Morgunblaðið - 19.12.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. des. 1937.
Bretar búast til að verja hags
muni sína í Hong-Kong
Rússar senda
100 þús. manns
til Austur-Asíu
Óttast ásælni Japana
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖIi’N 1 GÆR.
Tvö stórveldi í Evrópu, Bretar og Rússar,
gera nú ráðstafanir til þess að vernda
hagsmuni sína í Austur-Asíu. Þriðja
stórveldið, Bandaríkjamenn, telja sig ekki enn
hafa fengið fullkomnar málsbætur af hendi Jap-
ana fyrir árásina, sem gerð var á Panay.
Bretar keppast nú við að víggirða Hong-
Kong, þungamiðju hins breska hagsmunasvæðis
í Kína.
Hafa fyrirætlanir Japana um að taka Suður-Kína her-
skildi valdið miklum kvíða í Hong-Kong og hafa nú ver-
ið settar 30 kílómetra gaddavírsgirðingar meðfram
landamærum hins breska svæð.is.
GASGRÍMUR FYRIR BORGARBÚA.
Bresku yfirvöldin 1 Hong-Kong hafa látið íbúana fá gas-
grímur og látið gera neðanjarðar hvelfingar, sem öruggar eru
fyrir sprengjuárásum.
Þess er minst í þessu sambandi, að bresk blöð ljetu svo
um mælt fyrir skömmu, að ólíku máli gegndi um Shanghai og
Hong-Kong. ,,Hver einasti breskur þegn mun verja Hong-Kong
þar til yfir lýkur“, sagði eitt blaðið.
UNDIRBÚNINGUR JAPANA
Það er búist við, að (Japanir muni hefja sókn sína í Suður-
Kína, með því að leggja undir sig borgirnar Amoy, Foochow
og Swatow, en útlendingar hafa samningsbundna hagsmuna
að gæta í öllum þessum borgum.
Þrjátíu japönsk herskip eru komin til Amoy, um 300 mílur
frá Hong-Kong og hafa hermenn verið settir á land þar.
Loftárásir hafa verið gerðar á Hsai-Chuen eyna fyrir vest-
an Hong-Kong og margar smáeyjar á þessum slóðum, hafa ver-
ið teknar herskildi.
ÞRJÚ BRESK HERSKIP.
London í gær. FÚ.
Orðrómur hefir gengið um það undanfarið, að breska
stjórnin hefði þrjú orustuskip á takteinum við strendur Kína til
þess að grípa til ef þurfa þætti.
Þetta er nú borið til baka í dag af bresku flotamálastjórn
mni.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiimiiiiiiiH
I 70 þús. voru drepnir |
Samkvæmt japanskri tilkynningu frá Shanghai er talið að 70
þnsund Kínverjar hafi fallið í bardögunum um Shanghai. Á mynd-
inni sjást kínverskir flóttamenh leita inn í alþjóðahverfið í Shang-
ha.i, sem varið er af evrópiskum lögregluþjónum.
sHraðskreiöastas
AttantshaísskipiO
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÆR.
Frakkar hafa í undirbún-
ingi að byggja hraðskreið-
asta skipið, sem verður í för-
um um Atlantshaf. Skipið á
að vera svipað kafbát í lög-
un, í straum-línu-sniði og án
reykháfa.
Reykinn á að ledða út um
pípur, sem liggja lárjett eftir
skipinu og opnast í skut,
rjett fyrir ofan sjávaryfir-
borðið.
ALT MEÐ FRIÐI:
SVÖRIN SEM DELBOS
FLYTUR HEIM.
London í gær. FÚ.
Itilkynningu, sem gefin hef-
ir verið út um viðræður Del-
bos, utanríkismálaráðherra
Frakka og tjekkneskra ráð-
herra segir, að rætt hafi verið
um þau mál er varða Frakk-
land og Tjekkóslóvakíu sam-
eiginlega, með þeim árangri, að
fullkomin vinátta og skilning-
ur ríki nú í sambúð þessara
tveggja ríkja.
I tilkynningunni segir enn-
fremur, að Delbos hafi átt tal
við leiðtoga Sudeten Þjóðverja
cg hafi komist að raun um, að
þeim sje fjarri skapi að gera
neinar ráðstafanir eða kröfur,
igimnuiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiimimuiiiiiiiiin.
| Roosevelt vill f
ihafaóbundnar)
i hendur til að |
| fara f strfð |
iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii ....
FRÁ FRJETTARITARA
VORIJM.
KHÖFN í GÆR.
oosevelt ætlar að
berjast gegn frum-
varpi því, sem fram er
komið á þingi Eanda-
ríkjamanna, um að
þjóðaratkvæðagreiðsla
verði að fara fram, áð-
ur en þjóðin sje leidd út
í styrjöld.
Meðál allra stjetta í
Bandaríkjunum verður
vart vaxandi andúðar
gegn þessu frumvarpi.
Washington „Daily Mail“
spyr, hvort óvinirnir eigi
að fá að skjóta amerískar
borgir í rústir á meðan að
verið sje að telja atkvæð-
in um, hvort farið skuli út
í stríð.
Ný rannsókn.
London í gær. FÚ.
Sendiherra Bandaríkjanna í
Tokiö fór í dag á fund japönsku
stjórnarinnar og bar enn fram
kvartanir wegna árásarinnar á
„Panay“ og taldi sannað að
Japanar hefðu skotið á skips-
höfnina með vjelbyssum, er
skipið var að sökkva og skips-
menn að reyna að bjarga sjer.
Hefir japanska stjórnin nú
lýst yfir að hún mundi láta
fara fram nýja rannsókn á þess-
um atburði.
Blöð í Bandaríkjunum eru
ákaflega gröm í garð Japana,
og telja að ekki komi til mála
að líða þeim bótalaust slíkar
árásir.
Rauðliðar sigra
á Spáni
London 18. des. F.Ú.
panska stjómin tilkynnir
síðdegis í dag að her
hennar hafi unnið fullnaðar-
sigur við Teruel og sje borgin
fallin í hendur stjórnarliðsins.
De Llano hershöfðingi lýsti
jrfir því í útvarpið í gær, að
uppreisnarmenn hefðu þá eng-
um stöðvum tapað sem neinu
máli skifti, en þó viður-
kendi hann að stjórnarherinn
hefði brotist í gegnum herlínu
uppreisnarmanna við Teruel,.
Taldi hann þó uppreisnarmenn
vera að rjetta fylkingar sínar
á ný.
Talið er, að þessi atburður
muni tefja fyrir BÓkn Franco
við Madrid.
£.8. Katla fór í gær áleiðis
til Ameríku með síldarfarm.
Ákveðnari
afstaða
gegn Bretum.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÆR.
regnir frá Varsjá herma, að
búist sje við að hundrað
þúsund rússneskir hermenn
verði sendir til Austur-Asíu,
auk herskipanna 12 er send
verða til Vladivostock, eins og
jeg símaði í gær.
Rússar óttast að stjórn Kono-
yes prins í Japan geti ekki
lengur hamið hernaðar ofstæk-
isflokka flotans og lendhersins.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
AÐYÖRUN ÞJÓÐVERJA
TIL BRETA OG BANDA-
RÍKJAMANNA.
London í gær. FÚ.
ýska blaðið „National Zei-
tung“ segir í gær
meðal annars, að heimurinn
myndi græða mikið á því, ef
Bretland og Bandaríkin vildu
halda sjer algerlega hlutlaus í
Austur-Asíu deilunni, enda sje
það sýnt, að hún varð ekki leyst
á viðunandi hátt með íhlutun
annara þjóða.
Blaðið varar stjórnir Bret-
lands og Bandaríkjanna við því
að fara að blása upp óhapp,
sem altaf geti komið fyrir í
styrjöld og gera það að ástæðu
til vopnaðrar íhlutunar.
VELMEGUN í SVÍÞJÓÐ
Kalundborg 18. des. F.Ú.
Iflestum bæjum og borgum
í Svíþjóð er nú lokið niður-
jöfnun útsvara.
Það vekur athygli að í hjer
um bil tveimur þriðju af borg-
um og bæjum Svíþjóðar hafa
bæjarstjórnirnar sjeð sjer fært
að lækka útsvarsstigann vegna
aukinna tekna almennings,
minkandi fátækraframfæris og
yfir höfuð almennrar velmeg-
unar.
Flutningaskipið Edda fór frá
Seyðisfirði til Hull með 32 þús-
und 420 pakka af stórfiski og
831 pakka af labra. Fiskurinn
hefir verið tekinn í 14 höfnum
á 8 dögum á svæðinu frá Ólafs-
firði til Stöðvarfjarðar. Edda er
á vegum Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda. (FÚ)
sem orðið geti til þess að rjúfa
einingu ríkisheildarinnar.
Delbos lætur einnig í ljósi á-
nægju sína yfir því, hve traust
samvinna sje milli Litlabanda-
lagsríkjanna.
Hafa þessi ummæli vakið
fögnuð í frönskum blöðum.
BÆJ ARSTJÓRNAR-
LISTI SJÁLFSTÆÐIS-
MANNA Á ÍSAFIRÐI.
ísafirði, laugardag.
æjarstjórnarlisti Sjálfstæð-
isflokksins hjer á ísa-
firði hefir nú verið ákveðinn.
Fimm efstu menn listans eru:
Jón Auðunn Jónsson, Jón
Fannberg, Arngrímur Fr.
Bjarnason, Matthías Ásgeirsson
og Torfi Hjartarson.
Munið Vetrarhjálpina.
Sími 4546.