Morgunblaðið - 19.12.1937, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. des. 1937.
M 0 R G U NBLAdlÐ
5
Iundanförrmm greinum hjer í blaðinu um fjárhag og
fjármálastjórn ríkisins hefir eftirfarandi komið í ljós:
Á ÁRUNUM 1924—’27 ljettist skuldabyrði ríkisins ofan í
helming þess, sem hún var í byrjun tímabilsins. Síðan 1927 hefir
skuldabyrðin þyngst aftur um 138% eða margfaldast með rúm-
lega 2i/,.
Á SAMA TÍMA hafa skuldir þjóðarinnar alls við útlönd
meir en tvöfaldast. Álögur beinna skatta eru nú orðnar svo
þungar, að stjórnarliðið viðurkennir að með engu móti verði
xneiru við þær bætt.
TOLLABYRÐIN hefir þyngst um minst 70% 1927—’36. —
Á þessu þingi er farið fram á nýjar tollaálögur, sem nema um
y3 af þeim tollum, sem fyrir eru.
ÞEGAR BÚIÐ ER að framkvæma þessar nýjustu tollahækk-
anir nema innflutningstollarnir eitthvað í kringum 20% af inn-
flutningsverðmætunum eða %, þ. e. 20 kr. af hverjum 100 kr.
Árið 1927 voru tollarnir 9.2% af innflutningsverðinu. Tollaálög-
urnar hafa því þarmeð tvöfaldast frá því árið 1927.
LOFORÐ STJÓRNARFLOKKANNA VAR: Að safna ekki
skuldum, að ljetta óbeinu skattana, að afnema tolla af nauð-
synlegum hlutum.
Hjer skal nú grerð nokkru
nánar grein fyrir hinu
nýja frumvarpi til laga um
bráðabirgðatekjuöflun fyrir
ríkissjóð, sem nú liffgur fyr-
ir þinginu. í upphafi grein-
argerðar fyrir frumvarpinu
segrir:
„Frumvarp betta er flutt
samkvæmt beiðni fjármála-
ráðherra, og fylyja bví eft-
irfarandi athugasemdir:
í frumvarpi þessu er gert ráð
fyrir framlengingu á nokkrum
þeim ákvæðum til tekjuöflunar
fyrir ríkissjóð, sem verið hafa í
'lögum og eru í lögum á yfir-
standandi ári. Er þar áttí við á-
kvæði um hátekjuskatt, sjerstakt
.aðflutningsgjald og bensínskatt.
Nýmæli frumvarpsins eru hins-
rvegar þessi:
1) Aðflutningsgjaldið hækkað
'um 5% af þeim vörum, sem að-
flutningsgjald er greitt af sam-
kvæmt núgildandi lögum, og ættu
tekjur af því að nema um kr.
1.000.000.00.
2) Að 2% aðflutningsgjald sje
lagt á þær vörur, sem áður voru
undanþegnar gjaldinu. Ætti það
ákvæði að gefa í tekjur kr. 325.-
000.00.
3) Að ríkisstjórninni er heim-
álað að innheimta alla skatta og
tolla til ríkissjóðs með 10% álagi,
-að undanskildu útflutningsgjaldi,
<xg ættu tekjur af því að nema kr.
1.325.000.00.
Tekjuaukinn samkvæmt frum-
varpinu ætti því að nema kr.
:2.650.000.00“.
Aðflutningsgjaldið, sem umræð-
ir nndir lið 1, er hinn nýi verð-
tollur sem innleiddur var á árinu
1935 með lögum frá 31. des. um
bráðabirgðatekjuöflun fyrir ríkis-
sjóð, og á máli stjórnarflokkanna
hefir gengið undir nafninu „við-
skiftagjald“. Nú nefna þeir það
aðflutningsgjald, sem er sama og
ánnflutningstollur.
Aðflutnings-
gjaldið frá 1935.
Aðflutningsgjaldið er ekki í
neinu frábrugðið hinum áður gild-
andi verðtolli (m. a. innheimt á
sama hátt), nema að það nær til
langtum fleiri vörutegunda, vöru-
tegunda sem áður voru ýmist al-
veg tollfrjálsar eða annað hvort
aðeins vörutollur eða verðtollur
samkvæmt hinum sjerstöku toll-
lögum (aðallega tollur munaðar-
vöru og sælgæti) hvíla á. Raunar
má geta þess, að hinn nýi verð-
tollur „viðskiftagjaldið“ innheimt
ist ekki með 25% viðauka, eins
og' meginþorri verðtollsins, sem
fyrir var.
Af tollfrjálsum vörum, sem að-
flutningsgjaldið var lagt á 1935,
má t. d. nefna skip, hveiti, baunir,
bygg og ýmsar aðrar matvörur,
ennfremur pappír og ýmiskonar
pappírsvörur (2%), ósmíðað gull
og silfur (25%).
I flokki vörutollsvaranna er um
svo mikinn sæg af vörum að ræða,
að enginn kostur er að telja þær
hjer upp, þó skulu nokkrir stórir
vöruflokkar tilgreindir, t. d. trjá-
vörur allskonar unnar og óunnar,
cement, vjelar og verkfæri, bús-
áhöld, bifreiðar til vöruflutninga
og flest til bifreiða, járn- og
málmvörur ýmiskonar, lyf, ýmis-
legt til húsa og húsgagna, skinn
og húðir, alt til síma, þorskanet
og yfirleitt flestar útgerðarvörur,
o. s. frv. o. s. frv.
Þá fjell mesti urmull vara, sem
áður hvíldi á bæði vörutollur og
verðtollur, undir ákvæðin nm við-
skiftagjald. Má segja að þar sje
orðin hver silkihúfan upp áf ann-
ari.
Yörurnar, sem viðskiftagjaldið
var lagt á samkvæmt lögum frá
1935 voru flokkaðar í 4 flokka.
Á vörur í 1. flokki voru lögð 2%,
2. flokki 5%, 3. flokki 10% og
4. flokki 20%. Skal hjer ekki
rakið frekar, hvað af vörum til-
heyrir hverjum flokki. Þeir, sem
vilja kynna sjer það, getá flett
upp í Stjórnartíðindum fyrir 1935,
A. deild, bls. 267. Annars ættu
menn, sem vilja sjá hvað þeir
borga í ríkissjóð af þeim erlendu
vörum er þeir kaupa, að fá sjer
handbókina: „Skrá yfir aðflutn-
ingsgjöld", gefin út af fjármála-
ráðuneytinu 1936.
Niðurröðun eða flkkun varanna,
sem gjaldskyldar eru samkvæmt
umræddum lögum um viðskifta-
gjald frá 1935, miðast eðlilega
fyrst og fremst við hvers eðlis þær
Hjer er svar við því:
Hvaða tollar verða
settir á þessu þingi
og hvaða tollar
verða hækkaðir?
eru, hve nauðsynlegar þær þykja,
hve mikið tollaálag má ætla þeim
að bera. Tollaálagið í hinum mis-
munandi flokkum á þá að standa
í rjettu hlutfalli við það mat.
Raunar má geta þess lijer enn, að
þar er nær eingöngu um bráð-
nauðsynlegar vörur að ræða.
Hin nýja hækkun
aðf lutningsg j aldsins.
Eins og uppliaf greinargerðar-
innar við frumvarp það til laga
um bráðabirgðatekjuöflun ríkis-
sjóðs, er nú liggur fyrir þinginu,
og tilfærð er hjer að ofan, ber
með sjer, er tilætlunin, að að-
flutningsgjaldið hækki alstaðar
um 5%. Verður sú álagning því
harla mismunandi eftir flokkum
varanna, og brýtur því algerlega
í bág við hið fyrra mat á þeim.
Hin nýja hækkun tollsins er m.
ö. o. í öfugu hlutfalli við nauð-
syn varanna. Nauðsynlegustu
vörurnar verða mjög hart íiti, þær
ónauðsynlegri sleppa tiltölulega
ljett út úr hreinsunareldinum, eins
og eftirfarandi tafla sýnir:
Flokkur Tollur % Hækkun
1. 2+5= 7 250%
2. 5+5=10 100%
3. 10+5=15 50%
4. 25+5=30 20%
Hækkun gjaldsins er að sönnu
alstaðar mjög tilfinnanleg, en
sýnnu mest á nauðsynlegustu
vörunum. Þessi hækkun á að gefa
1 milj. kr.
Þá eru 2% lögð á yfirleitt all-
ar vörur samkv. frumvarpinu,
sem áður voru undanþegnar við-
skiftagjaldinu. Fyrir utan stúra
flokka vara, eins og rúgmjöl, rúg
og kol ber mest á ýmsum naiuð-
synjum til framleiðslunnar bæði
til sjávar og sveita. Er ætlast til
að þessi 2% gefi 325 þús. Segir
í greinargerðinni, að þetta gjald
sje svo lágt, „að lítið verði vart
við það í framkvæmd, þótt það
hinsvegar muni ríkissjóð nokkru'
En hjer hafa stjórnarflokkamir
með tollabrjálæði sínu ráðist sum-
part inn á það svið, sem hingað
til hefir verið friðhelgt talið, og
enginn hefir látið sig dreyma um
að notað yrði til fjáröflunar fyrir
hið opinbera, aðrir en mennimir,
sem hæst hafa galað um afnám
tolla af nauðsynjavörum í eyru
kjósendanna, alþýðunnar, sem, á
nú að klípa þessi hundrað þús-
unda kr. af hverjum munnbita
sínum af brauði, fyrir nú utan
allar hinar álögumar.
Loks er svo 10% álagið á alla
skatta og tolla til ríkissjóðs, að
undanskildu útflutningsgjaldinu,
sem ætlast er til að gefi 1 milj.
325 þús. kr.
Þaðs kal ekki rætt frekar hjer.
Hver og einn getur reiknað út
sjálfur, hve mikið hinar beinu
greiðslur hans til ríkissjóðsins
hækka við þá viðbót.
Tollaöngþveitið.
Tollainnheimtan fer að verða
nokkuð flókin við allar þessar
hækkanir og viðbætur tollanna.
Af vefnaðarvörum úr ull eða
blönduðum efnum innheimtist til
dæmis:
1) Vörutollur kr. 1.80 af hverj-
um 10 kg. + 10% af því eða alls
um kr. 2.00 af 10 kg.
2) Verðtollur, stofngjald 15%
+ 25% af því eða 19% + 10%
þar af eða alls um 21%.
3) Viðskiftagjald 1935 10% +
nýja viðskiftagjaldið 5%, samtals
15% + 10% af því eða ca. 17%.
Hnotutrje - Standlampar
í miklu úrvali.
Hðsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar
HVGITI:
HVEITI B. B. B. HVEITI B. D. D.
HVEITI OG.
Góð aðstaða við innkaup vörunnar skapar lágt verð.
Sig. Þ. Skjaldber^j.
(Heildsalan).
Verðtollurinn alls er þá orðina
um 38% af innflutningsverði þess-
ara vara. Sjeu vefnaðarvörurnar
úr silki, er vörutollurinn sá sami
en verðtollurinn um 60%.
Þetta eru engar óþarfa-vörur . og
svona er það orðið um flestar
nauðsynjar fólksins. Þær stað-
reyndir kveða nokkuð við annan
tón en gefnu fyrirheitin og yfir-
lýstu stefnumálin.
y
X
¥
í
Nærföt
mikið úrval.
Verslun
0. Eliingsen h.f. I
^ ..........i-iiooo'
♦ ♦ ♦ ...............*.............. ^ *
♦
♦
♦>
I
x
T
X
T
%
f
T
T
T
?
*
t
X
Jólagjafir
Leikföng.
Leðurvörur.
Músíkvörur.
Katrfn Vlðar
H1 jóðf æraverslun.
Lækjargötu 2.
%
f
I
f
X
1
f
I
I
1
i
...... .«■ .*
s^wwwwwwwvwwwww^
IH
Hraðkveikju-
luktirnar
komnar aftur.
Verslun
0. Etlingsen h,f.
I
Frosin bökunaregg. Komið með ílát. Drífanði