Morgunblaðið - 19.12.1937, Blaðsíða 6
6
Málverkasýning
Finns Jónssonar
Finnur Jónsson sýndi hjer síð-
ast í apríi 1934. Það var
mjög góð sýning. En nú sýnir
hann enn meiri þroska. Svo óefað
er þessi sýning hans sú albesta
sem hann hefir haft. Þarna eru 64
verk. Og mörg vel stór. Það eru
bæði hugmyndir, landslag, bæði
í olíulitum og vatnslitum, svo og
bílar, fólk o. fl. Alt þetta sýn-
ir mikla ástundum og alvarlega
leit. Þó eru þarna innan um mis-
lukkuð verk, eins og hjá fleirum.
Formið og litirnir eru á stundum
um of þunglamalegir og sumar
af „Figurumyndum“ hans nálg-
ast um of „Karikatur“, og fyrir
þá sök líkari því, sem þær væru
steyptar r sama mótinu.
Af öllu sem þarna er sýnt virð-
ast mjer landslagsmyndirnar frá
í sumar bera af. Þær eru sterkari
í byggingu og langtum heil-
steyptari í litum. Nr. 9 „Gígar og
hraun við Laka“ og nr. 8 „Gígar
við Laka“ eru fallegar myndir,
litirnir eru sjerkennilega rauðir,
gulgrænir, fjólubláir o.g silfur-
gráir. Eftirtektarverð mynd er
líka nr. 5 „Ritur með unga“. Ilin-
»m hvítgráu fuglum er komið vel
fyrir mitt í myndinni umrömm-
uðum af bogahvelfingu sjávar-
hamarsins. „Klettagjögur“ er
einnig falleg en um leið kröftug
landsjagsmynd, sem menn hljóta
að taka eftir.
Finnur sýnir nú inn 20 vatns-
litamyndir. Hann hefir oft áður
sýnt góðar vatnslitamyndir og
gerir það einnig nú. Jeg vil að-
eins minnast á tvær, sem eru
sjerlega góðar, en það er „Þrír
menn“, andlitin máluð í gulbrún-
um heitum litum, sem gefa ágæt-
lega útitekin andlit verkamanns-
ins. Svo er nr. 46 „Svartfugl“,
sjerlega falleg mynd.
Þarna eru einnig nokkrar eftir-
tektarverðar teikningar „karakt-
erisk“ andlit, sem hann kallar
„Menn sem jeg man“.
Allir, sem unna list, þurfa að
sjá þessa. sýningu og skoða hana
vel. Þjóðin verður að skilja það,
að ef hjer á að þroskast list þá
verða sem flestir að gefa því
gætur sem gott er og læra að
forðast það sem er Ijelegt og fá-
nýtt, þroska sinn eigin smekk með
því að skoða góðar sýningar.
Orri.
Rafmagnsáhöld.
Pottar.
Katlar.
Vöfflujárn.
Skaftpottar.
Alt með 8—10 m.m.
þykkum botnum.
JÁRNVÖRUDEILD
Jes Zimsen
Minningarorð
um Ingunni
Þorsteinsdóttur
Ihópi „gamla“ fólksins hefi jeg
ávalt átt góða vini, þar hefi
jeg notið góðra stunda og þar hefir
mje'r verið miðlað margskonar fróð-
leik; þeir fara margs á mis, sem
ekki nema staðar hjá gamla fólkinu,
því þar geymast sönn hyggindi,
bygð á lífsreynslunni sjálfri, vitn-
inu sem e'kki verður vefengt.
I þeim hópi var Ingunn Þorsteins
dóftir. Aldrei heimsótti jeg hana,
án þeSs að hún miðlaði mér af
veganesti sínu — fróðleik hollráð-
um, árnaðar óskum, og gjafirnar
skar hún eigi við nögl. Frá rúminu
hennar hvarf jeg jafnan hlaðin
blessunaróskum, sem komu frá
hlýjum innra manni, þrátt fyrir
ytra hjúp„ e'r æði margir mis-
skildu, af því að mennirnir eru
svo skammsýnir og kunna ekki skil
á því, sem í djúpinu dylst.
Á kyrlátum samverustund'um
kyptist jeg Ingunni sál. best. Hún
var ekki fyrir fjöldann e'ða fjöl-
mennið, en með fáum naut hún sín
vel. Henni var ekki tamt að opna
huga sinn öllum, e'ða bjóða þar inn
hverjum sem vera vildi, en í næði
auðsýndi hún vinum sínum alúð og
yl, og þá duldist heldur e'kki ljósið,
sem hún átti í trú sinni og frausti
til Guðs.
Ingunn fæddist að Guðnaholti í
Stafholtstungum 21. ág. 1867.
Foreldrar heúnar voru hjónin
Þorsteinn Pjetursson og Sigríður
Magnúsaóttir. Þau eignuðust 11
börn, 7 þeirra náðu fullorðins aldri,
af þessum stóra systkinahhóp eru
nú 3 eftirlifandi.
Ingunn sál. var skýrleiks kona og
skapfe'stu, trygg í lund og hollráð
vinum sínum. Minnug var hún og
hnyttin í orði, enda vel hagmælt,
þótt lítið ljeti hvin á þvi bera. Þeg-
ar jeg virði fyrir mjer minningu
hennar, kemur mjer hún fyrst og
fremst, fyrir sjónir,_ sem fulltrúi
hreihskilni og sannrar trygðar, það
voru hinir stærstu þættir í skapgerö
hennar, fyrir það verður hún vin-
um sínum minnistæðust.
Ilún andaðist 11. des. s. 1. að Elli
heimilinu Grunú. í gær var hún
til moldar borin. Fari hún í friði.
Blessuð sje minning hennar.
Guðrún Lárusdóttir.
Nýknmið.
Balar.
Vatnsfötur.
Kökumót.
Kökuplötur
í Hakkavjelar.
Hrinffmót.
Tertuform.
Kleinujárn
og: fl. fl.
JÁRNVÖRUDEILD
Jes Zimsen
MORGUNBLAÐIÐ
ti. <v>
Skúli og Þórarinn í Sundhöllinni. Þórarinn snýr bak-
inu að, en Skúli syndir baksund með hjálp loftbelgja.
Hinir Iðmuðu Sundhallargestir
Síðustu mánuðina hefir það vak
ið athygli Sundhallargesta, að
þangað ke'mur morgun hvern lam-
aður maður, sem leúgi fyrst var
svo máttvana, að honum var ekið
á sjúkravagni inn á laugarstjettina
og studdur þaðan af tveimur um-
sjónarmönnum inn í klefana, af-
klæddur þar, bundnir á hann kút-
ar og síðan með varúð komið nið-
ur í laugina. Þar flaut hann síðan
á kútunum sínum og reýndi að
þumlunga sjer áfram me’ð mátt-
vana hreyfingum og fálmi ívatninu.
En því oftar sem maður þessi kom,
því styrkari virðist hann verða og
loks fór hann að taka sundtökin
reglulega. Nú er hann líka laus við
kútana.
*
Maður þe'ssi er lömunarveikur
sjúklingur úr Landsspftalanum,
Þórarinn Alexandersson frá Stór-
holti í Dölum. í febrúar 1936 —
fyrir tæpum tveimur árum —
veiktust skyndilega allir fjórir
vinnumennimir í Stórholti. Þeirra
síðastur kendi Þórarinn lasleika og
láu þá allir karlmená á heimilinu
rúmfastir. Varð Þórarinn því að
vinna við gegningar eftir hann
fann til veikinú’a — eða þangað til
hann var borinn inn í rúm með
veikinda-óráði og mikinn hita. Er
sóttin rjenaði aftur tók að draga
úr honum mátt, uns hann var
gjörsamlega lamaður á útlimum.
En hinir piltarnir, sem lögðu nið
ur störf strax og þeir fundu til
veikinnar, sakaði hvergi og hjelau
þeir kröftum.
Skömmu seinna var Þórarinn
fluttur hingað til Reykjavíkur og
hefir verið á Landsspítalanum síð-
an. Á liðnu vori, eftir rúrna árs-
dvöl á spítalanum, var hann örlít
'ið farinn að hjarna við, en hægur
var batinn. Fyrir forgöngu Ulfars
Þórðarsonar læknis, og eftir beiðni
Þórarins sjálfs, leyfði yfirlæknir-
inn honum að reyna að fara í
sundæfingar hjá Jóni Pálssyni, er
þá hafði sundnámskeið í sundlaug
Austurbæjarskólans og varð það
og framkvæmt, að Þórarni var
ekið í sjúkrakerru sinni upp í
skóla og dýpt þar í vatnið. Fljótt
kom það í ljós, að vatnsskvamp
þetta hafði stórbætandi áhrif á
heilsu sjúklingsins svo segja mætti,
að honum færi dagbatnandi.
Eftir tveggja mánaða stöðugar
sunaæfingar í skólalauginni varð
liann þar frá að hverfa vegna
þess að laugin var þá tekin í þarf-
ir barnaskóJanna. Þá var Sund-
höllin na>sti áfangastaðurinn, og
þar eð spiíalinn sá sjer ekki fært
að kaupa sundkenslu til handa
Þórarinn (til vinstri) og Skúli í
sjúkrastól sínum.
sjúklingum sínum, he'fir starfs-
fólk Sundhallarinnar gefið hon-
um fjögur mánaðarkort, og
mun halda uppteknum hætti,
uns hinn lamaði sundmaður hefir
f engið af tur sína fyrri heilsu.
Hann hefir nú sagt skilið við stól-
kerruna, gengur einn á hverjum
morgni milli spítalans og Sund-
hallarinnar og syndir bringusund
án allrar hjálpar.
*
Þegar það hafði ótvírætt sýnt
sig að hinn laniaði maður hlaut
mikinn bata af iðkurm sunds,
var öðrum, lömuðum sjúklingi á
Landsspíalanum opnuð leið í
Sundhöllina fyrir tæpum mánuði.
Það er 17 ára piltur, Skúli Jens-
son frá Bolungarvík. Hann kendi
höfuðverks í fjárleit á fjollum í
fyrra haust. Þegar heim kom lagð-
isft hann veikur og lamaðist, á
sama hátt og Þórarinn, og var
fluttur hingað. Eftir ársdvöl hjer
var liann líkt á veg kominn og
vinnumaðurinn úr Dölunum, sem
hann verður nii samfe'rða í Sund-
höllina á hverjum morgni — en
Skúla er þó en e'kið í sjúkrakerru.
Þeir eru því tveir núna lömumenn-
irnir í Sundhöllinni og báðir á góð
um batavegi.
Hvor um sig hafa báðir þessir
menn .beðið Morgunhlaðið að skila
þakklæti sínu til sfarfsfólks Sund-
hallarinnar, fyrir alúð og um-
hyggju þess og sje'rstaka nærgætni
— og einnig læknum, hjúkrunar-
konum og öðru starfsfólki Lands-
spítalans fyrir alla þessa aðstoð.
En það er gott til þess að vita,
ef sundiðkun getur gert lama me*nn
Ii ilii heilsu.
Sunnudagur 19. des. 1937.
ÁKVEÐNARI AF-
STAÐA JAPANA
GEGN BRETUM.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Þessir flokkar hafa um langt
skeið krafist þess að Japanir
legðu undir sig land Rússa í
Austur-Asíu.
Daily Express skýrir frá
því, að gert sje ráð fyrir
að foringjar í hernum
taki við hinum mikilvœg-
ustu stjórnardeildum í jap-
önsku stjórninni. M. a. er
búist við að Tatekawa
hershöfðingi verði utan-
ríkismálaráðherra í stað
Hirota, og að hinn nýjl
ráðherra taki ákveðnarl
afstöðu gegn Bretum.
Japanir munu
gefast upp.
London 18. des. F.Ú.
Chiang Kai Shek hefir gefið
út opinbera tilkynningu sem
jafnframt er ávarp til kín-
versku þjóðarinnar. Segir hann
þar meðal annars að svo lengi
sem Kínverjar sjeu einhuga um
að verjast, muni Japönum
aldrei verða sigurs auðið yfir
þeim.
Aðstaða Japana muni versna
eftir því sem þeir koma lengra
inn í landið og leggja meira
undir sig af því og muni svo-
fara að lokum, að þeir muni
;apa hernaðarstyrkleika sín-
um á víðáttu landsins sjálfs.
Endar ávarpið á því, að Kín-
verjum sje sigurinn vís.
í fregn frá Peiping er frá
því skýrt, að Japanir hafi eng-
in tök á að friða landið á bak
við sig og er það jafnvel viður-
kent af Japönum, að Kínverjar
haldi uppi stöðugum árásum á
Peiping-járnbrautina. 1 Shang-
hai hefir Japönum ekkert unn-
ist á seinustu vikurnar.
Karlmenn
IStórkostlegasta
sýning á
kventöskum
í glugga okkar.
Kynnið yður tískuna,
bæði lit, skinn og ekki
síst gæði, því konan
fylgist með og
óskar öllu fremur
Ifallegrar I
kvenfösku |
Hljóðlærahúsið