Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 5
Fimtudagur 16. des. 1937, MORGUNBLAÐIÐ 5 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrg?5armat5ur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura meb Lesbók. Grænland er undraland Þar „drýpur smjör af hverju strái“ FINNUR ER AÐ KVEÐJA Allar líkur benda til þess, að nú sje senn á enda það ó- fremdarástand, sem ríkt hefir í síldarverksmiðjum ríkisins síðan Haraldur Guðmundsson gerði Finn Jónsson þar allsráðandi, með bráðabirgðalögunum frægu í maí 1936. Tveir stærstu flokkar þingsins, Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, hafa nú orðið ásáttir um, að gerbreyta fyrir- :komulagi á stjórn síldarverksmiðj- -anna. Verður stjórn verksmiðj- anna komið í sama horf og var áður en bráðabirgðalögin voru út gefin, en þau gerðu Finn ein- Valdan í verksmiðjunum. Er ætl- -ast ,til, að framvegis verði stjórn ' verksmiðjanna skipuð 5 mönnum, kosnum hlutfallskosningu í sam- einuðu þingi, í stað þess að bráða- birgðalögin höfðu alla mennina stjórnskipaða. Frumvarpið, sem gerir þessa stórfeldu umbót á stjórn verð- 'smiðjanna, hefir verið afgreitt gegn um efri deild Alþingis, og er nú komið til neðri deildar. Frumvarpið hefir mætt harðvít- ugri mótspyrnu af hálfu sósíal- ista, því að Finnur vill verja hreiðrið eins lengi og unt er. En það er nú orðið ljóst fyrir Finni, að hreiðrið verður ekki lengur varið. Hann veit, að frum- varpið, sem steypir honum af stóli, verður samþykt. Þess vegna reynir hann nú, að gera frum- varpið tortryggilegt í augum sjó- manna, og þyrlar þá upp ósköpin - öll af moldviðri. En þetta hálmstrá gagnar Finni lítið. Sjómennirnir vita vel, að þeir hafa lítið gagn af síldar- verksmiðjunum, ef eltki er um - annað hugsað en að gera þær að fjeþúfu fyrir kosningasmala Ál- þýðuflokksins. Sjómenn þekkja vel það gegnd- arlausa sukk og óreiðu, sem ríkt hefir undanfarið í nálega allri starfrækslu verksmiðjanna. Þeir þekkja ómagana mörgu, sem Finn- ur liefir komið þar að jötu. Þeir • vita, að það er ekki í þágu fyrir- tækisins, sem þessi hjörð er þang- ; að komin. Finnur er ákaflega montinn af því, að sjóðir verksmiðjanna hafa aukist í hans stjórnartíð. Það er lögboðið, að leggja ákveðna fúlgu 'árlega í sjóði, og er það ekki þakkarvert, að fjenu var þangað ; skilað. Annað hefði verið lögbrot. - Þá telur Finnur sig slingari kaupmann en þá Kveldúlfsbræð- xir, þar sem hann hafi selt mikið •• af síldarlýsinu fyrirfram og það ' háfi trygt afkomu fyrirtækisins. Hinsvegar hafi Kveldúlfsbræður ■ ekki haft þessa fyrirhyggju, og því hafi þeir tapað stórfje á þessu ári. Sannleikurinn í þessu er sá, að Kveldúlfur seldi á sínum tíma fyrirfram það af síldarlýsi, s?m hann hafði tök á að selja. En þegar fyrirframsalan fór fram, voru sósíalistar — með Finn Jóns- son í broddi fylkingar — að reyna að koma í veg fyrir, að Hjalt- eyrarverksmiðjan yrði reist. Yar á því tímabili ekki annað sjáanlegt en að sósíalistum myndi takast, að stöðva byggingu verksmiðjunnar á þessu ári. Auðvitað gat Kveld- úlfur ekki, meðan málið stóð þannig, selt fyrirfram afurðir þeirrar verksmiðju. Er það því vissulega hart, að Finnur Jónsson skuli nú koma og ásaka Kveldúlf fyrir, að hann skyldi ekki fyrirfram selja vöru, sem hann ekki vissi hvort hann mætti framleiða. Finni tókst að vísu ekki að stöðva Hjalteyrarverksmiðjuna, og vita sjómenn og verkamenn best, hverju það munaði fyrir þá. En Finni tókst að girða fyrir það, að afurðir verksmiðjunnar yrðu seldar á þeim tíma, sem verð- ið var hæst ' og þannig gat hann bakað Kveldúlfi stórtjón. En það er áreiðanlega einlæg ósk sjómanna og verkamanna, að Kveldúlfur komist ómeiddur frá því tjóni og að hann fái það að fullu bætt á komandi árum. A sama hátt munu sjómenn al- ment fagna því, að einræðisdag- ar Finns í stjórn síldarverksmiðja ríkisins eru nú selin taldir, því að þá er von um að takast megi, að bjarga verksmiðjunum frá al- gerðu fjárhagshruni og um leið að tryggja afkomu sjómannanna i framtíðinni. DÓMKIRKJUKLUKKAN Herra ritstjóri! ú er klukkan hætt að slá stundarf j órðungshöggin. Mjer fór sem mörgum öðrum, að jeg hjelt að klukkan væri nú orð- in svo úr sjer gengin, að hún væri af þeim ástæðum hætt að slá, og jeg kveið þeirrar stundar, þegar hiin þagnaði alveg. Jeg gerði líka ráð fyrir, að svo mundi verða um þetta mál eins og svo mörg önn- ur, að lítið yrði um lagfæringu fyrsta kastið. Hinu hafði jeg ald- rei heyrt hreyft opinberlega, að ástæða væri til að láta kirkju- klukkur hætta að slá. Enda sje jeg ekki, að einstakir menn hafi rjett til þess, jafnvel þótt einhver teldi sjer ónæði að slögum klukk- unnar. Jeg hefi búið mörg ár mjög nálægt kirkjunni, og aldrei hefir klukkan orðið til þess að hafa af mjer svefn. En hafi jeg vakað, hefir ldukkan verið það sem mest stytti tímann. Kirkjuklukkan hefir um tugi ára verið einasti opinberi tíma- mælirinn hjer í bæ. Og man jeg þá tíð, að það þóttu ekki lítil tíð- indi, þegar klukkan var stöðvuð um stund vegna hreinsunar eða þegar skífan var máluð. Ilver Ijefir fyrirskipað að láta stöðva slög kirkjuklukkunnar ? Og hvenær verður úr þessu bætt? G. | eg fór hjeðan að ^ heiman í miðjum júlí til Hafnar, en það- an fór jeg með Græn- landsfarinu Disko, og komum við til Juliane- haab eftir 11 daga ferð frá Höfn. Með skipinu var nýlendustjóri Græn- lands, Daugaard Jen- sen, er var á sinni árlegu eftirlitsferð. Heimsótt- um við bygðir og þorp Grænlands, alt frá Juli- anehaab og norður í Norður-Grænland. I hvert skifti sem við kom- um að einhverjum kaupstað eða í höfn, var vjelbátur til taks til þess að flytja okkur um nágrennið, en skipið beið með- an við vorum í því ferðalagi. Þegar erindið var að athuga ræktunar- og beitarskilyrði og hvernig væri undir bú, hafði jeg bátinn fyrir mig, en annars var jeg í fylgd með nýlendu- stjóranum. Á þessu ferðalagi um Grænland vorum við þang- að til framundir septemberlok. í þessu langa ferðalagi fekk jeg alveg einstakt tækifæri til þess að kynnast Grænlandi, at- vinnuháttum þar eins og þeir eru nú, og framtíðarmöguleik- um þess víðáttumikla lands eins og þeir komu mönnum fyr- ir sjónir. I fyrri ferð minni til Græn- land haustið 1923 var dvöl mín þar stutt, og kom jeg ekki nema í hina fornu Eystri-bygð. Nú fjekk jeg tækifæri til þess að kynnast staðháttum í Vestri- bygð við Ragnafjörð og Lýsu- fjörð. Jeg hafði álitið, að þar væru skilyrði lakari fyrir land- búnað, en í Eystri-bygð, sem er sunnar. En svo er í raun og veru ekki. Er nú lögð áhersla á, að koma þar upp sauðfjár- búskap. — Hve margt fje er nú í Grænlandi af ísl. kyni? — Talið er að þar sje nú um 10.000 fjár. En af því er ekki nema um 1000 fjár í Vestri- bygð hinni fornu — Godthaabs- hjeraði, sem kallað er. Við Godthaab er sauðfjárræktastöð. Forstöðumaður hennar er ís- lenskur, Sigurður '.Stefánsson. Hann hefir um 150—200 fjár. Hann lætur vel af veru sinni þar vestra. Erfiðleikar eru tölu verðir á sauðfjárræktinni við Godthaab, því þar er snjó- þungt. Kindin þarf um 4 vætt- ir til vetrarfóðurs af heyi. En þarna út við haf eru engar slægjur og þarf að sækja hey um 50—60 km. leið inn í firð- ina. Þar inni í fjörðunum hafa nú verið reist 3 nýbýli, nálægt fiskiþorpi, og hefir hver bóndi fengið 70—80 fjár. I fyrravef.- ur kom þar aldrei snjór, aðeins gránaði í rót, og gekk fjeð sjálfaía að kalla. Sigurður Sigurðsson. En ræktanlegt land er lltið Sigurður Sigurðsson fyrverandi búnaðarmálastjóri kom heim með Gullfossi í fyrrakvöld. Hann fór, sem kunnugt . er til Grænlands, eftir beiðni grænlensku stjórnarinnar, til þess að rannsaka þar búnaðarskilyrði og nýbreytni í landbúnaði. Hann sagði blaðinu svo frá ferð sinni; jafnan fyrirfram, hvenær hann ætli að fara þaðan aftur. Á þeim tíma fer hann, hvernig sem viðrar. Það þykir Græn- lendingum furðulegt. Við komum m. a. til Umanak- fjarðar. Þar er marmaranáma mikil, þar eru heil fjöll sem eru nærri því ekki annað en mar- mari. Þar eru brotin um 3000 tonn á ári, og flutt til Dan- merkur. Við komum til Diskoeyjar. Hún er á svipuðu breiddarstigi og ísland. Þar eru basaltlög í fjöllum líkt og hjer, og mold- myndun meiri en víðast annars staðar í Grænlandi. En þar er gvo kalt loftslag, að jörð er þar frosin alt árið, nema hvað efsta lagið þiðnar um hásumarið. Þar eru kolanámur. Eru unnin þar um 5000 tonn á ári. Kolalögin eru þunn, i/á—1 meter á þykt. Grafin hafa verið 200 metra löng göng inn í fjallið. Og enn eru kolin frosin svo langt inn í fjöllin. — Hvaða umbætur eru næst- ar fyrir hendi í sauðfjárrækt- inni? — Það þarf að bæta meðferð fjárins víða. En mest er um vert að koma upp verksmiðju, þar sem hægt verður að fram- leiða kjarnfóður úr fiskúrgangi handa sauðfjenu. Nú er öllum fiskúrgangi fleygt. Það er hinn erfiði heyskapur, sem búskapur Islendinga í Grænlandi til forna hefir strand að á. Útbeitin er ágæt, það sem sauðfjenað þar sem hundarnir hún nær. En ræktunarskilyrði eru, því þeir eru svo grimmir, í landinu eru ákaflega takmörk- uð. Menn hafa giskað á, að í öllu Suður-Grænlandi sjeti sam- tals um 1000 hektarar af rækt- anlegu landi, ef aðeins eru tal- in hin stærri svæði. En það land þarf vitanlega að rækta alt. Auk þess eru víða smáblettir til og frá um land alt, sem nota má til garðræktar. Er fjeð á Grænlandi altaf vænna en það er hjer? — Það munar um Ys hve skrokkþunginn er meiri á dilk- unum í Grænlandi og dilkum hjer af sama stofni. Finn jeg ekki aðrar ástæður fyrir því, en þær, hve beitagróðurinn er þar kjarnmikill. Sjerstaklega tekur maður eftir því, hve mikið er meíra þar en hjer af gráviði. Grasið, sem með víðinum vex er smávaxið, en, eftir því sem efnagreiningar sýna, alveg sjerstaklega kjarngott. Verður ekki reynd sauðfjár- rækt norðar en í Godthaabs- hj eraði? Þegar til Norður-Grænlands kemur, byrjar hundahaldið. Þar ala menn sleðahunda til þess að komast áfram yfir láð og lög meðan ísalög eru. Ó- mögulegt er það talið, að hafa að þeir rífa sauðskepnurnar í sig. Þegar maður kemur norð- ur í Holtsteinborg, er maður kominn í hundahjeruðin. Þar verður því eigi stundaður land- búnaður. Þar er sjósókn all- mikil. Þar er niðursuða fyrir heilagfiski, rækjuverksmiðja og bátasmíðastöð, lýsisbræðsla. Þar hefir Gústav Ólafsson aðal- bækistöð sína. Hann er báta- eftirlitsmaður í öllum bygðum Grænlands. í landinu eru taldir 150 vjelbátar. Gústav á að hafa eftirlit með því, að þeir sjeu í lagi. Hann verður að hafa mikla yfirferð. Hann byrjar eftirlit sitt á vorin suður undir Hvarfi og heldur norður með strönd- inni. Hann hefir sjerstakan eftirlitsbát. Uann er vel látinn af öllum. Grænlendingar hlýða ráðum hans og leiðbeiningum í einu og öllu. Og grænlenska stjórnin telur hann meðal sinna ötulustu og þörfustu starfs- manna. Hvar sem hann kemur á ferðum sínum, ákveður hann E.S. LYRA fer hjeðan á morgrun 17. b. m. til Bergen um Vest- mannaeyjar or Thorshavn. Flutninyi veitt móttaka til hádegis í dag;. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. P. SmHh & €0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.