Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 3
Fimtudagur 16. des. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
Er Alþýðublaðið í gær að boða
stöðvun hitaveitunnar?
Slaðið segir að rfkisstjðrnin
ætli að láta rannsaka
Nengilinn cg Krýsuvfk
Engin virkjun fyr en að lokinni þeirri
rannsókn, sem taka myntíi mörg ár!
Fullyrða má, að engin fregn hafi vakið
eins óskiftan fögnuð meðal íhúa
Reykjavíkurbæjar og tíðindin, sem
borgarstjórinn flutti á döguni(m, er hann kom
heim út utanför sinni, þar sem hann skýrði bæj-
arbúum frá því, að nú væri hægt að hefjast
handa um framkvæmdir í hitaveitu bæjarins.
Fögnuður bæjarbúa var almennur, og þar
komst engin pólitísk sundrung að, en hún hefir
oft — því tmiður — orðið til þess að eyðileggja
góð mál hjá okkur íslendingum. Jafnvel Alþýðu-
blaðið, sem annars hefir talið það skyldu sína,
að vera á móti öllum málum, sem borgarstjór-
inn hefir beitt sjer fyrir, fagnaði mjög þeipi
málalokum, sem fengin voru. Alþýðublaðið
komst þannig að orði 8. desember:
„öllum bæjarbúum hlýtur að vera það gleðiefni, að nú
verður loks hafist handa um hitaveituna. Eftir þeirri
brá'ðabirgðaskýrslu, sem fyrir Iiggur um málið, virðast
allar líkur til þess, að hin ráðgerða hitaveita geti orðið
fjárhagslega örugt fyrirtæki og geti fært a. m. k.
nokkrum hluta bæjarbúa aukinn sparnað og lífsþægindi,
auk þess sem töluverð atvinna skapast við byggingu
hitaveitunnar".
Þannig fórust Alþýðublaðinu
orð þann 8. desember.
En Adam var ekki lengi í
Paradís. I gær birtist forsíðu-
grein í Alþýðublaðinu, þar sem
ráðist er fruntalega á hitaveit-
una. Jafnframt er gefið í skyn,
að ríkisstjómin muni stöðva
hinar fyrirhuguðu framkvæmd-
ir á Reykjum, en í þess stað
láta framkvæma margra ára
rannsóknir í Henglinum og
Krísuvík.
Tilefni þessarar greinar Al-
þýðublaðsins er þingsályktun-
artillaga, er þeir Emil Jónsson
og Steingrímur Steinþórsson
fluttu í sameinuðu þingi og þar
var samþykt.
Efni þessarar þingsályktun-
artillögu var það, að skora á
ríkisstjórnina að láta fram fara
almenna rannsókn á jarðhita-
svæðum hjer á landi, einkum
þeim, er telja má að hafi hag-
nýta þýðingu.
Annað hljóð.
Hvorki tillagan sjálf, grein-
argerðin nje flutningsmenn
gáfu minsta tilefni til að álykta,
að með þessari tillögu ætti að
leggja stein í götu hitaveitu
Reykj avíkurbæ j ar.
En hvað segir Alþýðublaðið
um þetta í gær? Það segir:
„Tillaga þessi er fyrst og
fremst flutt vegna hitaveitu-
málsins, sem rætt hefir verið
mjög undanfarið.--------r- Með
þingsályktunartillögu sinni vilja
flutningsmenn, að ríkið fram-
kvæmi þessar rannsóknir, er
bæjarstjórnar-íhaldið nejitar að
láta gera, svo að úr því fáist
skorið, hvort ekki sje miklu
heppilegra að virkja frá Hengli
eða Krýsuvík en litla vatnið frá
Reykjum“.
Áður en lengra er haldið,
þykir rjett að upplýsa Alþýðu-
blaðið, ef það ekki veit betur,
að verkfræðingar bæjarins hafa
athugað báða þessa staði, Heng
ilinn og Krýsuvík, og komist
að þeirri niðurstöðu, að þeir
sjeu báðir óhagstæðari til virkj-
unar fyrir Reykjavík. Verk-
fræðingarnir hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að enda þótt
nægilegt vatn væri fáanlegt á
þdssum stöðum, myndi virkjun-
in verða margfalt dýrari og ó-
hagstæðari en virkjunin á
Reykjum.
Hvað er unnið?
Það var aðallega tvent, sem
vakti fyrir borgarstjóra og
iitiiiiiiimmiiiiiiiiniii!!
iiiiiimuiiiiiiiiiiiuiiiiiiii
P
Einn kentur
oflruttt ttteiri!
1411 Zophoníasson hefir verið að reyna að vekja á sjer at-
hygli á Alþingi undanfarið með því að bera fram tillög-
|j ur, sem tekið hafa öllu öðru fram í ofsólm gegn Reykjavíkur-
s bæ. Lengst komst Páll í þessu efni hjer á dögunum, er hann
jj flutti tillögu um, að helmingur ú+svara allra þeirra manna,
M sem laun taka úr ríkissjóði eða frá stofnunum, sem reknar eru
|| af ríkinu, skyldu renna í^öfnunarsjóð bæjar- og sveitarfjolaga.
jj Og þar sem löggjafinn hefir komið því þannig fyrir, að
E Reykjavík fær ekki á næstu árum eyri úr jöfnunarsióði,
1 þýddi tillaga Páls í raun og veru það, að sviftC ReVkjavíkur-
H bæ helming af útsvari þessara manna. Enginn fylgdi þessari
=§ tillögu Páls í efri deild.
Nú kemur Svenbjörn Högnason með samskonar tillögu í
j§ neðri deild, þó þamiig, að öll útsvör fyrnefndra manna skuli
1 renna í jöfnunarsjóð, eða m. ö. o., að Reykjavíkurbær skuli
= sviftur öllum útsvörum þessara manna!
Klerkurinn á Breiðabólsstað hefir reynt að afla sjer kjör- §j
ij fylgis í hjeraði með því að vekja iilfúð og hatur til Revkkík- i
= inga, þótt ekki geti slíkt kallast prestlegt starf. Þessi tillaga i
Í M#rkSi gengiir í sömu átt. Eftir er að vita, hvort honum i
M tekst betur en Páli að afla tillögunni fylgis. . i
ÍlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIlÍF
FRAMH. Á SJÖTTXT SÍÐT7
Fær Reykjavfk
tvo aðstoðar-
presla?
Snemma á binginu flutti Magn-
ús Jónsson frumvarp um, að
heimila sóknarnefnd dómkirkju-
safnaðarins í Reykjavík, í sam-
ráði við kirkjumálaráðherra og
biskup, að kalla tvo aðstoðar-
presta-, t11 starfs í dómkirkju-
söfnúðinum.
Skyldu aðstoðarprestarnir hafa
sömu laun og sóknarprestur, og
launin 'greiðast úr px-estlauna-
sjóði.
Frumvai'pinu var vísað til
mentamálanefndar deildarinnar,
en þar eiga sæti frú Guðrún
Lárusdóttir, Jónas Jónsson og
Sigurjón Á. Ólafsson. Nú hefir
nefndin skilað sameiginlegu
nefndaráliti og :segir þar svo:
„Nefndin hefir athugað frum-
vai’pið og kvatt til fundar við
sig sóknarnefnd dómkirkjusafn-
aðarins til skrafs og í’áðagerðar,
auk þess leitað álits ráðuneytis-
ins og aflað sjer ýmsra gagna í
málinu. Að athuguðu máli lítur
nefndin í heild svo á, að frum-
varpið beri fram harla nauðsyn-
legt mál, en þar eð áliðið er nú
þings og litlar líkur til, að frum-
varpið nái afgreiðslu í báðum
þingdeildum, en málið hinsvegar
aðkallandi, þá hefir nefndin tal-
ið heppilegra að afgreiða málið
með svofeldu erindi, sem hún
hefir í dag sent fjárveitinga-
nefnd Alþingis:
„Mentamálanefnd efri deildar
Alþingis hefir samþykt í einu
Tveggja ára
fangelsi
Innbhotsþjófarnir, sem brutust
inn hjá franska konsíilnum ný-
lega og stálu þar vínföngum og
tóbaki, voru dæmdir í gær. i
Voi'u þeir báðir dæmdir í
tveggja ára fangelsi við venju-
legt fangaviðurværi. Nöfn þeirra
eru Friðmgr Sædal og Árni Knud-
sen Eiríksson.
Þá var og í gær dænjdur bíl-
stjórinn, Gísli Fixxsspn frá Akra-
nesi, sem kveikti í bílnum í haust
uppi í Kjós og ók honum út af
veginum t þeim tilgangi að fá
greitt vátryggingarfjeð. Var hann
dæmdur í 50 daga fangplsi við
venjulegt fangaviðurværi.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Dósentsmálið, þ. e. þingsálykt-
unartillaga stjórnarflokkanna, sem
ætlað er að drepa frumvarp þeirra
Tímamanna var á dagskrá í neðri
deild í gær, en var ekki tekið til
umræðu.
Jólablað vikublaðsins Fálkinn
kemur út á morgun, föstudag, 52
síður að stærð auk kápu. Á
fi'emstu síðu kápunnar er litprent-
uð mynd af dómkirkjunni 1
Reykjavík, um kvöld, en stórt
jólatrje á Austurvelli fyrir fram-
an kirkjuna. Efni blaðsins er fjöl-
breytt.
Til Vetrarhjálparinnar. H. H.
15 kr., A. 5 kr., K. 10 kr.
Peningagjafir til Vetrarhjálpar-
ixinar. Starfsf. hjá Slystr. ríkisins
15 kr., P. Björnsson 25 kr., starfsf.
hjál skóversl. L. G. Lúðvígss. 39
kr., K. P. 50 kr., starfsf. hjá Vigf.
Guðbrandss. & Co. 10 kr., Tóbaks-
einkasala ríkisins 50 kr„ Sölusam-
band ísl. fiskframl. 50 kr., Timb-
urversl. Völundur h.f. 250 kr„ N.
N. 5 kr. Kærar þakkir. F. h. vetr-
arhjálparinnar. Stefán A. Pálsson.
Hiálpræðisherinn. Hljómleika-
samkoma í kvöld kl. 8%.
= Theodore Illion.
( DuIarfuEI fyrirbrigði
| í Tibet og á íslandi
| Theodor Illion skrifar
um hvorttveggja
E i .1- o |;r;
| I værkvöldi 'koím hvátlefful*
| * maður inn á skrifstofu
| blaðsins or kvaðst heita'
Theodore Illion, blaðamaður,
fyrirlesari, rithöfundur. Hef
ir ferðast víða um heim, s.ieð
marþd:. En síðasta bók hans
fjallar um „Hið heilaea Ti-
bet“. Þar var hann í 8 mán-
uði, og ferðaðist um, sem
innfsédclur maður, tá'lnðf
málið, heimsótti helendóma
töjoðárihnar, komst klakk-
láust urh Þar sem aðriT háfa
ekki komist.
— Er ekki hættulegt að ferð-
ast um Tibet?
— Það er sjaldan, sem út-
lendingar eru beinlínis dreþnir
þar. En ef þeir þar komast að
því, að maður sje útlendirigur,
þá er maður tekinn fastur. Það
?em hjálpaði mjer best var, hve
vel jeg gat bjnpgað mjer í máL
inu. Annars er það ekki víð
lambið að leika sjer, að læra
tíbetönsku. Það mál hefir 30
samhljóðendur, í állóþýrmileg-
um samsetningum.
En það merkilegasta, yður að
segja, sem jeg kyntist á ierð
minni í Tibet er neðanjarðar-
borg ein, sem þar er, og Ev-
rópumenn hafa ekki áður þekt.
Jeg mintist að vísu ekki á hana
í bók minni. Því það hefði ekki
þýtt neitt að segja svo ótrúlega
hluti til að byrja með. Menn
hefðu ekki trúað mjer. Nú
kemur önnur bók út eftir mig
um þessa kynjaborg.
— Þjer hafið kynst dulspeki
Tibetbúa, og dulrænum fyrir-
brigðum?
— Já, jeg sá og heyrði margt
um þá hluti, eins og t. d. menn,
sem 1 dásvefni þjóta yfir holt
og hæðir með sama hraða og
fuglinn fljúgandi.
— Og þjer hafið heyrt um
hugsanaflutning og hugskeytin
þeirra.
— Já. En sú hlið dulspek-
innar hverfur fyrir tækni tim-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU