Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudatfur 16. des. 1937. j|i!iiinniiiiiimiiiiiii!imiiniiii!iii!iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii!iiiiiii!|j §5 9 Rússar og BandaríkjamenniigsrtaiÉst ] stærstu vopnabirgð I irnar f Frakklandi ráðgast um Japan Næsta takmark Japana: Canton j FRA FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN f GÆR. apanska blaðið Nichinichi skýrir frá því, að eftir fall Nanking verði Canton og Hankow næsta takmark jap- anska hersins. Þegar búið sje að taka þessar borgir, sje mót- staða Kínverja brotin að fullu á bak aftur. Ýmsir höfðu talið að Japan- ir myndu stöðva sókn sína eftir fall Nanking, vdgna mótstöðu þeirrar, sem þeir mæta hjá stórveldunum í Evrópu og Ame- ríku, og þar af leiðandi örðug- leika á því, að afla fjármagns til þess að halda styrjöldinni áfram. „PLATÍNU“-REFIR FYRIR KR. 20.000.00. Oslo í gær. Pað vakti fádæma athygli á skinuauppboðinu í Oslo í gær, að nokkur silfurrefaskinn, sem komust í þann flokk að nefn- ast „platínuskinn“, seldust fyrir yfir 2000 kr. hvert. „Platínu"- karlrefur var nýlega seldur í Nor- egi fyrir 20.000 kr. og annar fyr- ir 15.000 kr. Aðeins Norðmenn hafa alið upp „platínu“-refi. Skinn þeirra eru naiklu ljósari én af venjulegum silfurrefum. Einkanlega hefir ver- ið lögð stund á að framleiða „platípu“-refi í Norður-Noregi. í fyrra var aðeins eitt „platínu- skinn“ á markaðinum. A yfir- standandi markaðstíma gera menn ráð fyrir, að þau verði um 40. (NRP. — FB.). SÓKN I VÆNDUM Á SPÁNI. Bandarikin að hverfa frá einangrunar- stefnunni Verður Japanskeisari að biðja afsökunar? P London 15. des. F.Ú. Uppreisnarmenn á Spáni hafa lokað þeim hluta fransk-spönsku landamæranna, sepi er í þeirra höndum. Þetta, og eins hitt, að landa- mærunum milli Spánar og Gi- braltar hefir verið lokað, er tekið sem vottur þess að í vænd um sje ný sókn af hálfu upp- reisnarmánna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPIÍANNAHÖFN í GÆR. að er nú hægt að sjá út yfir, hverjar verða afleiðingar af árás Japana á ameríska fallbyssubátinn Panay. Fyrst og fremst mun af henni leiða, að Bretar og Banda- ríkjamenn tnunu framvegis hafa nánari samvinnu um verndun hinna sameiginlegu hagsmuna sinni í Austur-Asíu. Litvinoff utanríkismálaráðherra Rússa tók í gær á móti sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, og ræddust þeir við í tvær klukkustundir. Þetta hefir hleypt af stað þeim orðrómi — sem auðvit- að fæst ekki staðfestur — að Roosevelt hafi falið sendiherra sínum að spyrjast fyrir um það, hvem- ig Rússar myndu bregðast við, ef Bandaríkja- menn gerðu ráðstafanir gegn Japönum. EINANGRUNARSTEFNA BANDARÍK J ANN A. Panay-árásin hefir alveg ótvírætt þokað Bandaríkjun- um nokkurn spöl frá hinni hefðbundnu einangrunar- stefnu þeirra í utanríkismálum, sem þau hafa aðeins einu sinni hvikað frá, er Wilson leiddi þjóð sína út í heimsstyrjöldina. Andstaðan í Bandaríkjunum gegn öll- um stjómarráðstöfunum, sem leitt gætu þjóðina út í nýja styrjöld, er þó enn mjög rík, eins og greinilega hefir kom- ið fram í dag, á þann hátt, að lagt hefir verið fram í þingi Bandaríkjanna frumvarp til laga, sem mælir svo fyrir, að stjómin geti ekki farið út í styrjöld, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. En Panay-árásin hefir þó haft mikil áhrif á almenningsálitið. Blöð í Bandaríkjunum eru gífuryrt og hvassyrt og segja, að „enginn kostur sje að umbera lengur svívirðingaverk Japana“. Blöðin ræða um „hina lagalausu, glæpsamlegu styrjöld Japana“ og kalla afsakanir þeirra „austræna hræsni“. „Full- vissanir stigamanna (gangsters) eru einskisvirði“, segja þau. Samtímis benda þau á, að Bandaríkjamenn geti unnið at- vinnu- og viðskiftalífi Japana mikið tjón, án þess að segja þeim stríð á hendur. SIGUR AL.IECHINS. Khöfn Í5. dés. F.Ú. Doktor Aljechin og dr. Euwe hafa Iokið 28. kappskák- inni. Vann dr. Aljechin skák- ina og hefir nú 17 Vg vinning Keisarinn sem en dr. Euwe 10 V2 vinnisg. Það er allra dómur, að mótmælaskjal Bandaríkja- stjórnar, sem afhent var í gær japönsku stjórninni, hafi verið sú harðorðasta sem nokkiir'itjórn hafi lát- ið frá sjer“fara á síðari tímum. Þótt horfið hafi verið frá því, áð krefjast þess beinlínis, að keisari Japana bæði afsökunar á árásinni á Panay, þá hafa háttsettir embættismenn í Was- hington staðfest það, að Roose velt muni ekki láta sjer lynda, ánnað en afsökun keisarans. Munið 4546. Vetrarhjálpina. Sími hálfguð. Blöð í Japan þora ekki að skýra frá þessu, þar sem þau óttast, að japanska þjóðin muni verða sem þrumu lostin. Allur almenningur í Japan lítur á keisara sinn, sem væri hann hálfguð og telur hann hafinn yfir öll stjórnmál. Það myndi hafa í för með sjer mikinn álitshnekki fyrir japanska herinn (en það er herstjórnin sem knúð hefir fram styrjöldina í Kína og ræð- ur í raun og veru lögum og lof- um í Japan) ef keisarinn neydd ist til þess að biðja forláts. í þessu sambandi hefir þó vaknað endurminningin um það, er keisari Japana bað um að Rússakeisara yrði flutt tilkynn- ing um hrygð sína yfir árás, sem gerð var á rússneska flagg- skipið Czarevitch árið 1864. — Japanar— skelkaðir Hin einbeitta framkoma Bandaríkjastjórnar virðist hafa skotið Japönum skelk í bringu. Japanska blaðið Nichinchi birtir í dag dulnefnda grein, þar sem stungið er upp á þjóðar-fjársöfnun til þess að láta hyggja nýjan Panay- fallbyssubát, sem gefinn skuli Bandaríkjamönnum sem tákn um japansk-amer- íska vináttu. Þetta verður gert. Nokkrar japanskar skóla- stúlkur komu í dag á fund ameríska sendiherrans i Tokio (skv. F.Ú.), og tjáðu honum hrygð sína út af á- rásinni á Panay og tilkyntu, að fjársöfnun væri hafin í Japan í því skyni að kaupa nýjan fallbyssubát handa Bandaríkjunum. Stúdentaferðalog um Norðurlönd og Osló í gær. Afundi í Þíándheimi, sem hald- inn var fyrir nokkru og þar sem saman voru komnir stúdentar frá Noregi, Ðanmörku, Svíþjóð og Finnlandi, var ákveðið að setja á stofn sameiginlega norræna skrifstofu fyrir fjelagsskap stúd- enta á Norðurlöndum og að heim- ilisfang hennar skvldi vera í Oslo. Á þessum fundi var einnig á- kveðið að vinna skyldi að því að stúdentar á Norðurlöndum gætu sumarið 1938 tekið á leigu stórt gufuskip og farið á því kynning- arför um Norðurlöndin og til Rússlands, en jafnframt skyldi vera haldið uppi fræðslu og fyrir- lestrum meðan á ferðalaginu stæði svo að þarna yrði einskonar sam- norrænn háskóli. Var ákveðið að leggja til að lagt skyldi af stað frá Kaupmannahöfn, farið þaðan til Gautaborgar, þá til Oslo, þá til Þrándheims, síðan norður um Noreg í gegnum Hvítahafsskurð- inn til Leningrad, þaðan til Stokk hólms og aftur til Kaupmanna- hafnar. Var samþykt að fallast á þessa tillögu og ákveðið að ferðin skvldi taka 18—19 daga og stúdentarnir fá ferðina f'yrir 75—100 krónur bæði fargjald og fæði. Jafnframt var það ákveðið að einungis stúd- entar við norræna háskóla gætu örðið þátttakendur í þessari f'erð. Með því að láta stúdentunum förina svo ódýrt í tje, þótti sýnt að haíli' mundi verða á henni, en þess varð vænst áð ýmsir áhuga- menn muiidu gefa fje til þess að hún gæti komist í framkvæmd. Seinustu dagang ' berast fregnir um það, að fjegjafir sjeui byrj- aðar að koma, með það fyrir aug- um að úr þessari merkilegu stúd- entaför geti orðið. (FÚ.). Lögreglan í París fann í dag stærstu vopnabirgðir Munka- hettanna, sem enn hafa fundist. Á bak við tómar tunnur og dunka í bílskúr, var rennihurð inni í leyniklefa neðanjarðar, en þar fundust sex stórar vjel- byssur, 60 smá-vjelbyssur, 130 rifflar, 28 kassar af sprengjum og skotfærum frá Spáni. (FÚ.). Myndin er af Deloncle, frönskum iðjuhöld, sem talinn er vera einn af aðal-forustu- mönnum Munkahettanna. — Handtaka hans leiddi til þess að skjölin sem komu upp um fyrirætlanir Munkahettanna fundust. 7,5 MILJARÐA KRÓNA VÍGBÚNAÐARÚT- GJÖLD BRETA. að er búist við að vígbún- I'-' aðarútgjöld Breta muni aukast um 70 miljónir sterli ingspund (háífan annan milj- arð króna) á næsta ári. Eru vígbúnaðarútgjöld Breta þá komin upp í 340 milj. £ (eða 71/2 miljarð krónur). Er það fjórum sinnum meir en útgjöld Breta til hersins voru árið 1913. (Skv. einkask.) I NORÐMENN HEIMTA AFTUR FORN SKJÖL. Khöfn 15. des. F.Ú. dag voru sendir til Noregs frá Danmörku 500 pakkar af skjölum og gögnum úr dönsk um söfnum, sem hjer með er skilað til Noregs. I þessari sendingu voru þrjú handrit og 1000 skjöl úr Árna Magnússsonar safni í Kaup- mannahöfn. Til fólksins í Vík: Helga og Inga 10 kr„ Leifur 10 kr., G. S. 10 kr., Á. 2 kr„ H. II. 10 kr„ M. G. B. 7 kr„ A. 5 kr., H. Ó. B. 50 kr„ N. N. 5 kr„ ónefnd kona í Hafnarfirði 10 kr„ 1.—17.—9. 5 kr„ Ó. J. 100 kr„ t. B. 5 kr„ M. R. 10 kr., O. S. 5 kr„ iítil syst- kini á Akureyri 50 kr„ T. B. 10 kr„ Ó. 3 kr„ G. J. 25 kr., K. 10 kr, í. V. 10 kr„ P. G. 10 kr„ ó- nefndur 5 kr„ Magnús 5 kr„ jeg 10 kr. h.f. Kol & Salt 50 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.