisfirði í gær. Selfoss er á leið til Grimsby. Lúðrasveit Reykjavíkur hjelt tónleika undir stjórn Alberts Klahn í fríkirkjunni 2. desember við all-góða aðsókn. Til aðstoðar voru þeir Páll ísólfsson og Pjetur Jónsson, en Karlakórinn Kátir fje- lagar söng nokkur lög, með og án undirleiks lúðrasveitarinnar. Efn- isskrá var fjölbreytt, og gerðu á- heyrendur góðan róm að hljóm- leikunum. Málverkasýning Kristins Pjet- urssonar, Kirkjutorgi 4, beint á móti dómkirkjunni, verður opin í dag kl. 10—10. í gær liöfðu selst þar fjögur málverk, eitt úr Ön- undarfirði og þrjú frá Þingvöll- um. í frásögninni af fullveldisliátíð Sjálfstæðismanna á Akranesi mis- prentaðist föðurnafn frk. Petreu Sveinsdóttur. Stúdentafjelag Reykjavíkur, sem lítið hefir starfað undanfarin tvö ár, boðar til fundar næstlv. þriðjudag. Er stjórnarkosning lief ir farið fram í fjelaginu liefjast umræður um veitingu dósentsem- bættisins. Frummælandi verður Gísli Sveinsson alþm., en Haraldi Guðmundssyni og dómnefndinni er sjerstaklega boðið á fundinn. Má búast við fjölmenni á fundi þessum og fjörugum umræðum. Friðarfjelag var stofnað hjer í bænum í fyrradag og er fjelagið deild úr norræna friðarfjelaginu, sem hefir aðalaðsetur sitt í Stoklv- hólmi. Johannsen, aðalkonsúll Svía hjer í bæ, flutti erindi um stefnu norræna friðarfjelagsins, en hann hefir verið forseti þess um langan tíma. I stjórn fjelagsins voru kosnir Guðlaugur Rósinkranz for- maður og meðstjórnendur Aðal- björg Sigurðardóttir og Aðalsteinn Sigmundsson. Stofnfjelagar voru 20 að tölu. Á þriðjudaginn kemur fara skátar um Vesturbæinn og Mið- bæinn í erindum Vetrarhjálpar innar. Munu þeir knýja að dyrum í hverj'u: einasta húsi og fara þess á leit að menn láti eitthvað af mörkum til starfsemi Vetrarhjálp- arinnar. Skátarnir söfnuðu miklu af notuðum fötum, peningum og öðrum gjöfum á þenna hátt í fyrra, og þess er vænst að svo verði og nú. Ctvarpið: Sunnudagur 5. desember 1937. 9.45 Morguntónleikar: Klassisk þjóðleg tónlist (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Enskukensla, 3. fl. 13.25 íslenskukensla, 3. fl. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Island. 17.10 Esperantókensla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m) 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Lög og reglur um endurbygg- ingastyrki (Steingr. Steinþórs- son búnaðarmálastj.). 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Magnús Eiríksson og guðfræðin, I (sjera Eiríkur Albertsson). 20.40 Tónleikar Tónlistarskólans. 21.20 Upplestur: „í ystu myrkr- um“, frásöguþáttur (Þórbergur Þórðarson rithöfundur). 21.45 Danslög. Mánudagur 6. deeember. 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 íslenskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Söngför Karlakórs Reykjavíkur (Guðbrandur Jóns- son prófessor). 20.40 Einsöngur (Sigurður Skag- field). 21.00 Um daginn og veginn. 21.15 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 21.40 Hljómplötur: Þjóðleg hljóð- færatónlist. 22.15 Dagskrárlok. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. Samsöngnr Söngstjóri SIGURÐUR ÞÓRÐARSON í Gamla Bíó þriðjudaginn 7. og fimtudaginn 9. þ. m. kl 7.1S. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsen og K. iViðar. Hitaveitan FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Ef reiknað er með 175 lítra veitu á sekúndu, yrðu tekjur kr. 630.000.00 á ári, gjöfd önnur en vextir og afborganir kr. 197.000. 00, mismunur kr. 432.200.00, sem yrði 12.35% af stofnkostnaði. En sje reiknað með verðlagi er sam- svari 50 króna verði á kolatonni, verður mismunurinn, eða það, sem fæst til vaxta og afborgana 16.9% af stofnkostnaði. Svo glæsilegt er fyrirtæki þetta fjárhagslega fyrir bæinn. í þessum áætlunum er ekki reiknað með neinum tekjum af afrenslisvatninu, sem að jafnaði verðúr 45° heitt og ætti því að vera nothæft til ýmsra hluta. Þægindin. Það þarf ekki. að lýsa þægindum þeim er hitaveitan veitir heimil- unum. Þau eru bæði mikil og fjölbreytt. Kostnaður við að leggja leiðsl- urnar í einstök hús er áætlaður að meðaltali 320 kr. á hús. Er bú- ist við að bærinn leggi fram það fje að láni handa þeim sem vilja. Er lánsfje fengið til hitaveitunnar? Bæjarráðsfundur verður á morg- un. Þá leggur borgarstjóri þetta mál fyrir bæjarráðið. En af skýrslu þeirri, sem hjer hefir ver- ið gerð að umtalsefni, er auðsjeð að mjög er það álitlegt að byrja á hitaveitunni nú þegar, og sýni- legt að verkfræðingar bæjarins velja þessa leið. Bendir því alt til, að borgar- stjóri hafi í utanför sinni geng ið þannig fram í þessu máli, að framkvæmdir hefjist alveg á næst unni. En fregnir af því getur blaðið væntanlega flutt eftir bæjarráðs- fundinn. Y átryggingarhlutaf j elagið NYE DANSKE AF 1864 Líflryggingar allar tegundir. Lægst iðgjöld. Best kjör. Aðalumboð: V átryggingarskrif stof a Sigfúss Sighvafssonar, Lækjargötu 2. Sími 3171. Vegna jarðarfarar veröur verslunin íokuð á morgun frá kl. 1-4. £J(mnn6ergs6rai&ur Kostnaðurinn við heimssýning- una í París hefir hingað til num- ið 1450 miljónum franka. Þar af hafa 1200 starfsmenn heimssýn- ingarinnar fengið greitt í laun 160.000 franka daglega. 38.000 manns hafa fengið fasta atvinnu í 6 mánuði vegna sýningarinnar. Það tilkynnist hjer með ættingjum og vinum að fóstur- móðir mín, frú Elín Briem Jónsson, fyrverandi skólaforstöðukona, andaðist 4. þ. m. að heimili sínu, Bókhlöðustíg 7. Fyrir hönd mína og annara aðstandemda. Sæm. Helgason. Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Guðmundssonar alþingismanns, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 7. desember og hefst með húskveðju frá heimili okkar kl. 1 eftir hádegi. Soffía Guðmundsson. Það tilkynnist að lík sonar míns og bróður okkar, Sveinbjörns Sumarliðasonar, frá Litla-Hvammi, verður jarðað frá dómkirkjunni miðviku- daginn 8. þ. mán. kl. 11/2. Guðný Kristjánsdóttir og systkini. Hjartkær drengurinn okkar, Kristinn Magnússon, verður jarðsunginn frá fríkirkjunni mánudaginn 6. des. og liefst með húskveðju á heimili okkar, Grettisgötu 29, kl. 1% eftir hádegi. Steinunn Ólafsdóttir. Magnús G. Guðnason. Móðir mín, Guðný Þorkelsdóttir, verður jarðsungin frá spítalakirkjunni í Hafnarfirði þriðju- daginn 7. þ. m. kl. 10 árd. Steinn K. Steindórsson. Ljðsmyndastofa Vigfúss Sigurgeirssonar, er i BankasMi 10 -- Slmi 2216

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.